Mjölnir


Mjölnir - 06.08.1947, Síða 1

Mjölnir - 06.08.1947, Síða 1
Frú Guðrún Brunborg sýnir í £icflufyariart>íc miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 9 hiua frægu mynd: » Englandsfararnir Bönnuð börnum innan 16 ára. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Miðvikudaginn 6. ágúst 1947 28. tölubiað 10. árgangur Foringjar Alþýduflokksins í gapastokknum Flœktir í eigin mótsögnum og ósannindum 1 síðasta „Neista“ er grein um verkfallið við síldarverk- smiðjurnar, þar sem höfundar V reynir að afsa.ka framferði hægri manna Alþýðuflokksins hér í deilunni, en tekst svo óhönduglega, sem líka er von, að í raun og verii sannar haim enn betur en orðið er hve rök- þrota þessir menn eru í því máli og að þeim er orðið ljóst sjálf- um, hve skammarleg framkoma þeirra var. Kunnugir telja, að grein þessi * Síldarskip tapar bátum og nót 1 hvassviðrinu fyrir síðustu helgi tapaði m.s. Auður frá Akureyri báðum bátunum ,og síldarnótinni með. Skipið var á leið til Krossanes og vár hlaðið af síld, svo að það gat ekki tekið upp bátana. Var skammt eftir í var þegar þetta vildi til. Tjónið er mjög tilfinnanlegt. Þegar vinnsla hófst í síldar- verksmiðjunum og formaður Þróttar fór að rannsaka hvernig framfylgt væri lögboðnum og samningsbimdnum skilyrðum um öryggisútbúnað og aðbún- að við vinnuna, kom í ljós, að 1 þeim efnum var ýmsu ábóta- vant í gömlu verksmiðjunum. Það vantaði hlífar á tannhjól, einangrun á heit rör, loftræsting var ónóg og hiti af þessum sök- um miklu meiri en þurfti að vera o.fl. þvílíkt. Hinsvegar reyndist allur slíkur útbúnaður í nýju verksmiðjunni í full- komnu lagi. Formaður Þróttar hefir snúið sér til verksmiðju- stj. og krafizt þess, að þetta yrði lagfært. Hefir verksmiðju- stjórn nýlega samþykkt á fundi að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu og.mun nú vera byrjað á gð koma þessu í lag. Þess er að sé eftir Helga þann Hannesson, sem þeyttist milli verkalýðsfé- laganna norðanlands meðan á verkfallinu stóð í þeim óhugn- anlegu erindagerðum fyrir and- stæðinga verkalýðsins að reyna að sundra samheldni verkfalls- manna og skipuleggja verkfalls- brot. Að vísu skiptir minnstu máli, hver greinina hefir skrif- að, en hitt dylst engum, sem hana les, að höfundurinn er orð- inn svo ruglaður og rökþrota í málinu, að hann veit ekkert, hvað hann á að segja, svo full er greinin af vitleysum, v'isvit- andi ósannindum og bjálfaleg- um mótsögnum. Höfundur byrjar á gömlu tuggunni, að verkfallið hafi verið stórkostlegur tekjumissir fyrir siglfirzka verkamenn. — íslenzkur verkalýður hefir vafa- laust aldrei háð verkfall svo að ekki hafi verið japlað á þessu af andstæðingum hans. En hvernig skyldi nú vera ástatt fyrir verkalýðnum, ef slík mót- bára hefði verið tekin til greina. Auk þess er fullyrðingin um tekjumissi verkam. vegna þessa vænta, að því verði lokið sem fyrst, því nóg er slysahættan samt og hitasvækjan fyrir þá, sem þama vinna, þó framfylgt sé tilskyldum ákvæðum um ör- yggisútbúnað og loftræstingu. Vélaeftirlit ríkisins virðst ekiki vera sérlega vel á verði í þess- um efnum. Þetta slæma ástand í öryggis- útbúnaðinum er, eins og fleira af því tagi, afleiðing af því bú- -skussalagi, sem viljað hefir loða við verksmiðjustjórn, að láta aldrei byrja nógu shemma á að undirbúa verksmiðjurnar fyrir vertíð. Hvemig væri að taka upp þann sið að byrja strax að lok- inni vertíð að undirbúa verk- smiðjurnar fyrir þá næstu. Þá ætti að vera tryggt, að þær væru í fullkomnu lagi þegar vinnsla hefst aftur. verkfalls að mestu leyti upp- spuni. Sannleikurinn er sá, að allir verkfallsmenn gátu fengið vinnu annarsstaðar, og var meira að segja oft erfitt að fá menn til vinnu um það leyti. Þá tekur höf. að ræða um það hvort verkfall Þróttar hafi verið nauðsynlegt til styrktar verka- lýðsfélögum utan Siglufjarðar, og svarar því þannig: ,,Að vísu er þetta einnig rangt, þar sem til boða stóð af hálfu stjórnar S.R. að sam- þykkja sömu kjör við verksmiðj una á Raufarhöfn og Skaga- strönd.“ (Sömu kjör og á Siglu- firði). Þetta er hreinn uppspuni, sem höf, grípur til út úr vandræð- um. Slíkt tilboð kom aldrei fram fyrr en í lok deilunnar og þó IIM ÁFENGISMAL Mér datt í hug, þegar ég leit í síðasta ,.Siglfirðing“ og sá, að hann var farinn að ræða um áfengismál og verja framkomu ríkisstjórnarinnar í þeim mál- um, að þeir, sem að því blaði standa væru vart heppilegir leið- sögumenn uppvaxandi æsku- lýðs. Eg vil minna þá á, að við myndun fyrrverandi stjórnar féll það í hlut Finns Jónssonar að fara með yfirstjórn áfengis- mála. En þó Finnur drægi ekkert úr sölunni, síður en svo, þá fannst ráðámönnum Sjálfst. flokksins áfengissalan þó of lítil, og á fyrsta starfsári stjórnar- innar hrifsuðu þeir stjórn áfeng ismálanna úr höndum Finns og fengu Pétri Magnússyni. Síðan hefir sala áfengis aukizt hröðum skrefum. Vorið 1946 var fyrir forgöngu Áka Jakobssonar samþ. með öllum atkv., nema Péturs Magn- ússonar, í rikisstjórn að loka áfengisútsölunni hér í Siglufirði yfir síldveiðitímann. En það var sá sami Pétur, sem sveikst um, að framkvæma þessa samþykkt, óátalið af flokksmönnum hans. Af þessu má marka áhuga Sjálfstæðisfl. fyrir baráttu gegn áfengisbölinu. X gegn harðri andstöðu einka- verksmiðjueigendanna. Höfundur finnur líka,. að hann er kominn út á hálan ís með þessari fullyrðingu og reynir að ná fótfestu með ann- ari fullyrðingu, en flækir sig þá í eigin mótsögnum og fellur. Hann segir: „Verkfullið í Siglufirði var tvimælalaust óþarft og skulu nú færð að þ\i full rök.“ Og svo koma ,,rökin“. Eftir að hafa farið nokkrum fleiri orðum um, að verkfall Þróttar hafi verið óþarft, og sjálfsagt hefði verið að ganga strax að tilboði stjórnar S.R. segir svo: „Með samningunum við stjórn síldarverksmiðjanna batt Þrótt- ur sér engan bagga inn það að gera ekki samúðarverkfall, ef með þyrfti til styrktar starfs- bræðrum sínum og félögum út á landi. Síðar gat Þróttur með löglegum fyrirvara, ef á þurfti að halda tilkynnt stjórn Síldar- verksmiðjanna. að hann myndi hefja samúðarverkfall, sem ekki myndi linna fyrr en kröfur sambandsfélaganna væru að fullu og öllu teknar til greina." (Það verkfall hefði víst ekki valdið neinum tekjumissi). Hér höfum við fengið „full rök“ fyrir þvi, að óþarft var að gera verkf. Það var sem sé óþarft að gera verkfall öðrum félögum til styrktar vegna þess að hægt var að gera samúðarverkfall sömu félögum til styrktar. — Mannauminginn hefir þarna farið í gegnum sjálfan sig, sem kallað er. Honum er vorkunn Lýsisleiðsla bilar Sl. sunnudag sprakk rör í leiðslu frá lýsisgeymi S.R.’46, rétt við geymisvegginn. Rann út talsvert af lýsi, 10—15 tonn á að gizka, áður en ménn tóku eftir þessu og gátu lokað fyrir rennslið. Svo óheppilega vildi til, að öryggisloka, sem er við upp- tök leiðslunnar inni í geyminum var opin þegar þetta vildi til. Annars hefði ekkert lýsi runnið út þó þessi bilun yrði. Mestum ■ hluta lýsins hefir verið náð upp aftur. Heilræði til „pabbadrengjanna“ í Siglfirðingi. Litlu pabbadrengir! Þyggið af mér fáein heilræði og bendingar. 1) Haldið áfram skrifum ykkar í sama stól og undanfarið, þá (ekst ykkur fullkomlega að gera blaðið að bezta skopblaði landsins, enda hefur flestum, er lesið hafa síðustu tbl. Siglfirð- ings gleymst að til væru jafn góð blöð og „Góðan dagipn“ og „Spegillinn“. 2) Haldið áfram að telja ykkur trú um, að innan Æ.F.S. séu allt gamalmenni, þá gætuð þið líka eit.v. sparað ykkur heila síðu í Siglfirðing. því varla borgar sig að „spandera" heilli síðu af áróðursefni á fólk, sem komið er á grafarbakkann, eða er það máske svo ? . 3) Reynið að fá Morgunblað- ið til þess að bera virðingu fyrir landslögum og hætta að óvirða íslenzka tungu og menningu með þv'í að óhlýðnast reglum lögboðinnar ísl. stafsetningar, og skrifa ,,jeg“ í stað „ég“ o.s.frv. Það er sorglegt að „stærsta og útbreiddasta blað landsins" skuli vera lögbrjótur og sýna tungunni óvirðingu. 4) Hvetjið alla ykkar fylgj- endur til þess að fara ekki éftir jafn pólitízkum (!) og „komm- únistiskum“ auglýsingum í Þjóðviljanum og þessi er: „Munið að skrifa á manntal alla þá, sem eiga heimili í húsinu. Gleymið ekki að skrifa þá, sem eru fjarverandi við nám eða vinnu. Munið, að þeir, sem ekki komast á manntal, geta misst kosningarétt.“ (Þessa auglýs- ingu töldu „pabbadrengirnir“ eitt bezta dæmið um óþjóðrækni og ólöghlýðni Þjóðviljans og sósíalista yfirleitt). 5) Hafið bara þökk fyrir að minnast á barnasögu Þjóðvilj- ans. Eg veit um mörg börn, sem hafa leitað uppi eldri blöð af ÞjóðViljanum til þess að ná í upphafið á þessum sögum, sem þið vöktuð athygli á. Hafið líka þökk fyrir að hjálpa til við að útbreiða lesefni „Æskulýðssíð- unnar.“ 6) Haldið áfram við að skrifa Minningargreinar umlátin æsk^u- lýðsfélög. Þið hafið þá næga æfirrgu til að skrifa ærlega minn ingargrein um F.U.S. þegar það hefur tekið andvörpin, því þetta fjör, sem þið hafið verið að státa af undanfarið minnir mik- ið á sprikl og dauðateeygjur skepnu, sem er að gefa upp andann. Kannske þetta fjör sé líka tilkomið af örfandi „spraut- iun“ frá Heimdalli? Æ.F.S.-féIagi Endurbætur á ■ öryggisútbúnaði í S.R.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.