Mjölnir


Mjölnir - 14.02.1945, Side 2

Mjölnir - 14.02.1945, Side 2
Z T* MJÖLNIR v Ólafsfjarðarpósturinn BÆARSTJÓRNAKKOSNINGAKNAR oe: viðhorfið í bæjarmálum Ölafsf jarðar Þurrkað hvítkál H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Þurrkaðar gulrætur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 2. júní 1945 og liefst ki. 1 y2 e. li. Bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram fóru í Ölafsfirði 6. jan 1945 marka á tvennan hátt tímamót í sögu Ólafsfjarðar. 1 fyrsta lagi eru þær fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar í Ólafsfirði og þannig tákn þess, að Ólafsfjörður hefur unnið sigur í þeirri baráttu, sem hann hefuy háð fyrir því að mega vinna — án hindrunar sýslu- nef ndarafturhaldsins — að fram faramálum sínum og í öðru lagi marka þær tímamót í pólitískri þróun Ólafsfjarðar, með því að samtök sósíalista í Ólafsfirði eru þá í fyrsta skipti þátttak- andi í kosningum. í sambandi við þessi tíma- mót er vert að líta í stuttu máli yfir pólitíska þróun stað- arins um nokkur undanfarin ár. I fyrsta sinn árið 1937 er kosið hlutfallskosningum í hreppsnefnd Ólafsfjarðar. Allt til þess tíma fer kosning hrepps nefndar fram með nafnakalli á opnum hreppsfundum, sem nefndir voru miðsvetrarfundir. Allt til 1937 eru sjálfstæðis- menn í yfirgnæfandi meirihluta- aðstöðu og einráðir um öll hreppsmál, en við fyrstu hlut- fallskosningarnar koma fvam 2 listar, annar frá sjálfstæðis- mönnum og hinn frá Verkalýðs félagi Ólafsfjarðar. Listi Sjálf- stæðismanna fékk þá 196 atkv. og þrjá menn kjöra, en listi verkalýðsfélagsins 108 atkv. og 2 menn kjörna. Við næstu kosningar í jan. 1942 komu fram 3 listar og urðu úrslit þessi: Sjálfstæðis- menn 136 atkv. og 2 menn, Framsóknarmenn 82 atkv. og 1 mann og óháður listi, er verka menn studdu fékk 98 atkv. og tvo menn. Við síðustu kosningar komu fram 3 listar og úrslit þessi: Sjálfstæ'ðismenn 139 atkv. og 3 menn kjörna, framsóknar- menn 76 atkv. og 2 menn og sósíalistar 111 atkv. og 2 menn. Ef þessar tölur eru athug- aðar, er augljóst, að nú stefnir til aukinnar róttækni hér sem annarsstaðar og opinber starf- semi mótast líka af því. Meðan sjálfstæðismenn einir ráða hér öllu, má heita, að ekkert sé gert af hálfu hins opinbera umfram þarfir dags- ins, til tryggingar menningar- legu eða atvinnulegu öryggi hreppsbúa. Og íbúar Ólafsjarð- ar, sem nú búa við þungar á- lögur, mega gjarna minnast þess, að álögur dagsins í dag eru að ríflegum hluta afleið- ingar gamallar vanrækslu þess kyrrstöðu-afturhalds, sem kos- ið var af íbúum hreppsins til þess að fara með málefni hans áratugum saman. Á sama hátt og nolendur rafmagns i Ólafsfirði verða að gjalda 30 prósent dýrara raf- magn nú vegna þess, að fram- sóknarafturhaldsins tókst á sínum tíma að hindra með valdi byggíngu rafstöðvarinnar okkar um nokkur ár — á sama hátt verður nú að byggja hafn- armannvirki og fl. fimmföldu verði vegna þess, að ekkert var gert umfram stundarþarfir, þangað til allt var komið í strand vegna hafnleysis. Með kosningunum 1942 veið- stefnubreyting í hreppsmálun- um, þá er þegar lagt út í stórar framkvæmdir, sem allir viöur- kenna nú, að hafi vprið nauð- synlegar og sjálfsagðar, þó ekki væru allir sammála um þær fyrst í stað. Á þetta einkum við um hitaveituna, sem hlotið hef- ur fulla viðurkenningu allra bæj arbúa eftir þá reynslu, sem af henni hefur fengist undanfarna vetrarmánuði. Um hafnarmannvirkin má svipað segja og þó bæta því við, að þeir, sem sýnt hafa því máli óvild eru svo fáir, að þá ber fremur að telja undantekn- ingar, sem staðfesta þá stað- reynd, að höfnin er sameigin- legt áhugamál fólksins, sem veit að framtíðaratvinna þess og þar með allur viðgangur og lífshamingja í þessari sveit hlýtur að hvíla á framleiðslu til sjávarins og \ frumskilyrði þeirrar framleiðslu er góð höfn. Um hafnarmannvirkin gegnir að því le^ti öðru máli en með hitaveituna, að þau eru aðeins í byrjun. Og þó fyrst væri gert ráð fyrir að fresta því af fram- kvæmdunum, sem hægt væri að skaðlausu, þá sýnir fengin reynsla, að enn verður að halda áfram af fullum krafti um eitt ár að minnsta kosti. En 1 sambandi við það mál, þarf fleira að gera en halda áfram við hafnarbygginguna. Höfn er dýrt fyrirtæki, sem ekki getur gefið arð fyrr en það hefur verið tekið til notk- unar og því aðeins að notkun hennar verði mikil, getur hún gefið tekjur til að standa straum af háum stofnkostnaði. Það verður höfuðviðfangs- efni Ólafsfirðinga næstu árin að auka sjávarútveg sinn, og at- vinnugreinar tengdar honum, svo hann geti svarað hinni tvö- földu Jiörf: að skapa nægilega atvinnu fyrir íbúa bæjarins og verða um leið sá stofn, sem getur gefið höfninni okkar sæmilega afkomu. Útgerð hér hefur dregist saman á síðustu árum, en at- hyglisvert er í því sambandi, að sá samdráttur er næstum allur á trillubátunum og minnstu mótorbátunum. Stærstu mótorbátarnir eru ýmist hér við líði enn, eða þegar Þurrkaður laukur Súpujurtir Hollt sem nýtt En geymist lengi KAUPFÉLAGIÐ áformað að kaupa stærri skip í þeirra stað, sem seldir hafa verið burtu. Þetta sýnir það, sem annars er vitað, að það er smábátaút- vegurinn, sem er að úreldast, og í stað hans verður að koma floti stærri skipa, sem betur svara kröfum tímans. Útvegun þess flota og rekstur hans er verkefni dagsins. Líkur benda til þess, að á þessu ári og næsta hafi Ólafs- fjörður hamingjuna með sér, ef hann aðeins ber gæfu til þess að láta ekkert kyrstöðu-afturhald ná yfirhönd á málefnum sínum að nýju. Það vill svo til, að í landi er ríkisstjórn, sem mynduð er — gagnstætt margri venju — um stefnuskrá sem aðalkjarna, frerhur en menn eða flokka. Og þessi stefnuskrá er næstum eins og sniðin við framangreind- ar þarfir Ölafsfjarðar. Og það er ekki tilviljun að svo er, því Ólafsfjörður hefur á þessu sviði líkar þarfir og fjöldi kauptúna á landinu. Höfuð-viðfangsefni stefnu- skrárinnar eða þrír f jórðu hlut- ar hennar að lesmáli eru um að tryggja landsmönnum „atvinnu við sem arðbærastan atvinnu- rekstur“ og að efla hag al- mennings á annan hátt. Hinn hlutinn um að efla sjálfstæði þjóðarinnar út á við. • Ólafsfjarðarbær fellur líka og stendur með því, hvort honum auðnast „að tryggja íbúum sín- um atvinnu við sem arðbærast- in atvinnurekstur“. Það er þess- vegna lífsspursmál Ólafsfjarðar nú að hagnýta sem bezt þá möguleika, sem felast í stefnu- skrá. ríkisstjórnarinnar. Takist ráðamönnum Ólafs- fjarðarbæjar illa að leysa at- vinnumál bæjarins, gætu ræzt hrakspár þeirra, sem óska fremur öllu öðru eftir auðmýkt alþýðunnar og umkomuleysi og sakna gömlu friðar og kyr- stöðutímanna. Takist hinsvegar vel að leysa atvinnumálin gæti orðið langt þangað til það framfaratímabil staðnaði, sem þegar er hafið í Ólafsfirði. (Framhald á 3. síðu). D A G S K R Á : 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilliöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1944 og efnaliagsreikning með atliugasemdum endurskoðenda, svör- um stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð- endum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað Jieirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem liafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir liluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dag- ana 30. og 31. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir um- boð til þess að sækja fundinn, á aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík. Reykjavík, 12. janúar 1945. Stjórnin. ÍBÚÐ 7IL SÖLU Tilboð óskast í neðri liæð hússins Túngötu 10A ásamt með- fylgjandi skúrum og Ióðarréttindum. Tilboðum sé skilað fyrir 28. febrúar til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ÞORKELL FRIÐRIKSSON Ibúð til sölu Tilboð óskast í neðri hæð hússins Aðalgötu 17, Siglufirði. Til- boðum sé skilað fyrir 25. febrúar til undirritaðs. Réttur áskilinn til að taka livaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÁLL G. ÁRDAL Aðalgötu 17 — Siglufirði LÁMARKAUPTAXTI verkakvennafélagsins BRYNJU frá 1. febr. til 1. marz 1945. LÍNUTAXTI. Mánaðarkaup án fæðis og húsnæðis Mánaðarkaup með fæði og liúsnæði' Beittar lóðir 90 — 100 önglar Beititir stokkar 100 — 130 önglar Uppstokkaðar lóðir 90 — 100 önglar Uppstokkaðir stokltar 100 — 130 önglar Vísitala 274. kr. 856.25 kr. 479.50 kr. 1,20 kr. 1,37 kr. 1,37 Hr. 1,53 Heimilt er stúlkum að ráða sig fyrir „spotta“ og skal stúlkan ifa 300 öngla. Utgerðarmaður leggi til „spottah“ og beituna. Stjóm og kauptaxtanefnd. i * V 1 V

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.