Mjölnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Mjölnir - 04.09.1946, Qupperneq 3

Mjölnir - 04.09.1946, Qupperneq 3
4 MJÖLNIR S Sildverkunarvél reynd á Norðurlandssíld Yerða síldverkunarvélar teknar hér í notkun nœsta sumar? Sænskur uppfinningamaður, hr. Paul Danielsson hefur að undanförnu gert tilraunir með vél- verkun síldar hér á Siglufirði. Hefur árangurinn orðið með ágætum. Að undanförnu hefir dvalið hér á Siglufirði sænskur verk- fræðingur og hugvitsmaður, hr. Paul Danielsson. Fór hann héðan áleiðis til Svíþjóðar s.l. laugardag. Hér hefir hann verið að reyna síldverkunarvél, er hann hefir sjálfur fundið upp, á íslenzkri síld. Var hún sýnd opin berlega s.l. fimm'tudag á sölt- unarstöð h. f. Njörður, en þar hafa tilraunirnar farið fram. Vél þessi er mjög einföld að sjá, svo einföld, að við leikmenn- irnir furðum okkm\ á því, að einhver af öllum þeim speking- um, er að síldverkun hafa unnið skyldi ekki hafa fundið hana upp fyrir löngu. — Vélin hausár og slógdregur síldina. Er síldin 4 lögð á færiband, sem flytur hana á fjöður, er grípur undir tálknin og heldur henni í skorð- um svo hana beri rétt að skurð- arhjóli, sem haussker hana. Um leið og hún flyzt frá hjólinu, þrýsta þar til gerðir armar, sem snúast um ás, á kviðinn, svo slógið þrýstist fram og lendir á milli tveggja „rifflaðra“ ása, er snúast hvor á móti öðrum og ( draga það út úr síldinni, sem fellur s'íðan út af bandinu. — Þrjár stúlkur þarf til að leggja síldina á bandið. Afköst vélar- innar eru 220—240 síldir á mín- útu. Takmarkast þau m. a. af því, að ekki er hægt að að leggja öllu hraðara á færibandið. — Talið er, að um 360 stykki fari í tunnuna af hausskorinni og slógdreginni síld. Um vinnugæði vélarinnar er það að segja, að ! hún skilar 97—98% fyrsta flokks vinnu, sem er meira en síldarstúlkur gera yfirleitt, t. d. sker hún minna og jafnara af s'íldinni. Öryggisútbúnaður vélarinnar er mjög fullkominn. Komi það fyrir, sem þó er nær óhugsandi að maður festi hendina á færi- bandinu, sem flytur að skurðar- hjólinu, rekst hún á slá, sem r liggur þvert yfir bandið. Stö.ðv- ast vélin þá samstundis. Vél þessi þarf mjög litla hirðingu og viðhald. Hún smyr sig sjálf, að mestu leyti, og ræsting hennar að lokinni notkun er í því fólgin að sprauta á hana köldu vatni. Skurðarhjólið þarf aðeins að hvetja á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Bilanir eru mjög sjaldgæfar, enda eru vélar þessar framleiddar af einu þekktasta og viðurkennd- asta firma í Svíþjóð, Arenco- verksmiðjunum. Slit á véla- hlutum er mjög lítið, og þarf því sjaldan að endurnýja þá. — Vélar af svipaðri gerð, sem not- aðar hafa verið í Svíþjóð 'i 10— 11 ár, ganga enn „eins og klukkur," að sögn. Daníelsson, höfundur þess- arr vélar, hefir unnið að upp- finningu sinni í mörg ár. Fyrstu vélina smíðaði hann um 1930, en hefur endurbætt hana marg- víslega síðan. L'ika þær nú mjög vel. T. d. voru 5 vélar fengnar til Peterhead í Skotlandi árið 1939, og hafa reynzt ágætlega. Hafa sex nýjar vélar verið keyptar þangað til viðbótar síðan stríðinu lauk. Árið 1939 kom Daníelsson hingað til lands og reyndi þá á Sauðárkróki vél, sem var nokkuð frábrugðin þess ari. Reyndist ömögulegt að vinna íslenzka síld með henni. Hinsvegar hefir vél sú, er hér um ræðir, reynst þannig, að með smávægilegum breytingum vinnur hún 'islenzku síldina, sem er þykkari, harðari og ötærrí, en sú skozka og sænska, betur en síldarstúlkur gera almennt, að áliti fróðustu manna um síld- verkun hér. Laugardaginn 31. ágúst s.l. andaöíst að heimili sínu, Suður- götu 47 hér í bæ, Guðmundur Kristinsson. Var hann fæddur að Tjörnum 'í Sléttuhlíð 28. sept. 1866. Ólst hahn þar upp hjá foreldrum sínum. — Snemma á æfi beindist hugur hans að sjó, enda stutt til sjávar, og var sjósókn stunduð af föður hans til jafns við landbúnaðinn. Árið 1898, 20. október, giftist hann eftirlifandi konu sinni, Elínu Einarsdóttur, og hóf bú- skap að Tjörnum". Eignuðust þau 8 börn, en misstu þrjú á tmga aldri. Var bújörðin lítil, en setin af þremur bræðrunum, svo annað þurfti að sækja til framfærslu heimilisins en af- urðir búsins, kom sér þá vel fyrir hann að hafa í æsku tamið sér fleiri en eina atvinnugrein, og var þá til sjávar að sækja. Var hann eftirsóttur í skiprúm, og þótti það rúm vel skipað þar sem Guðmundur var, enda var hann mesti dugnaðar- og gleði- maður, munu því allir er honum kynntust, minnast bans með hlýju í huga. Árið 1925 fluttust þau hjónin hingað til Sigluf j. og fór þá Guð- mundur að stunda vinnu í landi, Daníelsson hefir einnig fundið upp vél, sem kverkar og slógdregur síld.- — Hefir hún reynst ágætlega í Svíþjóð, og er nú verið að reyna hana á skozkri síld. Gerir hann ráð fyrir að koma e. t. v. með hana hingað til reynslu næsta sumar. Einnig hefir hann á prjónunum vél til að hagræða síldinni fyrir kverkunar og hausskurðarvél- arnar, svo ekki þurfi nema eina stúlku við hverja, en me_ð nú- verandi fyrirkomulagi þarf þrjár, eins og áður er getið. Eigandi vélar þeirrar, er hér var reynd, er sænsku samvinnu- félögin, og er hún reynd hér að frumkvæði þeirra. — Fulltrúi þeirra, Harry Jansson aðstoð- aði Dan'ielsson við tilraunirnar. Verð vélanna er 10—12 þús. kr. sænskar. Munu allmargir íslenzkir saltendur þegar hugsa gott til glóðarinnar að afla sér þessara stórvirku tækja fyrir næstu síldarvertíð. Er vonandi, að úr því verði, því ekki sæmir, að síldverkunaraðferðir hér, í einu mesta síldveiðilandi heims- ins, séu áratugi á eftir t'ímanum. Ættu þeir þá um leið að grípa tækifærið til að breyta stöðv- unum til nútímafyrirkomulags, en þrifnaði, hirðingu á úrgangi, vinnuskilyrðum og allri um- gengni á þeim mun vera í meira lagi ábótavanit, samanborið við það, sem bezt gerist annars- staðar. ýmist sem landmaður við fiski- báta eða annað sem hendi var næst, því þar var ekki verið að hika, ef einhver atvinna var í bcði. Hirti hann ætíð meira um að vera efnahagslega sjálfstæð- ur fyrir sitt heimili en hitt, livað átti að vinna, enda mátti hann öruggur færa björg í bú þess- vegna, að heima var viðhöfð hagsýni og mesti dugnaður hjá hinni ágætu konu hans, enda verður ekki uppeldi barnahóps innt af hendi með jafn miklum myndarskap eins og þar var, nema með samhentu átaki beggja. Jafnframt því, sem þau ólu upp sín börn, tóku þau barn til fósturs af Gísla, bróður Guð- mundar, Karl, og ólu hann upp sem sitt barn væri. Nokkur síðustu árin var Guð- mundur með öllu óvinnufær vegna vanheilsu, og var þó unnið meðan mátti, en á þessum árum naut hann hinnar beztu umhyggju barna sinna og konu, og alltaf var lundin létt, og það fram á síðustu stundu. Nú hafa vegirnir skilið, en minningin um hann Guðmund frá Tjörnum mun lengi lifa meðal kunningja og vina. Skagfirðingur. AFLAFRETTIR Framhald af 1. síðu Hrafnkell goði, Vestm.... 3674 Hrímnir, Stykkishólmi.... 1035 Hrönn, Sandgerði ......... 2267 Hrönn, Siglufirði ........ 3140 Huginn I, Isafirði ...... 5063 Huginn II, Isafirði ...... 4692 Huginn III, Isafirði .... 3731 Hugrún, Bolv.............. 3639 Hvítá, Borgarnes ......... 1118 Ingólfur Arnarson, Rvík 941 Ingólfur, G.K. (ex Thurid) 6396 Ingólfur, G.K............. 3266 Isbjörn, Isafirði......... 6442 Jón Finnsson II, Garði 1948 Jón Þorláksson, Rvík .... 2540 Jökull, Vestm............. 3970 Keflvíkingur, Keflavík .... 8925 Keilir, Akran............. 6355 Kristjana, Ólafsfirði.... 4021 Kristján, Akureyri ....... 6405 Liv, Akureyri............. 1778 Magnús, Neskaupst....... 4984 Málmey, Rvík ............. 4388 Már, Rvík ............... 3020 Minne, Árskógss........... 4634 Mummi, Garði ............. 3096 Nanna, Reykjavík......... 8635 Narfi, Hrísey............ 11225 Njáll, Ólafsfirði......... 9093 Njörður, Akureyri ........ 2066 Ól. Magn., Keflavík ...... 2025 Olivette, Stykkish...... 1844 Ottó, Akureyri ........... 2970 Ragnar, Siglufirði....... 7510 Reykjaröst, Keflavík ..... 5786 Reynir, Vestm............. 2195 Richard, Isafirði ........ 5650 Rifsnes, Rvík............. 8800 Siglunes, Siglufirði ..... 8971 Síldin, Hafnarfirði ...... 6274 Sjöfn, Akran.............. 2342 Sjöfn, Vestm.............. 2209 Skaftfellingur, Vestm.... 3888 Skálafell, Rvík .......... 3473 Skíðblaðnir, Þingeyri .... 5713 Skíði, Rvík .............. 4411 Skógafoss, Vestm........ 4291 Sleipnir, Neskaupst..... 6003 Snorri, Siglufirði ....... 2095 Snæfell, Akureyri ....... 10665 Sæfugl, Reyðarfirði ..... 2418 Stefnir, Hafn.............. 918 Stella, Neskaupst......... 3117 Súlan, Akureyri........... 5665 Sævaldur, Ólafsfirði.... 2245 Svanur, Rvík ............. 1427 Svanur, Akranesi ......... 4546 Sæbjörn, Isafirði ........ 3840 Sædís, Akureyri........... 5999 Sæfinnur, Akureyri ....... 6997 Sæhrímnir, Þingeyri..... 5724 Sæmundur, Sauðárkr...... 5804 Særún, Siglufirði ........ 3155 Sævar, Neskaupst........ 3946 Trausti, Gerðum .......... 3148 Valbjörn, Isafirði ....... 2998 Valur, Akran.............. 2293 Valur, Dalvík............. 1632 Viktoria, Reykjavík...... 543 Vísir, Keflavík .......... 5020 Vébjörn, ísafirði ........ 6247 Vonin II, Vestm........... 3610 Vöggur, Njarðvík ......... 2743 Þorsteinn, Rvík........... 4295 Mótorbátar (2 um nót): Andvari — Sæfari......... 1296 Ásbjörg — Auðbjörg .... 3669 Björn Jör. — Leifur Eir. 4060 Freyja — Svanur......... 2136 Fylkir — Grettir ......... 3150 Gullveig — Hilmir ........ 3657 Gyllir — Sægeir .......... 1482 Helgi Háv. — Pálmar .... 2147 Hilmir — Kristján Jónss. 3368 Hilmir — Villi ........... 2686 Jón Finnss. — Víðir..... 3042 Milly — Þorm. rammi .... 2153 Róbert Dan — Stuðlafoss 2041 í Guðmundur Kristinsson Frá Tjörnum Alþýðuflokkurinn og afstaða lians til Sigluf jarðar (Framhald af 1. síðu) Þessi grein dæmir sig sjálf, og það eru ekki miklar líkur til, að hún nái tilgangi höfundar- ins, sem er sá að blekkja verka- menn til að tryggja Alþýðu- flokknum öll völd á næsta Al- þýðusambandsþingi. Það er raunar ekkert óvenju- legt, að foringjar Alþýðuflokks- ins sendi Sósíalistum og róttæk- um verkalýðssinnum tóninn, en sjaldan munu þeir hafa gengið lengra út í öfgar og ósannindi en í þessari ritsmíð, því svo er skotið yfir markið, að eitt aðal- árásarefnið eru Dagsbrúnar- samningarnir s'íðustu, en eins og verkamönnum er kunnugt eru það hagstæðustu samningar, er nok'kurt verkamannafélag á landinu hefur náð. Og greinar- höfundur heimskar sig á því, að birta greinar úr samningnum, sem haim telur sönnun fyrir hve verkamönnum, sé samningurinn óhagstæður, og velur þá ákvæði, sem verkalýðsfélögin hafa í mörg ár barist fyrir, eins og t. d. forgangsré'tt félags- manna til vinnu. En vond samvizka og hræðsla við afleiðingar gjörða sinna gerir menn stundum heimsku- lega. Alþýðuflokksforingjarnir óttast, að verkamenn langi ekki til að fá aftur flokkseinræði þeirra í verkalýðsfélögunum. — Þeir óttast, að verkamenn muni hvernig lýðræði þeirra var í reyndinni, tímana þegar engir menn í verkalýðsfélögunum höfðu fullan atkvæðisrétt nema þeir væru flokksbundnir Al- þýðuflokksmenn. Þeir óttast líka, að sambandsþing verka- lýðsfélaganna í haust muni ekki samþykkja að verkalýðsfélögin verði látin halda áfram að borga skuldir Alþýðublaðsins í Svíþjóð, eftir að búið er að sanna, að fé þetta fór til Al- þýðublaðsins en ekki verkalýðs- félaganna, eins og þeir þó full- yrtu, þegar f járskipti fóru fram milli flokksins og Alþýðusam- bandsins, eða réttara sagt, þeir vita, að þeir geta ekki látið verkalýðsfélögin borga fyrir sig þessar fjárfúlgur, nema þeir hafi flokkslegan meirihluta á þingi Alþýðusambandsins í haust. ' Siglfirzkur flugmaður (Framhald af 1. síðu) — Býztu við, að fá undir eins atvinnu hér? — Það er óráðið enn. En auð- vitað geri ég mér vonir um það. Árni er kornungur maður, ný- orðinn 19 ára. Hann er sonur Ólínu Jónsdóttur og Friðjóns Vigfússonar, Norðurgötu 11. Einn annar Siglfirðingur mun nú vera á flugskóla og enn annar að læra flugvallarstjórn. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að Siglfirðingar geti notfært sér kunnáttu þeirra. — T. d. er talið, að hægt mundi að halda uppi flugferðum héðan, ef flugvélaskýli kæmist upp. Færeysk sldp: Fame .................. 2719 Lt. Vedrines .......... 3556 Suderoy ............... 2375 Svinoy......i......... 2969 Von ................... 3122

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.