Mjölnir - 11.09.1946, Page 1
SÓSÍ ALISTAR!
Áríðandi mál verða á dagskrá
á fundinum annað kvöld.
Fjölmennið!
Mætið stundvíslega!
VI
Síldveiðarnar i sumar
hafa brugðist
Sjómenn bera skarðan hluf frá borði
Nú er síldveiðunum lokið að
þessu sinni. Eftir eru nokkur
skip, sem ennþá stunda rek-
netaveiðar. Hjá þeim er afli
frekar tregur og langt sóttur,
50 til 70 mílur frá Siglufirði.
Síldveiðin í sumar hefur brugð-
ist að miklu leyiti. Fjöldi skipa
fiskuðu ekki fyrir hinni mjög
svo lágu tryggingu til sjómann-
anna. Hlutir sjómanna eru mjög
rýrir; langt fyrir neðan það,
sem landverkamenn hafa haft
hér í sumar. Á þeim skipum, er
ekki fiskuðu fyrir tryggingu var
fastakaupið innan við 1200 kr.
á mánuði. Þar af verða sjómenn
að greiða fæði, allt upp 'í 600 kr.
á mánuði. Þessir menn hafa því
ekki haft nema rúmar 1000 kr.
yfir síldveiðitímabilið. Margur
sjómaðurinn gekk algjörlega
slyppur frá borði, því útsvar og
aðrir skattar voru teknir af
þessu kaupi. Á þeim skipum,
sem betur fiskuðu er hluturinn
viítanlega hærri, en það eru til-
tölulega fá skip, sem fiskuðu
það vel, að um sæmilegan hlut
til sjómanna sé að ræða. Þannig
gengur það til. — Þeir menn,
sem mest leggja á sig erfiði og
hættur bera minnst úr býtum,
eru verst tryggðir f járhagslega
séð. Þetta er þjóðar svívirða,
sem verður að hverfa. Sjómað-
urinn, hvort sem hann stundar
síldveiðar, þorskveiðar eða siglir
á flutningaskipum .verður að
bera það mikið úr býtum, að
efnalegir hagsmunir hans og
aðstandenda séu tryggir,
hvernig sem allt fer. Við Islend-
ingar verðum að læra að skilja
þann einfalda sannleika, að án
þess að hafa góð og stór skip,
búin beztu og fullkomnustu tækj
um, og án þess að hafa ötula og
hrausta sjómannastétt, getum
við Islendingarekkihaldiðáfram
að lifa sem sjálfstæð þjóð.
Það er því stórt atriði til trygg-
ingar sjálfstæði okkar íslend-
inga, að nægjanlega margir
menn fáist til að stunda sjó-
mennsku, en þv'í aðeins er hægt
að krefjast þess af sjómönnun-
um, að þeir haldi áfram störfum
sínum á sjónum, að þeim sé
ekki aðeins tryggð jafngóð skil-
yrði og landverkafólki, heldur
það mikið betri, þar sem þeir
leggja meir á sig með löngum
vinnutíma og meiri hættum. —
Hvernig þessum málum yrði
bezt skipað er mál út af fyrir
sig, sem verður að takast til
alvarlegrar yfirvegunar þegar,
slífet þolir enga bið. Maður gæti
látið sér detta í hug opinberar
tryggingar, sem gætu gripið inn
í þegar illa gengur. Auk þess
væri ekki ólíklegt, að hægt væri
að fá útgerðarmenn til þess að
hækka núverandi tryggingu. —
Hvað sem annars verður gjört,
og hvaða leiðir, sem farnar
verða, verður það eitt að ráða,
að sjómannastéttinni verði séð
fyrir sómasamlegum launum,
sem öðrum þegnum þjóðfélags-
ins. Annað munu sjómenn ekki
láta bjóða sér upp á.
Iþróttamót milli Þingeyinga,
og Siglfirðinga fór fram hér á
Siglufirði dagana 7. og 8. sept..
Keppninni var hagað þannig, að
tveir menn voru va'dir til keppni
í hverri grein, frá hvoru héraði.
Stig veru reiknuð út eftir
finnsku stigátöflunni. Keppnin
hófst kl. 5 é. h. á laugardag með
100 m. hl. IJrslit urðu þau, að
1. varð Bragi Friðriksson S. á
• 12,2 sek.
2. Stefán. Friðbjarnarson S. á
12,3 sek.
3. Hróar Björnsson Þ. á 12,4 s.
4. Bjarni Sigurjónsson Þ. 12,5 s.
Aðstæður voru lélegar, völlur-
inn linur og ekki nógu langur,
svo hlaupa varð út á grasbala
utan vallarins. Hlaupið var
skemmtilegt. Sérstaka athygli
vakti Stefán með árangri sínum,
en þetta er hans fyrsta keppni.
Siglfirðingar hlutu 1092 stig
fyrir hlaupið, en Þingeyingar
1016 stig.
Heildarsöltunin
Þriðjudaginn 10. sept var
heildarsöltunin á öllu landinu
151.047 tunnur. Skiptist hún
sem hér segir á söltunarstaðina:
Akureyri og nágr. .. 2526 tn.
Dalvik .............. 4752 —
Hofsós............... 1592 —
Hólmav'ik ........... 5306 —
Hrísey .............. 3794 —
Húsavík ............. 3230 —
Ingólfsfjörður ...... 2365 —
Ólafsfjörður ......... 761 —
Reykjarfjörður ...... 3154 —
Sauðárkrókur ........ 7352 —
Siglufjörður ...... 109631 —
Skagaströnd .......... 979 —
Grenivík ............ 540 —
Drangsnes ........... 4635 —
Raufarhöfn ........... 430 —
Or manntalsskýrsl-
unni 1945.
Mannfjöldinn á öllu landinu
var í árslok 1945 samtals
130,316. Af þeim fjölda bjó i
Reykjav'ik 46,578 manns, en í
sveitum og þorpum með minna
en 300 íbúa voru 41985 íbúar.
Hástökk:
1. Hafl. Guðmundsson S 1,59 m
2. Hjálmar Torfason Þ. 1,59 m
3. Óli P. Kristjánsson Þ 1,54 m
4. Bragi Friðriksson S 1,49 m
Aðstæður mjög slæmar. Svo
laus jarðvegur, að uppstökkin
brugðust keppendum með öllu.
Hafliði og Hjálmar háðu
skemmtilega keppni um 1. sætið.
Hafliði hefur mikla hæfileika
fyrir þessa grein, sem hann
þarf að notfæra sér. Óli Páll er
stílgóður stökkvari, sem áreið-
anlega getur betur við betri að-
stæður.
Siglfirðingar 1005 stig.
Þingeyingar 1055 stig.
Kúluvarp:
1. Bragi Friðriksson S 13,70 m
2. Hjálmar Torfason Þ 13,39 m
3. Óli Páll Kristjáns. Þ 12,41 m
4. Alfreð Jónsson S 12,09 m
Hér náðist ágætur árangur.
ORÐSENDING
til meðlima Æskulýðs-
fylkingarinnar
á Siglufirði
Nú á næstunni mun Æsku-
lýðsfylkingin fél. ungra sósíal-
ista hefja starfsemi sína að
nýju. Til starfsins þarf alltaf
nokkurt fé og því eru það til-
mæli stjórnar félagsins, að fé-
lagarnir greiði árgjöld sin hið
fyrsta.
Fyrst um sinn mun maður frá
Fylkingunni verða til viðtals á
skrifstofu Sósíalistafél. Suður-
götu 10 á mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga kl. 5—7 e.h.
Mun hann taka á rhóti árgjöld-
um, afhenda skírteini og gefa
upplýsingar um fyrirhugaða
vetrarstarfsemi.
Félagar! Komið á skrifstof-
una og greiðið árgjöldin og
rabbið um framtíðina. Öll heil
til starfa fyrir hugsjón verfea-
lýðsins — sósíalismann!
Með félagskveðju.
Bragi náði sér á strik og náði
ágætum köstum og má mikils
af honum vænta með góðri æf-
ingu. Hjálmar setti ágætt
þingeyskt met og gefur miklar
vonir. Óli Páll er stílgóður en
virðist vera hæfari sem stökkv-
ari. Aifreð náði hér sínum
bezta árangri, þó æfingarleysi
væri bersýnilegt. Hann er sterk-
ur og snarpur, en þarf að bæta
stílinn.
Siglfirðingar 1414 stig.
Þingeyingar 1413 stig.
Langstökk:
1. Öli Páll Kristjáns. Þ 6,11 m
2. Ingvi Br. Jakobs. S 5,82 m
3. Bragi Friðriksson S 5,77 m
4. Bjarni Sigurjónss. Þ 5,67 m
Óli Páll vann keppnina örugg-
lega. Búizt var við betri árangri
hjá Ingva og Braga, en meiðsli
á fæti háði Ingva mjög, en
Bragi mun hafa verið orðinn
þreyttur, eftir að hafa keppt í
öllum greinum. Bjarni er mjög
léttur og efnilegur.-
Þingeyingar 1065 stig.
Siglfirðingar 1021 stig.
Á sunnudaginn var keppt
fyrst í 4X100 m hlaup á Norður
Sjóm Æ. F. S.
fþróttakeppni Siglfirðinga og
Pingeyinga
Þingeyingar sigruðu með 11340 stigum.
Siglfirðingar hlutu 11063 stig
41. tölublað. 9. árgangur
Miðvikudagmn 11. sept. 1946
götunni. Siglfirðingar hlupu það
á 48,3 sek. en Þingeyingar á
49,8 sek. Erfitt er að hlaupa á
harðri götunni, en þó má telja
árangur góðan. Sveit Siglfirð-
inga skipuðu þessir menn: Bragi
Friðriksson, Haraldur Pálsson,
Vilhjálmur Sigurðsson og
Stefán Friðbjarnarson. Sveit
Þingeyinga var þannig skipuð:
Óli Páll Kristjánsson, Jón Jóns-
son, Bjarni Sigurjónsson og
Hróar Björnsson. Siglfirðingar
hlutu 2304 stig en Þingeyingar
1996 stig.
Spjótkast:
1. Hjálmar Torfason Þ 51,21 m
2. Ingvi B. Jakobsson S 47,23 m
3. Jónas Ásgeirsson S 45,32 m
4. Vilhj. Pálsson Þ 43,10 m
Hjálmar bar af hvað stíl og
getu viðvék. Ef hann yki hraða
sinn 'i atrennunni og hefði snarp
ara útkast væru 60 n*. ekki f jar-
lægt takmark fyrir hann. Ingvi
er mjög efnilegur. Hefur góðan
hraða 'i atrennu og snerpu, en
gera verður þá kröfu, að hann
æfi vel og viturlega og hagnýti
þannig sína góðu hæfileika. —
Jónas ér mjög lipur, hefur mjög
falleglt útkast. Vilhjálmur er
enn ungur, en ber ótvíræðan
vott um mikla hæfileika.
Þingeyingar hlutu 1076 atig
en Siglfirðingar 1041 stig.
Þrístökk:
1. Óli Páll Kristjáns. Þ 13,78 m
2. Guðm. Árnason S 13,05 m
3. Hjálmar Torfason Þ 12,71 m
4. Tómas Jóhannss. S 12,24 m
Óli Páll bar af hvað stíl snerti
og setti ágætt drengjamet. —
Þykir mér líklegt, að hann nái
14,00 m. áður en langt inn l'íður.
(Framhald á 2. síðu)
Kvikmyndasýningar
og fyrirlestrar
frá Noregi
Frú Guðrún Brunborg mun
sýna hér kvikmyndir (tal-
myndir) frá Norður-Noregi á
næstunni. Eru myndir þessar
teknar eftir stríð og mun frúin
flytja skýringar við þær á ís-
lenzku. Ágóðanum verður varið
til stofnunar styrktarsjóðs fyrir
íslenzka og norska stúdenta við
háskólann í Oslo til minningar
um Olav Brunborg, son frúar-
innar, sem varð nazismanum að
bráð á hernámsárunum.