Mjölnir


Mjölnir - 02.08.1944, Blaðsíða 1

Mjölnir - 02.08.1944, Blaðsíða 1
Gjalddaigi blaðsins var 15. júní. Munið að greiða áskriftargjaldið. 30. tölublað. 7. árgangur. , / Miðvikudaginn 2. ágúst 1944. Sölusamlag síldartramleiðenda. »Siglfirðingur« ræðst á Sig. Kristjánsson Stórir atburðir. í styrjöldmni gcrast nú stórir atburðir. En menn eru orðnir svo vanir stórtíðindum, að það teljast ekki fréttir nú, þótt eitt- hvað gerist, sem á venjulegum tímum myndi grípa liug hvers einasta manns. Aldrei hefur útlitið í styrjöld- inni verið jafn bjart og nú. Her- ir hinaa sameinuðu þjóða eru livarvetna í sókn. Á austurvíg- stöðvunum brunar Rauði herinn áfram og tekur hvérja stórborg ina á fætur annarri. Höfuðborg Póllands, Varsjá, er í þann veg- inn að falla honum í hendur. Honum liefir tekizt að loka und- anhaldsleiðum þýzka liersins á landi úr Eystrasaltsríkjunum, og liann á skammt eftir inn í Austur-Prússland, höfuðbæli þýzku júnkaranna. Framsókn lians er svo liröð, að liann tek- ur allt upp í tvö þúsund fcæi og þorp á dag. Hrakfarir þýzka hersins á þessum slóðum munu vera einhverjar þær mestu, er nokkur lier liefur áður farið. I Normandí eru herir Breta og Bandaríkjamanna í stórsókn og hefur orðið töluvert ágengt. Hafa þeir nú náð það stóru svæði á sitt vald, með hafnar- borgum og flugvöllum, að nú geta lier- og birgðaflutningar lialdið stöðugt áfram og eru þar með sköpuð skilyrði til að lialda uppi mikilli sókn. Pólitískir ósigrar Þjóðverja. Hrakfarir þýzku herjanna á vígvöllunum liafa einnig í för með sér pólitíska ósigra. ÍBanda- menn Hitlers eru nú alvarlega farnir að óttast afleiðingarnar af því, að halda áfram hern- aðarsamvinnu við Þýzkaland, og eru farnir að þreifa fyrir sér um leiðir til að bjarga sér áður en skipið sekkur. Öllum er kunnugt um tilraimir Finna undanfarið til að komast út úr styrjöldinni. Hingað til hefur öllum tækifærum til þess verið spillt af finnskum fasistum og fasistavinum eins og Tanner, og hans líkum. En nú virðist vera að koma ný hreyfing á málin og er ekki ósennilegt, að áhrif Tanners fari þverrandi eftir því, sem sambandið við stóra bróður, Hitler, verður Grein sú, sem birtist í síðasta tölublaði Mjölnis um Sölusam- lag síldarframleiðenda hefur komið ónotalega við suma að- standendur Siglfirðings. Að vísu gefur grein Siglfirðings ekki mikið tilefni til svara, þó telur blaðið rétt að víkja að henni nokkrum orðum. Siglfirðingur telur, að Sölu-, samlagið hafi orðið til vegna þess að Síldarútvegsnefnd hafi falið Fritz Kjartanssyni sölu á saltsíldinni til Ameríku, og síð- an lýsir blaðið því, hvernig sal- an gekk fyrir sig í fyrra. Þar er að ýmsu leyti rangt skýrt frá og væri rétt fyrir Siglfirðing að slitróttara. 1 Búlgaríu er mikil lireyfing fyrir því, að fá því til vegar komið, að þýzki herinn þar verði fluttur burt og fregn- ir herma, að Búlgarar muni vera farnir að leita fyrir sér um frið við Breta og Banda- ríkjamenn. I Ungverjalandi fara nú, að sögn, fram tilraunir til að endurskipuleggja stjórn- ina og koma mestu nazistavin- unum út úr henni. Mun liin nýja sókn Títós marskálks án efa liafa mikil áhrif á þessi mál á Balkanskaga. í lilutlausu löndunum eru einnig að verða breytingar á afstöðunni til Þýzkalands. Tyrkir, sem liingað til liafa liaft náið viðskiptasamb. við Þjóðv., eru nú farnir að óttast um sig, og er nú svo komið, að þeir eru í þann veginn að slíta við þá stjórnmálasambandinu. Þjóð- verjar láta skína í það til að hræða Tyrki, að slíkt myndi geta leitt til styrjaldar milli Tyrkja og Þjóðverja, en ólík- legt er að slíkar hótanir hafi áhrif nú, því að Þjóðverjar hafa áreiðanlega æmu að sinna ann- arsstaðar og liafa lítinn lier- afla til að senda til stríðs við Tyrki. Þessi afstaða Tyrkja mim óefað hafa mikil áhrif á Balkanskaga, ekki sízt ef til styrjaldar kæmi milli þeirra og (Framhald á 4. síðu) snúa sér til Sigurðar Kristjáns- sonar varðandi síldarsöluna í fyrra, hann fylgdist með söl- unni frá byrjun og gæti gefið allar upplýsingar um hana, enda eru þau mál núna Síldarútvegs- nefnd óviðkomandi. Siglfirðingi gremst þau um- mæli Mjölnis, að samkomulagið sé stirt innan hins nýja Sölu- samlags, en getur þó ekki hrak- ið neitt af því, sem Mjölnir sagði. En til viðbótar því, sem áður hefup verið sagt skal á það bent, að sumir af meðlim- um Sölusamlagsins eru þar „með fyrirvara,“ það er þeir áskilja sér rétt til þess að selja utan við samlagið ef þeim skyldi sýnast það hagkvæmara. Ennfremur hafa sumir saltend- ur í hyggja að salta undir ann- arra nöfnum og geta þannig haft síld sína frjálsa. Samlagið er ekki gamalt, og er enn ekki byrjað að reyna að selja síld úti, en þó er það þegar komið á daginn, að þrátt fyrir sam- þykktir þess, getur hver sá saltandi, sem þess óskar komist fram hjá því, og boðið síld sína sjálfur á erlendum markaði. Við vitum hvað það þýðir. Það þýð- ir, að ísl. saltendur bjóða verðið niður úti til skaða fyrir vinn- andi fólk á íslandi. Siglfirðingur ámælir Síldar- útvegsnefnd fyrir að hafa lög- gilt Samvinnufélag ísfirðinga sem útflytjanda síldar. Blaðinu virðist ekki vera kunnugt um, að Sölusamlagið sótti ekki um löggildingu sem einkaútflytj- andi að síld, heldur aðeins fyrir meðlimi sína. Með löggildingu sinni á Sölusamlaginu hefur Síldarútvegsnefnd að sjálfsögðu skuldbundið sig til þess að lög- gilda hvern þann saltanda, sem þess óskar. Þetta hljóta for- ystumenn Sölusamlagsins áð hafa gert sér ljóst, ef þeir vita nokkuð, hvað þeir eru yfirleitt að gera. Erfiðast á Siglfirðingur með að afsaka þá furðulegu ákvörð- Framhald á 2. síðu. IHinn svarti Napoieon t ; ★ Nýja framhaldssagan, j sem byrjaði í síðasta blaði, ! lýsir sannsögulegúm at- ! burðum, er gerðust í lok j 18. aldarinnar. Gerist sag- j an í San Dómingó, á einni j af Antilla-eyjunum í j Vestur-Indíum. Þangað ? voru fluttar þrælar í stríð- í um straumum frá Afríku. | Þar kom, að Svertingjarnir ? og kýnblendingar voru s orðnir miklu fjölmennari < en Evrópumennirnir. Hófst \ í þá frelsis- og sjálfstæðis- ? i barátta þeirra. Aðalleiðtog- s s inn í þessari baráttu var 5 S Svertinginn Toussaint | z Louverture, sem sýndi s ? slíka forystuhæfileika og ? s hersnilli, að hann hlaut 2 s viðurnefnið „Hinn svarti 2 2 Napóleon“. Um þennan s ? mann, líf hans og baráttu, < í fjallar þessi saga. Tous- l s saint var sonur Gaou 2 2 Guinou, konungs Arad- s > anna, sem þegar er kominn « ? til sögunnar. 2 í Þetta er spennandi og við- ? 2 burðarík saga. Fylgist með ? ? frá byrjun! 2 '*'*'^'f'#'*'rrr'rrr'rsrrsrrrvrrrrsrrrrrvrrrrs# Forseti íslands væntanlegHr til Siglu fjarðar. Forseti fslands er nú á ferða- lagi um landið. I dag er liann í Skagafirði. Hingað til Siglu- fjarðar mun liann koma n. k. laugardag og dvelja liér síðari hluta dagsins. færeyska sjómannsins Jó- hanns Beck, sem fórst 26. júní s.l. ásamt tveim sonum sínum, fór fram hér frá Siglufjarðar- kirkju s.l. mánudag. Fánar voru dregnir í hálfa stöng hér í bænum þennan dag í samúðar- og virðingarskyni við hinn látna sem lagður var til hinztu hvíld- ar langt frá ættlandi sínu og ástvinum. Séra Erlendur Sig- mundsson sóknarprestur á Seyðisfirði hefur dvalið hér í bænum undan farið. S. 1. sunudag messaði hann í kirkjunni. Var margt fólk við kirkju þennan dag. Síra Erlendur mun vera með hinum yngstu ef ekki yngstur þjónandi presta hér á landi. NÁmRÖLLlÐ Þeir standa sem nátttröll og halda það hag, að hatast við almúgans vilja, svo blindir þeir sjá ekki sól eða dag, og sýnast lítt heyra né skilja. Þýzkaland brast alveg manndóm og mátt það menningar ógagn að vinna, Ráðstjórnarlýðveldin lemja í smátt úr leiknum þeim varð heldur minna. Öll þvílík nátttröll þau missa sinn mátt megna’ ei gegn alþýðu. landa, er stendur sem klettur úr hafinu hátt, og holskeflur ná ei að granda. Þó afturhald, nátttröll, nú hreyki sér hátt vilji’ harðloka frelsisleið allri, alþýða landanna eyðir þeim brátt með alþjóðasamtök að vopni. Það verður ekki að orsökum spurt þá úrslita ráðinn er slagur. Og þegar er búið að þeyta þeim burt, þá rennur frelsisins dagur. Verkamaður. Góðar STEYPUHRÆRIVÉLAR útvegum við með tveggja mánaða fyrirvara Myndaspshorn fyrirliggjandi. Verzlunin GEISLINN

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.