Mjölnir


Mjölnir - 30.08.1944, Blaðsíða 4

Mjölnir - 30.08.1944, Blaðsíða 4
Miðvikudagurinn 30. ágúst 1944 34. tölublað 7. árgangur Allsherjarverkfallið í Kaupmannahöfn (Framhald af 3. síðu) gullu við skotin. Lausafregnir bárust um borgina: Englend- ingar voru komnir á land á Jótlandi. Svíþjóð búin að segja Þjóðverjum stríð á hendur og Finnland hafði gefist upp. Sænski l'lotinn var á leið til Dragör.! Nú var um að gera að standa sig! Sænski flotinn á leiðinni . . . . Allstaðar voru settar upp auglýsingar frá Danska frelsis- ráðinu. Orðrómur var á kreiki um, að ef ekki væri tekin upp vinna aftur mynda verða gerð loftárás á borgina. Vélbyss- urnar héldu áfram að gjamma Þetta er annar dagur um- sáturástandsins. Og hitinn er steikjandi. Maturinn úldnar í skápunum og vatnið spillist í ílátunum. En menn fara á reið- bjólum, lara út til að ná sér í grænmeti í matjurtagörðun- um í úthverfum borgarinnar. Hinar djörfustu brjótast gegn- um girðingar Þjóðverja, allt til Kastrup. Flestir koma aftur um kvöldið, hlaðnir grænmeti, en sumir hafa látið lífið.-. Og tunglið kemur upp blóð- rautt yfir Amager og hinni litlu kirkju Taarnl)ys, sem stendur drifhvít með Konge- lund í baksýn dökkgrænan í næturhúminu. Þjóðverjar beygja sig fyrir ofureflinu. Laugardagurinn liður og nú er sunnudagur. Hitinn er eins og i Víti. Mér til undrunar langar mig ákaft í pilsner. Skrítið, ekki satt — Að bugsa um Pilsner i þessu sambandi. Aðrar þjóðir hafa orðið að ganga gegn um þúsund sinnum meiri þrautir. En þeir geta drepið okkur úr J)orsta! Þeir geta drepið okkur með sprengjum! Nú jæja, „wait and see“ segja Englend- ingar. Bílinn með gjallar hornun- um lætur nú aftur til sín lieyra. Hvérju þurfa þeir nú að trúa okkur fyrir? Jæja, rafmagnið og vatnið kemur aftur og mönnum verður að orði: „Það cr gott, við getum endurnýjað l)irgðir okkar, og svo lialdið áfram í þrjá daga til. Það er fínt!“ Frá lögreglubílunum eru kallaðar út til fjöldans til- kynningar frá ráðamönnum bæjarins. Nú cr talað til „slcyn- scmis borgaranna.“ 1 útvarp- inu er fólk hvatt til að fara til vinnu. Það cr sagt, að nokkrir séu þegar farnir að vinna. „Þvaður,“ segja menn. Svo kemur sunnudagskvöld og nú er lítið skotið. Mánudagsmorgun. Rcynt hefur verið að koma sporvögn- unum af stað aftur, en þeim cr öllum velt. Þegar líður á daginn komast þó nokkrir á krcik og tvcir danskir lögreglu þjónar eru á hverjum þeirra ....Siglufjarðarbíó__________ Miðvikudaginn 30. ág. kl. 9: Fjórar mæður Fimmtudaginn og föstudaginn kl. 9: Kirkjurottan Sænsk gamanmynd \#s#>#s#s#s#v#<#\#s#>#\#*n#<#\#\#^#s#*' Einherji undir lög- regluvernd. Uppreisnarástand í Framsóknarflokknum. Það horfir ekki ennþá væn- lega með friðinn á heimili Fram- sóknarflokksins hérna. Síðustu fréttir af þeim vígstöðvum bera með sér, að lögregluliðið í flokknum hefur orðið ofan á. Það stoðaði lítt, þótt þau kons- úlshjónin gæfu drjúga upphæð fyrir sálu sinni nú í sumar. Það kann enginn að meta og nú eru þau ofurliði borin og Jóhanni Þorvaldssyni hefur verið vikið frá ritstjórn Einherja. Við á- byrgðinni hefur tekið Haraldur Hjálmarsson, en ritstjórnina munu annast lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn bæjarins. — Hverjar sem afleiðingar þessa kunna að verða, þá er svo að sjá, sem flokkurinn og blaðið séu komin undir sterka lög- regluvernd. Ber það vott um, að uppreisnar- og umsáturs- ástand sé ríkjandi í flokknum. En eftir er að vita hvort „her- valdinu" tekst að koma á ró og reglu. NYJAR BÆKUR Spítalalíf, eftir James Harpole Við, sem vinnum eldhússtörfin, eftir Sigrid Boo, Til Heklu eftir Albert Engström Unglingabækurnar: Mamma Iitla limalajaförin eru nú komnar aftur. )g svo sölumetbókin á sumrinu ,Óður Bernadettu“, sem er að verða uppseld Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal og dönsku lögreglumennirnir eru vinsælir, því að þeir hafa staðið sig vel þessa dagana. Um kvöldið talar Bubl fyrr- verandi ráðherra og nokkrir aðrir. Kröfur fólksins liafa verið uppfylltar. „Ha, hæ,“ segjum við. Þeir urðu þá að láta sig fyrir ofureflinu. Þyzka blaðran er sprungin! HINN SVARTI NAPOLEON óttasleginn í kringum sig til að fullvissa sig um, að enginn standi á hleri. Hann setur fing- urna á varir sér. Toussaint spyr ekki frekar, en setur á sig nafnið. Það eru til hlutir, sem hann hefur meiri áhuga á. „Af hverju eru til bæði hvítir og svartir, pabbi?“ „Þetta er guðs ráðstöfun. Við verðum að sætta okkur við þetta.“ „Af hverju eru til bæði hvítir menn og svartir, svona ? Hvað er guð ?“ „Guð er guð, en Wodu er Wodu. Þú verður að spyrja Babtista gamla að því. Þú þekkir hann, vitra manninn hjá jesúitunum. Hann er Aradi, ég skal einhverntima taka þig með til hans. Hann hefur sagt mér þetta og þetta er svona. Guð skapaði mann og hann varð hvítur. Djöfullinn ætlaði að leika þetta eftir honum og skapaði líka mann. En þegar hann var búinn kom það í ljós, að húðin var svört. Því að guð vildi ekki, að menn skyldu rugla þeim saman. En djöfullinn varð frá ser af reiði og gaf mann- inum sínum löðrung. Hann féll á grúfu á nefið, svo að það flattist út og varirnar bólgnuðu. Á þennan hátt urðu svertingjarnir til. En Bab- tisti gamli segir, að þessi saga sé skröksaga Fyrsti maðurinn, sem var til, var skapaður af Wodu, og hvítu mennirnir eru ekkert annað en upplitaðir og úrkynjaðir svertingjar. Við erum elztu og sterkustu mennirnir, þessvegna verðum við að vinna allt. Hvíti herrann í skrautsöl- unum er veikbyggður og latur, hann er hræddur við hitann.“ „Eg vil fara til Babtista gamla og læra af honum--------“ Faðirinn hrökk við. „Hvað þarf svertingi að læra annað en að planta og uppskera sykurreyr, pressa sykurinn og tína bómull. Allt annað hefur hvíti maður- inn lært. Þú verður aldrei hvítur maður. Eg á ennþá eftir að sýna þér hvernig farið er að því að búa til hið mikla eitur. Þá þekkir þú alla leyndardóma Aradanna. Meira þarftu ekki að vita.“ V En eftir þetta hafði Gaou Guinou aldrei frið fyrir syni sínum. Pétur Babtisti, gamli negrinn, undur San Dómingó, gat lesið og skrifað. Hann kunni jafnvel latínu og vissi um alla staði og öll höf á jörðinni. Hann þekkti líka þá, sem hann hafði aldrei séð, þótt hann væri nærri hundrað ára gamall. Toussaint var ekki í rónni, hvorki nótt né dag. En hann mætti andmælum, jafnvel hjá móður sinni. „Hvað heldurðu að herra Bajon segi um þetta ? Þú getur ekki farið leið þína eins og þér sýnist. Hann hefur gefið þér leyfi til að líta eftir hestunum og gefa þeim og ríða þeim að vatnsbólinu. Kannski þú verðir ökumaður ein- hverntíma og fáir fjaðrahatt og gyllta spora. Og í vagninum sitja hvítar dömur og gefa þér dali. Sjálfum guði gæti ekki liðið betur en þér myndi líða þá.“ Einu sinni fann Toussaint dagblað í eldhús- inu. Hann horfði forvitnislega á hinar svörtu raðir af bókstöfum og sneri blaðinu fyrir sér á allir hliðar. Hann varð svo ákafur í að reyna að ráða þessar leyndardómsfullu rúnir, að það komu svitadropar á ennið. Eldhússtúlkan, þjón- arnir og gamli ökumaðurinn hlógu öll að honum. „Toussaint litli vill verða mikill maður. Hann langar til þess, en getur það ekki. Þessi fífla- læti hans taka aldrei enda.“ Hann horfði á þau, öskuvondur. „Eg skal sýna ykkur það, að ég skal læra að lesa.“ Hann rauk á dyr við hæðnishlátur hinna. Eftir KARL OTTEN Þessi hugsun vék ekki frá honum og morgun nokkurn lagði hann af stað með leynd til borg- arinnar Cap. Þar í nágrenninu bjó gamli svert- inginn, »sem vissi allt og sá allt. Eftir langa og erfiða ferð kom Toussaint að jesúitaklaustrinu, barði að dyrum og bað að hleypa sér inn. Varð- maðurinn virti negradrenginn fyrir sér með nokkurri vanþóknun, því að hann var hvítur af ryki eftir ferðina og alls ekki sem hreinlegastur. „Eg vil tala við Pétur Babtista. Hann er guð- faðir minn og ég hef áríðandi erindi við hann.“ „Hvað hefur komið fyrir? Babtisti er lagztur til svefns fyrir löngu. Hvaðan kemur þú? Hvað heitir þú?“ „Eg heiti Toussaint frá Breda-búgarðinum. Eg vil gjarnan læra að lesa þetta.“ Og um leið tók hann upp gamla dagblaðið og hélt því upp að nefinu á dyraverðinum. Dyra- vörðurinn sneri því fyrir sér og las í því hér og þar. Þar stóð hitt og þetta frá París; um óeirðir meðal bændanna, um dýrtíðina, um verðfall á peningum, hungursneyð o. s. frv. „Þetta er bara um slys og vandræði, drengur minn. Þetta er ekkert fyrir svertingja og allra sízt á San Dómingó. Þetta kemur þér ekkert við, farðu bara rólegur heim til þín aftur---------“ . „En ég vil læra að lesa og skrifa og ég fer ekki heim fyrr en ég hef fengið að tala við Pétur gamla Babtista.“ Munkurinn hristi höfuðið yfir þessum þrá- láta negrastrák. Hann hafði aldrei fyrr rekist á annan eins þrákálf. „Það er eins og djöfullinn sé hlaupinn í svertingjana. Það næsta verður líklega, að þeir vilja fara í háskóla og verða biskupar." En hann lét undan og fór með hinum dauð- þreytta dreng til Péturs Babtista. Hér varð Toussaint líka að ganga gegnum stranga rannsókn. Gamli svertinginn gat el-.ki látið hjá líða að gefa honum duglega áminn- ingu, þótt það á hinn bóginn snerti stærilæti hans að heyra, hvert orð færi af vísdómi hans. „Hvernig gat þér dottið í hug að valda for- eldrum þínum slíkum áhyggjum? Nú halda þau, að þú hafi orðið fyrir slysi. Og hvað held- urðu að herra Bajon segi, þegar hestar hans eru í hirðuleysi í fyrramálið ?“ „Eg er búinn að segja allt. Eg vil læra að lesa og skrifa. Þau hafa hætt mig svo fór ég. Eg vil ekki fara til baka fyrr en ég er búinn að lærá það, sem þú kannt.“ Gamli maðurinn hristi höfuðið og fór að búa út ból handa honum í einu horninu á kofanum, Morguninn eftir fór hann alla leið til foreldra drengsins með honum til að róa þau. Þau sáu nú, að réttast væri að láta undan drengnum og faðir hans fór til ráðsmannsins, og bað um leyfi til að senda son sinn til Péturs Babtista hjá jesúitunum og hafa hann þar í eitt ár. Herra Bajon skellihló og gaf strax leyfið. Og hið ótrúlega skeði: Toussaint sökkti sér af ákafa niður í vísindin, sem kennari hans kunni. Þessi litli sríáði situr álútur á skólabekknum og svitadroparnir eru sem perlur á enni hans, hann stingur tungunni rút á milli varanna og titrar af áreynslu. Grannir fingur hans hreyfa griffilinn eftir spjaldinu og gleði hans er ólýs- anleg, þegar hann nokkrum vikum síðar rekst á þessi sömu tákn í prentaðri bók. Nú má ekki minnast á það við hann, að hætta. Hinir lærðu jesúitar hlæja að honum, þegar þeir sjá hinn litla nemanda sinn ganga á milli hyllanna í bókasafninu, grannskoða kilina og reyna að stafa úr nöfnunum. En þeir láta hann í friði og sumir þeirra setjast hjá honum og svara hinum óþrotlegu spurningum hans. Þeir út- o O O o O O o o o O O o o o O o o O o o o o O o o I > o O O o o O < > < > O <» O <» o o o O O O o o < > O O O O < > O O O o O O O O o o o o O o < > < > O O o < > O o O o o O o O O O o O < > < > O o <' O O O < > < > < • <> o o O O o < > O O O O o o < > O < > < > o

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.