Mjölnir - 05.07.1944, Blaðsíða 3
MJOLNIR
3
THOMAS E.
MJÖLNIR
| — VIKUBLAÐ — í
? títgefandi: J
, \ P' 3Íalistafélafí Sigluf jarðar |
s liitstjóri og ábyrgðarmaður: 2
í Ásgrímur Albertsson <
? Askriftargjald kr. 15.00 árg. |
s I lausasölu 40 aura eintakið. í
í Afgreiðsla Suðurgötu 10 í
> Símar 194 og 270 |
s Blaðið kemur út alla i
s miðvikudaga. 2
vrrsrr rrrsr^rrvrrsrrsrvr^r^rr^r^srrvrrrrvr
Auðu seðlarnir og
forsetakjörið.
-í
Eins og kunnugt er komu
fram 15 auðir seðlar á Alþingi
við forsetakjörið að Lögbergi.
Á meðal þeirra 15, sem skiluðu
auðum seðlum, voru þingmenn
Sósíalistaflokksins. 5 þingmenn
aðrir greiddu Jóni Sigurðssyni
skrifstofustjóra Alþingis at-
kvæði. Það voru því 20 þing-
i menn, sem ekki vildu kjósa
Svein Björnsson fyrir forseta.
Út af þessu máli hafa verið
gerðar hatrammar árásir á þá,
sem skiluðu auðum seðlum og
árásunum aðallega beint gegn
þingmönnum Sósíalistaflokks-
ins. Hefur verið talið að með
þessari aðstöðu hafi þeir rofið
þjóðareininguna í lýðveldismál-
inu o. s. frv.
ú Nú sjá það allir að forseta-
kosningin og lýðveldisstofnun-
in er sitt hvað. Þótt öll þjóðin,
að undanteknum nokkrum galla
gripum, hafi sameinast um að
stofna lýðveldi, þá hefur senni-
lega enginn ímyndað sér, að það
væri þar með sagt, að forsetar
íslands verði alltaf kosnir ein-
róma.
i Það er eftirtektarvert, að á-
rásir þessar á Sósíalistaflokk-
inn eru hatrammastar og ill-
kvitnislegastar í blöðum Alþýðu
flokksins, fyrst og fremst í Al-
þýðublaðinu. Hefði ráðum þess
flokks verið fylgt, væri ekkert
lýðveldi ennþá stofnað á Is-
landi. Sá flokkur reyndi eftir
því sem kraftar hans frekast
i leyfðu að sundra þjóðinni um
lýðveldismálið. Það var ekki
fyrr en leiðtogar hans sáu, að
það var þeim pólitískur bani,
að stritast á móti, sem flokkur-
inn gekk með í málinu og lét
stinga upp í sig ,,snuðtúttu.“
Og eftir að flokkurinn hafði
þótzt ganga með hinum flokk-
unum í þessu máli, leyfði hann
flokksblöðunum úti á landi að
halda uppi áköfum og ógeðs-
legum áróðri gegn lýðveldis-
stofnuninni. Verður þessi fram-
koma flokksins áreiðanlega ekki
gleymd fyrst um sinn. 1 Alþýðu
blaðinu var einnig hvað eftir
annað verið að hreyta ónotum
og skætingi í þá, sem unnu að
undirbúningi atkvæðagreiðslunn
. ar og lýðveldisstofnunarinnar.
En svo koma þessir menn, sem
hafa orðið sér til skammar í
málinu og fara nú allt í einu
að tala hjartnæmt um lýðveldis
stofnunina, alveg eins og hún
Repúblikana-flokkurinn í
Bandaríkjunum, andstöðuflokk-
ur Roosevelts, hefur nú ákveðið
forsetaefni sitt við forsetakosn
ingarnar, sem bráðlega fara
fram í Bandaríkjunum. Heitir
sá Thomas E. Dewey, sem fyrir
valinu varð. I eftirfarandi grein
er manni þessum lýst og þeim
sem að honum standa. Er hún
skrifuð áður en fullnaðarákvórð
unin var tekin í Repúblikana-
flokknum.
------o-------
Leiðandi aflið í baráttunni
gegn Roosevelt forseta er hægri
klíka Repúblikanaflokksins.
Einn aðalmaðurinn í þessarri
klíku er fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna Hoover.
Þessi klíka hefur reynzt nógu
sterk til þess að koma í veg
fyrir að Wendell Willkie yrði í
kjöri, en hann varð síðast fyrir
valinu, kjörinn á síðustu stundu
til málamiðlunar. Hann var þá
lítt þekktur og óráðinn, en hef-
ur síðan komið fram sem ein-
dreginn framfaramaður og ó-
heíði alltaf verið þeirra hjart-
ans mál og hella úr skálum reiði
sinnar yfir ,,kommúnistana,“
sem spillt hafi þjóðareining-
unni með því að kjósa ekki
Svein Björnsson fyrir forseta.
Þarna kemur það sama fram
eins og svo oft endranær hjá
Alþýðuflokknum, að málefnin
eru minna virði heldur en
persónurnar. Stofnun lýðveldis
og forsetaembættis eru ekki
aðalatriði heldur það, hver er
kosinn forseti.
Þegar leið að lýðveldisstofn-
uninni og forsetakjörinu fóru
fram viðræður milli þing-
manna og flokkanna um það
hvort þeir myndu geta orðið
sammála um hver yrði kosinn
forseti. Niðurstaðan varð sú, að
um það gat ekki orðið samkomu
lag og þurfti það engan að
undra, eins og málum er nú
skipað. I raun og veru stóð
spurningin líka um það, hvort
hægt væri að mynda þingflokka
stjórn, en það reyndist ekki
hægt eins og kunnugt er. Þegar
sýnt var að ekki myndi verða
samkomulag um forsetakjörið,
en hins vegar vitað, að meiri-
hluti var fyrir Sveini Björns-
syni, óskaði forseti sameinaðs
þings þess, að þeir þingmenn,
sem ekki gætu kosið Svein skil-
uðu auðum seðlum. Var það líka
skynsamlegast eins og sakir
stóðu, því að „þjóðareiningin“
hefði orðið litlu meiri þótt þessi
15 atkv. sem voru ógreidd hefði
skipzt milli tveggja, þriggja
manna.
En hversvegna gátu ekki all-
ir kosið Svein Björnsson ? Ástæð
urnar fyrir því, að Sósíalistar
ekki gátu kosið hann, eru fyrst
og fremst tvær. Með ríkisstjóra-
bréfi sínu í vetur reyndi hann,
að grípa inn í afgreiðslu mesta
máls þjóðarinnar og beina því
inn á miður heppilegar brautir
í andstöðu við meginþorra Al-
þingis og nær allrar þjóðarinnar
eins og nú er komið í ljós. Þessi
EFTIR
IVOR MONTAGU
þægur hægri klíkunum.
En Hoover sjálfur er óvin-
sæll, og svo hans nánustu vinir,
Howard Sþangler, formaður
flokksins og Alf Langdon, sem
beið ósigur fyrir Roosevelt árið
1936. Alþýða Bandaríkjanna hef
ur ekki ennþá gleymt „atvinnu-
bótatillögum“ Hoovers til handa
hinum atvinnulausu, sem voru
í því fólgnar, að selja epli á
götunum, né heldur hefur hún
gleymt því, er hann hótaði að
láta skjóta á hungurgöngur upp
gjafahermanna úr fyrra heims-
stríði.
Þeir þurfa að fá nýtt, fallegt
nafn, en þó mann sem þeir geta
fyllilega treyst, ef hann nær
kosningu. Svo hafa þeir fundið
Dewey.
Hver er svo Dewey og hvers-
vegna er hann hinn álitlegi
frambjóðandi ? Það er ekkert
sérstakt við manninn pgrsónu-
ástæða ein hefur nægt, en þó
var önnur til. Það hefur komið
þráfaldlega fram og þó bezt eft
ir forsetakjörið, að Sveinn
Björnsson hefur gert stefnu nú
verandi stjórnar að sinni stefnu
Það mun hafa verið athugað
í sambandi við umræðurnar um
það hvort hann yrði studdur við
kjörið, hvort hann væri tilbúinn
til að skipa aðra ríkisstjórn
með annarri stefnu, en hann
vildi það ekki. Undir þessum
kringumstæðum hefði það því
verið stuðningur við stefnu nú-
verandi stjórnar, ef Sósíalistar
hefðu greitt honum atkvæði.
Það er nauðsynlegt að menn
geri sér það ljóst, að þegar um
var að ræða sambandsslitin og
stofnun lýðveldis, þá var það
mál, sem var þjóðarnauðsyn,
að allir standi saman um, því
að það veit að öðrum þjóðum
og er mál, sem ber að setja ofar
öllu. En þegar er um að ræða
hver eigi að gegna embætti for
seta, þá er það algert innan-
landsmál, sem snertir pólitízku-
baráttuna í landinu og því ekki
þess að vænta að allir geti þar
verið sammála. Slíkt getur ekki
gefið neinni þjóð ástæðu til í-
hlutunar, sem vafasamur meiri-
hluti við þjóðaratkvæðagreiðsl-
una hefði getað gert. Enginn
lætur sér t. d. detta í hug að
efa sjálfræði Bandaríkjanna, þó
að þar fari fram á nokkurra ára
fresti hatrömm átök um það
hver eigi að verða forseti.
Það væri að vísu bezt og
gifturíkast, að öll þjóðin gæti
sameinast um heilladrjúga
stefnu í innanlandsmálunum og
að því þarf að stefna. En á
meðan það er ekki, þýðir ekki
að vera að fárast yfir því, allra
sízt af mönnum sem heldur
vinna gegn því að svo geti orðið
heldur en hitt. Og um fram allt
skyldu menn varast að blanda
því saman við sjálfstæðismál
þjóðarinnar, því að þar eru
allir í höfuðatriðum sammála.
DEWEY
lega. Hann er 5 fet og átta og
hálfur þumlungur að hæð, rúm
lega 150 pund að þyngd og út-
litið heldur sviplítið.
En auglýsingamennirnir geta
puntað hann upp, svo að hann
líti út eins og allt annað en
venjulegur viðskiptapólitíkus.
I fyrsta lagi er hann ungur,
aðeins 42 ára. I öðru lagi er ætt
hans og uppeldi svo, að hagstætt
er. Hann var skáti og kórdreng-
ur í uppvextinum og á fræga
stríðshetju úr spansk-ameríska
stríðinu (Dewey flotaforingja)
fyrir afa.
Loks kom hann fyrst fram á
sjónarsviðið sem svipa á okrar-
ana, bæði sem opinber ákær-
andi og síðar lögreglustjóri. Hef
ur hann þannig rekið nokkur
nafnkunn mál gegn syndaselum
New York og hann sá um það
að þau yrðu nafnkunn.
Það vantaði ekki, að öll þessi
mál væru auglýst og á einu ári
voru útgjöld skrifstofu hans
sem ákæranda 793,503 dollarar,
þar af fært sem „ýmis útgjöld “
117.994 dollarar og á tveimur
áium hans sem lögreglustjóra
voru þessar tölur 2.146.509 doll-
arar, þar af 201.183 dollarar
sem „ýms útgjöld“.
Blöðin voru honum samt hlið
holl, jafnvel þótt sumar að-
ferðir hans færu út um þúfur.
Þrátt fyrir ýmis „óheppileg at-
vik“ hefur hann verið hafinn
upp til skýjanna og honum ver
ið gefið gælunafnið „undra-
drengurinn."
I starfi sínu sem fylkisstjóri í
New York ríki hefur þó „undra
drengurinn“ ekki sýnt nein sér-
stök afrek. Hann hefur sýnt þar
hlutdrægni í embættisskipun-
um sínum, eins og hver annar
stjórnmálamaður Repúblikana.
Áhugi hans fyrir baráttunni
gegn okrurum og fjárkúgurum
hefur dvínað. Þegar sambands-
stjórnin nýlega hóf mál gegn
Moroschi-bófaklíkunni fyrir
fjárkúgun í The Hod Carriers
Union, þá veitti hin mikla bar-
áttuhetja gegn okrurunum enga
aðstoð, heldur jafnvel lagðist
á móti.
Hann hefur skipað nefnd til
að athuga kjör negra og ann-
ar’ra þjóðaminnihluta, en þegar
nefnd þessi skilaði áliti, lagði
hann það aðeins fyrir aðra
nefnd . Afstaða hans til verka-
lýðshreyfingarinnar er sérstafc-
lega hægrisinnuð. Hann lætur
blítt við A. F.L. (afturhalds-
sinnað verkalýðssamband) beit-
ir rógi gegn C. I. O. (róttækt
verkalýðssamband) en mælir al
drei styggðaryrði gegn John
Lewis, sem beitir sér gegn styrj
aldarrekstrinum.
Hann umgengst mikið Dubin-
sky og aðra kommúnistahatara
og sovétfjandmenn. Hann hefur
neitað að lyfta sínum minnsta
fingri gegn hinum grófu móðg-
unum við hinn mikilsvirta há-
skólakennara, kommúnistann
Morris Schappes.
Hann hefur beitt sér fyrir
sparnaði á fjárlögum ríkisins á
ISIGLUFJARÐARBÍÖ
Mið\ikudag 5. júlí kl. 9:
HARÐJAXL
Síðasta sinn.
Finnntudag 6. júlí kl. 9:
4
Ný mynd!
Sjómaimafflettur
Ray Mayer
Wallace Ford
NrNrrsr^rr\rsrrsrrsrrrNrr^rsrrr^^rrsrrsr«r.
þann hátt, að skera niður ríki
styrki til skólamála ríkisins.
Hver er hin pólitíska skoðun
Deweys? Hann hefur ekki hirt
um.að flíka henni ennþá, hver
sem hún er. Ráðunautar hans
hafa ráðið honum að vera þög-
ull. — Látum aðra tala og fá.
sína gagnrýni.
En um það bil fyrir ári síðan
létu þeir hann koma fram og
túlka ensk- -ameríska samvinnu
einmitt þegar henni var af viss-
um öflum stillt gegn fjögra
þjóða samvinnu þeirri, sem rætt
var um á Moskvaráðstefnunni.
Síðar hefur þeim þó þótt sem
óhætt væri að láta hann tjú
sig a.m.k. á yfirborðinu hlynnt-
an alþjóðasamvinnu. Þeir álitu
að á þann hátt myndi hann
vinna sér hylli fylgismanna
Willkies, sem voru milli vita
eftir að Willkie hafði dregið sig
til baka frá því að vera í kjöri
En athugulir tilheyrendur gátu
þó heyrt, að Dewey var svo
varkár, að forðast að minnast
með viður kenningu Teheran -
ráðstefnunnar.
En til allrar hamingju er til
skjalfest álit Deweys á þeim
májum í þýðingarmikilli ræðu,
sem hann hélt. 20. janúar 1940
sagði hann hug sinn hreint út
í ræðu sem hann hélt á fundi
í kvennaklúbb Repúblikana. Þar
sagði hann:
„Það hefur verið upplýst ný-
lega, að á liðnu ári hefur nú-
verandi stjórn haldið uppi við-
skiptum við Sovét -‘ Rússland. I
árangurslausum tilraunum til
að fyrirbyggja stríð, hefur hún
haldið fram möguleikunum á
einliverri æfintýralegri sam-
vinnu við Rússland. --- En við
þurfum engrar slíkrar sam-
vinnuj‘ Og hann hélt áfram:
„Að því leyti, sem núverandi
stjórn hefur haldið áfram
stefnu fyrirrennara sinna, hef-
ur hún mætt hylli amerísku
þjóðarinnar. En hún hefur valið
sér annan veg. Viðsjárverð og
óheppileg ráðstöfun var það,
þegar Rooseveltstjórnin viður-
kenndi Sovétstjórnina.“
Á þessum tíma, 1940, jafnvel
þegar svo langt var liðið frá
því, er það gerðist, ræðst Dew-
ey á Roosevelt fyrir að taka
upp stjórnmálasamband við
Sovétríkin.
Það er þetta, sem gerir hann
svo hjartfólginn Hoover, sem
eins og hinir afturhaldssinnuðu
fyrirrennarar Coolidge og Hard
ing, neitaði ákveðið að viður-
kenna Sovétríkin.
Og það er þetta, sem mun
koma hinni vakandi alþýðu
bæði Bandaríkjanna og annarra
landa hinna sameinuðu þjóða
til að standa á verði gegn
„undrabarninu" Dewey.