Mjölnir


Mjölnir - 11.10.1944, Blaðsíða 1

Mjölnir - 11.10.1944, Blaðsíða 1
Hér með er skor að á alla, sem verið hafa nemendur Jóns Jónssonar fyrrverandi skóla- stjóra að mæta á fundi, sem haldinn verður í Sjómannaheim- ilinu kl. 6 e. h. næstkomandi fimmtudag. Nokkrir nemendur *** 39. tölublað 7. árgamgur Miðvikudaginn 11. október 1941 Stórkostleg síldarsöltun getur farið fram á næsta ári. NÝKOMNAR VÖRUR I MIKLU URVALI: Amerískir herrahattar Enskir drengjafrakkar, mjög ódýrir. Herrahúfur, enskar Kápuefni Satín, margir litir Kjólaefni (Crepe) ísgarnssokkar Silkisokkar ADALBUÐIN h. f. Sala tryggð á allri saltsíld þessa árs og 200-300 þús. tiinnum á nœsta ari Verðið er gott og kaupandfínn (UNRRA) leggur til tunnurnar. Nú nýlega hef ur borizt skej tl frá UNRRA (Hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða) þess efnis að stofnunin sé tilbúín til að kaupa alla þá síld, sem nú sé til í landinu. Verðið, sem hún kaupir síldina fyrir er sem hér segir: Grófsöltuð síld $22, tunnan, Matjessíld $27.50 og hausskorin síld $25, -. Ennfremur býðst Hjálpar- stofnunin til að kaupa á næsta ári 200 — 30Q þúsund tunnur og leggja til tómtunnur. Fer hún fram á einhverja lækkun á því, þar sem um svona mikið magn er að ræða. Ríkisstjórnin hefur aldrei gerfr' neinar tilraunir til að selja UNRRA síld, heldur hundsað vilja alþingis í þessu efni og meira að segja komið í veg fyrir að Síldarútvegsnefnd gæti náð sambandi við stofnunina. Tilboð þetta er fram komið eingöngu að frumkvæði UNRRA, sem snéri sér til sendiherrans í Washington með þessa málaleit- an. Samlag síldarsaltenda krafð- ist fyrir nokkru af Síldarútvegs nefnd, að hún veitti leyfi til að selja síld fyrir mun lægra verð en þetta. Kváðust síldarsalt- endur ekki geta selt að öðrum kosti. Og þegar Síldarútvegs- nefnd vildi ekki fallast á þetta, fóru þeir fram á það við ráð- herra, að hann skipaði nefhd- ihni að veita þetta leyfi. En nú hefur svo skipazt, að miklu betra verð hefur boðizt, ríkis- stjórninni og síldarsaltendum alveg að þakkarlausu. Verður mynduð ný stjórn í dag? Eins og kunnugt er fól forseti Islands ÓJafi Thors, for- manni Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Sneri hann sér síðan til Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins og gerði þeim tilboð um myndun sam- stjórnar þessara þriggja flokka, er hefði að aðalmarkmiði nýsköpun atvinnulífsins einkum við sjávarsíðuna. Sósíalistaflokkurinn svaraði strax, að hann væri reiðu- liúinii til stjórnarmyndunar á þeim grundvelli. Álítur bann það slíkt stórmál, að sameina fyrst og fremst fuíltrúa íbú- anna við sjávarsíðuna um þetta stórfellda verkefni, að það komst ekkert liik að, þegar síik samvinna stóí til boða En Alþýðuflokkurinn hikaði. Um þetta urðu mjtfg hörð átok í flokknum, en fullyrt er, að meirihlutinn sé fýsandi þess að taka tilboðinu, en Stefán Jóhann og einhverjir með honum leggist hart á móti. Getur Stefán augsýni- lega ekki hugsað til stjórnarmyndunar nema með Fram- sóknarflokknum. Mestar horfur eru þó nú sem stendur á því, að Stefán verði að láta í minni pokann og hinir sem vilja st jórnarsarovinnu verði í meirihluta. Allar horfur eru því á, að nú verði loks af stjórnar- myndun og yrði það þá stjórn, sem styddist við f ulltrúa framsæknustu afla borgarastéttarinnar og verkaiýðshreyf- ingarinnar. Hljóta allir frjálslyndir menn að fagna þeirri samvinnu, en hitt er jafn víst, að Hriflungar og Coca-Cola sinnar munu ekkert glaðir yf ir. • Mannalát. Fyrir nokkru and- aðist að Kristneshæli Sólborg Lárusdóttir, kona Indriða Björns sonar verzlunarmanns. Dó hún eftir langvarandi veikindi. Einnig er nýlátin á Kristnes- hæli Guðrún Guðmundsdóttir kona Jóns Andersen, Hafnar- götu 16. Hafði hún legið á hæl- inu síðan snemma í sumar. FRÁ VERKALÍÐSFÉI.ÖGUNUM Frá Þrótti. Verkamannafél. Þróttur hélt fjölmennan fund s.l. mánudags- kvöld og var þar rætt vetrar- starf félagsins og Alþýðusam- bandsþingið í haust. Um vetrarstarfið voru gerð- ar samþykktir sem ganga í þá átt að glæða og auka félags- lífið á vetri komanda. Um væntanlegt Alþýðusam- bandsþing urðu allmiklar um- ræður og voru eftirfarandi til- lögur samþykktar með sam- hljóða atkvæðum: Verkamannafél. Þróttur, Siglufirði telur það lífsnauð- syn fyrir verkalýðinn á ís- landi að sú stefna í verka- lýðsmálum sem verið hefur ráðandi hjá miklum meiri hluta Alþýðusambandsstjórn ar yfir síðasta kjörtímajail, verði áfram ráðandi hjá þeirri sambandsstjórn sem kosin verður á komandi þingi. Fundurinn felur þeim fulltrúum sem sendir verða á 18. þing Alþýðusambands Islands að starfa að því eft- ir beztu getu, að sem bezt eining fáist um aðal mál þingsins, sömuleiðis felur fundurinn fulltrúunum að kjósa þá menn eina í sam- bandsstjórn, sem með störf- um sínum á umliðnum árum hafa sýnt að þeir eru verð- ugir slíks trausts af hendi verkalýðssamtakanna. Verkamannafél. Þróttur, Siglufirði lýsir sig fylgjandi stofnun Bandalags vinnandi stétta á íslandi á líkum grundvelli og þeim, sem fram kemur í stefnuskrá fyrirhugaðs Bandalags, sem miðstjórn Alþýðusambands íslands sendi út til verkalýðs félaganna sumarið 1943, og með fullu samkomulagi þeirra samtaka sem hlut eiga að máli. Þá voru samþykktar eftirfar- andi tillögur, sem væntanlegum fulltrúum félagsins var falið að flytja á þinginu: 18. þing Alþýðusambands íslands lítur svo á að í sam- bandi við samræmingu kaup- gjalds á landinu, sem Alþýðu sambandið ákveður að vinna ötullega að, beri einnig að yinna að því að. árgjöld með- limanna verði sem svipuðust því kaupi og þeim atvinnu- möguleikum, sem eru á hverj um stað. 18. þing Alþýðusambands Islands skorar á ríkisstjórn Islands að halda fast við þær kröfur, sem loforð er fyrir frá stjórn Bandaríkj- anna, um að her sá, er Bandamenn hafa hér hverfi af landi brott að styrjöldinni í Evrópu lokinni. Ennfrem- ur, að á hinni væntanlegu friðarráðstefnu verði gerð sú krafa fyrir Islands hönd, að sjálfstæði þess og stjórn- arfyrirkomulag verði viður- kennt til fulls af stjórnum hinna þriggja stórvelda Bandaríkjanna, Bretlands og Sovét-Rússlands, og að áðurnefnd stórveldi taki á- byrgð á sjálfstæði þess og öryggi. Eftirfarandi fulltrúar voru kosnir á Alþýðusambandsþingið Gunnar Jóhannsson Þóroddur Guðmundsson Guðmundur Jóhannesson Óskar Garibaldason Þórhallur Björnsson Varaf ulltrúar: Maron Björnsson Jón Jóhannsson Páll Ásgrímsson. Frá Brynju. Á fundi Verkakvennafélags- ins Brynju fyrir skömmu voru kosnir eftirfarandi. fulltrúar á Alþýðusambandsþing í haust: Ríkey Eiríksdóttir Ásta Magnúsdóttir Ásta Ólafsdóttir ^^tm^: SKÍÐABUXUR og HVITAR SKIÐA PEYSUR Verzlunin Geislinn

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.