Mjölnir - 04.09.1946, Side 2
2
M J Ö L N I R
I* MJÖLNIR
— VIKUBLAÐ — 1
Útgefnndi: ];
Sósíalistafélag Sigluf jarðai ;j
cn
> Ritstjóri og ábyrgöarmaður. ];
Benedikt Sigurðsson
Simar 194 og 270 ;j
Blaðið kemur út jj
Z alla miðvikudaga.
^ \skriftargjald kr. 15.00 árg, ]j
j Afgreiðsla Suðurgötu 10. !;
Stórmál, sem Alþíngi
verður að ieysa
Eftir fáar vikur kemur
Alþingi saman. Þess bíða nú,
sem jafnan áður, mörg við-
fangsefni, þar á meðal stórmál,
sem það verður að leysa, hvað
sem öðru viðvíkur. Þessi mái
eru sjálfstæðismálið, eða öðru
nafni herstöðvamálið, en hitt er
að finna varanlega lausn á dýr-
tíðarvandamálinu.
Um hið fyrra hefir mikið
verið ritað og rætt, bæði fyrir
og eftir kosningarnar í sumar.
Fyrir kosningarnar var þess
farið á leit við frambjóðend-
urna, að þeir gerðu grein fyrir
afstöðu sinni til herstöðvamáls-
ins. En því miður gaf minni-
hluti þeirra jákvæð svör, fram-
bjóðendur Sós’ialista og örfáir
aðrir lýstu því skýlaust yfir, að
þeir vildu engar erlendar her-
stöðvar á íslenzkri grund og
kröfðust þess, að Alþingi mót-
mælti þeirri blygðunarlausu
ósvífni bandarísks afturlialds og
heimsvaldasinna að fara fram
á að fá hér herstöðvar og láta
her sinn sitja hér nú löngu eftir
styrjaldarlok. En meirihluti
frambjóðenda gaf loðin svör eða
engin, og sumir þögðu alveg, er
álítast verður samþykki við
ágengni hins erlenda stórveldis.
Hið sama hefir verið uppi á ten-
ingnum eftir kosningarnar. —
Bandar'ikjamenn hafa haft í
frammi ýmsa tilburði, sem
benda til þess, að þeir ætli að
sitja hér í skjóli hnefaréttarins
hvað sem hver segir, og höfuð-
málgögn borgaraflokkanna hafa
keppst hvert við annað um að
kyssa á ógnandi krumlu land-
ræningjanna. Mætti ætla, ef
dæmt væri efitir hinu hundslega
flaðri þeirra utan í Bandaríkin
eftir kosningarnar, að Alþýðu-
flokkurinn, Framsóknarflokkur
inn og íhaldsflokkurinn saman-
stæðu af eintómum landráða-
mönnum. En svo er þó ekki,
sem betur fer. Yfirgnæfandi
meirihluti Islendinga er á móti
hverskonar ívilnunum til handa
útlendingum hér á landi. Og í
haust verður Alþingi að taka af
skarið um þetta mál, svo öllum
heimi verði ljóst, að við ætlum
★ Eftirfarandi bréf /iefir blað-
inu borizt. — Hr. ritstjóri! Eg
leyfi mér hér með að senda þér
þessar línur með þeirri ósk, að
þú birtir þær 'í Mjölni nú hið
fyrsta.
Það hefur allmikið verið gert
að því undanfarin ár að aka
fólki á vörubifreiðum , og hefur
það staðið á palli bifreiðarinnar,
oft svo margt, sem komist hefur
fyrir, án þess að nokkur grind
eða annað viðhald fyrir fólkið
hafi verið um pallinn. En þó
okkur að verða sjálfsitæð þjóð,
en ekki fyrirlitleg leiguþý út-
lendinga.
Um dýrtíðarmálin hefir mikið
verið ritað og rætt. Afturhalds-
postularnir vilja sem ætíð áður
ráða niðurlögum dýrtíðarinnar
með launaskerðingum hjá verka
lýðnum. Verkalýðurinn og
pólitísk samtök stéttvísasta
hluta hans, Sósíalistaflokkurinn,
hefir hinsvegar bent á þá leið,
að heildsalar og braskarar verði
látnir greiða af löglega og ólög-
lega fengnum auð sínum þau
framlög, sem þarf til að ráða
svo fram úr verðlagsmálunum,
að höfuðatvinnugreinir okkar
geti borið sig. Jafnframt verði
að koma innflutningsverzluninni
á heilbrigðan grundvöll. Borg-
araflokkarnir gerðu hróp að
sósíalistum í kosningahríðinni í
sumar fyrir málaleitun þeirra í
þá átt að stjórnarflokkarnir
gerðu með sér málefnasamning
til grundvallar áframhaldandi
stjórnarsamvinnu. Færðu þeir
þau rök, að „slíkt gæti ekki
samrýmst vestrænum lýðræðis-
reglum.“ En nú spyr margur.
Mundi ekki hitt sannara, að þeir
hafi ekki viljað sýna kjósend-
um sitt rétta andlit fyrir kosn-
ingar? Stafaði ekki neitun þeirra
af ótta við vilja almennings í
lierstöðvamálinu ? Voru þeir
ekki að forðast að taka opinber-
lega afstöðu til þeirrar lausnar
á verðlagsmálunum, sem Sósíal-
istar hlytu að gera að skilyrði
fyrir áframhaldandi samvinnu?
Svar við þessum spurningum
fæst á Alþingi í haust. Vitað er,
að ýmsir af þingmönnum borg-
araflokkanna fylgja málstað Is-
lendinga 'i herstöðvamálinu, og
skal ekki að óreyndu efast um,
að það hljóti sæmilega af-
greiðslu. Hitt mun tvísýnna,
hvort ráðið 'verður fram úr
verðlagsmálunum án þess til
stórárekstra komi. Mun þá
koma í ljós, hvont Sjálfstæðis-
flokkurinn vill nýsköpun í verzl-
unarmálum þjóðarinnar, hvort
hann ber meira fyrir brjósti hag
almennings eða hag braskar-
anna, en á honum mun aðallega
standa nú um lausn þessa máls.
En Sósíalistaflokkurinn mun
sem einn maður berjast á móti
hverskonar árásum á Iífskjör
alþýðunnar, og bjóða velkomna
alla þá, sem vilja styðja hann
í þeirri baráttu.
hefur þetta verið mest áber-
andi í sumar, og það um hinn
margbugðótta veg til Siglu-
fjarðarskarðs. Getur af þessu
stafað hin mesta hætta, þó ekki
hafi orðið slys enn sem komið
er. Ætti að ráða bót á þessu
gálauslega framferði áður en
svo verður. Einnig má sjá, og
það ekki ósjaldan, að tveir og
jafnvel þrír eru inni í bílhúsi
hjá bílstjóra, og lilýtur það að
þrengja svo mikið að b'ilstjór-
anum, að öryggi á stjórn bif-
reiðarinnar verði minna, enda
með öllu óleyfiegt, og mun
óvíða viðgangast nema hér.
Vil ég úit af framanskráðu
beina þeirri spurningu til blaðs-
ins, hvort eftirlit með þessu
heyri undir bifreiðaeftirlitið,
eða lögreglustjóra. Væri æski-
legt bæði fyrir mig og aðra að
fá svar við þessu.
Bæjarbúi.
Blaðinu er ekki kunnugt um,
undir hvorn hinna nefndu aðila
þetta heyrir, og þeim er senni-
lega ókunnugt um það sjálfum,
ef það er rétt sem bréfritari
heldur fram. Er þeim, sem
kynni að.geta upplýst þetta, hér
með boðið rúm fyrir athuga-
semd í næsta blaði.
★ Viðtal við ungan Siglfirðing
í amerísliu blaði. Nýlega birtist
í víðlesnu bandarísku blaði.
„Tulsa Daily World“, viðtal við
ungan Siglfirðing, Gústaf Héð-
inn Jóhannsson, ásamt mynd
af honum. Gústaf er að læra
flugvallarstjórn í Spartan Scool
of Aeronautics í Tulsa, Okla-
homa. Hefur hann nú sent heim
úrklippu úr blaðinu, og biður
þess getið vegna þeirra, sem
kynnu að lesa áðurnefnt. „við-
tal“, að í blaðinu sé margt eftir
sér haft, sem hann hafi aldrei
sagt, og sé enda ósatt. — Hefir
hann merkt við á úrklippunni
allt það, sem viðkomandi blaða-
maður hefir látið sér sæma að
hafa eftir honum. Er það furðu
margt. Er ,,viðtal“ þetta hið
fróðlegasta dæmi um „sann-
leiksást“ og ,,heiðarleika“ amer-
'ískra blaða.
★ Jarðarför Svanborgar Bene-
diktsdóttur, sem andaðist hinn
24. f. m. fór fram í gær. Hófst
hún með húskeðju frá heimili
sonar hennar, Guðmundar Ein-
arssonar, Suðurgötu 12. Fjöl-
menni var við jarðarförina.
ttw ♦
★ Jarðarför Sigurhjartar Bergs-
sonar, vélamanns, fer fram í
dag. Hefst athöfnin í kirkjunni
kl. 2 e. h.
DRENGJAFOT
Ensk ullardrengjaföt
nýkomið
Bíóbúðin
TILKYIMIMIIMG
Viðskiptaráð hefur ákveðið, að hámarksálagning á innlendan
ol'iufatnað skuli vera 25%.
Hámarksálagning á innfluttan olíufatnað er sem hér segir:
I heildsölu............................. 11%
I smásölu:
a. Þegar keypt er af innl. heilds.birgðum 25%
b. Þegar keypt er beint frá útlöndum.... 35%
Með tilkynningu þessari er úr gildi felld tilkynning viðskipta-
ráðs nr. 28 frá 21. júlí 1944.
Reykjavík,29. júlí 1946
V er ðlagss t jór inn
Almenna útgáfufélagid
Nýtt útgáfufélag hefir verið stofnað og hefur það, að öllu for-
fallalausu starfsömi sína nú í haust. (
Félagar fá a. m. k. 2 bækur á ári gegn 60 króna árgjaldi.
Önnur þessara bóka verður íirvalsverk frægustu höfunda
allra þjóða (ca. 3—400 bls.). Hin bókin verður alþýðlegt vísinda-
rit, og verður það 8—10 bindi.
Ætlunin er, að síðar verði gefið út vandað tímarit, er félagar
fái ókeypis.
Fyrsta bókin er „Land framtíðarinnar“ eftir Stefan Zweig.
Árstillag greiðist við móttöku fyrri bókarinnar.
Hér liefir, þrátt fyrir mikla bókaútgáfu, verið tilfinnanleg
vöntun á vísindaritum lianda almenningi, og er það m. a. markmið
útgáfu Jjessarar, að bæta úr þeirri vöntun.
Sú nýhuida verður tekin upp, að iunan félagsns verður sér-
stök deild fyrir börn og unglinga, og hefir árgjald peirra verið
ákveðið lir. 35.00, er greiðist við móttöku 1. bókarinnar, en í
þessum fl. verða tvær bækur eða fleiri á ári.
Áherzla verður lögð á að hafa allar bækur útgáfunnar sem
vandaðastar að öllum frágangi.
Umboðsmaður félagsins í Siglufirði er
Kristmar Ólaf sson
ALMENNA ÚTGÁFUFÉLAGIÐ
Ensk og póisk kol.
Pantið í síma *105
Byggingarvörudeild
Kaupfélags Siglfirðinga
Húshæð til sölu
Til kaups, ef viðunandi tilboð fæst, efri liæð hússins Vetrar-
braut 17B ásamt þakhæð, sem má innrétta til íbúðar. Forstofu-
inngangur er í neðri hæð; einnig þvottahúspláss. Ibúðin er 4 her-
bergi og eldliús. Laus til íbúðar 14. maí næst komandi. Semja ber
við imdirritaðan, sem gefur allar nánari upplýsingar ef óskað er.
Kristján Sigtryggsson
Húsnæði óskast.
Tvo af kennurum bamaskólans vantar herbergi í vetur. Nán-
ari upplýsingar í síma 43.
«
1