Mjölnir


Mjölnir - 05.07.1944, Blaðsíða 4

Mjölnir - 05.07.1944, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 5. júlí 1944. 26. tölublað. 7. árgangur Aðalfundur S. í. S. (Framliald af fyrstu síðu) harð hafa hálf skammast sín fyrir frammistöðuna, því undan farið hefur hann leikið þann leik hér norðanlands að látast vera frjálslyndari en ýmsir for ráðamenn flokksins eins og Jónas. Þeir, sem þekkja Bern- harð vita líka að svo er í raun og veru en hitt er líka jafn kunnugt að Bernharð er mjög ósjálfstæður maður gagnvart foringjum flokks sins sérstak- lega Jónasi og hvenær sem skoðanir þeirra rekast á er það Jónas sem ræður ef hann vill. Þóroddur Guðmundsson, Sig- fús Sigurhjartarson, Isleifur Högnason, Magnús Kjartansson og Ottó Jörgensen, báru fram svohljóðandi dagskrártillögu: „Vegna þess að framkomin til laga felur í sér hættu á sundrun samvinnusamtakanna, telur fundurinn ekki rétt að taka af- stöðu til hennar og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Dagskrártillagan var felld, að viðhöfðu nafnakalli, með 53 atkvæðum gegn 10, 7 greiddu ekki atkvæði og 7 voru fjarver- andi. Síðan- var aðaltillagan samþykkt með 45 atkvæðum gegn 8. Þá fluttu þeir Isleifur Högna- son, Sigfús Sigurhjartarson, Þóroddur Guðmundsson og Ottó Jörgensen, svohijóðandi til- lögu. „Aðalfundur SIS telur að ýmsar greinar eftir Jónas Jóns- son, er birzt hafa í tímaritinu Samvinnan, séu til þess fallnar að rýra samheldni innan sam- vinnuhreyfingarinnar, þannig, að hún hljóti tjón af og beinir því til sambandsstjórnar að koma í veg fyrir að tímaritið verði framvegis notað til stjórn málaáróðurs, en lögð meginá- herzla á sérmál samvinnu- manna.“ Einar Árnason bar fram svo- hljóðandi dagskrá: „Með því að greinar þær í Sam vinnunni sem bent er til ‘í til- lögunni eru varnir gegn árás- um á S.I.S. og samvinnufélögin sér fundurinn ekki ástæðu til að gera um þær ályktun og Jekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Dagskrártillagan var sam- þykkt með 45 atkvæðum gegn 8 og veitti lið Eysteins og Her- manns á fundinum Jónasi þarna sem oftar óbrigðult fylgi. Samþykktir þessar sýna glögglega að samvinnusamtök- in eru í hers höndum, er stjórn að af óhlutvöndum pólitískum loddurum, eins og Jónasi, Jóni Árnasyni, Eysteini Jónsyni ofl., slíkum. Verkamenn og aðrir kaupfélagsmenn bæjanna þurfa að taka höndum saman við frjálslynda bændur og aðra kaupfélagsmenn sveitanna um að skapa víðsýna og frjálslynda stjórn í þesíum þýðingarmiklu alþýðusamtökum sem kaupfé- lögin eru. Kaupfélagssamband óháð pólitískum flokkum, með Gardínugormarnir eru komnir EINCO. Óeirðirnar í Khöfn (Framliald af fyrstu síðu) manna úr verkalýðssamtökun- um. Varð það þá til þess, að verkamenn lögðu þá aftur nið- ur vinnu og lýstu yfir allsherj- arverkfalli. Náði verkfallið til 50 verksmiðja í málmiðnaðinum og skipasmíðum, einnig til hafnarvinnunnar, banka, brauð gerðarhúsa, pósts og ritsíma o. s. frv. Danska frelsisráðið í Kaup- mannahöfn hefur snúið sér til sænsku stjórnarinnar og óskað eftir, að hún beitti sér fyrir því, að Þjóðverjar legðu höml- ur á starfsemi danskra nazista. Þessi verkföll og óeirðir geta haft hinar a^varlegustu afleið- ingar fyrir Þjóðverja, því að vinna hefur stöðvast í fjölda verksmiðja, sem þeir láta vinna fyrir sig, m. a. verksmiðja Bur- meister & Wain, Atlas o. fl. LW EÐA DAUÐI Eftir VASSILI GROSSMAN Mótmæli verkamanna (Framliald af fyrstu síðu) troðslum laga og réttar gagn- vart verkalýðssamtökunum, sem og réttaröryggi almennt í landinu. Fundurinn hvetur öll samtök alþýðunnar í landinu til að rísa til mótmæla gegn þessari rétt- aryfirtroðslu Félagsdóms og spyrna gegn því, að dæmi þetta verði endurtekið.“ „Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 27. júní 1944, lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri framkomu nokkurra fé- lagsmanna, að neyta ekki or- lofsréttar sins. Fundurinn vill minna alla fé- lagsmenn á þá löngu baráttu sem verklýðssamtökin hafa háð fyrir hinum dýrmætu orlofs- lögum, og á hver sá, sem van- rækir, án gildra orsaka, að nota sér réttinn til orlofs, vinnur gegn hagsmunum samtakanna og stéttarinnar í heild og hjálp- ar andstæðingum verklýðshreyf ingarinnar til að grafa undan orlofslögunum. Fundurinn gerir því þá ský- lausu kröfu til hvers og eins fé- lagsmanns, að hann neyti orlofs réttar síns eins og lög standa’ til og felur stjórn og trúnaðar- mönnum félagsins að ganga ríkt eftir því, að enginn skerist úr leik.“ Ofangreindar tillögur voru samþykktar með samhljóða at kvæðum. fullu jafnrétti fyrir alla meðlimi sína, og djarfari og duglegri stjórn er það sem alþýðan verð ur að breyta S.I.S. í á næstu árum. námunnar. Allt lék á reiðiskjálfi og mikið hrundi úr lofti og veggjum. Allt umhverfið virt- ist þenjast út og falla síðan saman aftur ofan á mennina, sem höfðu kastast á gólfið kremja þá og gera þeim ókleift að anda. I fyrstu náðu þeir ekki andanum. Þykkt ryklag, sem í mörg ár hafði safnazt fyrir í námunni, hafði þyrlazt upp og loftið var þykkt af því. Einhver mannanna sagði með andköfum á milli hóstakviðanná: „Þjóðverjar hafa sprengt upp námuna og grafið okkur hér lifandi.“ Kostitsín sendi tvo menn af stað að athuga námuna. Gamli námumaðurinn gekk á undan og vísaði þeim leiðina. Erfitt var að komast um námuna því sprengingin hafði víða orsakað hrun úr veggjum og lofti. „Fylgið mér eftir,“ sagði Koslov og brautst auðveldlega áfram yfir kolin og sandsteininn, sem hrunið hafði niður á námugólfið. Hann fann verðina báða á námugólfinu og lágu þeir báðir í pollum af blóði, sem ennþá var volgt, en þó byrjað að kólna og héldu þeir byss- unum ennþá þétt að sér. Þeir jörðuðu lík þeirra þarna undir haug af möl og kolum. Gamli maðuririn fálmaði sig lengra áfram um námuna og athugaði veggi, stoðir og loft og var undrandi yfir afleiðingum sprengingarinnar-. „Bölvaðir óþokkarnir,“ tautaði gamli maður- inn. „Að ætla sér að sprengja niður námuna! Eg hef nú aldrei heyrt talað um annað eins.“ Hann fálmaði sig eitthvað langt frá hinum og þeir heyrðu ekkert til hans lengur. Þeir kölluðu jiví tvisvar á hann: „Afi, hæ, afi! Komdu til okkar aftur. Fyrir liðinn bíður eftir þér!“ En það var steinhljóð og ekkert heyrðist til gamla mannsins. „Eg vona að það hafi nú ekki hrunið ofan á hann,“ sagði einn mannanna og kallaði aftur: „Afi, námumaður! Hvar ertu eiginlega? Heyr- irðu ekki til okkar?“ „Við ættum ef til vill heldur að skjóta nokkrum skotum, því það myndi hann áreiðan- lega heyra,“ lagði einhver til. „Nei, við skulum heldur bíða eftir honum,“ sagði Kostitsin. Svo sátu þeir allir þögulir og horfðu í áttina inn eftir námunni og reyndu að koma auga á einhver merki um dagsbirtu. En myrkrið var þykkt eins og veggur. „Þjóðverjarnir ætla að reyna að jarða okkur hérna félagi fyrirliði,“ sagði einn mannanna. „Þeim veitist það ekki svo auðvelt,“ sagði Kostitsín. „Við höfum líka jarðað marga þeirra og eigum sjálfsagt eftir að jarða marga ennþá.“ „Eg vildi að svo væri,“ svaraði hinn. „Það vildum við auðvitað allir,“ sagði annar þreytulega. En Kostitsín heyrði á röddinni að þeir gerðu sér litla von um að bjargast. I fjarlægð heyrðist skrölt í einhverju sem hringdi, en síðan varð hljótt aftur. . „Það var víst rotta að skjótast,“ sagði einn mannanna. „Það er naumast að heppnin er með manni! Eg hefi unnið eins og jálkur síðan eg var barn. Á vígstöðvunum varð eg að draslast með níðþunga skriðdrekabyssu, og eiga svo að deyja svona dauðdaga hér.“ „Og eg sem var grasafræðingur,“ sagði Kostit sín og hló. Hann hló ætíð þegar honum datt í hug að hann var grasafræðingur. Nú fannst honum liðin æfi sín, björt og fögur. Hann var búinn að gleyma öllum erfiðleikunum við námið hjá prófessornum og hvernig einn af kennur- unum hafði klagað hann. Hann var búinn að gleyma því að prófverkefnið hans hafði allt verið vitlaust leyst þegar hann skilaði því, svo að hann varð að lítillækka sig til að fá að taka það upp aftur. Hér niður í djúpi þessarar eyði- lögðu námu fannst honum fortíðin eins og rann- sóknarstofa með stórum galopnum gluggum, eða þá eins og skógur baðaður í geislum morgun sólar og með glitrandi dögg á grasinu. „Nei þetta var ekki rotta. Það var afi gamli að skrölta einhverstaðar,“ sagði hinn maðurinn. „Hvar eruð þið eiginlega?“ heyrðu þeir nú Koslov segja einhverstaðar í fjarska. Þeir hlustuðu eftir andardrætti lians og þeir heyrðu hann anda í töluverðri fjarlægð, ' og í andardrættinum heyrðu þeir eitthvað örfandi og ánægjulegt, sem vakti von þeirra á ný. „Hvar eruð þið? Eruð ]oið þarna?“ spurði Koslov óþolinmóður. „Eg hefi ekki orðið eftir hjá ykkur til einskis, drengir.Komið ]>ið fljótt til fyrirliðans. Eg er búinn að finna leið út úr nám- unni.“ „Eg er hér,“ sagði Kostitsín. „Jæja félagi fyrirliði. Strax þegar eg kom inn í aðalnámuna fanri eg súg. Eg fylgdi súgnum og það var allur vandinn. Áðan þegar mest hrundi þyrlaðist rykið upp og öll fyrstu göngin hreinsuð ust. Við endann á göngunum er glufa, sem kom- ið hefur við sprenginguna og þaðan kemur súg- urinn. Þar skammt frá eru um það bil 500 metr. löng hliðargöng, sem liggja út að námuopi, sem eg fór oft um árið 1910. Eg reyndi að komast upp uppgöngustigann og komst um 20 metra, en þar fyrir ofan voru rimarnar brotnar. Eg ákvað þessvegna að eyða síðustu eldspýtunum mínum og þannig komst eg að þeirri niðurstöðu sem eg er búinn að segja ykkur. Vlð þurfum að setja um tíu rimar í stig- ann og velta frá nokkrum steinum, sem eru á veginum og síðan eru ekki nema tveir metrar út í gömlu námuna.“ Allir þögðu. „Var eg ekki búinn að sagja ykkur þetta?“ sagði Kostitsín hægt og alvarlega og hann fann hjarta sitt slá mjög ört. „Eg sagði ykkur að við myndum ekki verða jarðaðir hér.“ Einn mannanna fór allt í einu að gráta. „Hvernig vissir þú þetta félagi höfuðs- maður?“ spurði annar hissa. „Eg hélt að þú værir að segja okkur þetta aðeins til þess að við létum ekki hugfallast.“ „Eg sagði fyrirliðanum frá göngunum á með- an konurnar voru niðri hjá ykkur,“ sagði gamli maðurinn hróðugur. Það var eg, sem gaf honum vonina, en hann bað mig að tala ekkert um þetta fyrr en búið væci að ganga úr skugga um að þetta væri fært svo að þið kæmust ekki í upp- nám af engu.“ „Alla langar til að lifa,“ sagði maðurinn, sém hafði farið að gráta, en skammaðist sín nú aftur fyrir það. Kostitsín stóð upp. „Eg þarf að athuga þetta sjálfur,“ sagði hann. „Svo köllum við á ykkur hina. Þið bíðið hér á meðan.“ Þegar hann var farinn sagði maðurinn, sem ennþá skammaðist sín fyrir að hafa klökknað: „Það gildir einu hvað miklar hetjur menn eru, alla langa samt til að lifa.“ Myrkrið lá eins og farg á heilum þeirra, grimmúðugt og miskunnarlaust. Hungrið svarf að þeim og þjáði þá bæði þegar þeir voru að störfum og þegar þeir hvíldust. En nú, þegar þeir sáu leið opnast og aðstaða þeirra var ekki lengur vonlaus, fundu þeir til fulls hvað þeir höfðu að þola og þvílíkum vítishvölum þeir væru staddir í. Verk, sem hraustur og heilbrigður maður hefði afkastað á einni klukkustund í dagsbirtu, var þeim margra daga sleitulaust strit. Stundum kom það fyrir að þessir að- þrengdu menn ultu út af og fannst að enginn

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.