Þrumuskot - 01.03.1999, Síða 3
» 4
VORTILBOÐ
Ollum fótboltaskóm í sumar
fylgja vandaðir fótboltasokkar
ó me&an birgSir endast.
y
Frammistada á mótum í vetur
6. flokkur: Stelpurnar kepptu á jólamóti Kópavogs. Þær byrjuöu mótið af
krafti, unnu Breiðablik 5-1. Síðan gerðu þær eitt jafntefli og töpuðu tveimur
leikjum. Þær voru svo ánægðar með fyrsta leikinn sinn að þær lifðu bara á
honum restina af mótinu! í 6. flokki er aðalatriðið að vera með og hafa gaman
af, úrslitin eru nánast aukaatriði. Allar höfðu gaman af og þá er tilganginum
náð. Stelpurnar eru að fara að keppa á Faxaflóamóti núna og þær þjálfast
mikið við að keppa á svona mótum.
5. flokkur: Þær kepptu líka á jólamóti Kópavogs og stóðu sig með prýði. Þetta
er fjölmennur hópur með mikið af efnilegum stelpum. ( mars fóru þær á
Faxaflóamót sem haldið var í Grindavík. Bæði A og B lið kepptu, b-liðið var
nánast allt skipað nýjum stelpum. A liðið var hársbreidd frá því að vinna
mótið, töpuðu einum leik þar sem andstæðingur skoraði með hendi og allir
sáu nema dómarinn. Þetta eina mark eyðilagði allt fyrir þeim, þær hefðu
unnið sinn riðil og sennilega hreppt gullið! En svona er nú einu sinni fótbolti.
Og það verður bara að taka þvíl! Þetta kemur bara á næsta móti ...
4. flokkur: Þar eru margar góðar fótboltakonur en þar vantar alveg eldra árið
inní. Ég auglýsi hér með eftir stelpum fæddum árið 1986! Þær kepptu á
jólamóti Kópavogs og gekk það svona ágætlega. Einnig kepptu þær á
íslandsmóti, um það er fjallað annars staðar í blaðinu. Stóðu sig mjög vel
þar. Þær fóru síðan á Faxaflóamót sem haldið var á Skaganum, hefðu getað
betur þar að mínu mati. En jú, þær eru allar á yngra ári svo að næsta vetur
ætti að ganga betur. En þær geta þetta vissulega. Þegar þetta er skrifað eru
stelpurnar að fara að taka þátt í HSK móti sem haldið verður á Hvolsvelli og
hver veit nema við eignumst þar HSK meistara. ... Vonandi!
Samantekt: Laufey þjálfari.
- ÞRUMUSKOT -
3