Tuðran - 01.01.2007, Blaðsíða 18
Frá unglingaráði
Líf og fjör í boltanum
Margvíslegar framfarir hafa orðið
síðastliðið ár, sem ýta undir bjartsýni
okkar fyrir framtíð knattspyrnunnar á
Selfossi.
Gervigrasvöllur
í lok seinasta sumars tókum við í not-
kun nýja gervigrasvöllinn, sem er algjör
bylting fyrir knattspyrnuiðkendur og
þjálfara á Selfossi. Völlurinn er einn sá
besti á landinu, með góðri lýsingu og frá
og með næsta hausti verður hann up-
phitaður. Sannkölluð bót á aðstöðu fyrir
fótboltann.
Starfsmenn í knattspyrnudeild
Það er einstakt á landsvísu að á Selfossi
starfa fjórir einstaklingar í fullu starfi við
knattspyrnu. Sævar Sigurðsson er í fullu
starfi sem framkæmdastjóri og þjálfari,
en Craig Dean, Guðjón Þorvarðarson og
Halldór Bjömsson þjálfa í yngri flokkum
deildarinnar og einnig í knattspyrnuaka-
demíunni við Fsu.
Litli fótboltaskólinn
Fyrir rúmu ári fór unglingaráð af stað
með “Litla fótboltaskólann” fyrir 6 ára
og yngri. Þá tóku tæplega 40 krak-
kar þátt í 10 tíma námskeiði. í dag eru
70 þátttakendur í tvískiptu námskeiði,
þannig að framtíðin er björt í knattspyr-
nunni.
Fótboltadagur knattspyrnudeildar
I apríl héldum við í fyrsta skipti í 20 ár
knattþrautadag í íþróttahúsinu Iðu. Þar
fóru 150 iðkendur á aldrinum 7-16 ára í
gegnum þrautir og prófanir, mjög skem-
mtilegur dagur.
Fótboltaskóli Toyota
Síðastliðið sumar settum við af stað
fótboltaskóla í samstarfi við Toyota á
Selfossi. Um var að ræða 3 x 3ja vikna
skóla, frá 9 - 12 alla virka daga. Skrán-
ingar á námskeiðið voru yfir 120. I su-
mar munum við halda tvö tveggja vikna
námskeið með svipuðu sniði og í fyrra
dagana 11.- 22. júni og 9. - 20. júlí. A
milli þeirra setjum við nýjan vikulangan
“Ofur-fótboltaskóla”, 25. - 29. júní. Þar
munu þrír enskir toppþjálfarar ásamt
Craig Dean standa að æfingum tvisvar
á dag, ásamt sundferðum og annarri
afþreyingu. Matur, gisting og gæsla
verður í boði fyrir þá sem vilja koma
í sumarfótboltabúðir annars staðar af
landinu.
Séræfingar í öllum flokkum - Leikja-
tilboð til allra
Við höfum lagt upp úr því að allir flok-
kar fái vel menntaða þjálfara og sér
æfingatíma. Með þessu viljum við tryg-
gja að allir fái góða þjálfun, geti æft með
jafningjum sínum og að getumunur sé
ekki of mikill á æfingum.
Við sendum ijölda liða í mót á ári
hverju. A, B og allt niður í E lið taka
þátt í mótum sem haldin eru af öðrum
liðum og KSI, þannig að allir fá að spila
knattspyrnu á okkar vegum. I ár sen-
dum við 20 lið í yngri flokkum, ásamt
tveimur 2. flokks liðum, u-23 ára liði og
meistaraflokksliði.
Fríar æfingar í maí fyrir 7. flokk
Núna í maí býður Glitnir börnum í 7.
flokki, árgöngum 1999 og 2000, að æfa
frítt hjá knattspyrnudeildinni. Þar eru
Halldór Björns og Edda Björk þjálfarar
og taka á móti öllum sem vilja prófa sig
áfram.
Landslið og heimsóknir til erlendra
félagsliða
í vetur hafa Viðar Örn Kjartansson,
Guðmundur Þórarinsson og Dagný
Hróbjartsdóttir spilað með landsliði og
úrvalshópum í sínum aldursflokkum.
Þetta eru góðir fulltrúar öflugs yngri
flokka starfs knattspyrnudeildar. Einnig
hafa Viðar, Guðmundur, Stefán Ragnar
Guðlaugsson og Jón Daði Böðvarsson
heimsótt erlend félagslið á þessum tíma.
Guðmundur og Jón Daði heimsóttu ens-
ka 1. deildar liðið Nott. Forest í haust og
í mars fóru Viðar, Guðmundur og Stefán
Ragnar og kíktu á aðstæður hjá Leicester
City í Englandi.
Nú er fótboltasumarið að renna upp og
viljum við hvetja alla til að taka þátt í
þessu skemmtilega félags- og knattspyr-
nustarfi.
Líf og fjör !
f.h. unglingaráðs knattspyrnudeildar
Sævar Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Guðjón Þorvarðarson, yfirþjálfari