Mjölnir

Tölublað

Mjölnir - 18.12.1946, Blaðsíða 1

Mjölnir - 18.12.1946, Blaðsíða 1
 TAPAZT HEFUR svartur köttur, hvítur á tríni, bringu og löppum. Skilist gegn fundarlaunum í Grundargötu 20. fl 55. tölublað. 9. árgangur. Miðvikudaginn 18. dea. 1946 . i ! v f EIGA BÁTARNIR AÐ LIGGIA BUNDNIR VFIR VERTÍÐINA ROTTUGANGURINN I BÆNUM Eins og um var getið í síðasta Mjölni, var fyrir nokkrum dög- um lagt fram frumvarp til laga í neðri deild Alþingis, að til- hlutan atv.málaráðherra um ráðstafanir vegna framleiðslu og útflutnings á afurðum báta- útvegsins. Frumvarpið var lagt fram af minnihluta fjárhags- nefndar Einari Olgeirssyni, þar eð meirihlutinn, fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins neituðu að flytja frumvarpið. Aðalatriði frumvarpsins eru eins og áður hefur verið getið, að ríkisstjórnin ábyrgist sjó- mönnum og bátaútvegsmönn- um 65 aura verð á kg af ýsu og þorski slægðum með haus, og að verð á öðrum tegundum fiskjar, verði í samræmi við þetta. Ennfremur, gerðar verði samsvarandi ráðstafanir til þess að tryggja afkomu hrað- frystihúsanna. Orsakirnar fyrir frumvarpinu eru þær, að eins og sakir standa, og að óbreyttum að- stæðum, er ekki annað sjáan- legt en að vélbátaflotinn verði ekki gerður út í vetur, liggi bundinn við bryggjurnar. —* Landssamband islenzkra út- vegsmanna og samtök hrað- frystihúsanna hafa hvort í sínu lagi lýst því yfir, að á meðan allt sé í óvissu með sölu á af- urðum sé ómögulegt að gera út eða vinna að hagnýtingu fiskj- arins með núverandi tilkostnaði, sem stórum hefur aukizt með hækkun á v'ísitölunni, sem átt hefur sér stað frá síðustu ver- tíð. Ennfremur er það stað- reynd, að hlutur sjómanna á vél bátaflotanum, hefur ekki stað- ist samjöfnuð við það er verka- menn í öðrum atvinnustéttum hafa borið úr býtum. Er þó eigi nema eðlilegt, að sjómenn leiti í aðrar atvinnugreinar sérí lagi ef kjör þeirra rýrnuðu, sem raunverulega ætti sér stað, ef fiskverðið stæði í stað eða jafn- vel lækkaði, um leið og vísitalan hækkar, eins og átt hefur sér stað, miðað við síðstliðna ver- tíð. Vegna tregðu ýmissa ráða- manna í þjóðfélagi voru hefur meginlandsmarkaðurinn, og þó sér í lagi Rússlands-markaður- inn verið sorglega vanræktur, og voru þó sölurnar til Sovét- ríkjanna í ár ein aðaluppistað- an í afkomu vélbátaútvegsins. Hinsvegar voru gerðar ítarlegar ráðstafanir til þess að selja einni helztu fiskveiðaþjóð í Evrópu, sem sé Bretum, fisk- 'framleiðslu vora með þeim ár- angri, sem alþjóð manna er kunnugt um. Kominn er 10% verndartollur á ísvarða fiskinn, samhliða stórlækkuðu verði, svo togararnir sigla þangað yfirleitt með tapi. Ennfremur eru verð- tilboðin í hraðfrysta fiskinn þannig, að ekki er nokkurt við- lit, að fiskframleiðsla með þennan markað fyrir augum geti borið sig. Var þó Bretum á sínum tíma seld mest öll lýsis- framleiðsla vor við mjög hóf- legu verði, með það fyrir aug- um, að þolanlegt verð fengist þá fyrir ísvarðan og hraðfryst- an fisk. Er nú svo komið þess- um afurðasölumálum vorum, að nú, tæplega mánuði fyrir ver- tíð, ríkir fullkomin óvissa um verð eða yfirleitt sölu á aflan- um. Hafa þó borizt fyrirspurnir frá Sovétríkjunum um þessar afurðir, sem lítt eða ekki hefur verið sint. Má í þessu sambandi segja, að hefði utanríkisráð- herra vor sýnt jáfnmikinn á- huga fyrir að leysa afurðasölu- ( Framliald á 3. síðu ). Út af smágrein ,er ég skrifaði í 48. tbl. Mjölnis þ. á. um af- urðaverð, birtist all löng grein í 22. tbl. Einherja, og virðist þar sannast hinn gamli máls- háttur, að „sök bítur sekan.“ Er þessi Einherjagrein í þeim til- gang skrifuð að bera blak af þeim, er ég benti á, að væri óþarfur milliliður með slátur- afurðir, sem er Kjötbúð Siglu- fjarðar. Skal þetta nú rökstutt betur en áður hefur verið gert, úr því ‘tilefni er gefið, þó ég hinsvegar' ætli ekki að fara að elta öll rökþrotin í Einherja- greininni. Hann telur, að Kjötbúðin hafi haft kr. 1,05 á slátur í sölulaun, en hér er sagður aðeins hálfur sannleikur og skal það rökstutt hér og sýnt fram á, að þó vilj- inn sé góður hjá greinarhöfundi verður getan eftir málefninu. Slátur er keypt inn á kr. 11,20, mör á kr. 9,30. Nú þarf i slátur svo nokkur blóðmör sé, 2 kg. af mör. Kostar þetta inn frá bóndanum kr. 29,80, en út er þetta selt til okkar á kr. 33,75 og hefur þá milliliðurinn kr. 3,95 fyrir hvert slátur, sem LÆKN ASKIPTI Enn er svo komið fyrir okkur Siglfirðingum, að við höfum misst góðan lækni. Þórarinn Guðnason er nú farinn héðan eftir tæpt tveggja ára starf. Allir, sem honum kynntust, munu sakna hans, bæði sem læknis og manns. Þórarinn er á förum til útlanda til framhalds- náms nú eftir áramótin. Eg vil lifa í þeirri von, að við eigum eftir að njóta hæfileika Þórarins á læknasviðinu, þá er hann kemur heim aftur. Vegna læknaskorts 'í bænum, hefur stjórn sjúkrasamlagsins tekizt að fá ungan læknir, Jón Hjaltalín Gunnlaugsson, sem nú er að ljúka námi við Lands- spítalann, til að gefa kost á sér til starfa hér. Enn er þó ekki búið með öllu að ganga frá samningum, en þeir eru það langt komnir, að litlar líkur eru til þess, að ekki verði af þeim. Eitt vandamál ■í þessu sam- bandi er þó óleyst; er það hús- pláss fyrir hinn væntanlega lækni, sem er fjölskyldumaður. Væri æskilegt, að þeir, sem læsu þetta, vildu benda stjórn sjúkrasamlagsins á íbúð, ef þeir kynnu að vita um til úrlausnar þessu máli. er selt í heilu lagi. En svo er mikið selt sundurskipt, og er þá verðið þannig: Haus kr. 6,50 lifur og meðfylgjandi á kr. 6,50, ristill á kr. 1,00, vömb á kr. 0,75, eða samtals á kr. 14,75. Er þá hagnaður af þessu kr. 3,55 án mörs. Nú er venjulega slátr- að eftir að haustslátrun er hafin um 300 á dag, en oft all- mikið fleira, skulum við nú áætla, að helmingur af slátrum seljist í heilu lagi, en hinn helm- ingurinn sundurskiptur, og verð ur þá milliliðaverðhækkunin til okkar, sem kaupum þessar af- urðir kr. 1125,00 á dag eða ef slátrun stendur yfir í einn mán- uð (26 daga) þá fær millilið- urinn ekki minna en kr. tuttugu og níu þúsund tvö hundruð og fimmtíu krónur, og er þá eftir ágóði af sölu þess mörs, sem hlýtur að verða óseldur eftir daginn ef sala fer fram eins og að framan greínir. Þá er þessi mikla eftirspurn eftir hausum og lifur, sem greinarhöfundur lætur svo mikið yfir, en ekki hefur það selst svo upp, að ekki sé á boð- ( Framhald á 3, síðu ), Allmikill uggur er nú í mönnum, og hefir raunar verið um nokkurn tíma, vegna að- gerðaleysis bæjarstjómar í því að útrýma rottum úr bænum. Þessi uggur fer dagvaxandi, og ekki að ástæðulausu, því nú má sjá heilu rottuhópana á göt- um bæjarins, og má slíkt vart teljast sæmandi, þó okkur Sigl- firðingum sé margt boðið. — Bæjarbúar byggðu nokkra von um úrlausn þessa máls, þegar fjárhagsáætlun bæjarins kom fyrir augu almennings eftir langa og ekki síður stranga sálaráreynslu bæjarstjórnarinn- ar með kr. 1500,00 til eyðingar á rottum, en það er líka það VINNAN Vinnan, tímarit Alþýðusam- bands íslands, októberhefti þ.á., er komin út fyrir alllöngu. Efni hennar er þetta helzt: Verkefni og viðhorf, forystu- grein, eftir Guðmund Vigfús- son, Herstöðvamálið; Sýnd veiði en ekki gefin, eftir Júlíus Jó- hannesson; Verkakvennasam- tökin í Vestmannaeyjum 20 ára (með myndum); Brauð gulu þjóðanna, eftir Juri Semjanoff; Framhaldssagan, af alþjóða- vettvangi, sambándstíðindi, skákdálkur, kvæði kaupskýrsl- ur. Fors'iðumyndina tók Halldór E. Arnórsson: Lax að stökkva. Tímaritið vinnan er málgagn Alþýðusambands íslands og verkalýðsfélaganna. Það er eitt af beztu og læsilegustu tíma- ritum landsins, ávallt vandað að frágangi og málfarið yfirleitt ágætt, enda hefur ritstjóri þess Karl Isfeld ekki fyrir löngu hlotið verðlaun fyrir að rita góða íslenzku. Fyrir verkamenn og aðra, er ekki hafa gerzt áskrifendur Vinnunnar af því, að þeir hafa talið það ,of mikil útgjöld, er rétt að athuga þetta: Árgangur Vinnunnar er ca. 4—500 les- málssíður, myndskreyttur og prentaður á góðan pappír en kostar þó ekki nema 24,00 kr. eða kr. 2,00 á mánuði. Þegar tekið er tiilit til bókaverðs og verðs annarra tímarita verður Vinnan eitt af allra ódýrustu ritum, sem út koma og er auk þess málgagn allra launþega og verkalýðs í landinu. Gerist kaupendur að Vinn- unni nú strax. Snúið ykkur til skriístofu Þróttar eða Alberts Einarssonar, Hlíðarveg 44. Vinnan inn á hvert verka- mannsheimili, það er takmarkið. eina, sem gert hefur verið í því efni og ekkert útlit fyrir, að hafizt verði handa í þessu efni, því að rétt mun hað hermt, að féð sé eytt. Hvort það hefur verið notað til veizluhalda eða annars veit ég ekki, en hitt er staðreynd að mikill ófögnuður er að þessum rottugangi, að við slíkt verður ekki unað. Rott- urnar eru orðnar það aðgangs- harðar i þessari góðu tíð, að dæmi eru til þess, að þær hafa nagað sundur spöld á útidyra- hurðum íbúðarhúsa, yfir eina - nótt, og þannig komist inn í húsin. Þó má búast við harðari aðgöngu er veður versna. Það verður því að vera krafa' til bæjarstjórnar, og það ófrávíkj- anleg, að þegar verði gerðar ráð stafanir til þess að eyða rott- unum sem allra fyrst. Því eftir því sem lengra líður mun verkið vera erfiðara og dýrara og óþægindi bæjarbúa sívaxandi. Þar að auki er hin mesta sjúk- dómshætta í sambandi við það, að þessi dýr koma úr holræsum bæjarins með ýmiskonar óþrif, sem þangað er að sækja og vaða beint inn í íbúðir manna, og í þann mat, sem þær finna. Ætti bæjarstjórnin að líta á rottu- útrýmingu setm menningarmál, því hvert bæjarfélag, sem hefur bæ sinn fullan af rottum hlýtur að vera á lágu menningarstigi. Bæjarbúi. Sjómannablaðið „VÍKINGUR" Jólablað Sjómannablaðsins Víkingur er nýkomið út og hef- ur það borizt blaðinu. Er það hið myndarlegasta í alla staði, um 90 lesmálssíður og prýtt fjölda mynda. Blaðið hefst á langri og ýtar- legri grein eftir ritstjórann Gils Guðmundsson um hvalveiðar við ísland, fylgja greininni fjöl- margar myndir varðandi efni hennar. Nokkrar smásögur eru í blaðinu, Upprisa, eftir Þórleif Bjarnason; Maðurinn, sem eng- inn vildi dæma, eftir Guðmund G. Hagalín; Manntap ....? eftir Sigurð Brynjólfsson. Af greinum má nefna: Flug milli hnatta, eftir Grím Þor- kelsson, Blómagarður á hafs- botni (með ágætum myndum); K. AFURÐAVERÐ

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.