Mjölnir - 11.09.1946, Qupperneq 2
2
MJÖLNIR
T
I MJÖLNIR
í — VIKUBLAÐ — \
2 Ctgefandi: 2
s Sósíalistafélag Sigluf jarðar s
s Ritstjóri og ábyrgðarmaður: S
s Benedilct Sigurðsson 2
s Símar 194 og 270 2
S Blaðið kemur út 2
s ylla miðvikudaga.
? Áskriftargjald kr. 15,00 árg. 2
s Afgreiðsla Suðurgötu 10. S
Alþýðusambands-
kosningarnar
Þessa dagana fara fram í
verkalýðsfélögunum víðsvegar
um landið kosningar á fulltrú-
um til þings Alþýðusambands
Islands, sem halda á í Reykja-
vík í byrjun nóvembermánaðar
í haust.
Innan verkalýðsfélaganna eru
v'iða óviðurkvæmilegar deilur og
má heita, að fjöldi félaga sé
alveg skiptur í tvo fjandsaim^
legá arma. Annarsvegar sósíal-
ista og aðra róttæka verkalýðs-
sinna, sem vilja láta félögin vera
óháð pólitískum flokkum og ein-
beita afli þeirra að hagsmuna-
málum stéttarinnar, hinsvegar
Alþýðuflokksbroddarnir, sem
þrá fyrri tíma, þegar þeir not-
uðu verkalýðsfélögin í flokks-
þágu sína, stundum gegn hags-
munum verkalýðsins. Eins og
menn muna. gekk misnotkun
Alþýðuflokksins svo langt í
Alþýðusambandinu, að um
m^rgra ára skeið var þar ekkert
lýðræði, heldur þvert á móti
flokkseinræði Alþýðuflokksins
þar sem enginn msðlimur verka-
lýðsfélaganna hafði fullan at-
kvæðisrétt nema hann væri
einnig Alþýðuflokksmaður. —
Þetta þrælaákvæði, sem var í
14. gr. Alþýðusambandslag-
anna meira en heilan áratug,
var orðið svo illræmt, að Alþýðu
flokksmennirnir sáu ser ekki
fært annað en að láta það niður
falla, a. m. k. í bili. En það var
ekki gerit með góðu, ekki fyrir
hugarfarsbreytingu, heldur af
hræðslu við verkalýðinn og það
er full ástæða til að halda, að ef
þeir fengju atkvæðamagn til að
ná meirihluta á sambandsþingi,
myndu þeir setja sömu eða svip-
uð ákvæði, eða ef það yrði ekki
þá taka þá samt upp sömu mis-
beitinguna á valdi sínu í ein-
hverri annarri mynd.
Alþýðuflokksmennirnir sltilja
vel hverra hagsmuna foringjar
þeirra hafa gætt í Alþýðusam-
bandinu, hver er í þakklætis-
skuld við þá fyrir allar kaup-
lækkanirnar. klofninginn í verka
lýðsfélögunum, glundroðann og
illdeilurnar, sem þeir hafa
komið þar á stað. Enda hrópa
þeir nú á atvinnurekendur og
afturhald sér til stuðnings við
kosningarnar. Á nokkrum stöð-
um, ganga atvinnurekendur og
afturhaldsöfl opinberlega til
kosninga með Alþýðuflokkn-
um, það er gert á Akureyri og
það var gert 'í Ólafsfirði í fyrra-
dag. En verkalýður Ólafsfjarð-
ar hefur þegar aflað sér tölu-
verðrar reynslu og stéttarþroska
og fulltr. „lýðræðisflokkanna“
fengu bara 19 atkvæði en hinir
róttæku verkamenn 65 atkvæði.
Þessi atkvæðágreiðsla er ekki
aðeins sómi fyrir verkamenn í
Ólafsfirði, heldur vegsauki fyrir
bæinn allan.
Fyrir Alþýðusambandsþing-
inu liggja mörg stórmál. Það
þarf að festa og efla starfsemi
félaganna, knýja fram réttan
vísitölureikning og sumstaðar
þarf kaupgjald að hækka. Öll
þessi mál þarf þingið að taka
til meðferðar og gera ráðstaf-
anir til að þau leysist farsællega.
Þá þarf þingið að hafa djörf-
ung til að ákveða, að Alþýðu-
sambandið hætti greiðslum á ca.
80 þúsund króna skuld, sem
Alþýðuflokkurinn gerði því að
greiða þegar aðskilnaður varð á
Alþýðusambandinu og Alþýðu-
flokknum, en síðar hefur sann-
ast, að mest af þessu fé eða
kannske allt fór til Alþýðu-
blaðsins.
Þá þarf þetta þing að gera
víðtækar ráðstafanir til að bæta
erindrekstur og fræðslu og út-
breiðslustarfsemi, auk fjölda
annarra aðkallandi mála. Verka
lýðnum er nauðsyn að vera vel
á verði. Ef Alþýðuflokkurinn
og afturhaldsöflin ná meirihluta
á þinginu er mikið starf gert að
engu, og verkalýðshreyfingunni
kippt aftur á bak um mörg ár.
Þetta er augljóst mál og á að
vera auðvelt fyrir alla verka-
menn að velja á milli þeirrar
víðsýnu og róttæku framfara-
stefnu, sem Alþýðusambandið
fylgir nú og stefnunni sem fylgt
var þegar engir höfðu fullan
atkvæðisrétt nema þeir væru
einnig Alþýðuflok'ksmenn. Sú
stefna er smánarblettur á Al-
þýðusambandinu.
Hver og einn, sem er meðlim-
ur í verkalýðsfélagi, verður að
gera sér grein fyrir hve nauð-
synleg verkaiýðsfélögin eru, hve
miklu góðu þau"hafa til leiðar
komið fyrir alla stéttina, hver
ábyrgð hv'ílir á hverjum og ein-
um einstakling. Eftir rólega og
íhugula yfirvegun um þetta
ættu menn að ganga til þessara
kosninga, þá munu menn ekki
í vafa um að það er ekki sæm-
andi annað en senda aðeins og
eingöngu róttæka verkalýðs-
sinna á þingið.
TIL SÖLU
Hús við Aðalgötu til sölu. I hús-
inu er sölubúð og íbúð. Upplýs-
ingar gefur
BJÖRGVIN BJARNASON
lögfræðingur
Frönsk ilmvötn
Dömuhanzkar
ýmsir litir.
Myndarammar o fl. o.fl
Verzlunin Túngötu 1
Alúðar þakk/r til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar
Svanborgar Rannveigar Renediktsdóttur
BÖRN OG TENGDABÖRN
IBÚÐ TIL SOLll
Rishæð á húsinu Kirkjustíg 3 er til sölu ásamt hálfum kjallara
og hálfri lóð hússins.
Upplýsingar gefur
VILHJÁLMUR guðmundsson
Kirkjustíg 3
Sjúkrahúsið vantar starfsstúlkur
nú þegar og 1. október
TIIKVIMIMIIMG
Meðan erfiðleikar eru á að fá varaliluti til v/ðgerðar á reið-
hjólum, verða þeir, sem kcypt hafa reiðhjól frá okkur látnir sitja
fyrir með aðgerðir.
Reiðhjólaverkstæðið VALUR
150 héstafla Fairbanks-Morse Diesel
bátavél get ég útvegað nú þegar til afgreiðslu með næsta sk/þi
frá Reykjavík. Ennfremur 10 II. P. hátamótouf 20 II. P. og 30 II. P.
landmótora.
GUNNAR BlLDDAL
Sími 206
TILKYNNING
Þeir, sem skulda frá uppboði okkar 5. sept. s.h eru beðnir að
snúa sér með greiðslu til Kristmars Ólafssonar, sem hefur inn-
heimtu fyrir okkar hönd.
Ari Jónsson Magnús Pálsson
FRÁ BARNASKÚLANUM
Börn, sem fædd eru 1936, 1937, 1938 og 1939
mæti í barnaskólanum 16. sept. kl. 2 e. h.
SKÓLASTJÓRI
Röskan og ábyggilegan S E N DIL
vantar oss sem fyrst.
KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA
íbróttamót
(Framhald af 1. síðu)
Guðm. kom á óvart með árangri
sínum; hann þarf aðeins að
æfa stílinn vel, þá er góðra af-
reka af honum að vænta í fram-
tíðinni. Þingeyingar hlutu 1365
stig. Siglfirðingar 1209 stig.
Kringlukast:
1. Bragi Friðriksson S 38,47 m
2. Hjálmar Jónsson Þ 34,31 m
3. Hróar Björnsson Þ 34,05 m
4. Eldj. Magnússon S 32,97 m
Bragi kastaði mjög vel og
hefði að öllum líkindum náð 40
m kasti, hefði hann ekki verið
þreyttur frá deginum áður. —
Hjálmar hefur skilyrði til góðs
árangurs 'í þessari grein, og ætti
hann að snúa sér í að æfa hana.
Hróar kastaði mjög vel, þegar
tekið er til greina, að hann
kas'taði án snúnings, þarf hann
þegar að byrja æfingu á honum
og þá getur hann búizt við 4—5
m. betri árangri. Eldjárn er
snarpur, en þarf að æfa mun
betur.
Siglfirðingar 1181 stig. Þing-
eyningar 1095 stig.
3000 m. hlaup:
1. Jón Jónsson Þ. 9 m45,7 sek
2. Sig. Björgv.s. Þ 9 — 48,0 —
3. Har. Pálsson S 10 — 57,0 —
4. Jóh. Möller S 11 — 0,50 —
Hér hlutu Siglfirðingar úr-
slitahöggið, til þessa hafði
keppnin verið mjög spennandi
og tvísýn, en hér sigruðu Þing-
eyingar glæsilega. Búizt var við
þátttöku Ásgríms Kristjáns-
sonar, en hann gat ekki mætt og
var það algjörlega Jóhanni að
þakka, að Siglfirðingar gátu
tekið þátt í hlaupinu.
Jón hljóp vel og er augsýni-
lega 'i góðri æfingu. Sigurður
hefur þol, en slæman stíl, sér-
staklega er handaburður hans
lélegur og legan í hlaupinu
skökk. Bæti hann stíl sinn get-
ur hann komizt langt, því vilja
og þrek vantar ekki. Haraldur
ætti að vera mun betri, því
hlaupalag hans er gott og þrek-
ið mikið. Jóhann stóð sig fram-
ar öllum vonum. Hlaupið fór
fram á götunum og var of hart
að hlaupa á þeim.
Þingeyingar 1259 stig. Sigl-
firðingar 796 stig.
Þingeyingar unnu keppnina
með 11340 stigum á móti 11063
stigum. Mótið fór í heild vel
fram, og gekk mjög greiðlega.
Þetta keppnisfyrirkomulag er
mjög skemmtilegt, og er von-
andi, að keppnin geti farið fram
árlega í framtíðinni.
Þingeyingarnir voru vel’ að
sigrinum komnir, þeir voru í
betri æfingu en Siglfirðingar.
Framkoma keppenda og
áhorfenda var mjög góð og
hafði það sín miklu áhrif til að
gera mótið ánægjulegt. Þing-
eyingunum var á mánudag boðið
upp í Siglufjarðarskarð og að
skoða Hólsbúið. Héldu þeir
heimleiðis með Esju á þriðju-
dag. Siglfirðingar þakka þeim
komuna og skemmtilega keppni.
Að síðustu vonum við, að mót
þetta vekji áhuga ungra manna
fyrir þessum íþróttum, þannig
að Siglfirðingar gætu vænzt sér
sigurs í næstu viðureign við
Þingeyingana.
s
♦
í