Mjölnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Mjölnir - 12.06.1946, Qupperneq 4

Mjölnir - 12.06.1946, Qupperneq 4
26. tölublað. 9. áirgangur. Miðvikudaginn 12. júní 1946 SIGLUFJARÐARBlð Miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn kl. 9: TAHITI-NÆTUR Söngva og gamanmynd Laugardaginn kl. 9: Draugurinn glottir Síðasta sinn! Siglfirðingur raknar úr rotinu Siglfirðingur er nú raknaður úr rotinu. Jafnframt hefur verið skipt um ritstjóra við blaðið. Jón Jóhannesson hefur núr aftur tekið við ritstjórninni og vita allir kunnugir hvað það þýðir. I næst síðasta blaði var til- kynnt framboð flokksins hér í Siglufirði og er þar farið mörg- um fögrum orðum um Sigurð Kristjánsson og það útmálað hvílíkt happ það væri Siglfirð- íngum að skipta nú um þing- mann og senda Sigurð á þing. Og þarna eru talin upp þrjú stórmál, sem manni skilst, að hans þurfi hejzt við til að berj- ast fyrir, en það eru tunnuverk- smiðja, niðursuðuverksmiðja og lýsisherzlustöð. Allir viti- bornir Siglfirðingar vita nú reyndar, að þetta eru einmitt mál, sem núverandi þingmaður hefur þegar tryggt rheð sínum alkunna dugnaði að verða reist nú strax og vinnuafl og efni fæst til. Það þarf því ekki Sig- urð Kristjánsson á þkig til að hrinda þeim í framkvæmd. Allir heilskyggnir menn vita, að fram gangur þessara og annara nauð synjamála Siglufjarðar er bezt tryggður með því að Áki Jakobs son verði áfram þingmaður þessa 'kjördæmis. Siglfirðingur tilkynnir, að Sig urðui hafi mjög mikinn áhuga á þessum málum og öllu því, sem miði að betri hagnýtingu síldarinnar. Vel má svo vera, en heldur hefur Sigurður farið dult með þennan áhuga. Hefði hann þó sem formaður Síldarútvegs- nefndar haft góða aðstöðu til að lioma áhuga sínum að. Þá er því hátíðlega lýst yfir, að Siglfirðingur muni styðja þennan frambjóðanda. Ökunn- ugir verða sjálfsagt hissa á þessari tilkynningu. Það þykir yfirleitt ekki taka því, að mál- gögn flok'kanna séu að lýsa yfir stuðningi við frambjóðendur viðkomandi flokks. Það er álitið svo sjálfsagt mál. En kunnugir skilja þetta betur. Þeir vita, að þetta er ekki að ófyrirsynju, því að einmitt þeir, sem nú skrifa Siglfirðing liggja undir þeim grun, að þeirra hollusta í garð frambjóðenda síns flokks sé meira en vafasöm. Vera má þó, að nú fylgi hugur máli, en reynslan ein sker úr því. NYJA BIÚ Miðvikudaginn kl. 5: Tarzan og skjaldmeyjarnar KI. 9: Grísku býflugurnar O Eftir ANTHONY WYNNE FRANCHOT TONE I DÁSVEFNI SULTUTAU margar tegundir Kjötbúð Sigluf jarðar Þurrkað grænmeti Mikið úrval Kjötbúð Sigluf jarðar Karlmannabuxur úr Gefjunarefnum nýkomnar Fatadeild Kaupfél. Siglfirðinga NYJAR VÖRUR Krakkaregnkápur allar stærðir Höfuðklútar (ullar) Kvenfrakkar o. fl. o. fl. AÐALBtÐIN H. F. Bræðslusíldarverðlð ákveðið 31 kr. málið Stjórn Síldarverksmiðja ríkis ins hefur að undanförnu setið á fundum í Reykjavík. Meðal annara mála, sem stjórnin hafði til meðferðar, var ákvörð- un um verð herzlusíldar á kom- andi vertíð. Verðið var ákveðið kr. 31,00 fyrir málið i fyrra sumar var það kr. 18,50. Þessi verðhækkun stafar af því, að allt mjöl og lýsi er nú þegar selt fyrir 50—60% hærra verð en s.l. ár. Móttaka bræðslusíldar byrjar 29 þ. m. en byrjaði 8. júlí í fyrra sumar. Þátttaka í síldveiðum verður óvenjulega mikil í sumar, t. d. hafa skip með 155 nætur sótt um löndun hjá SR en í fyrra aðeins 106 nætur. æfilok konunnar. Hún sást allt í einu beyja út á götubrúnina og stöðva vagninn, hún hlýtur því að hafa haft eitthvert hugboð um það, sem að höndum var að bera. Eg f)ýst við að flugna- stunga gæti orsakað hjartabilun, ef um veiklað hjarta væri að ræða.“ ,,Það er aðeins hugsanlegt.“ Hailey fékk sér aftur í nefið. „Eg man eftir einu tilfelli, ekki ósvipuðu. Það er nú langt síðan. Það var bý- flugnahirðir, sem var stunginn nokkrum árum eftir að hann hætti býflugnaræktinni. Hann var látinn eftir fimm mínútur. En það dauðsfall orsakaðist bersýnilega af andaphylaxis.“ „Nú skil ég ekki.“ Hailey hugsaði sig um andartak. „Anapylaxis útskýrði hann, er nafn ‘ á einu undarlegusta fyrirbrigðinu, sem læknarnir hafa að glíma við. Ef blóði eða blóðvatni, eða einhverjum öðrum vökva eða vessa úr líkama dýrs er sprautað inn í hold lifandi manns, þá leiðir af því feiki- legt ofnæmi gagnvart samskonar efni. Sé t. d. hvítu úr andareggi, sprautað inn í æðar manns, þá hefur eftir fáeina daga þróast með sama mann svo mikið ofnæmi fyrir þessari sérstöku eggjahvítu, að ein sprauta nægði til þess að drepa hann.“ „Jafnvel það eitt, að borða andaregg, gæti orsakað háan hita og ótvíræð sjú'kdómsein- kenni, en hinsvegar mundi hænuegg engin á- hrif hafa. Þó einkennilegt sé, þá verður engra sjúkdómseinkenna vart, ef önnur innsprautun er gefin skömmu á eftir þeirri fyrstu, til dæmis degi seinna. Til þess að ofnæmi þróist, er nauð- synlegt að nokkur tími líði á milli fyrstu og annarrar inngjafar. En þegar ofnæmið hefur myndazt, getur það haldizt um mörg ár. Bý- flugnahirðirinn, sem ég gat um áðán, hafði oft verið stunginn, en hann hafði, þegar hann dó, ekki verið stunginn í mörg ár.“ „Hamingjan sanna!“ Svipur Biles bar vott um á’kafan áhuga. „Það er hugsanlegt, að það, sem hér er um að ræða, sé — morð!“ Hrollur virtust fara um Biles, er hann bar síðasta orðið fram. Hailey sá, að njósnara- eðli hans var að vakna. „Það er aðeins hugsanlegt. Gleymið því ekki, Biles, að morðingi sem notaði þessa aðferð, yrði áður að hafa haft tækifæri til að gefa fórnardýri sínu skammt af býflugnaeitri, með innfærslu beint inn í blóðin, því ein stunga getur tæplega haft önnur áhrif en að orsaka ofnæmi sem dugir til þess að önnur stunga reynist banvæn. Með öðrum orðum, hann hefði orðið að beita aðferðum, sem hæglega hefðu getað komið upp um hann eða eyðilagt áform hans — nema því aðeins að hann sé læknir.“ „Ó! Trékassinn!“ Rödd lögreglumannsins titraði af æsingi. „Ef til vill. Læknir gæti eflaust sprautað býflugnaeitri inn í líkama sjúklings síns, ef hann hefði það undir höndum, í stað venju- legs blóðvatns eða bóluefnis. Það mundi or- saka allmiklar kvalir, en sjúklingar vænta þess að innsprautanir valdi þjáningum." Biles stóð upp. „Er hægt að komast að því með rannsóknum á líki, hvort viðkomandi hef- ur í lifanda lífi verið haldinn ofnæmi sem því, er þér hafið verið að lýsa fyrir mér?“ „Nei.“ „Við verðum þá að fara eftir líkum.“ Hann dæsti. „Við höfum komizt að því, hver þessi 'kona var. Hún var ekkja eftir málara einn að nafni Bardwell. Hún bjó í ríkmannlegri íbúð í Park Mansions, og virðist hafa verið vel efn- um búin. En okkur hefur enn ekki tekizt að hafa upp á neinum af ættingjum hennar eða vandamönnum.“ Hann leit á úrið sitt. „Ég' er á förum þangað. Ég býst ekki við að ég geti fengið yður til að fara þangað með mér?“ Augnaráð Haileys varð fjörlegt. í stað þess að svára reis hann á fætur og hallaði sér fram á borðið, sem Biles sat við á móti honum. „Kæri Biles, þér vitið að þér getið æfinlega talið um fyrir mér.“ Ibúðin í Park Mansions var að sumu leyti ríkmannleg og að sumu leyti ekki. Hún bar vitni um óhóf, sem lýsti eirðarleysi og festu- leysi — eins og eigandinn hefði ekki verið viss um hvaða þægindi hann kærði sig helzt um. Herbergin voru offyllt allskonar húsmunum sem var komið fyrir á ósmekklegasta hátt. Þessi kona virtist hafa keypt allt, sem hana langaði til að eignast, án þess að hafa veru- lega ánægju af að eiga það. I borðstofunni var dýrmætt hliðarborð frá tímabili önnu drottningar, og hjá því hræðilega ljótur mál- aður hnotuviðarstóll í Viktoríustíl. I setustof- unni voru handgerðir, gullskreyttir blómapott- ar, gerðir af feneyskum glergerðarmeisturum á miðöldum, og hver um sig dýrmætt lista- verk. En hjá þeim var hrúgað saman frábær- lega smekklausum og illa gerðum sýnishorn- um af „gylltri glervöru" frá einhverri þriðja flokks verksmiðju í Bæheimi. Hailey reyndi að gera sér grein fyrir skap- gerð þessarar konu. Hún stóð honum glöggt fyrir hugskotssjónum, fjöllynd, nautnasjú'k, hégómleg — en búin ákveðnum, eðlislægum þokka — ein af þeim konum, sem karlmenn standast ekki, ef þær eru ungar og fagrar. Reynsla hans hafði kennt honum, að slíkar konur neyddu oft elskhuga sína til örþrifaráða, með eyðslusemi eða ótrygglyndi sínu. Hafði eigandi býflugnanna í örvæntingu sinni gripið til hræðilegs örþrifaráðs til að koma í veg fyrir að yngri og fríðari keppinautur yrði tekinn fram yfir hann? Eða hafði hann aðeins verið að ryðja úr vegi konu, sem hann var orðinn leiður á? En hvernig sem þessu var varið, þá var þó áreiðanlegt, að hann hafði haft aðstöðu læknisins gagnvart hinni látnu, morð-hugmynd- in var rétt; og hann hlaut að hafa átt bý- flugnabú. Ungur lögreglum'aður, sem Biles nefndi Tad- caster, var þegar búinn að rannsaka íbúðina gaumgæfilega. Hann hafði ekkert fundið, ekki einu sinni ljósmynd. Fólkið í íbúðunum við hlið- ina hafði heldur ekki getað gefið neinar upp- lýsingar að gagni. Það virtist sem frú Bardwell hefði verið vön að fá herraheimsóknir eftir að skyggja tók. Það leit ekki út fyrir, að þeir hefðu verið vanir að skrifa henni, eða ef svo hefur verið þá hefur hún eyðilagt bréfin. Það virtist sem hún hefði ekki haft neitt þjónustu- fólk síðustu vikurnar. „Svo þér hafið ekkert fundið?“ sagði Biles og það var greinileg óánægja í röddinni. „Ekkert, herra — nema ef þetta skyldi hafa einhverja þýðingu.“ Tadcaster rétti fram samanbögglað pappírs- blað. Það var kvittun úr búð og var frá The Times Book Club og var kvittun fyrir eitt ein- tak af The Love Songs eftir Robert Browning. Það stóð ekkert nafn á kvittuninni. Biles rétti Dr. Hailey blaðið. Hann athugaði það þegjandi nokkra stund og spurði síðan: • „Hvar funduð þér þetta?“ „I eldstæðinu í svefnherberginu." Læknirinn kipraði saman augun. „Mér þykir ólíklegt," sagði hann „að eigandi þessarra íbúða hafi haft mikið dálæti á slíku ljóðasafni.“

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.