Mjölnir


Mjölnir - 11.10.1944, Síða 1

Mjölnir - 11.10.1944, Síða 1
Hér með er skor að á alla, sem verið hafa nemendur Jóns Jónssonar fyrrverandi skóla- stjóra að mæta á fundi, sem haldinn verður í Sjómannaheim- ilinu kl. 6 e. h. næstkomandi fimmtudag. Nokkrir nemendur Stórkostleg síldarsöltun farid fram á næsta getur ári. NÝKOMNAR VÖRUR I MIKLU URVALI: Amerískir lierraliattar Enskir drengjafrakkar, mjög ódýrir. Herrahúfur, enskar Kápuefni Satín, margir litir Kjólaefni (Crepe) fsgarnssokkar Silkisokkar AÐALBÚÐIN h. f. FRA VERKALtOSFELDGUNUM Sala Iryggd á allri saltsíld þessa árs og 200-300 þús. iunnum á nœsía ari Verðið er gott og kaupandínn (UNRRA) leggur til tunnurnar. Verður mynduð ný stjórn í dag? ? Eins og kunnugt er fól forseti fslands Ólafi Thors, for- l manni Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til stjórnar- i myndunar. Sneri liann sér síðan til Sósíalistaflokksins ) og Alþýðuflokksins og gerði þeim tilboð um myndun sam- stjórnar þessara þriggja flokka, er hefði að aðalmarkmiði nýsköpun atvinnulífsins einkum við sjávarsíðuna. Sósíalistaflokkurinn svaraði strax, að liann væri reiðu- liúinn til stjórnarmyndunar á þeim grundvelli. Álítur hann það slikt stórmál, að sameina fyrst og fremst fuíltrúa íbú- anna við sjávarsíðuna um þetta stórfellda verkefni, að það komst ekkert liik að, þegar síik samvinna stóð til boða En Alþýðuflokkurinn hikaði. Um þetta urðu mjög hörð átök í fiokknum, en fullyrt er, að meirihlutinn sé fýsandi þess að taka tilboðinu, en Stefán Jóliann og einhverjir með lionum leggist hart á móti. Getur Stefán augsýni- lega ekki liugsað til stjórnarmyndunar nema með Fram- v sóknarflokknum. Mestar horfur eru þó nú sem steudur á | því, að Stefán verði að láta í minni polcann og liinir sem vilja stjórnarsamvinnu verði í meirihluta. Allar horfur eru því á, að nú verði loks af stjórnar- myndun og yrði' það þá stjórn, sem styddist við fulltrúa íramsæknustu afla borgarastéttarinnar og verkaíýðslireyf- ingarinnar. Hljóta allir frjálslyndir menn að fagna þeirri samvinnu, en liitt er jafn víst, að Hriflungar og Coea-Cola sinnar munu ekkert glaðir yfir. Nú nýlega hefur borizt skej tl I frá UNRRA (Hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða) þess efnis að stofnunin sé tilbúin til að kaupa alla þá síld, sem nú sé til í landinu. Verðið, sem hún kaupir síldina fyrir er sem hér segir: Grófsöltuð síld $22, tunnan, Matjessíld $27.50 og hausskorin síld $25, -. Ennfremur býðst Hjálpar- stofnunin til að kaupa á næsta ári 200 — 30Q þúsund tunnur og leggja til tómtunnur. Fer hún fram á einhverja lækkun á því, þar sem um svona mikið magn er að ræða. Ríkisstjórnin hefur aldrei gert’’ neinar tilraunir til að selja UNRRA síld, heldur hundsað vilja alþingis í þessu efni og meira að segja komið í veg fyrir að Síldarútvegsnefnd gæti náð sambandi við stofnunina. Tilboð þetta er fram komið eingöngu að frumkvæði UNRRA, sem snéri sér til sendiherrans í Washington með þessa málaleit- an. Samlag síldarsaltenda krafð- ist fyrir nokkru af Síldarútvegs nefnd, að hún veitti leyfi til að selja síld fyrir mun lægra verð en þetta. Kváðust síldarsalt- endur ekki geta selt að öðrum kosti. Og þegar Síldarútvegs- nefnd vildi ekki fallast á þetta, fóru þeir fram á það við ráð- herra, að hann skipaði nefnd- inni að veita þetta leyfi. En nú hefur svo skipazt, að miklu betra verð hefur boðizt, ríkis- stjórninni og síldarsaltendum alveg að þakkarlausu. • Mannalát. Fyrir nokkru and- aðist að Kristneshæli Sólborg Lárusdóttir, kona Indriða Björns sonar verzlunarmanns. Dó hún eftir langvarandi veikindi. Einnig er nýlátin á Kristnes- hæli Guðrún Guðmundsdóttir kona Jóns Andersen, Hafnar- götu 16. Hafði hún legið á hæl- inu síðan snemma í sumar. Frá Þrótti. Verkamannafél. Þróttur hélt fjölmennan fund s.l. mánudags- kvöld og var þar rætt vetrar- starf félagsins og Alþýðusam- bandsþingið í haust. Um vetrarstarfið voru gerð- ar samþykktir sem ganga í þá átt að glæða og auka félags- lífið á vetri komanda. Um væntanlegt Alþýðusam- bandsþing urðu allmiklar um- ræður og voru eftirfarandi til- lögur samþykktar með sam- hljóða atkvæðum: * Verkamannafél. Þróttur, Siglufirði telur það lífsnauð- syn fyrir verkalýðinn á ís- landi að sú stefna í verka- lýðsmálum sem verið hefur ráðandi hjá miklum meiri hluta Alþýðusambandsstjórn ar yfir síðasta kjörtímgþil, verði áfram ráðandi hjá þeirri sambandsstjórn sem kosin verður á komandi þingi. Fundurinn felur þeim fulltrúum sem sendir verða á 18. þing Alþýðusambands Islands að starfa að því eft- ir beztu getu, að sem bezt eining fáist um aðal mál þingsins, sömuleiðis felur fundurinn fulltrúunum að kjósa þá menn eina í sam- bandsstjórn, sem með störf- um sínum á umliðnum árum hafa sýnt að þeir eru verð- ugir slíks trausts af hendi verkalýðssamtakanna. Verkamannafél. Þróttur, Siglufirði lýsir sig fylgjandi stofnun Bandalags vinnandi stétta á íslandi á líkum grundvelli og þeim, sem fram kemur í stefnuskrá fyrirhugaðs Bandalags, sem miðstjórn Alþýðusambands Islands sendi út til verkalýðs félaganna sumarið 1943, og með fullu samkomulagi þeirra samtaka sem hlut eiga að máli. Þá voru samþykktar eftirfar- andi tillögur, sem væntanlegum fulltrúum félagsins var falið að flytja á þinginu: 18. þing Alþýðusambands Islands lítur svo á að í sam- bandi við samræmingu kaup- gjalds á landinu, sem Alþýðu sambandið ákveður að vinna ötullega að, beri einnig að vinna að því að. árgjöld með- limanna verði sem svipuðust því kaupi og þeim atvinnu- möguleikum, sem eru á hverj um stað. 18. þing Alþýðusambands íslands skorar á ríkisstjórn Islands að halda fast við þær kröfur, sem loforð er fyrir frá stjórn Bandaríkj- anna, um að her sá, er Bandamenn hafa hér hverfi af landi brott að styrjöldinni í Evrópu lokinni. Ennfrem- ur, að á hinni væntanlegu friðarráðstefnu verði gerð sú krafa fyrir íslands hönd, að sjálfstæði þess og stjórn- arfyrirkomulag verði viður- kennt til fulls af stjórnum hinna þriggja stórvelda Bandaríkjanna, Bretlands og Sovét-Rússlands, og að áðurnefnd stórveldi taki á- byrgð á sjálfstæði þess og öryggi. Eftirfarandi fulltrúar voru kosnir á Alþýðusambandsþingið Gunnar Jóhannsson Þóroddur Guðmundsson Guðmundur Jóhannesson Óskar Garibaldason Þórhallur Björnsson Varafulltrúar: Maron Björnsson Jón Jóhannsson Páll Ásgrímsson. Frá Brynju. Á fundi Verkakvennafélags- ins Brynju fyrir skömmu voru kosnir eftirfarandi fulltrúar á Alþýðusambandsþing í haust: Ríkey Eiríksdóttir Ásta Magnúsdóttir Ásta Ölafsdóttir SKIÐABUXUR og HVITAR SKIBA PEYSUR VerzhinínGeisljnn

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.