Mjölnir - 14.02.1945, Blaðsíða 1
Bátasmiðir
Hef fyrirliggjandi bátarær
stærð % og %.
Ástvaldur Kristjánsson
Hólaveg 11.
Miðvikudaginn 14. febr. 1945
6. tölubl. 8. árgangur
Siglfirzk verkalýðssamtök 25 ára
Verkamannafélagið Þróttur minnist afmælisins
með Þorrablóti og f jölbreyttri skemmtiskrá
í Bíó 17. þ. m. — Þorraþræl —
EFTIR
Gunnar Jöhannsson
FORMANN ÞRÓTTAR
✓
Veturinn 1919 starfaði hér í
Siglufirði málfundafélag. Á
fundum þess hafði verið rætt
um að stofna verkamannafélag.
Kosin var nefnd til að semja
lög fyrir væntanlegt félag. For-
maður nefndarinnar var Axel
Friðbjarnarson. Þá voru þegar
komin verkalýðsfélög í flest-
um kaupstöðum landsins og
stærstu kauptúnunum. Alþýðu-
samband Islands hafði þá verið
stofnað fyrir nokkru síðan og
þar með komið töluverður skrið
ur á um stofnun verkalýðsfé-
laga.
29. marz 1919 var boðað til
stofnfundar í leikfimishúsi
barnaskólans. Á þeim fundi var
félagið stofnað með 60 meðlim-
um. I stjórn voru kosnir: Maron
Sölvason formaður, Flóvent
Jóhannsson varaformaður og
Hannes Jónasson ritari.
Þennan vetur féll hið mikla
snjóflóð fyrir handan fjörðinn,
sem mörgum Siglfirðingum er
enn minnisstætt, vegna hinna
hræðilegu atburða, sem þá
urðu, þegar fjöldi fólks fórst og
í einni svipan sópaðist burt hin
stóra síldarverksmiðja, Evang-
ersverksmiðjan, ásamt öllum
byggingum, sem þar voru í
nánd.
Eitt af fyrstu verkum félags-
ins var að taka að sér björg-
un á braki úr húsum verk-
smiðjunnar, sem lá í hrönnum
víðsvegar á fjörunum. Tók fé-
lagið þetta að sér fyrir þriðj-
ung þess, sem bjargaðist. Var
hlutur félagsins kr. 1090t.38 og
var þessi upphæð lögð sem
heild í sjóð félagsins og voru
það fyrstu peningarnir, sem fé-
laginu áskotnuðust. Verkamenn,
sem við þetta unnu fengu 1
krónu í kaup á tímann.
Á fundi, sem félagið hélt 29.
maí var ákveðið að stilla upp
sérstökum lista til bæjarstjórn-
arkosninga, sem fram áttu að.
fara þá um vorið. Efstir á list-
anum voru: Síra Bjarni Þor-
steinsson, Friðbjörn Níelsson —
báðir utanfélags — Hannes
Jónasson, Kjartan Jónsson og
Maron Sölvason. Þrír efstu
menn listans náðu kosningu.
Um haustið sama ár var rætt
um pöntun á vörum fyrir fé-
lagsmenn. Úr framkvæmdum
varð þó ekki annað en það, að
samið var við Sigurð Kristjáns-
son kaupmann um, að hann út-
vegaði félagsmönnum vörur
með lægra verði en útsöluverði
og notfærðu sér þetta allmargir
félagsmenn.
7. nóvember var svo kosin
nefnd til að undirbúa vöruút-
vegun í allstórum stíl. í nefnd-
ina voru kosnir: Hannes Jónas-
son, Flóvent Jóhannsson og
Kjartan Jónsson.
Kosningar til alþingis fóru
fram um haustið og studdi þá
félagið að kosningu Stefáns
Stefánssonar frá Fagraskógi.
Fyrsta kauptaxtanefnd fé-
lagsins var kosin þá um haustið
og voru í henni: Einar Her-
mannsson, Flóvent Jóhannsson,
Guðmundur Bílddal, Hannes
Jónasson og Christian Möller.
6. desember sama ár var sam-
þykktur og gefinn út fyrsti
kauptaxtinn. Dagvinna var 1
króna klst., skipavinna 1,25 kr.,
eftirvinna kr. 1.50 og sunnu-
dagavinna 2.00 kr. Ekki mun
kauptaxtinn hafa verið viður-
kenndur af öllum atvinnurek-
endum kaupstaðarins og tals-
verður misbrestur á því, að
eftir honum væri farið.
7. júní 1920 var enn á ný
kosið í bæjarstjóm. Listi verka-
manna fékk þá 2 kosna, þau
Hannes Jónasson og Guðrúnu
Björnsdóttur. Er hún eina kon-
an, sem setið hefur í bæjar-
stjórn Siglufjarðarkaupstaðar.
Á aðalfundi félagsins, sem
haldinn var í janúar 1920 og
var fyrsti aðalfundur þess eftir
stofnfund, voru eftirtaldir
menn kosnir í stjórn: Formað-
ur Flóvent Jóhannsson og aðrir
í stjórninni: Einar Hermanns-
son, Chr. Möller, Hannes Jónas-
son, Dúi Stefánsson og Jón
Kristjánsson. Sjóður félagsins
var þá um 1300 krónur og var
hann lánaður til vörupöntunar
og aldrei endurgreiddur til fé-
lagsins.
Þennan sama vetur var fyrsta
ársskemmtun félagsins og
var það þorrablót. Flóvent
Jóhannsson, sem búinn var að
vera á Hólum í Hjaltadal sem
kennari og bússtjóri, barðist
mjög fyrir því, að þorrablót yrði
haldið. Vildi hann taka upp sið
Hólamanna, en þar hafði um
mörg ár verið siður að halda
þorrablót og þóttu slíkar
skemmtanir hinar ákjósanleg-
ustu.
1921 voru eftirtaldir menn
kosnir í stjórn: Flóvent Jó-
hannsson, Pétur Björnsson og
Páll Jónsson.
Um áramótin 1921 var stofn-
að blaðið „Vöggur“. Fyrsti rit-
stjóri þess var Hannes Jónas-
son.
Næsti formaður félagsins
eftir Flóvent var Benóný Bene-
diktsson. Mun hann hafa verið
kosinn 1923.
í janúar 1924 var kosinn for-
maður Gunnlaugur Sigurðsson.
Á þeim aðalfundi var gerð ein
allsherjar hreinsun. Nokkrir
menn, sem ekki höfðu staðið í
skilum við félagið í mörg ár,
voru strikaðir út og einhverjir
munu hafa verið reknir af öðr-
um ástæðum. Félagið var fá-
mennt og fátækt, en áhugi mik-
ill meðal félagsmanna um áð
rífa það upp á við og gera það
að baráttutæki verkalýðsins á
Siglufirði.
Gunnlaugur Sigurðsson var
formaður félagsins í 4 ár. I
hans - stjórnartíð tók félagið
miklum framförum og reyndist
Gunnlaugur hinn nýtasti for-
maður.
Félagið gekk í Alþýðusam-
band Islands 1923. Var það
samþykkt með 17 atkv. gegn 15
eftir mjög heitar umræðuFr Um
haustið 1924 kaus félagið þrjá
fulltrúa á Alþýðusambandsþing,
þá Ólaf Marteinsson, Stefán
Jóhann Stefánsson og Guðgeir
Jónsson. Ólafur Marteinsson
mun hafa verið aðalhvatamað-
ur þess, að félagið gengi í Al-
þýðusambandið.
Sama ár var kosinn í bæjar-
stjórn af lista Verkamannafé-
lagsins Guðmundur Skarphéð-
insson. Sat hann sem fulltrúi
verkamanna í bæjarstjóm Siglu
fjarðar þar til hann féll frá
1932.
Verkamannafélag Siglufjarð-
ar var stofnandi að Verkalýðs-
sambandi Norðurlands. Á stofn
þing þess sendi félagið 3 full-
trúa þá Hermann Einarsson,
Pétur Bjömsson og Kjartan
Jónsson. Um haustið keypti fé-
lagið lóð þá, sem Alþýðuhúsið
stendur nú á.
Næsti formaður eftir Gunn-
laug Sigurðsson var Vilhjálm-
ur Hjartarson, þá Kristján Sig-
urðsson, þar næst Guðmundur
Skarphéðinsson og síðar Gunn-
ar Jóhannsson, sem kosinn var
1933.
Meðal þeirra, sem sæti áttu
í stjóm Verkamannafélags
Siglufjarðar, auk þeirra, sem
áður hafa verið nefndir, voru:
Ottó Jörgensen, sem jafnframt
var bæjarfulltrúi verkamanna í
fjöldamörg ár.Þóroddur Guð-
mundsson, Gunnlaugur Hjálm-
arsson, Sveinn Guðmundsson,
Óskar Garibaldarson, Páll Ás-
grímsson, Guðmundur Sigurðs-
son, Sigurður Gunnlaugsson,
Kristján Hallgrímsson, Jónas
Jónasson, Ásgrímur Albertsson,
Gísli Sigurðsson, Guðlaugur Sig
urðsson, Guðjón Þórarinsson,
Gunnlaugur Einarsson, Guð-
mundur Davíðsson, Sveinn Þor-
steinsson og Vilhjálmur Hjartar
son.
Eftir að leiðir skildu milli
hægri og vinstri manna innan
Alþýðuflokksins og Alþýðusam-
bandsins, sem þá var að mestu
eitt og hið sama, skarst all al-
varlega í odda innan félagsins.
Valt þar á ýmsu fyrst framan
af, en að lokum náðu vinstri
menn algjörðum meirihluta í
félaginu. Deilurnar héldu áfram
þar til hægri menn klufu sig
út úr félaginu árið 1934 og
stofnuðu verkamannafélagið
Þrótt.
Fljótlega sáu verkamenn, að
það var óheillavænlegt fyrir
sigursæla baráttu verkalýðsins,
að standa sundraðir í tveim and-
stæðum fylkingum. I báðum fé-
lögunum var unnið ötullega að
því, að sameina félögin í eítt
allsherjar verkamannafélag.
Um sameiningu verkamanna-
félaganna var mikið rætt og
ritað. Hnigu öll rök að því, að
sjálfsagt væri að sameina fé-
lögin sem allra fyrst. Eftir
mikið þóf og miklar umræður
og bréfaskriftir milii félaganna,
samþykkti verkamannafélagið
Þróttur á fundi í félaginu, sem
(Framhald á 3. síðu).
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Lögregluþjónsstaða í Siglufirði
L£US XIL UMSÓKNAB - “
frá 1. apríl n. k. — Laun eftir launastiga bæjar-
stjórnar. ^
Umsóknir skulu afhentar á bæjarfógetaskrif-
stofuna í Siglufirði fyrir 10. marz n. k. með sem
nákvæmustum upplýsingum um umsækjanda.
Bæjarfógetinn í Sigluf jarðarkaupstað 10. febr 1945
Guðm. Hannesson.
Húseignir til sölu
Húseignirnar Norðurgata 5 og Norðurgata 5B, Siglufirði, eru til
sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Efri hæð hússins er laus til íbúðar,
ef samið er strax.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum sé skilað til mín 10. marz n. k.
pr. pr. Verzlunarfélag Sigluf jarðar h. f.
^ ÁSGEIR JÓNASSON
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Fáum SPARKSLEÐA meðfyrstuferð
frá Reykjavík.
GEISLINN H. F. - Vetrarbraut 5