Mjölnir - 04.09.1946, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 4. sept. 1‘46
40. tölublað.
9. árgangur.
Öllum þeim, sem heiðruðu mig og glöddu
með heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttræðis-
i «
afmæli mínu og gjörðu mér daginn ógleyman-
legan, færi ég mínar innilegustu hjartans þakkir.
Ég þakka sérstaklega skipstjórafélaginu á Siglu-
firði fyrir stórhöfðinglega peningagjöf og sæmd.
Ég bið guð að blessa ykkur öll.
JÓN JÓHANNESSON, skipstjóri
U p p b O ð
Verður lialdið við húsið Snorragötu 3 (Antonsbragga) fimmtu-
daginn 5/9 ’46 kl. 4 e. li.
I»ar verða seldir ýmsir liúsmunir, svo sem borð stólar, skápar
eld/iúsáliöld. Einnig smíðaáhöld, fiskilínur og margt fleira. Upp-
boðsskihnálar birtir á staðnum — Gjaldfrestur til 1. janúar.
MAGNtFS pálsson
ARI JÓNSSON
Viskastykki
Eklliúshandklæði
Gúmmídúkar' í barnarúm
G/ímmíbuxur barna
Skriðbuxur
Herrapeysur
Vasaklútar, hvítir
Nærbuxur, stuttar,
Drengjabuxur
Bamakot
Náttermar
Náttkjólar
Silkisokkar
Slæður
Hárnet
Vinnuvettlingar
Tauhanzkar f. dömur
Kjólanaglar ný teg.
Hvítar bangsabuxur
Verzlynin Túngötu 1
Sígarettur
Reyktóbak
Neftóbak
Vindlar
Eldspýtur
Valuí
Teborð, mjog falleg
Rafsuðu þvottapottay
Jólatréseríur
Gúmmíboltar
Vasalugtir
og battery
Valur
NÝJAR VÖRUR
Bómullarsokkar
Hosur
Herranærföt
Voxdúkur
Handklæði
Ferðatöskur, 3 stærðir
o. fl. o. fl.
\
Aðalbúðin h. f.
HREINGERNING
Iiona óskast til að gera lireina
lækningastofu
Upplýsiiigar gefur
Þórarinn Guðnason
læknir.
SIGLUFJARÐARBÍÚ
sýnir myndina
BORGIN
Mjög tilkomumikil mynd.
Pantaðir aðgöngumiðar, sem
ekki er búið að taka 10 mín-
útum fyrir kl. 9 verða seldir
öðrum.
NYJA BÍÚ
Mcðviltudaginn kl. 9:
Skyttur dauðadalsins
Ævintýn herra Janiks
Eftir CAREL KAPEK
þér að finna upp einhverja aðferð til að kló-
festa hann. Jæja, góða ferð, Hrúska.“ Síðan
sneri hann sér að herra Janik. ,,Ég veit eigin-
lega ekki hvernig ég á að þakka yður,“ sagði
hann. „Það yoruð þér, sem funduð líkið aí
stelpunni hans Jindrich Basta, er ekki svo?“
Herra Janik roðnaði. „Það var bara slembi-
lukka,“ flýtti hann sér að segja. „Satt að segja
— ég ætlaði ekki — ég var ekki------“
„Þér eruð gæddur eðlisávísun, herra Janik,“
sagði sá þrekvaxni i viðurkenningartón. „0g
það er sjaldgæfur hæfileiki. Þér ættuð að ganga
í lögregluna, herra Janik.“
„Ég er hræddur um, að mér sé ómögulegt,“
anzaði herra Janik. „Ég — sjáið þér til — ég á
fyrirtæki, — sem gengur vel — gróið fyrirtæki,
sem-------“
„Gerið það, sem yður finnst hyggilegast,“
andvarpaði sá þrekni, „en það er slæmt engu
að siður. Það eru ekki allir eins andskoti lagnir
og þér! Eg vona, að við eigum eftir að hittast,
herra Janik.
Um það bil mánuði síðar borðaði herra Janik
kvoldverð með einum viðskiptavini sínum frá
Leipzig. Auðvitað fer slíkur kvöldverður tveggja
verzlunarmanna ætíð frám á sinn sérstaka hátt,
og ekki rasað að neinu. Kon'iakið, sem herra
Janik og vinur hans ncyttu með matnum var
alveg einstaklega got't, og endirinn varð sá, að
herra Janik harðncitaði að ganga heim. Hann
gaf þjóninum riierki og heimtaði leigubifreð.
Þegar hann kom út úr hótelinu sá hann leigu-
bifreið framan við tröppurnar, fór inn í hana
skellti hurðinni aftur og steingleymdi í ham-
ingjuástandi sínu að segja bifreiðastjóranum
hvar hann ætti heima. Samt sem áður lagði,
bifreiðin af stað, og herrá Janik, sem hafði
hreiðrað þægilega um sig í einu horninu, stein-
sofnaði. Hann hafði enga hugmýnd um hve
lengi ökuferðin stóð yfir, en vaknaði þegar bif-
reiðin nam staðar og bílstjórinn sagðh „Þá er-
um við nú kómnir á ákvörðunarstaðinn, herra
minn. Þér eigið að fara upp. Herra Janik velti
því lengi fyrir sér, hvjar hann gæti verið staddur.
en með þv'í að honum var hér um bil sama á
hverju gekk, vegna koníaksins, sem hann hafði
látið í sig, rambaði hann upp einhverjar tröppur
og opnaði hurð. í herberginu fyrir innan voru
um það bil 'tuttugu menn, sem horfðu með
ákafasvip á dyrnar, þegar hann kom inn. Allt í
einu varð kynleg þögn, einn mannanna stóð upp,
gekk á móti herra Janik og spurði hryssings-
lega: „Hvað viljið þér! Hver eruð þér?“
Herra Janik horfði undrandi í kringum sig;
hann kannaðist við fimm eða sex af þeim, sem
viðstaddir voru — það voru alþekktir menn, sem
álitið var að §kiptu sér af pólitík, þó þeir kæmu
ekki fram opinberlega sem stjórnmálamenn, en
herra Janik skipti sér aldrei af stjórnmálum.
„Drottinn minn dýri,“ sagði hann alúðlega,
„hugsa sér, að maður skuli- rekast á herra
Koubek og herra Heller hérna! Sæll, Ferry! Nú
væri,£vei mér gott að fá einn lítinní"
„Hvernig komst þessi náungi hingað“, urraði
einn úr hópnum.
Tveir menn ýttu herra Janik fram 'i ganginn.
„Hvernig komstu hingað?“ spurði annar þeirra
hörkulega. „Hver bauð þér ?“
Það rann af herra Janik við þennan skort á
alúð'. „Hvar er ég,“ hrópaði hann móðgaður.
„Hvern djöfulinn hafið þið farið með mig?“
Annar mannanna hljóp niður tröppurnar og
steytti sig framan í bifreiðastjórann. „Bölvaður
asninn þinn,“ hrópaði hann. „Hvar tókstu þenna
náunga?“ t
„Nú, framan við hótelið,“ svaraði bílstjórinn
afsakandi. „Mér var sagt, að ég ætti að vera
framan við hótelið klukkan tíu í kvöld, taka þar
mann og aka með hann hingað. Þessi herra-
maður fór inn í bílinn minn klukkan tíu, án þess
að segja eitt- einasta orð, svo ég fór með hann
„Guð minn góður,“ æpti sá, sem niðri var.
„Þér hafið komið okkur 'I laglega klípu.“
Herra Janik settist auðmjúklega á rtöppurnar
„Aha,“ sagði hann í velþóknunartón, „lej'ni-
fundur — ha! Nú verðið þið að kyrkja mig og
grafa líkið. Nú skulum við fá okkur glas af
vatni.“ ^
„Sjáið þér nú til,“ sagði annar af fylgisvein-
um hans. „Yður skjátlaðist. Það var enginn Kou-
bek eða Heller þarna inni; skiljið þér það? Yður
skjátlaðist algerlega. Nú látum við aka yður
aftur til Prag. Ég bið yður að afsaka mistökin.“
„Verið þér ekkert að minnast á það,“ svaraði
herra Janik alúðlega. „Ég. veit, að bifreiðar-
stjórinn á að skjóta mig á leiðinni til baka og
grafa mig einhversstaðar í kjarri. Sama er mér.
Eg var sá bölvaður artrli að gleyma að segja hvar
ég á heima, og þarna sér maður hvað af því
hlýzt!‘\
„ÞÚ ert drukkinn, er það ekki?“ spurði hinn
eins og fargi hefði létt af honum.
„Að sumu leyti er það rétt hjá yður,“ svaraði
herra Janik samþykkjandi. „Sjáið þér nú til, ég
borðaði í kvöld með Meyer nokkrum frá Dres-
den. Ég heiti Janik, sel pappír og tréni í heild-
sölu,“ kynnti hann sig sitjandi á tröppunum.
„Þú ættir að fara að sofa úr þér,“ ráðlagði
ókunni maðurinn honum. „Og þegar-jaú ert búinn
að sofa úr þer, þá mannstu ekki einu sinni, að
við — hm — að við gerðum þér þetta ónæði.“
„Allt 'i lagi“ sagði herra Janik fyrirmannlega.
„Þér farið og sofið úr yður líka. Hvar fæ ég
rúm?“
„Heima hjá þér,“ svaraði sá ókunni „Bílstjór-
inn ekur þér heim. Lofaðu mér að hjálpa þér
að komast inn í bílinn.“
„Eg kemst það hjálparlaust,“ sagði herra
Ja^iik siðlátlega. „Eg er ekki eins slompaður og
þér. Farið þið nú og sofið úr yður. Bílstjóri, akið
mér til Bubenec."
Bifreiðin rann af stað. Kænskuglampi ljómaði
úr augum herra Janiks; hann var að setja á sig
staðinn, sem farið var frá. -
Morguninn eftir símaði hann til lögreglustöðv-
arinnar og sagði frá ævintýri s'inu kvöldið áður.
„Herra Janik,“ sagði rödd á lögreglustöðinni
eftir augnabliksþögn. „Við höfum mikinn áhuga
á þessu. Gætuð þér komið hingað undir eins?“
Þegar herra Janik kom á stöðina biðu hans
þar f jórir menn, með stóra þrekvaxna náungann
í broddi fylkingar. Herra Janik varð að segja
þeim einu sinni enn hvað gerzt hafði og hverja
hann hafði séð. Númer bifreiðarinnar var NXX
7Ö5,“ bætti sá þrekvaxni við. „Einkabifreið.“ Af
þessum sex mönnum, sem herra Janik þekkti,
kannast ég ekki við þrjá. Eg yfirge| ykkur nú
herrar mínir. Herra Janik, komið með mér.“
Herra Janik, sem lét lítið yfir sér, sat inni í
skrifstofu þrekvaxna herramannsins, sem
skálmaði fram og aftur um gólfið. „Herra
Janik,“ sagði hann loks, „það eina, sem ég get
sagt um þetta mál, að svo stöddu er þetta
Nefnið það ekki við nokkurn mann. Það eru
ríkisleyndarmál saman við þetta skiljið þér?“
Herra Janik kinkaði kolli þegjandi. „Guð minn