Mjölnir


Mjölnir - 11.10.1944, Page 2

Mjölnir - 11.10.1944, Page 2
2 M J Ö L N I R FRUMVARP TIL LAGA UM RlKISSTUÐNING VIÐ BÆJAR- OG SVEITARFÉLÖG TIL FRAMLEIÐSLUAUKNINGAR Flm.: Lúðvík Jósefsson, Aki Jakobsson, og Einar Oígeirsson Húsmæður! „Silfurfiskinn á diskinn“ Síldin komin, seld daglega I Fiskbúðinni Hrönn, Túng.l HVÍT MARINERUÐ KRYDDSÍLD RAUÐ MARINERUÐ MATJESSlLD „Kennið börniuium að borða síld“ rr\rsrr\rrNrNr\rrsr\r\r\r\rr\rr\rr\rrNr\rsrvr\rr\r\rrrNr\r INGÓLFUR ÁRNASON 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast fyrir bæjar og sveit- arfélög lán, er þau kunna að taka til þess að koma upp nýj- um framleiðslutækjum í viðkom andi bæjar- og sveitarfélögum með þeim hætti, er greinir í lögum þessum. 2. gr. Ríkisábyrgð samkv. 1. gr. skal einkum veita fyrir lánum til að kaupa eftirgreind fram- leiðslutæki og mannvirki: Fiski- skip, dráttarbrautir, sildarverk- smiðjur, niðursuðuverksmiðjur, og aðrar verksmiðjur og mann- virki til vinnslu á sjávarafurð- um; vatnsveitur, raforkuveitur, tunnuverksmiðjur, enn fremur meiri háttar kaup landbúnaðar- véla, verksmiðjur til úrvinnslu landbúnaðarvara og auk þess önnur þau framleiðslutæki, sem líkleg eru til þess að geta veitt atvinnu og geta verið f járhags- lega sjálfstæð fyrirtæki. 3. gr. Sveitarstjórn, sem óskar að verða aðnjótandi ríkisábyrgðar samkv. lögum þessum, skal senda umsókn til atvinnumála- ráðuneytisins, sem úrskurðar um veitingu ríkisábyrgðar að fengnu samþykki sérstakrar fimm manna nefndar, sem kos- in er hlutbundinni kosningu í sameinuðu þingi. Umsókninni skal fylgja ýtarleg greinargerð og rökstuðningur og enn frem- ur allar byggingaráætlanir, teikningar og rekstraráætlanir. 4. gr. Ábyrgðir, sem veittar eru samkvæmt lögum þessum, mega ekki vera hærri en 5 millj. króna til sama sveitarfélags. \ 5. gr. Nefnd sú, er um ræðir í 3. gr., skal ákveða, til hve langs tíma hvert lán skal vera, um vaxtaupphæð og annað, er að lántökunni lýtur, en fjármála- ráöherra annast lánsútboð. Nefndin skal gæta þess sér- staklega, þegar hún samþykkir umsókn, að þau framleiðslutæki, sem fyrirhuguð eru, komi íbúum sveítarfélagsins að gagni og séu í samræmi við alþjóðarhags- muni, bæði um legu, stærð og fyrirkomulag. Nefndin hefur rétt til að ráða sér sérfræðilega aðstoð. Allur kostnaður við störf / nefndarinnar greiðist úr ríkis- sjóði. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Eitt af mikilvægustu verkefn- um íslenzku þjóðarinnar nú er að umbreyta atvinnuháttum sínum svo, að allir landsmenn hafi jafnan næga atvinnu við þjóðnýt störf og að vinnuorka hvers einstaklings komi að sem mestu gagni fyrir þjóðarheild- ina. Nú er svo komið, að þúsundir landsmanna hafa lítið sem ekk- ert að gera, svo að mánuðum skiptir á hverju ári, og há er er sú tala fullvinnandi Islend- inga, sem vinna við slík starfs- skilyðri, bæði til ians og sjávar að vinnuafköst þeirra eru í engu samræmi við strit og starfs- tíma. Allir þekkja dæmin um þetta úr sveitinni, þar sem hundruð bænda vinna enn við hin frum- stæðustu vinnuskilyrði. Við sjávarsíðuna eru enn mörg hundruð sjómanna, sem fisk- veiðar stunda á litlum, opnum vélbátum með handfæri, og gef- ur að skilja, að vinnuafköst þeirra geta ekki verið nema brot af því, sem þau eru hjá fiskimönnum á stærri bátum og skipum, sem unnið geta með miklu fullkomnari veiðarfærum. Það er stórt átak og fjár- frekt að umbreyta framleiðslu- háttum heilla byggðarlaga. Reynslan hefur sýnt, að ýmis sveitarfélög, sem vilja og skiln- ing hafa haft til að auka og fullkomna framleiðslutæki sín, hafa ekki reynzt fær um að koma því í framkvæmd af fjár- hagsástæðum. Fiskiþorp með 500—800 íbúa þarf allmikið fjármagn til að eignast stór og góð fiskiskip í stað smábátta og til þess að reisa hraðfrystihús, sem skapa mundi þorpsbúum nýja og stór- aukna möguleika til atvinnu. Það er dýr framkvæmd og of- viða flestum sveitarfélögum að byggja síldarverksmiðju, tunnu- verksmiðju niðursuðuverk- smiðju og önnur slík mannvirki, ef ríkið veitir ekki einhverja að- stoð. • Trúlofun sína opinberuðu s. 1. laugardagskvöld Þóra Sophus- dóttir og Bjöm Guðmundsson. NÍJA-Blð sýnir í kvöld myndina EYJA LEYNDARDÓMANNA Fimmtudag kl. 9: KEPPIN AUT AR á LEIKVELLI Unga fólkið og alþýðusamtökin. Alþýðusamtökin eru samtök, félagsskapur hins vinnandi fólks. Þau eru tæki til baráttu fyrir bættum lífskjörum og skjaldborg um unnin réttindi. Þýðing þeirra ætti því að vera auðsæ og auðskilin hverjum manni og sömuleiðis sér þýðing, um það hefur fyrir hverja vinn- andi manneskju að vera virkur og lifandi meðlimur þessara samtaka. En því miður finnast enn karlar og konur, sem al- gerlega eru sneydd þessum skilningi á mikilvægi alþýðu- samtakanna fyrir þau sjálf, og hafa jafnvel löngun til að lítils- virða og ófrægja þessi samtök. Eins og þetta fólk skilur ekki mikilvægi' samtakanna, þá skil- ur það ekki, að um leið og það lítilsvirðir og ófrægir samtök- in, sýnir það starfs- og stéttar- systkinum sínum, sem eru með- limir samtakanna, hina megn- ustu lítilsvirðingu og ósvífni. Þáttur unga fólksins, hirinar komandi kynslóðar, er ærið hnökróttur hvað snertir alþýðu- samtökin, og er ef til vill ekki rétt að fella stranga dóma um það. En rétt er að hugleiða af- stöða unga fólksins og þau skil- yrði, sem það hefur alizt upp við og mótast af að meira eðá minna leyti. Við, sem erum um tvítugt minnumst bernskuár- anna, sem þrengingardaga, bæði í föðurhúsum og utan þeirra. Atvinnuleysi og kreppa ríkti þá í alveldi yfir þjóðlífinu og setti sín merki á allt. Það ástand hef- ur áreiðanlega valdið því, að margt af ungu fólki lenti á rangri hillu í starfsvali sínu. Þar að auki hefur það lamað sjálfstæðistilfinningar þess og andlegt þrek, en hvorttveggja er nauðsynlegt á móti hinum markvissa áróðri afturhaldsins. Atvinnuleysi og örbirgð á- samt skefjalausum áróðri, Finnagaldri og öðrum lappó- brögðum, verka mikið á ómót- aða og lítt þroskaða unglings- sál, veikja trú hennar á stéttar- samtökum alþýðunnar, verka- lýðshreyfingunni, en þau sam- tök krefjast ávallt starfs og fórna, staðfestu og þolgæðis. Svo kemur hernámið og með því nóg atvinna handa ungum sem gömlum. Það áður ókunna fyrirbrigði gerizt, að eftirspurn eftir vinnu- afli verður meiri en framboðið og þarafleiðandi hækkar kaup- gjald ört og að meira eða minna leyti án aðstoðar stéttar- félaga. Kaupendur og seljendur vinnuaflsins semja oft persónu- ' lega um kjörin, kaupendur yfir- bjóða hver annan en seljendur selja aftur hæstbjóðanda eftir því sem tök eru á. Þessar létt- fengnu kjarabætur munu, hjá stórum hluta unga fólksins, hafa svæft þá hugsun, að nauð- syn væri að halda stéttarfélög- unum sterkum og starfandi — og yfirleitt dreift hugsun þess á nauðsyn sterkra og samstilltra alþýðusamtaka. Um þátttöku unga fólksins í starfsemi félaganna er ekki margt hægt að segja, þar hefur sá hugsunarháttur aftast ráðið, að ég sé ekki- fær um að gera þetta eða hitt, aðrir geri það miklu betur. Kenning aftur- haldsins um, að ungir menn og konur eigi ekki að hugsa um stjórnmál og stéttarbaráttu á þarna eflaust sinn afturvirkandi þátt og áhrif. Dagar setuliðsvinnunnar eru liðnir og dagar takmarkaðrar og minnkandi vinnu teknir við. Jafnframt harðna árásir aftur- haldsins á alþýðuna, en samtök hennar hyggst það að brjóta niður með öllu. Ennþá hafa samtökin reynst sterk og því vaxin að hrinda af sér áhlaup- um. Allur þungi og ábyrgð hvílir á eldra fólkinu, sem eftir ára og áratuga baráttu fyrir rétti og kjörum verkalýðsins, hefur öðlazt reynslu og trú á nauðsyn og dýrmæti sterkra samtaka. Þetta fólk veit fyrir hverju það er að berjast og hverja þýðingu sú barátta hefur fyrir nútíð og framtíð. En þetta.fólk, sem háð hefur hina hörðu baráttu og oft farið halloka en þó oftar sigrandi af hólmi, hlýtur fyrr eða síðar að hætta störfum í fylk- ingarbroddi, þó að við óskum þess að fá að njóta stárfs þess sem allra lengst. Hverjir eiga, þegar að því kemur að fylla sæti þess? Er það ekki æskan, unga fólkið, sem á að koma í staðinn? Jú, vissulega, annars væri allt starf, öll barátta hinna eldri unnin fyrir gýg, allt hrörn- aði og hryndi saman eins og lík- ami, sem enga næringu fengi. Þess vegna verðum við, unga fólkið að búa okkur undir þetta hlutverk að verða arftakar eldra baráttuliðsins í verkalýðshreyf- ekki staðið í eldlínunni, þá ætti ingunni. Þó að við höfum sjálf reynsla hinnar eldri að kenna okkur, og okkur ber að leggja okkur fram um að læra af henni Flónel, hvítt og blátt .... 2.60 m do. röndótt..........2.90 — Tvisttau ............. 3.35 — ................ 3.90 — Sirs ............... 5.10 — Léreft.....................4.20 — Kjólatáu, 25.00, 24.30, 13.70 m Taft ............... 11.75 — Gluggatjaldaefni........12.80 — do................... 8.55 — Hattar ............ 64.50 stk. Bómullargarn ..... 4.00 kr. hn. Bendlar ..............9.75 pk Gluggatjaldabönd.......0.75 mtr Náttföt (ull) ...... 41.70 stk. Telpubu.xur ........ 3.05 stk. Þræðigarn ........ 1.00 Vasafóður ............5.00 m KAUPFELAGIÐ V ef naðarvör udeild Amerískar FAGBÆKUR í miklu úrvali, nýkomnar Ennig fjöldamargar skáldsögur og ungl- ingabækur Bójtaverzluri Lárusar Þ. J. Blöndal Framtíð okkar sjálfra og af- komenda okkar er undir því komin að við reynumst hlut- verki okkar vaxin. Þess vegna á öll alþýðuæska strax að gerast meðlimir alþýðu samtakanna og hún hefur aldur til. Og þar á hver og einn að vera starfandi og lifandi með- limur — að vera heill en ekki hálfur. E. M. A.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.