Þrumuskot - 01.03.1999, Síða 4

Þrumuskot - 01.03.1999, Síða 4
C C BLIKK hf. Selfossi Eyravegi 55 - Pósth. 206 - 802 Selfossi Sími 482 2040 OSSRAF Eyravegi 3 Selfossi Sími 482 1439 Raflagnir - raflagnaþjónusta. -N KÆLIVELAÞJONUSTAN Eyravegi 3- Selfossi Sími 482 3595 - Fax 486 3467 Bílasími 852 9595 GSM 892 9595 c c SOLNING Austurvegi 58 - Selfossi - Sími 482 2722 Heimas. 482 2371 - 482 2289 - 482 2346 TEIKNISTOFAN Austurvegi 44, Selfossi S. 482 2577 e-mail: honn@isholf.is FISKBUÐ SUÐURLANDS SÍMI482 2509 NYR riSKIK DAGLEGA Foreldrapistill Þaö er mikilvægt fyrir öll börn og unglinga að stunda íþróttir og uppbyggi- legt tómstundastarf. Það hefur forvarn- argildi gagnvart ýmsum vandamálum, t.d. reykingum og vímuefnaneyslu. Hér á Selfossi er öflugt starf í kvenna- flokkum Knattspyrnudeildarinnar. Þrír flokkar eru starfandi, 4.,5. og 6. flokkur, allt mjög efnileg lið sem náð hafa góðum árangri síðastliðið ár. Við stefnum að því að eiga góð lið í öllum kvennaflokkum innan nokkurra ára. Árangursríkasta aðferðin til þess er að hlúa vel að starfi yngri flokkanna, og leggja þannig grunn að öflugum kvennaliðum í framtíðinni. Knattspyrnuiðkun hefur margþætt já- kvæð áhrif á börn og unglinga. Þegar vel er að málum staðið eflast þau á sál og líkama. Það reynir á sjálfsstyrk, sam- kennd, ábyrgð og frumkvæði. Hver ein- stakur liðsmaður er mikilvægur fyrir útkomu heildarinnar og samstarf er nauðsynlegt. Það er mikilvægt fyrir stelpur að fá hvatningu til aukins sjálf- stæðis og áræðni og knattspyrnan er góður vettvangur til þess. Knattspyrna er skemmtilegur og jákvæður kostur fyrir ungar stelpur og verður auk þess oft sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, sinna þörfum og áhuga einstakra fjölskyldumeðlima og um leið fjölga samverustundum fjöl- skyldunnar. Hvað er mikilvægara en að þekkja barnið sitt á öllum vígstöðvum, í leik og í starfi, innan fjölskyldunnar sem utan? Ragnheiður Hergeirsdóttir. 4 - ÞRUMUSKOT -

x

Þrumuskot

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þrumuskot
https://timarit.is/publication/875

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.