Mjölnir - 14.02.1945, Page 3
MJÖLNIR
8
-i
i
j
verkalýðssamiök 25 ára
MJÖLNIR
— VIKUBLAÐ —
Útgefandi:
Sósíalistafélag Sigluf jarðar
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ásgrímur Albertsson
Símar 194 og 270
Blaðið kemur út
alla miðvikudaga.
Áskriftargjald kr. 15.00 árg.
I lausasölu 40 aura einlakið.
Afgreiðsla Suðurgötu 10.
25 ÁR.
Fáir þeirra verkamanna, sem
nú ganga á vinnustöðvarnar til
að vinna fyrir hinum ákveðna
taxta verkalýðsfélaganna, gera
sér þess fulla grein, hvílíka
feikna baráttu það er búið að
kosta, að koma þessum töxturn
á og fá þá viðurkennda. Sérstak
lega á þetta við um hina yngri
menn, sem njóta góðs af styrk
verkalýðssamtakanna, án þess
að þeir hafi persónulega lagt
neitt í sölurnar til þess að
byggja upp þessi samtök. Þeir
munu að vísu viðurkenna og
það af sannfæringu, að samtök-
in séu nauðsynleg, hafi leitt af
sér batnandi kjör og meiri menn
ingu meðal hins vinnandi fólks.
Fyrir þeim er þetta orðið sjálf-
sagt mál og þeir eiga erfitt með
að gera sér í hugarlund, að
þetta hafi nokkurntíma verið
öðruvísi. Þetta er engum láandi.
Það er alltaf svona. Menn
þekkja bezt gildi þeirra verð-
mæta, sem þeir hafa öðlast fyrir
áreynslu og fórnir.
En verkalýðssamtökin eru
öllu vinnandi fólki svo dýrmæt,
að það er því lífsnauðsyn, að
þekkja gildi þeirra. Verða menn
þar að bæta sér upp skort á
reynslu með því, að skyggnast
um í sögu samtakanna og gera
sér mynd af því, sem var áður
en þau komu til sögunnar og'
vera myndi, ef þau aldrei hefðu
orðið til. Þeir verða líka, að
reyna að setja sig í spor þeirra
manna, sem unnu að sköpun
samtakanna, meta baráttu
þeirra og fórnir.
Siglfirzk verkalýðshreyfing
hefur nú náð merkilegum á-
fanga. Hún hefur nú starfað í
25 ár og það verður enganveg-
inn sagt, að ekki hafi orðið nein-
ar breytingar á þessum 25 árum
Á þessu tímabili hefur verka-
lýðshreyfingin hér gengið gegn
um öll þau skeið baráttunnar,
sem komið hafa yfir verkalýðs-
hreyfinguna á íslandi. Saga
siglfirzku samtakanna er því
smækkuð mynd af sögu samtak
anna í heild.
Oft hefur þó verkalýðsbar-
áttan hér verið öðrum stöðum
til fyrirmyndar og löngum hafa
taxtar siglfirzku félaganna ver-
Siglfirzk
haldinn var 6. desember 1936,
að láta fara fram allsherjarat-
kvæðagreiðslu um svohljóðandi
tillögu, sem Angantýr Guð-
mundsson hafði flutt á næsta
fundi á undan og sem hafði ver-
ið samþykkt með 24 atkvæðum
gegn 5:
„Fundur í Þrótti samþykkir
að bjóða Verkamannafélagi
Siglufjarðar inngöngu í Þrótt,
að undanskildum þeim meðlim-
um Verkamannafélags Siglu-
fjarðar, sem ekki koma til
greina samkvæmt lögum Þrótt-
ar,“ og viðbótartillaga frá Jóni
Jóhannssyni: „enda hafi hver
einstakur meðlimur Verka-
mannafélags Siglufjarðar skrif-
að undir inntökubeiðnina rr.eð
eigin hendi.“
TiIIaga þessi með viðbótinni
var svo samþykkt við allsherjar
atkvæðagreiðsluna með 93 atkv
gegn 59. Stóð atkvæðagréiðslan
í þrjá daga.
Var nú skammt að bíða þess,
að sameiningin tækist. Nokkru
síðar var haldinn fundur í báð-
urn félögunum samtímis. Höfðu
þá 154 meðlimir úr Verkamanna
félagi Siglufjarðar skrifað und-
ir inntökubeiðni félagsins . í
Þrótt og sent hana á fundinn
í Þrótti, sem haldinn var í
Kvenfélagshúsinu. Fóru nú
ið með þeim* hæstu. Það mun
vart ofsagt,. að það, sem ein-
kennt hefur siglfirzka verka-
lýðshreyfingu öðru fremur, sé
kraftur og áhugi. Hér hafa stór
ir atburðir gerzt. Baráttan hef-
ur verið háð af krafti, hvort
sem um var að ræða átök við
stéttarandstæðinga eða innbyrð
is deilur. Menn hafa sýnt það,
að þeim er ekki sama um hlut-
ina og þeir vilja berjast fyrir
sínum málstað. Á tímum sundr-
ungarinndr var baráttan harð-
vítug og vægðarlaus. En það er
heldur engin tilviljun, að eftir
að tókst að vinna bug á klofn-
ingnum, hefur einingin verið
traust og styrkur í athöfnunum.
Mörg dæmi um stéttarþroska,
sem verða mætti til fyrirmynd-
ar, mætti nefna úr 25 ára sögu
samtakanna hér í Siglufirði. En
þó virðist mér eitt bera einna
hæst. Það var, þegar meðlimir
verkamannafélags Siglufjarðar
lögðu niður sitt gamla og hjart-
fólgna félag, er sýnt þótti, að
einingu myndi skjótast verða
náð með þeim hætti. Það getur
hver maður skilið, að slíkt var
ekki sársaukalaust. Það var
persónuleg fórn, sem þessir
menn færðu. Þeir settu hags-
muni stéttarinnar ofar sínum
*persónulega metnaði. Og það er
einmitt þessi fórnarlund-, þessi
andi gamla Verkamannafélags
Sigluf jarðar, sem gagnsýrt hef-
ur Þrótt eftir sameininguna og
gert hann að einu sterkasta og
þroskaðasta verkalýðsfél. lands-
ins. Megi sá andi jafnan verða
ríkjandi í siglfirzkum verka-
lýðssamtökum. Þá þurfum við
ekki að óttast um frapitíð sam-
takanna.
(Framhald af 1. síðu)
sendinefndir á milli fundarstað-.
anna, og að lokum gengu með-
limir Verkamannafélags Siglu-
f jarðar fylktu liði suður í Kven-
félagshús á fundinn í Þrótti.
Þar var þeim vel tekið af þeim,
sem fyrrr* *- voru. Var sunginn
Alþjóðasöngurinn og síðan flutt
stutt ávörp af beggja hálfu.
.Var þar með sameining verka- _
manna á faglegum grundvelli
orðin að veruleika. Á fundinum
var samþykkt áskorun til verka-
manna í bænum um að ganga í
hið sameinaða félag. Sameining-
arviljinn og stéttaþroski verka-
lýðsins hafði sigrað. Brautin var
rudd til nýrra og voldugra
átaka í hagsmunamálum verka-
lýðsstéttarinnar.
Aðalfundur hafði verið hald-
inn í Þrótti rétt fyrir sameining-
una og voru þá kosnir í stjórn:
Jón Jóhannsson formaður,
Kristján Sigurðsson varafor-
maður, Guðberg Kristinsson
ritari, Steinn Skarphéðinsson
gjaldkeri og Friðjón Vigfússon
, meðstjórnandi. En á fyrsta
aðalfundi, sem haldinn var eftir
sameininguna árið 1938 voru
þessir kosnir í stjórn:Jón Jó-
hannsson formaður, Gunnar Jó-
hannsson varaform. Friðjón
Vigfússon ritari, Þóroddur Guð-
mundsson gjaldkeri og Kristján
Sigurðsson meðstjórnandi.
Verkamannafélag Siglufjarð-
ar hélt síðasta fund sinn 9.
febrúar 1937. Var þar gengið
frá afsali á eignum félagsins
til Þróttar. Námu þær um 13—
14 þúsundum króna. Á þeim
fundi var samþykkt einróma
svohljóðandi ávarp eða áskorun
til verkalýðsins á Siglufirði og
Akureyri:
„Um leið og við, meðlimir
Verkamannafélags Siglufjarðar
leggjum félag okkar niður, þar
sem það hefir nú sameinast
Verkamannafél. Þrótti, viljum
við senda öllum verkalýð og
öðrum velunnurum þess, okkar
baráttukveðjur. Við viljum
þakka öllum þeim mörgu, sem
beint og óbeint hafa stutt okk-
ur í hinni hörðu baráttu undan-
farandi ára. Við hljótum að taka
fram, að okkur hefir ekki verið
það sársaukalaust að leggja
þetta gamla og trausta vígi
verkalýðsins á Siglufirði niður.
Við þetta gamla félag okkar
eru bundnar margar gleðirík-
ustu stundirnar í lífi okkar og
við höfum líka lifað mörg erfið
augnablik, þegar árásir and-
stæðinganna hafa verið sem
harðvítugastar. En þrátt fyrir
allt var það nauðsyn alls verka-
lýðs á Siglufirði, að Verka-
mannafélag Siglufjarðar yrði
lagt niður, úr því að ekki fékkst
sameining verkamannafélag-
anna hér á annan hátt.
Þar sem við nú erum komnir
inn í Verkamannafélagið Þrótt
viljum við alvarlega hvetja alla
verkamenn í Siglufirði að skipa
sér um það og gera úr því það
baráttutæki, sem sæmt getur
verkalýð Siglufjarðar. Það má
-enginn verkamaður láta sig það
henda að standa utan við Verka-
mannafél. Þrótt. Sá verkamað-
ur, sem það gerir, er að vinna
á móti sínum eigin hagsmunum
og hagsmunum okkar allra.
Að síðustu viljum við fastlega
skora á önnur þau verkalýðfé-
lög, sem ennþá eru klofin, að
sameinast nú þegar. Við viljum
skora á Verkakvennafélag Siglu
fjarðar og Verkakvennafélagið
Ösk að taka nú þegar upp skipu-
lagt samstarf um sameiningu
félaganna. Samskonar áskorun
viljum við beina til verkalýðs-
féláganna á Akureyri og í Gler-
árþorpi. Athugið að það eru
aðeins hagsmunir atvinnurek-
endanna að samtök verkalýðs-
ins ,séu klofin, en aftur á móti
hagsmunir verkalýðsins að sam-
tök hans séu voldug og sterk.
Með stéttarkveðju
Verkamannafél. Siglufjarðar“
I lok fundarins var hrópað
ferfalt húrra fyrir Verkamanna-
fél. Þrótti og sunginn alþjóða-
söngur verkamanna, Internati-
onalen. Að því búnu lýsti for-
maður Verkamannafélag Siglu-
f jarðar lagt niður.
Verkamannafélagið Þróttur
er nú eitt voldugasta verka-
lýðsfélagið innan Alþýðusam-
Ölafsfjarðarpóstur
(Framliald af 2. síðu)
Við skulum vona, að svo verði
En til þess þarf alþýðan í Ólafs-
firði að vera á verði og þola
ekki fulltrúum sínum að ganga
á móti hagsmunamálum fjöld-
ans.
Til þess að marka stefnu
sósíalista til þessara mála, gerð-
um við öðrum bæjarfulltrúum
í bæjarstjórn Ólafsfjarðar kost
á að styðja með þeim bæjar-
stjórakjör, gegn því, að 'þeir
samþykktu með okjcur svo-
hljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn Ólafsfjarðar
samþykkir á fundi sínum 12.
jan. 1945 eftirfarandi:
í fyrsta lagi:
að lýsa yfir stuðningi sínum
við stefnuskrá núverandi rík-
isstjórnar og þakklæti sínu
við þau samtök og þá ein-
staklinga, sem unnið hafa að
myndun hennar.
I öðru lagi:
Að lýsa yfir því að bæjar-
stjórn telur höfuðverkefni sitt
á þessu ári að vinna að því,
að Ólafsfjarðarbær verði
þáttakandi í þeirri nýsköp-
un atvinnuveganna, sem gert
er ráð fyrir í áætlunum ríkis-
stjórnarinnar.
I þriðja lagi:
Skipuð verði nú þegar nefnd
sem nefnist nýbyggingar og
atvinnumálanefnd er undir-
búi og geri í samráði við ný-
byggingarráð ríkisins tillögur
til aukningar og tryggingar
atvinnulífi — einkum sjávar-
útvegi bæjarins í framtíðinni
samkv. 2. lið tillögunnar.
Nýbyggingar- og atvinnu-
bandsins. Það telur nú 574 með-
limi á aðalskrá og á eignir ujip
á tugi þúsunda. Hver einasti
verkamaður í þessum bæ er
meðlimur þess og samþykktir
þess eru í mörgum tilfellum lög
og engum atvinnurekenda dett-
ur í hug að ganga á móti gerð-
um samningum þess og sam-
þykktum. Verkalýðurinn á
Siglufirði fékk dýrkeypta
reynslu af klofningnum innan
samtaka sinna og hann er á-
kveðinn í því, að vernda hina
stéttarlegu einingu verkalýðs-
ins án tillits til pólitískra skoð-
ana.
Á þessum merkilegu tíina-
mótum getur verkalýður Siglu-
fjarðar horft stoltur yfir iar-
inn veg, minnzt margra stórra
og glæsilegra sigra, en jafn-
framt ósigra og mistaka eins
og oft vill verða.
- Verkalýðsstéttin á Siglufirði
er staðráðin í því að halda bar-
áttunni áfram, baráttunni fyrir
hagsæld og vellíðan hins vinn-
andi fólks, í fullu samstarfi við
stéttarfélagana innan Alþýðu-
sambands Islands.
Við meðlimir verkalýðshreyf-
ingarinnar á Siglufirði þökkum
brautryðjendunum sín óeigin-
gjörnu störf og heitum þ\-í í
nafni verkalýðssamtakann^, að
halda áfram starfinu þar til
fullur sigur hefur unnizt, þa? til
„brautin er brotin til enda.“
málanefnd verði skipuð á
þennan hátt: 1 eftir tilnefn-
ingu Fiskideildar Ólafsfjarð-
ar, 1 eftir tilnefningu Verka-
lýðs- og sjómannafélags
Ólafsfjarðar og þrír skipaðir
af bæjarstjórn.
Lögð verður áherzla á, að
nefnd þessi verði sem fyrst
fullskipuð og hafi á stöifum
sínum þann hraða, sem föng
eru á.“
Afdrif tillögunnar urðu þau,
að sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn samþykktu gegn
atkvæðum okkar sósíalista, að
hún skyldi borin upp í liðum
og var síðan 1. liðurinn felldur
með atkv. framsóknarmanna og
hlutleysi sjálfstæðismanna gegn
atkvæðum okkar sósíalista.
Síðari liðirnir voru sam-
þykktir með 7 samhljóða at-
kvæðum með þeirri breytingu,
að nefndin skuli skipuð 7 mönn-
um, 4 af bæjarstjórn og 1 frá
Búnaðarfélaginu til viðbótar
áðurgreindum félögum.
Við sósíalistar í bæjarstjórn-
inni töldum afgreiðslu þessarar
tillögu rökleysu, eins og þar
sem fellt er að lýsa yfir stuðn-
ingi við stefnuskrá og síðan
samþykkt að vinna samkvæmt
henni eftir beztu getu.
Að svo stöddu verður ekki
gizkað á, hver tilgangur meiri-
hluta bæjarstjórnar er með
þessari afgreiðslu. Reynslan
sker úr því, en að óreyndu verður
þess ekki vænzt, að tillögur Ný-
byggingar- og atvinnumála-
nefndar endi í samskonar
núlli og þessi afgreiðsla bæjar-
stjórnar á ályktuninni um mynd
un hennar.
Sigursveinn D. Kristinsson
Gunnar Jóhannsson