Mjölnir - 11.09.1946, Síða 3
MJÖLNIR
3
f
>
f
/
M E X í K Ó
land blómlegrar, lýðrœðislegrar þróunar
Hvað vitum við eiginlega um
Mex'ikó? Flestir okkar gera sér
rómantískar hugmyndir um
þetta land. Það stendur okkur
fyrir hugskotsjónum sem land,
þar sem marghleypurnar
gjamma, byltingar verða í
hverri viku og allt er með leynd-
ardómsfullum og annarlegum
blæ.
Þessar húgmyndir byggjast
á algjörum ókunnugleika um
hið raunverulega ástand. Menn
gleyma því, að byltingarnar
voru afleiðing margra ára póli-
tískrar og félagslegrar kúgun-
ar, sem endi var bundinn á 1910
þegar hernaðareinræði Porfirio
Diaz var brotið á bak aftur eftir
að það hafði varað í 30 ár. Eftir
1910 hófst byltingatímabil, þar
sem barilfc var fyrir frelsi bænd-
anna og verkamannanna af klafa
stórjarðeigenda og hernaðar-
klíkunnar, sem arðrændi þá á
hinn miskunarlausasta hátt.
Þetta var blóðugt t'imabil, sem
stóð í 10 ár, vegna stöðugrar
tilrauna aflturhaldsins til að
hrifsa völdin á nýjan leik. En
að lokum var það brotið á bak
aftur í eitt skipti fyrir öll. Þátt-
ur Indíánanna í þessari frelsis-
baráttu reið baggamuninn og
afleiðingin af sigrinum varð eft-
irtektaverð umsköpun í öllu
þjóðlífi Mexíkó. Þessi róttæka
umsköpun endurspeglast í
stjórnarskránni, sem samin var
1917 í bænum Queratore.
I Mexíkó á sér nú stað hörð
þjóðfélagsleg þróun, sem er að
breytast úr úreltu og frumlegu
þjóðfélagi í þjóðfélag með stór-
fellda lýðræðislegra þróunar-
möguleika.
Það er Adi Stachlovici, mexí-
kanskur blaðamaður, sem á
str'iðsárunum hefur vérið starfs
maður í mexíkanska innanríkis-
ráðuneytinu og aðallega haft
með að gera baráttuna gegn
nazistaáróðri og njósnum, er
gefur þessar upplýsingar. Stach
lovici hefur áður komið til Norð
urlanda og kann mjög vel við
sig. Vonar hann að geta unnið
að nánari samskiptum og kynn-
ingu milli Mexíkó og Norður-
landa.
Mexíkó hefur verið and-
nazitískt síðan 1933.
Afstaða Mexíkó ;til nazis-
mans hefur verið ákveðin síðan
1933. segir hann. Lýðræðisandi
þjóðarinnar hefur verið f jarlæg-
ur og andstæður öllu, sem skylt
var nazisma. Þegar eftir árásina
á Pearl Harbour samþykkti þing
ið að taka þátt í stríðinu gegn
möndulveldunum og sem afleið-
ing af þessari stríðsyfirlýsingu
hófst baráttan gegn óvinunum
innanlands, nazstunum, og á
allan hátt veitti Mexíkó banda-
mönnum stuðning. Framleiðslan
var umskipulögð til hernaðar-
þarfa. Bandamönnum voru látn
ar 'i té miklar birgðir af járni,
silfri, kvikasilfri og öðrum málm
um, sem þeim voru nauðsynleg-
Eftirfarandi grein birtist 24. ág.
s.I. I norska þlaðinu Friheten
og er viðtal tíðindamanns hlaðs-
ins við mcxikanskan blaðamann,
sem var á ferð mn Norðurlönd.
Gefur viðtal þetta nokkra hug-
mynd um aðaldrættina í þjóð-
lífi Mexíkómanna.
ir, svo og matvælum. Auk þess
sendi Mexíkó Bandaríkjunum,
eftir samningi við þau, 200 þús.
verkamenn. Unnu þeir mikil-
vægt starf að lagningu vega til
herliðs- og hergagnaflutninga.
Miguel Aleman, liinn nýi forseti.
— Hvernig er háttað pólitísku
ásitandi í Mexíkó nú?
— Hinn 7. júlí s. 1. fóru fram
forsetakosningar og þingkosn-
ingar og bar dr. jur. Miguel
Aleman, mjög glæsilegur menta
maður, sigur af hólmi með mikl-
um meirihluta. Hann er 'i sam-
einingarflokknum, sem heitir
Pardido Revolucionario Inst-
itucional (P. R. I.), sem hefur
innan sinna vébanda öll fram-
sæknustu öfl þjóðarinnar.
Lífsferill Alemans hefur verið
mjög eftirtektarverður. Hann er
sonur hershöfðingja, sem féll í
frelsisstriðinu gegn herskörum
afturhaldsins. Hann lagði stund
lög, og varð málafærslumaður
25 ára gamall. Síðar varð hann
hæstaréttardómari og þingmað-
ur og tók öflugan þátt í bar-
áttunni gegn spillingunni í opin-
beru l'ífi. 1936 varð hann land-
stjóri í ríkinu Veracruz og þar
‘kom hann á margháttuðum um-
bótum á kjörum verkamanna og
bænda og m. a. átti mikinn þátt
í að endurbæta fræðslu og skóla
kerfi.
Stefnuskrá hans sem forseta
felst í eftirfarandi atriðum:
Endurbætur á kjörum landbún-
aðarverkamanna, djúptæk upp-
bygging iðnaðar í landinu, aukn-
ing framleiðslunnar og á sviði
utanríkismálanna að koma á
sem vinsamlegustu sambandi
við allar lýðræðisþjóðir.
Ölæsinu skal útrýmt.
— Það hafa alltaf verið 'í Mexí
kó menn, sem hvorki eru læsir
né skrifandi?
— Já, stór hundraðshluti þjóð
arinnar er ólæs, þrátt fyrir það,
að á síðari árum hafa verið
byggðir margir skólar. Til þess
að vinna bug á ólæsinu, samdi
þáverandi forseti, Manúel Avila
Camacho, í samráði við- þingið
lög, sem skylda þá, sem læsir
eru og skrifandi til að kenna
hinum ólæsu. Sérhver læs borg-
ari verður að geta sýnt það, að
hann hafi a. m. k. kennt einum
manni að lesa. Árangurinn af
þessum lögum hefur verið stór-
felldur. Til þess að sýna þetta,
skal ég tilfæra eitt dæmi. Á
fupdi, þar sem saman voru
komnir mörg þúsund bændur,
sem nýlega höfðu lært að lesa,
stóð einn þeirra, 65 ára að aldri,
upp og sagði: Það er undarleg
tilfinning, eftir að hafa lifað
svona mörg ár eins og blindingi,
að sjá nú allt í einu dagsbrún
rísa. Mér finnst eins og ég sé ný-
fæddur.
Baráttan um olíuna
— Af hvaða ástæðum voru
olíulindirnar gerðarj upptækar,
sem vakti svo mikla athygli er-
lendis á árunum fyrir styrjöld-
ina?
— I f jölda ára höfðu amerísk,
ensk og hollenzk auðfélög nýtt
olíulindirnar í Mexíkó til hins
ýtrasta á grundvelli sérleyfa, er
þeim höfðu verið veitt. I samn-
ingunum við þessi lönd var
ákvæði um endurbætur á launa-
kjörum og vinnuskilýrðum
verkamannanna. En hin erlendu
ríki sýndu enga viðleitni til að
standa við þetta ákvæði. I odda
skarst í byrjun árs 1938, þegar
verkalýðsfélögin undir forystu
Vicente Lombardo Toledano
tóku upp beinar samningaum-
leitanir við olíufélögin, til að
reyna að fá þau til að standa við,
skuldbindingar sínar. Þáverandi
forseti, Lazaro Cardenas lét
málið til sín taka og setti olíu-
félögunum úrslitakosti. Vakti
hann athygli þeirra á grein í
stjórnarskrá Mexíkó, sem kveð-
ur á um, að engin auðæfi í jörðu
megi vera í eign útlendinga. —
Þegar félögin ekki vildu láta
undan og uppfylla þessar kröfur
var lýst yfir, að ríkið tæki olíu-
lindirnar eignarnámi og að olíu-
félögin skyldu fá grei'tt það fé,
sem þau höfðu lagt í olíuvinnslu-
stöðvarnar.
Þessi einarða framkoma
Mexíkóstjórnar vakti stórkost-
lega athygli og sýndi erlendum
ríkjum það, að mexíkanska
þjóðin væri engir þrælar, sem
hægt væri að traðka á.
Ol'iufélögin svöruðu aðgerð-
um stjórnarinnar með því að
lýsa yfir banni á mexíkanskri
olíu, en smám saman komst
þetta í eðlilegar skorður, og var
það ekki hvað sízt að þakka
sanngjarnri afstöðu Roosevelts
forseta.
Eftir eignarnámið voru olíu-
lindirnar settar undir stjórn
nefndar, sem skipuð var fulltrú-
um stjórnarinnar og verka-
manna og eru þær það ennþá.
Ágóðinn rennur ekki lengur til
útlendinga, heldur fellur mex'í-
könsku þjóðinni í skaut. Afleið-
ingin er bætt efnahagsafkoma
og hún hefur leitt af sér blómg-
un menningarlífsins.
Litauðug þjóðleg menning.
— Hin mexíkanska menning
byggir á miklum sögulegum
erf ðum ?
— Fornmenning Mexíkós á
rætur sínar meðal Maja og Az-
1 teka, þjóðfloklka, sem höfðu
skapað hjá sér menningu á mjög
háu stigi, þegar Spánverjar
komu og brutu landið undir sig.
Eftir komu Spánverjanna ruddi
hin kaþólska spánska menning
sér til rúms. Nútíðarmenning
Mexlikó er runnin af þessum
tveim sögulegu rótum og hefur
smám saman fengið á sig sterk-
an þjóðlegan blæ. Sem dæmi má
nefna málaralist Diego Riveras,
sem leitar viðfangsefna í lífi
Indíánanna, en er þó jafnframt
í anda nútíma listskynjunar. —
Meðal beztu verka hans1 eru
veggmyndirnar í stjórnarhöll-.
höllinni 'í Cceravaca, þar sem
saga Mexíkó er tjáð á glæsi-
legan, listrænan hátt.
— Að hverju vinnur Rivera
nú?
— Hann heldur áfram að lifa
sig inn í kjör og hugmynda-
heim Indíánanna, 'til þess að
geta lýst því í sígildum formum.
Annar heimskunnur listamaður,
Orsoco, leggur sig ennþá meir
fram um listræn form, en sækir
viðfangsefni s'in einnig í hið
sama litríka umhverfi.
— Og bókmenntirnar?
— Þær eru minna kunnar á
alþjóðavettvangi en málaralist-
in og hljómlistin. Hjá rithöf-
undunum kemur fram sama við-
leitni til að gefa verkum sínum
hinn sérkennilega þjóðlega blæ.
Þetta orsakar að vísu, að verk
þeirra eru ekki eins aðgqngileg
til þýðinga á erlend mál, en
^ *
r» ■ zJ&œitii-r:
PÓLSK BYLTING
Útgefandi:
PÁLMI H. JÓNSSON
Akureyri.
Fyrir stuttu síðan er komin á
bókamarkaðinn bók, sem heitir
Pólsk bylting, eftir sænsk-
pólska skáldkonu, Marika
Stiernstedt, þýdd af Gunnari
Benediktssyni. Bók þessi, sem
er tæpar 190 blaðsíður lýsir
ástandinu 'i Póllandi nokkru
eftir að Rauði herinn og pólskar
hersveitir, æfðar í Rússlandi, og
pólskir frelsisvinir höfðu frelsað
Pólland undan hinni hræðilegu
martröð þýzkra nazista. Bókin
lýsir í stuttu en mjög skýru máli
ástandinu í landinu; þeim stór-
felldu breytingum, sem verið er
að framkvæma. Til dæmis skipt-
ingu stórjarða aðalsins á milli
bændanna, þjóðnýtingu stór-
iðnaðarins, uppbyggingu Var-
sjárborgar, sem mun vera verst
útleikin allra þeirra borga, sem
Þjóðverjar hertóku. Þá eru 'í
bókinni mjög góðar lýsingar á
þeim stórfelldú umbrotum á
öllum sviðum þjóðlífsins, sem nú
eiga sér stað 'í þessu margum-
deilda landi. Þarna eru stuttar
lýsingar af mörgum forystu-
mönnum hins nýja Póllands. —
Við lestur þessarar bókar kemst
lesandinn ekki hjá því að fyllast
hatri og fyrirlitningu á þeim
myrkravöldum, sem hafa átt
mestan þátt í því, að þessi gáf-
aða og sérkennilega þjóð skuli
hafa hlotið slík grimmdarörlög
og hlutskipti hennar varð, ekki
um tugi ára, heldur aldir. Les-
innanlands hafa t. d. rithöfund-
ar eins og Ruben Romero og
Lopez Fuentes, svo að tvö nöfn
séu nefnd, vakið mikla athygli.
Hvað hljómlistina snertir, verð-
ur henni bezt lýst með því að
segja, aðvhún sé litauðug hljóm-
list, þrungin l'ifsgléði. Þung-
lyndisleg lög eru.varla til. Tón-
list og nautaöt eru þjóðarástríð-
ur. Allar stéttir þjóðfélagsins
sækja hljómleika.
Ég vildi gjarnan segja meira
frá hinni blómgandi menningu í
Mexíkó, en ég vona, að það líði
ekki á löngu áður en Norður-
landabúar fá að kynnast henni
af eigin reynd. Svo'er nefnilega
mál með vexti, að við höfum
fyrirætlanir um listsýningar og
fl. á Norðurlöndum og æskjum
þess eindregið, að svipaðar sýn-
ingar til kynningar menningu
Norðurlanda verði haldnar 'i
Mexíkó. 1 Mexíkó verður vart
við mikinn áhuga fyrir Norður-
löndum, högum þeirra og menn-
ingu og ég þori að fullyrða, að
við vitum meira um ykkur en
þið okkur.
Eftir að hafa gefið okkur
þessa smásneið, sem ég fyrir
hönd lands míns hlaut að taka
til mín með nokkrum kinroða,
kvaddi Adi Stachloviei mig. —*
Sjálfur er hann glæsilegur full-
trúi hins fflamsækna Mex'ikó,
þessa unga lands með hinar
miklu vonir og traust á fram-
'tíðinni. Það var lærdómsríkt að
hitta hann.
andinn hefur það þó á tilfinn-
ingunni, að þrátt fyrir allar
ógnir og skelfingar styrjald-
anng, þrátt fyrir kúgun rúss-
neskra keisara og aðalsmanna
og þrátt fyrir kúgun innlends
afturhalds á árunum milli hinna
tveggja styrjalda, mun nú vera
í fyrsta skipti ’i sögu Póllands
að verða stórkostleg umbreyt-
ing, sem sé hrein bylting.
Alþýðan í borg og sveit,
menntamenn ásamit fjölda ann-
arra einstaklinga úr öllum
stéttum, hafa undir forustu
glæsilegra foringja hafizt handa
um að byggja upp nýtt Pólland;
fyrir fólkið sem byggir það.
Kristmann Guðmundsson, er
skrifar eftirmála við .bókina,
segir: ,,En því þótti mér bókin
merk, að ég þekkti höfund henn-
ar að sannsögli og því, að hún
ljær aldrei nema réttu máli fylgi
sitt.“ Ég tel, að allir, sem hafa
áhuga á því, sem: nú er að gerast
'i Póllandi, ættu að lesa bókina.
Mætti þá svo fara, að eitthvað
af því moldviðri og þeim óhróðri
sem þyrlað hefur verið upp í
sambandi við Pólland og önnur
lönd í Austur-Evrópu, sem að
mörgu leyti eru á líku þróunar-
skeiði pólitískt og Pólland,
skýrðust fyrir athugulum les-
anda, að minnsta kosti þeim,
sem ekki eru fyrirfram haldnir
af and-sósíalistiskum sltoðunum
og fordómum.
Leiðréttine:
I kauptaxta Þróttar, sem
gildir fyrir septembermánuð
hefur misprentast einn liður
kauptaxtans. Er það eftirvinna
í skipavinnu, á að vera 14,21 í
stað 14,71. Þetta eru menn góð-
fúslega beðnir að athuga.
Þróttur.