Mjölnir

Eksemplar

Mjölnir - 12.06.1946, Side 2

Mjölnir - 12.06.1946, Side 2
MJÖLNIR ? MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafclag Sigluf jarðar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásgrímur Albertsson v Síinar 194 og 270 Blaðið kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 15.00 árg. Afgreiðsla Suðurgötu 10. Þjóðin krefst ský lauss svars um herstöðvamálið í þeim alþingiskosningum, er nú fara i hönd er eitt stórmál, sem andstöðuflokkar Sósíalista- flokksifts gera allt, sem þeir megna til að afflytj^ og rugla dómgreind alls almennings. Þetta mál er hið svonefnda herstöðvarmál, Saga^Jjess máls er nú orðin alþjóð kunnug, svo ekki er ástæða til að segja þá sögu hér. Hitt er öllum almenn- ingi ekki eins ljóst, hvílíkan skollaleik andstöðufl. Sósíalista- flokksins leyfa sér að leika i þessu viðkvæma stórmáli frammi fyrir alþjóð í trausti þess, að almenningur sjái ekki í gegn um blekkingahjúp blaða- snápa þessara flokka. No'kkrar staðreyndir í málinu er rétt að benda á. I fyrsta lagi: Bandaríki Norður-Ameríku hafa óskað eftir að fá á leigu land undir herstöðvar á Reykjanesskagan- um, í Kópavogi og Hvalfirði ásamt hæfilegu landrými fyrir nauðsynlega afgreiðslu skipa. Þá hafa sömu aðiljar farið fram á að fá að flytja inn alla vöru til setuliðsins tollfrjálsar. I öðru lagi. Ríkisstjórn Islands hefur svarað þessari beiðni neitandi. Þrátt fyrir þessa neitun ríkis- stjórnar Islands og þrátt fyrir það, þó stjórn Bandaríkjanna hefði gefið loforð um að hverfa af landi burt með allan herafla sinn að afstaðinni nýlokinni styrjöld situr hér enn allfjöl- mennt bandarískt herlið í fullri óþökk núverandi ríkisstjórnar, eftir því sem bezt verður vitað og því síður eftir ósk þjóðar- innar, heldur i fullri óþökk þeirra. I þriðja lagði. Aðeins einn stjórnmálaflokkur á Is- landi, Sósíalistaflokkurinn, hef- ur krafist þess, að Bandaríki Norður-Ameríku hverfi nú þegar burt af íslandi með allan herafla sinn eins og lofað var áður en hið ameríska herlið kom hingað til lands. I f jórða lagi. I öllum andstöðuflokkum Sósíal- istaflokksins eru til ráða- menn, sem beita áhrifum sínum óátalið af stjórnum flokka sinna í þágu hins ameríska mál- staðar. Einn þessara manna Jónas frá Hriflu hefur gengið það lengst. að gefa út stórt blað, þar sem allir þeir, sem ékki vilja kasta sér í faðm hinna ameríska dollara-auðvalds, eru stimplaðir sem landráðamenn og föðurlandssvikarar. Ekki hef ur Framsóknarflokkurinn viljað losa sig við Hriflu-bóndann, þrátt fyrir þessa landráðastarf- semi, heldur þvert á móti te'kið undir hinn ameríska landráða- / tón. Ekki er saga Sjálfstæðis- flokksins mikið glæsilegri í þessu máli. Annað aðalblað flokksins, Vísir, er ná'kvæmlega á sömu línunni og Jónas frá Hriflu, og nú virðist sem Morgunblaðið sé af fullri al- vöru farið að reka erindi þess- ara Ameríku-agenta. Þá er afstaða Alþýðuflokks- ins ekki sérlega glæsileg í mál- inu. Dag eftir dag hefur aðal- blað flokksins hamrað á því, að nauðsyn beri til þess, að Islend- ingar treysti sem mest samböi\d sín við hin vestrænu lýðræðis- ríki og beinlínis mæli með kröf- um Bandaríkjanna um leigu herstöðvanna á íslandi. Öll blöð þessara flokka hafa steinþagað um hina miklu mótmælaöldu, sem risið hefur á móti kröfum Bandaríkjanna. Með Alþýðu- samband Islands í broddi fylk- ingar hefur svo að segja hvert einasta verkalýðsfélag í land- inu látið frá sér fara ákveðin mótmæli á móti leigu landsrétt- inda til erlendra ríkja hvaðan sem slík krafa kynni að koma. Verkalýðsfélögin hafa,, krafist þess, að Bandaríkjastjórn hverfi nú þegar burt af landinu með allan herafla sinn. Hvenær og hvar hefur Alþýðublaðið flutt þessar áskoranir? Aldrei! Þegar stúdentafélögin efndu til mótmælafundar um herstöðvar- málið steinþögðu Alþýðublaðið og Morgunblaðið. Þingmenn allra þriggja flokkanna að und- anteknum 5 neituðu að svara ákveðnum fyrirspurnum um málið frá stúdentafélögunum. Menn hljóta að spyrja og það í fullri alvöru. Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks ins í herstöðvarmálinu ? Vilja þeir leigja Bandaríkjum Norður Ameríku herstöðvar á Islandi og þar með afhenda sjálfstæði íslands í hendur einu stærsta herveldi veraldar um ófyrirsjá- anlegan tíma. Eða vilja þeir opinberlega krefjast þess, að Bandaríkin hverfi nú þegar burt af Islandi með allan herafla sinn. Vilja frambjóðendur þess- ara flokka í umboði flokka sinna lýsa því afdráttarlaust yfir, að þeir muni aldrei vera með því að selja á leigu neinn hluta af íslenzku landi til neins stórveldis. Hvaðan og hvenær, sem slíkar kröfur kunna að koma Hér dugaengarvífillengjur. Hér er um stærsta og helgasta mál Islendinga að ræða. Réttinn til þess að fá að ráða sínu eigin landi án afskrifta og ágengni erlendra stórþjóða. Sósíalista- flokkurinn hefur einn tekið hreina og ákveðna afstöðu. Sósíalistaflokkurinn allur lýsi^ því yfir í eitt skipti fyrir öll, að fulltrúar hans á Alþingi og annarsstaðar þar, sem þessi mál kunna að verða á dagskrá mun aldrei gefa samþykki sitt til þess að neinu erlendu ríki, stóru eða smáu, verði seld á leigu eða afhent á neinn hátt hlutar af Islandi undir herbækistöðvar og flokkurinn telur það sína helg- ustu skyldu að standa sem einn maður um sjálfstæðismálið. Flokkurinri setur metnað sinn í að efla það og styrkja á allan hátt. I samræmi við þessa af- stöðu síða krefst Sósíalista- flokkurinn þess af öðrum flokk- um, að þeir taki hreina afstöðu í þessu máli, og komi fram sem Islendingar en ekki sem tals- menn erlends stórveldis. Jafn- framt skorar Sósíalistaflokkur- inn á alla Islendinga, hvar í flokki sem þeir standa að fylkja sér um málstað Islands í þessu máli og knýja fram ákveðin svör af frambjóðendum flok'k- anna nú fyrir kosningarnar. Sá frambjóðandi, sem ekki hefur þor né dug til að taka ákveðna afstöðu á móti landaafsali af íslendinga hálfu í hendur er- lendu ríki er ekki þess verður að verða kosinn á Alþingi Is- inga. Kjósendurnir verða í þessu máli að kveða upp sinn dóm. Sá dómur má ekki og mun heldur ekki verða nema á einn veg. Enginn frambjóðandi, hvar í flokki sem hann stendur má verða kosinn á Alþingi íslend- inga, sem ekki vill eða getur gefið ákveðna yfirlýsingu um, að hann muni beita sér af al- efli á móti öllum kröfum um landaafsal af hendi IsIenÖinga. Þetta er sú eina rétta afstaða, sem íslendingar geta tekið nú við þessar kosningar. Að taka aðra afstöðu er að svíkja föður- land sitt; svíkja sjálfa sig og afkomendur sína um ófyrirsjá- anlegan tíma. Blað helldsalalistans í baráttu við nýsköpunina Vísir er hræddur um slæma útreið heildsalalistans í Rvík ef fólkið man fjandskap heild- salaklíkunnar við nýsköpun at- vinnulífsins og bætt kjör fólks- ins. Þess vegna er Vísir nú að reyna að klóra yfir allt, sem hann hefur áður sagt, og óskar að flest af því væri ósagt. Þegar Sósíalistaflokkurinn hóf að hvetja þjóðina til ný- sköpunar atvinnulífsins, sagði Vísir, að þessar tillögur um kaup á nýjum atvinnutækjum væru „glæpur, launráð og svik- ráð við þjóðina." Minna mátti ékki gagn gera. Björn Ólafsson, maðurinn, sem Vísir vill nú koma inn á þing og í ráðherra- stól nýrrar afturhaldsstjórnar, krafðist þess þá um haustið 1944, að með lögum væri lækk- að kaup allra starfsmanna ríkis- ins, að með lögum væri fyrir- Frá kosningaskrifstoíu Sósíalistafl. UTANKJÖRSTAÐA-ATKV.GREIÐSLAN er. nú hafin hjá bæjarfógeta. Þeir kjós- endur, sem fara úr bænum og verða f jar- verandi um kosningarnar og þeir kjós- endur úr öðrum kjördæmum, sem hér eru staddir og ekki verða komnir heim fyrir kjördag ættu að kjósa sem allra fyrst. Kosningaskrifstofan tekur að sér að koma atkvæðunum til skila. SÓSÍALISTAR ! Komið á kosningaskrifstofuna og gefið upplýsingar um þá kjósendur flokksins, sem þið vitið að eru f jarverandi og verða það fram yfir kjördag. SÖFNUNIN í kosningasjóð flokksins er í fullum gangi. Flokksmenn, sem fengið hafa söfn- unarlista ættu að skila af þeim sem fyrst á skrifstofunni og þeir sem ekki hafa enn fengið lista ættu að koma og taka þá. Gjöf- um í kosningasjóð er veitt máttaka í kosn- ingaskrifstofunni. Kosningaskrifstofan er í Suðurgötu 10. Opin f rá kl. 10-12,1-3,30,4-7 og 8,30 til 10 alla daga. Sími 22. NÍKOMIÐ: Gluggatjaldastengur úr málmi með rennibraut, h jólum og öðru tillieyrand!, og sér stöng fyrir kappa, höfum við nú fengið. Hefur þetta ekki sést síðan fyrir stríð og enginn þvi getað notið þeirra þæginda, sem þetta veitir, öll stríðsárin. Notið því tækifærið. EINCO skipuð lækkun á launum verka- manna og að kjör bænda væru rýrð með lagaboði að sama skapi. Þetta var stefna heild- salanna. Þetta var fagnaðarboð- skapur Vísis til þjóðarinnar. Samtímis spáðu svo þessir for- vitru, gætnu og raunsæju fjár- málspekingar heildsalastéttar- innar, þessir hyggnu verzlunar- menn, þessir sérfræðingar þjóð- arinnar í verðlagsmálum, um næstu áramót, eða 1. janúar 1945 eða í síðasta lagi, er stríð- ið hætti, myndi allt verðlag í heiminum falla, og það væru því glapræði fyrir þjóðina að gera nokkuð annað en að leggja til hatrömmustu stéttarstyrj- aldar og stöðva alla framleiðslu í landinu til þess að brjóta verkalýðsstéttina á bak aftur „í eitt skipti fyrir öll,“ eins og Vísir komst að orði. Þjóðin vísaði allri fjármála- speki Vísis á bug. Hún ra'k úr- ræðalausa, bölsýna vandræða- stjórn hans frá völdum og hóf þá voldugu nýsköpun atvinnu- veganna, sem á tveim árum hef ur gerbreytt atvinnulífi Islend- inga. Þjóðin hefur á þessum tíma Séð, að spekingar Vísis voru þekkingarlausir prangar- ar, sem aldrei hafa séð neitt annað úrræði í neinu máli en það að níðast á alþýðunni. Laun in hafa verið hækkuð, kjör alþýðunnar hafa verið bætt, allar afurðir íslendinga hafa verið seldar, en hrun og öng- þveiti Vísis hefur ekki komið. Heildsalaafturhaldið hefur tapað í fyrsta leik. Nú skákar það fram landsbankavaldinu til þess að reyna að tefja nýsköp- unina. Það er skiljanlegt, að Vísi svíði, ef afturhaldið skyldi einnig tapa í þeirri lotu. En einum sigri getur aftur- haldið hrósað. Það hefur lagt undir sig lista Sjálfstæðisflokks ins í Reykjavík. Draugurinn, sem kveðinn var niður haustið 1944, glottir þar nú afturgeng- inn. En eins og íslenzka alþýðan bar giftu til að hrista af sér vandræðastjórn Björns Ólafs- sonar, ætti hún við kosning- arnar 30. júní að geta kveðið niður afturhaldsdrauginn í fimmta sæti heildsalalistans í Reykjavík. Auglýsií i „MJÖLNir I

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.