Mjölnir - 12.02.1947, Blaðsíða 1
Aðalf undur
Hestainannafélagsins ,Glæsir“
verður haldinn í Gildaskálanum
n. k. sunnudag kl. 2. e. h.
Af sérstökum ástæðum eru
félagsmenn ámintir um að f jöl-
menna á fundinn.
STJÓRNIN
Aðalfundur
Verkamannafelagsins
Próttar
Síðastl. föstudagskvöld var
aðalfundur haldinn í Verka-
mannafélaginu Þrótti. Gjaldkeri
félagsins, Þóroddur Guðmunds-
son las upp reikninga féíagsins,
Alþýðuhússins og „Hjálparsjóðs
Þróttar", og gaf skýrslu um
fjárreiðurnar, en formaður
Gunnar Jóhannsson, flutti
skýrslu um starfsemi ársins að
öðru leyti.
Félagsmannatala Þróttar er
nú rétt um 600. „Hjilparsjóð-
urinn“ hefur aukizt um kr.
10.383,15 og er nú 26.608,78. —
Félagssjóður — að meðtöldum
hluta félagsins í Alþýðuhúsinu,
er nú kr. 81.034,63 og hefur
aukizt um kr. 15.142,18, eru
eignir félagsins þá samtals kr.
107.643,41 eða kr. 25.525,33
meiri en á aðalfundi í fyrra. Fé-
lagið sagði upp samningum í
byrjun síðasta árs og gerði nýja
kjarasamninga. — Samningar
þessir voru mjög góðir, t'íma-
kaup hækkaði samkv. þeim úr
kr. 2,42 í kr. 2,70. Eftirvinna
varð með 60% álagi á dagvinnu-
taxta í stað 50% áður, og aðrir
liðir taxtans hækkuðu flestir í
svipuðu hlutfalli, au'k þess feng-
ust ýmiskonar hlunnindi frá því
sem áður var. Það stóð í miklu
stappi að fá fram þessa glæsi-
legu samninga. Samninganefnd
og félagsstjórn voru mjög harð-
ar í horn að taka við atvinnu-
rekendur og varð sú einarða
framkoma ásamt góðri mála-
fylgju, til þess, að samningar
náðust um þessar miklu kjara-
bætur, án þess að til verkfalls
þyrfti að koma.
Hækkunin, sem fékkst með
þessum samningum, nemur
fyrir hvem verkamann hér á
Siglufirði síðastliðið ár milli tvö
og þrjú þúsund krónur.
Ársgjaldainnheimta og starf-
semi félagsskrifstofunnar hefur
verið í góðu lagi, og stjórnin á
félaginu síðastliðið ár verið með
fyrirhyggju og áræðni, enda
giftusamlega tekizt.
Aðalfundurinn samþ., að
hækka ársgjöld félagsmanna úr
kr. 50,00 í kr. 75,00, en kr. 10,00
af ársgjaldinu ákyldu renna til
„Hjálparsjóðs Þróttar." Á fund-
inum kom fram mikill áhugi
fyrir að hækka „Hjálparsjóð-
inn.“
Eins og blaðið hefur áður
skýrt frá, náðist ekki samkomu-
lag í uppstillinganefnd félags-
ins um uppástungur í trúnaðar-
stöður. Minnihlutinn (J. Möller)
kom þó ekki fram með neitt
minnihlutaálit og engir félags-
menn gerður breytingartill. við
till. meirihhitans, Var listinn því
sjálfkjörinn. Stjórn félagsins
skipa nú þessir menn:
Gunnar Jóhannsson, form.
Pétur Baldvinss., varaform.
Þóroddur Guðm., gjaldkeri.
Hreiðar Guðnason, ritari
Guðm. Jóhannesson.
Trúnaðarm.ráð, auk stjórnar
skipa þeir:
Guðjón Þórarinsson
Óskar Garibaldason
Þórhallur Björnsson
Jóhann G. Möller
Jón Jóhannsson
Jónas Björnsson
Steingrímur Magnússon
Kristján Sigurðsson
Jóhann Malmquist
Maron Björnsson
Einar Indriðason
Páll Ásgrímsson
Kristinn Guðmundsson
Guðlaugur Sigurðsson
Hallur Garibaldason
Deildir félagsins kjósa einn
mann hver í trúnaðarmannaráð
Flestir, sem hafa náð eignar-
haldi á húsi eða annarri fast-
eign, hafa það í huga, að halda
því 'i góðu lagi hvað viðhald og
hirðusemi snertir, en þó virðist
vera undantekning á þessu, er
gengið er út Hvanneyrarbraut-
ina og sundlaug bæjarins blasir
við manni. Gat maður séð þar
við. Gat þar að líta s.l. sumar
sundlaug fulla af óhreinu vatni,
og ráðamönnum bæjarins ekki
að þakka, þó eigi hlytist af stór-
slys, þegar börn voru að leika
sér við laugina. Var það því
einu að þa'kka, að barn, sem
datt í vatnið s.l. sumar var
bjargað, að menn voru að vinna
stutt frá og urðu þess varir.
Annars hefði orðið þarna dauða-
slys og hverju hefði bæjarstjórn
eða framkvæmdavald bæjarins
svarað til? Ekki virðist þetta
hafa vakið ábyrgðartilfinningu
þeirra, sem eiga að sjá um
þessa þörfu eign bæjarins.
Ekki veit ég með vissu, hver
aðallega á að sjá um sundlaug-
og hefur blaðið ekki fregnað
hvað þeim kosningum líður.
Eftir hin venjulegu aðalfund-
arstörf hófust umræður, um
hvort segja skyldi upp kjara-
samningum við atvinnurekend-
ur. Flestir sem töluðu virtust
hallast að því að segja samning-
unum upp. Mun þetta stafa af
því aðallega, að menn telja rétt-
ast að hafa félagið ekki bmidið
með samningum, þar sem ýmsar
breytingar geta liæglega orðið á
næstunni, einnig er talsverður
hugur í mörgum félagsmönnum
að fá fram nokkrar breytingar
til batnaðar á samningunum.
Aðstaða frá því, sem var i
fyrra er nú mjög breytt og eru
margir verkamenn áhyggjufulli
út af því.
Fundurinn stóð fram yfir
miðnætti og var hinn f jörugasti
með köflum. Margir fundar-
menn voru þó leiðir yfir mál-
þófi Jóhanns Möllcr, en andlaus
munnræpa þess pilts er að verða
hrein plága á Þróttarfundum og
félagsmönnum öllum til sárra
leiðinda. I fundarlok var samþ.
að halda ársháhíð félagsins og
skipa nefnd til að sjá um undir-
búning hennar.
Þróttur er í dag eitt f jölmenn
asta verkalýðsfélag landsins,
utan Rv'ikur; hefur hæsta kaup-
taxta á landinu, og er rekin af
fyrirhyggju og miklum myndar
skap. Mjölnir óskar félaginu til
hamingju með hið giftusamlega
starf síðastliðið ár og væntir
þess, að hann verði ætíð það
fyrirmyndarfélag, sem það er
nú.
ina, en að öllum líkindum er
það allsherjamefnd, sem allar
fasteignir bæjarins búa undir,
og er bæjarstjóri formaður
hennar.
Nú í vetur safnast klaki og
snjór þarna fyri'r og veldur
ótvírætt storskemmdum, sem
hægt hefði verið að fyrirbyggja
ef manndómur hefði verið það
mikill að hleypa vatninu út og
hreinsa þann litla snjó, sem
komið hefur þar í vetur. Að
þessu hirðuleysi er bæði skömm
og skaði. Skömm fyrir bæjarfé-
lagið, sem búið er að leggja
stórfé í þessa eign, og skaði
fyrir þá bæjarbúa, sem vilja
hafa til að notfæra sér þá hollu
og fögru 'íþrótt sem sundið er.
Væri fróðlegt að fá svar við
því hjá háttvirtum bæjarstjóra
hvað bæjarstjórn hefur gert til
ráðstöfunar því, að börn, sem
ljúka sínu fullnaðarprófi við
barnaskólann n.k. vor og þurfa
að skila sundprófi til að fá
fullnaðarprófskírteini, sem veit-
ir þeim rétt til inngöngu í aðra
skóla, geti innt af hendi sund-
próf. Það er ekki vansalaust,
ef foreldrar þurfa að fara þá
leið að kosta börn sín á aðra
staði til að læra sund, úr því að
sundlaug er til á staðnum.
Það er álit fróðra manna 1
íþróttamálum, að það eigi að
grynna laugina að austan svo
vatnsmagnið minnki, setja þá
niður rafhitunartæki og hreinsi-
tæki, sem nauðsynlegt er.. En
þetta er ekki nóg, og á það hefur
verið bent hér í blaðinu, að það
þarf að yfirbyggja laugina, og
þá fyrst kemur hún að fullum
notum yfir allt árið. Væri það
ekki æskilegt fyrir börnin, að
geta, þá er þau eru búin í skól-
anum, skroppið út í laug og
fengið sér gott bað og hress-
andi hreyfingar í vatninu, áður
en þau hefja nám undir næsta
dag. Erfiðismaðurinn, sem ekki
hefur haft aðstöðu til að læra
sund að nota sína frítíma, þó
ekki væri nema einu sinni í viku,
og þá búðar og skrifstofufólk,
sem inni er alla daga við störf
sín, og fól'ki, sem vinnur á skrif-
stofum, þess full nauðsyn að fá
tækifæri að halda við stælingu
vöðvanna, og þá er sundið það
æskilegasta.
Það sem bæjarstjórn verður
nú að gera og það án dráttar,
er að fá innflutningsleyfi fyrir
trjávið og sementi til yfirbygg-
ingar sundlaugarinnar og gera
ráðstafanir til að láta byggja
hitunartæki. Það er það eina,
sem um er talandi í sambandi
við þetta mál. Nú munu ein-
hverjir spyrja, hvar á að taka
fé ? Það eru margir Siglfirð-
ingar, sem vilja og getu hafa
til að styrkja þetta mál, ef séð
verður að eitthvað á að gera
sem framtíð er í, og má þar
benda á, að hér í bæ er starf-
andi félag, sem í nokkur ár, einn
ákveðinn dag, hefur safnað
myndarlegri upphæð, sem
geymd er á góðum stað og
bíður þess, að eitthvað það, sem
framtíð er í, verði gert fyrir
sundlaugina.
Siglfirðingar! Iþróttamálin
sérstaklega þeirra ungu. Vinn-
eru- mál allra bæjarbúa og þó
um öll að góðu máli, þá verður
hér yfirbyggð sundlaug næsta
vetur.
KAUPTAXTI
Verkakvennafél. Brynju við
hraðfrystiliúsavinnu frá 1. febr.
til 1. marz 1947:
Dagvinna ...... kr. 5,89
Eftirvinna ...... — 10,18
Helegidagavinna . — 12,72
STJÓRNIN
Sundlauílin
5. tölublað ,10. árgangur
Miðvikudagur 12. febrúar 1947.
Kosning í stjórnir
S. R. og síldar-
niðursuðuverk-
smiðju ríkisins
Á fundi í Sameinuðu Alþingi
í fyrradag voru eftirtaldir
menn kosnir í stjórn SR til
'næstu þriggja ára:
Þóroddur Guðmundsson
Sveinn Benediktsson
Júlíus Havsteen
Eysteinn Jónsson
Erlendur Þorsteinsson
Varamenn:
Haraldur Guðm., skipstj.
Jón L. Þórðarson
Elías Þorsteinsson
Jón Kjartansson
Finnur Jónsson
Skipun í stjórn Síldarsuðu-
verksmiðju ríkisins:
Dr. Jakob Sigurðsson
Kristmar Ólafsson
Snorri Stefánsson
Stjórn Tunnuverksmiðju rík-
isins hefir nýlega ráðið Már
Einarsson sem framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins.
t
Úlafur Vilhjálmsson
bókari
Síðastliðinn föstudag var til
grafar borinn, Ólafur Vilhjálms
son, bókari 'i sparisjóði Sigluf j.
Ólafur heitinn lézt af slysför-
um, datt í stiga Gildaskálans og
kom með höfuðið á miðstöðvar-
ofn. Meiðsli urðu svo alvarleg
að hann beið bana nokkrum
klukkustundum síðar. Lengst af
æfinnar dvaldi Ólafur hér á
Siglufirði og var því talinn einn
af hinum „gömlu Siglfirðingum"
Hann var vinsæll maður og vel
látinn og mun öllum Siglfirðing-
um þykja mikil eftirsjá í hon-
um. — Mörgum trúnaðarstörf-
um hefur Ólafur gegnt hér í
bænum og tekið virkan þátt í
margskonar félagslífi. Ólafur
lætur eftir sig ekkju og 6 börn.
Kona hans var Svava Jóhanns-
dóttir. — Það er sárt að sjá á
bak góðum dreng, manni á bezta
aldri, sem maður vænti, að
ætti eftir að vinna mörg góð
verk.
V.