Mjölnir - 12.06.1946, Qupperneq 1
26. tölublað.
9. árgangur.
Miðvikudaginn 12. júní 1946
Kaupið og lesið
NOÐVILJANN
Mikil fylgisaukning Sósíalistaflokksins er
bezta tryggingin fyrir áframhaldandi
, stjórnarsamstarfi og nýbyggingu
| atvinnuveganna.
Kosningarnar i Frakklandi
Kommúnistaflokkurinn stóreykur fylgi sitt
í nýafstöðnum kosningum í Frakklandi urðu atkvæðatölur
°g þingsæti þriggja stærstu flokkanna, sem hér segir:
Kommúnistar ............. 5.200.000 atkv. 153 þingsæti.
Sósíaldemókratar ........ 4.180.000 — 127 —
Kaþólskir 5.590.000 — 161 —
Radikalir ............... 2.300.000 —«• 46 —
Hægrimenn .....'......... 2.500.000 — 70 —
Þetta er talinn mikill kosningasigur fyrir kommúnista í Frakk-
landi, einkum er tékið er tillit til þess fádæma áróðurs, sem allir
hinir flokkarnir beindu gegn kommúnistaflokknum í kosningabar-
áttunni. Hinsvegar biðu jafnaðarmenn mikinn ósigur í þessuin
kosingum, en kaþólski flokkurinn vann mikinn sigur.
Hið nýkjörna þing á ‘að semja nýja stjórnarskrá* og Ijúka því
innan sjö mánaða.
Það má ekki líða éfyrirleitnum og eigin-
gjörnum einstaklingum að leika sér að
lífsafkomu fjöldans.
j . ri,.. * /
t ------------
Eins og kunnugt er, var það
Sósíalistaflokkurinn, sem fyrsþ-
ur kom fram með og beitti sér
fyrir myndun núverandi ríkis-
stjórnar til framkvæmda
þeirra verkefna, sem samkomu-
lag náðist um á milli þeirra
þriggja flokka, sem að ríkis-
stjórninni standa. Hinn 11. sept.
1944 fóru fram útvarpsumræð-
ur um dýrtíðarfrumvarp utan-
þingstjórnarinnar. Þá flutti
Einar Olgeirsson ræðu, sem út-
varpshlustendur munu lengi
minnast. í þeirri ræðu og nokkr
um greinum, sem birtust í Þjóð-
viljanum um svipað leyti var
lagður grundvöllurinn að stefnu
þeirrar ríkisstjórnar, sem sett-
ist að völdum 21. okt. 1944 og
farið liefur með völdin síðan.
Um þessa ræðu Einars sagði
Alþýðublaðið að hún ætti skilið
„að geymast með þjóðinni til
minningar um hvorttveggja í
senn: Hlægilegasta skýjaglóp-
inn og tungumjúkasta hræsnar-
ann, sem sæti hefur átt í sölum
alþingis.“ Þannig voru fýrstu
undirtektir Alþýðuflokksins
undir þetta mesta framfaramál
þjóðarinnar og þegar til at-
kvæðagreiðslu kom í miðstjórn
flokksins um þátttöku hans í
nýsköpunarstjórninni var hún
loks samþykkt eftir mikið þóf
með 11 atkvæðum af 25 — 10
greiddu atkvæði» á móti en 4
sátu hjá. Og allan tímann, sem
ríkisstjórnin hefur setið við
völd hafa mörg af blöðum
Alþýðuflokksins verið í meira
og minna opinberri andstöðu
við stjórnina og nýsköpunar-
framkvæmdir hennar.
Alþýðuflokkurinn gengur
klofinn til þessara kosninga og
reynir stjórnarandstaðan í
flokknum að tryggja það eftir
mætti, að áhrifa hennar geti
gætt sem mest að kosningunum
afstöðnum. Þannig er Hannibal
Valdimarsson, einhver ákveðn-
asti stjórnanrandstæðingur sem
við stjórnmál fæst, settur í
kjördæmi Barða Guðmunds-
sonar, sem er ákveðinn stjórnar
sinni, en Barði aftur sendur
austur á Seyðisfjörð í vonlaust
kjördæmi. Og til þess að
tryggja það, að Barði fái ekki
einu sinni uppbótarsæti er svo
Jónas Guðmimdsson pýrmída-
spámaður settur fram utan-
flokka í kjördæmið til höfuðs
honum. Stefán Jóhann, sem
sakir óvinsælda og skemmdar-
verka gat hvergi vænst þess að
ná kosningu til þings er svo
settur efstur á raðaðan lands-
lista flokksins til þess að
tryggja honum þingsæti sem
stjórnarandstæðingi, jafnvel
þótt hann fengi ekkert atkvæði
í kjördæminu, sem hann er boð-
inn fram í. Aukinn styrkur
Alþýðuflokksins í þessum kosn-
ingum mundi því þýða aukna
hættu á því, að flokkurinn reyni
að rjúfa stjórnarsamstarfið.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð
heldur ekki óskiptur- að stjórn-
arandstöðunni og hafa 5 þing-
menn þess flokks verið í
stjórnarandstöðu frá byrjun.
Hefur stjórnarandstaðan haft
sig mjög í frammi fyrir þéssar
kosningar og hótað að kljúfa
flokkinn og stofna til sérfram-
boða ef áhrif hennar yrðu ekki
tryggð með því að setja
ákveðna stjórnarandstæðinga í
örugg sæti við framboð flokks-
ins. Þannig hefur Björn Ólafs-
son, aðalfulltrúi ákveðnustu
stjórnarandstæðinga verið sett-
ur í örugg sæti í Reykjavík,
auk þess sem stjórnarandstæð-
ingar eru í framboði fyrir flokk
inn í mörgum kjördæmum. En
gráasta leikinn leikur þá Sjálf-
stæðisflokkurinn í Suður-Þing-
eyjarsýslu, þar sem hann býður
fram atkvæðalítinn, meinleysis
ungling, Leif Auðunsson frá
Dalseli í stað hins aldna og vin-
sæla forustumanns flokksins,
sem þar hefur verið í kjöri að
undanförnu, Júlíusar Havstein
sýslumanns. Virðist þetta vera
gert eingöngu í þeim tilgangi
að reyna að tryggja Jónasi frá
Hriflu áfram þingsæti í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Sósíalistaflokkurinn er eini
flokkurinn, sem er heill og
óskiptur fylgjandi ríkisstjórn-
inni og nýsköpunarframkvæmd-
um hennar og gengur einhuga
til þessara kosninga. Það er því
öruggasta tryggingin fyrir því,
að stjórnarsamstailfið haldist
og að haldið verði áfram þeim
nýsköpunarframkvæmdum, sem
þegar eru hafnar eða ákveðið
hefur verið að hefja, að Sósíal-
istaflokkurinn komi sem allra
sterkastur út úr þessum kosn-
ingum.
Siglfirzkir kjósendur ættu að
athuga það, að þau atkvæði,
sem Áki Jakobsson fær ekki,
þau koma raunverulega á lands-
lista þeirra flokka, sem reyna
að tryggja stjórnarandstæðing-
um uppbótarsæti, hvort sem
þeir heita Stefán Jóhann,
Hannibal eða Björn Ólafsson,
og þeim atkvæðum, sem Fram-
sóknarflokkurinn fær hér er al-
gerlega kastað á glæ. Siglfirð-
ingum er það lífsnauðsyn að
tryggja nýsköpunarframkvæmd
ir ríkisstjórnarinnar og það
geta þeir aðeins með því að
kjósa Áka Jakobsson.
Nýir siðir
með nýjum hermm
Til Kaupfélags Siglfirðinga
kom nú fyrir skömmu, nokkrar
byrgðir af amerísku súkkulaði
og ávöxtum.
Ekki var þessu deilt niður á
félagsmenn, eins og siður hefur
verið undanfarin ár, þegar
sjaldséðar vörur komu til fé-
lagsins, heldur voru þessar vör-
ur seldar hverjum, sem hafa
vildi og eins mikið hverjum
eins og hann vildi. Vörurnar
seldust allar upp á fáeinum tím-
um, enda keyptu sumir fyrir
mörg hundruð krónur.
Fjöldi félagsmanna vissi
ekkert um, að vörur þessar
hefðu komið, fyrr en þær voru
uppseldar. Eins og eðlilegt er
hafa þessar óvenjulegu aðfarir
vakið gremju margra kaupfé-*
lagsmanna og væri vonandi, að
kaupfélagsstjórnin léti svona
lagað ekki koma fyrir aftur.
Þá er þess og að vænta, að
afgreiðsla í matvörubúð félags-
ins verði bætt stórlega frá því
sem nú er, annars hlýtur fé-
lagið að tapa miklum viðskipt-
um.
Sildarsöltunin.
Eins og frá hefur verið skýrt
hér í blaðinu, er þegar búið að
selja alla þá síld, sem vænta'má,
að söltuð verði á komandi vertíð
Síldin, sem seld er til Svíþjóð-
ar er seld fyrir 75 krónur
(sænskar) tunnan, en í fyrra
var verðið 58 krónur. Hér er því
um rúml. 25 kr. (ísl.) mun að
ræða. Ekki mun Síldarútvegs-
nefnd vera búin að ákveða
fersksíldarverðið í sumar, en
talið er víst, að það verði all-
miklu hærra en í fyrra sumar,
én þá var það kr. 32,00 fyrir
uppsaltaða tunnu.
Um það verður ekki deilt, að
sjávarútvegurinn er sá atvinnu-
vegur þjóðarinnar, sem öll af-
koma hennar byggist á. Á s.l.
ári námu t. d. sjávarafurðir
91 % af heildarútflutningi
landsins. Með stefnu núverandi
ríkisstjórnar er mikilvægi sjáv-
arútvegsins í fyrsta sinn viður-
kennt í verki. Ber hin stórkost-
lega nýsköpun á sviði sjávar-
útvegsmálanna þessu ljósan
vott.
En það er ekki nóg að marg-
íalda fiskiskipaflotann og
byggja nýja verksmiðju þótt
vitanlega séu það undirstöðuat-
riðin. Það þarf einnig að gera
allt, sem hægt er til þess, að
sjómennirnir, sem á skipunum
vinna beri sem mest úr býtum,
að afli þeirra gefi þeim sem
beztar tekjur. Það' verður að
búa svo í haginn, að sjómenn-
irnir geti borið meira úr býtum
heldur en þeir, sem stunda þægi
legri og hættuminni vinnu. Sé
ekki séð fyrir þessu, þá fást
ekki menn til að leggja fyrir
sig sjómennsku og þá er vitan-
lega voðinn vís, þrátt fyrir alla
nýsköpun.
Þessi staðreynd var ljós nú-
verandi stjórn, og það«fyrst og
fremst núv. atvinnumálaráð-
herra. Það voru því gerðar ráð-
stafanir til þess, skömmu eftir
að stjórnin tók við, að hækka
fiskverðið og hækka þar með
kaup fiskimannanna. Var þá
verðið hækkað á ísvörðum fiski
um 15%.
Nú um síðustu áramót var
svo haldið enn lengra á' sömu
braut og fiskurinn hækkaður’
um ca. 11%. Náði þessi hækk-
un einnig til þess fisks, sem
lagður var í hraðfrystihús. En
þar sem ekki höfðu ennþá verið
gerið samningar um sölu hrað-
frysta fisksins, þótt hinsvegar
mætti gera sér góðar vonir um
sölu hans, voru að tilhlutan at-
vinnumálaráðherra samþykkt
lög um að ríkið ábyrgðist hrað-
frystihúsunum verðhækkun
sem næmi hækkuninni á blaut-
fiskinum.
Hraðfrystihúsin tóku yfirleitt
vel þessum ráðstöfunum og
voru þau rekin í vetur nær und-
antekningarlaust. Nú hefur það
sýnt sig, að vonirnar um sölu
hraðfrysta fisksins hafa rætzt.
Kemur ekki til neinna greiðslna
úr ríkissjóði og húsin, sem rek-
in voru skila góðum hagnaði.
En því miður var þetta ekki
undantekningarlaust. Til voru
menn, sem annaðhvort af f jand-
skap við stefnu ríkisstjórnar-
innar eða stjórnlausri skamm-
sýni, nema hvorttveggja hafi
verið, létu fyrirtæki sitt standa
óhreyft. Við Siglfirðingar þekkj
um þetta. Eitt; hraðfrystihúsið
tók ekki á móti fiski og skarst
alveg úr leik. Sitja nú eigendur
þess upp með hvorttveggja, tap-
aðan hagnað af rekstri hússins
og skömmina af að hafa brugð-
ist í atvinnubaráttu þjóðarinnar
Þetta dæmi sýnir hverjar veil
(Framhald á 3. síðu)