Mjölnir


Mjölnir - 06.08.1947, Qupperneq 2

Mjölnir - 06.08.1947, Qupperneq 2
2 M J ö L N I R < HVAÐ SEGJA HIN SLÖÐIN | MJÖLNIR J _ VIKUBLAÐ — .. k Útgefandi : j Sósíalistafélag Sigluf jftrðar Símar 194 og 210 Blaðið kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson / Afgreiðsla Suðurgötu 10. J Siglufjaröarprentsmiöja h. f. í Úreiðan í stjórn bæjarins Hér í blaðinu hafa að undan- förnu birzt nokkrar greinar um þá óreiðu og athafnaleysi, sem nú ríkir í stjórn bæjarfélagsins. Greinar þessar hafa að vonum vakið talsverðar umræður í bænum, sérstaklega þykir mönn um ískyggilegt hið slæma fjár- málaástand bæjarins og sú óreiða og vanskil, sem skapast hafa í tíð núverandi bæjar- stjóra. Jóhann G. -Möller reynir að bera blak af bæjarstjóranum í „Neista“ nýlega og þeim f jórum bæjarfulltrúum, sem að honum standa. Vörn Jóhanns er ákaf- lega veik og er í rauninni aðeins undirstrikun á því, sem hér hefir verið sagt um þessi mál. Hann vill telja bæjarstjóranum og hinum óábyrga meirihluta bæjarstjórnar það til afsökunar, að þeir hafi þó framkvæmt ýms nauðsynjaverk, sem áður hafi verið búið að ákveða. Annað hvort væri nú, að bæjarstjórnin hefði ekki bókstaflega haldið að sér höndum og hvergi sést, að hún væri til. Fyrr gat það nú orðið illt en ekkert væri aðhafst. Um hitt þegir hann, af eðlileg- um ástæðum, sem er þó eitt- hvert alvarlegasta atriðið, að bæjarstjórinn og hinn óábyrgi meirihluti eru með dugleysi sínu og óreiðu í málefnum bæj- arins að skapa þá fjármála- óreiðu og vanskil hjá bæjarfé- laginu, sem hlýtur að hafa mjög ískyggilegar afleiðingar, ef ekki verður tekið mjög bráð- lega í taumana. Ráðning núverandi bæjar- stjóra var knúin fram af Al- þýðuflokknum í andstöðu við sósíalista, með beinum stuðn- ingi Framsóknar og óbeinum stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Það er enginn málefnasamning- ur í gildi milli þessara flokka til að starfa eftir, öll stjórn þeirra á bænum einkennist af tilviljun- um og ábyrgðarleysi. Það er þess vert, að bæjar- búar fylgist vel með þessum málum og beiti áhrifum sínum til þess að ráðin sé bót á þessu ófremdarástandi. GREIN UM síldarverðið og f 1. greinar bíða næsta blaðs. Foringjar Alþýðuflokksins í gapastókknum (Framliald af 1. síðu) þó hann reyni að telja sjálfum sér trú um að hann fari hér með full rök, það verða áreiðanlega’ engir aðrir, sem halda því fram. 1 þessu sambandi er vert að minnast þess, að fyrir verkfall Þróttar, eða meðan á því stóð, kom engin tillaga frá Alþýðu- flokksmönnum um samúðarverk fall. Eina tillagan, sem gæti tal- izt eitthvað í þá átt var frá Gísla Sigurðssyni rétt 'fyrir verk fallið þess efnis, að Þróttur gengi þegar að tilboði stjórnar S.R., en neitaði ad skrifa undir samninga fyrr en samið hefð verið við hin félögin. Holl tillaga eða hitt þó heldur. Viss leið til þess að Þróttur hefði verið dæmdur í háar fésektir. Þeir hafa verið sólgnir í það hægri menn Alþýðuflokksins nú í seinni tíð að fá Þrótt dæmdan í sektir. Það efast víst enginn um það, og sízt aðstandendur ,,Neista“, að þó Þróttur hefði farið þá leið að semja strax og hefja síðan samúðarverkfall með hin- um félögunum, að gangur máls- ins hefði orðið alveg sá sami, nema hvað aðstaða verkalýðs- félaganna hefði verið heldur veikari. Hægri menn Alþýðu- flokksins hefðu jafnt fyrir því rekið sína 5.-herdeildarstarfsemi í félaginu, og Helgi Hannesson hefði þá alveg eins og hann gerði nú í sumar, flækst á milli félaganna norðanlands í þeim er indagerðum að reyna að sundra samtökum verkfallsmanna. Ætli samúð hans með norðlenzkum verkamönnum hefði ekki orðið eitthvað svipuð og ,,samúð“ þess félags, sem hann er formaður '1, Baldurs á Isafirði, gagnvart Dagsbrúnarmönnum ? Og skrif- in í ,,Neista“ hefðu orðið ósköp svipuð, jafn aulaleg og mót- sagnakennd. Þá hefði bara verið sagt, að Þróttarforustan hefði fórnað hagsmunum siglfirzkra verkamanna með því að leiða þá út í pólitískt samúðarverk- fall, sem valdið hefði verka- mönnum óhemju tekjumissi en engum ávinningi. Hitt hefði verið nær að lpggja út í verk- fall til að knýja fram hagsbætur fyrir félagsmenn og styrkja um leið starfsbræður á öðrum stöð- um o.s.frv. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að Þróttur fór rétta leið i 'þessum málum. Áður hefir Þróttur alltaf samið sérstaklega og á undan. Þá hefir líka alltaf farið svo, að hin smærri félög hafa ekki náð líkt því eins góð- um kjörum og Þróttur. Nú hefir það tekizt í fyrsta sinn. í umræddri ,,Neista“-grein segir, að Þróttarforustan hafi gengið ,,á gefin loforð um að leggja samningsuppkast við stjórn Síldarverksm. fyrir Þróttarfund“. Það er eins og geðbilaður maður eða blindfull- ur hafi skrifað þetta. Hver ein- asti Þróttarfélagi og raunar aJllir bæjarbúar vita, að þetta samningsuppkast var oftar en einu sinni lagt fyrir fund 1 Þrótti og afgreitt samkvæmt Þrótti og afgreitt samkvæmt vilja meirihluta fundarmanna. Það er óþarfi að tína til fleiri ósannindi og mótsagnir úr skrifum ,,Neista“ til að sýna fram á óheilindi hægri manna Alþýðuflokksins og rökþrot þeirra í þessu máli. — Flestum mun nú orðið ljóst og þeim einnig; að svikastarfsemi þeirra gegn Þrótti og verkalýðsfélög- unum í heild í umræddri deilu bar þann eina árangur, að hindra fullkominn signr Þróttar. Athæfi þessara manna allt í þessum málum er svo níðings- iegt og lubbalegt, að allar til- raunir þeirra til að klóra yfir skömm sína af því eru tilgangs- lausar og gera það eitt að verk- um, að opinbera enn betur en orðið er vesalmennsku þeirra og eymd, eins og umrædd grein ber glöggt vitni. Þeir eiga nú um ekkert annað að velja en að skammast sín og reyna að bæta ráð sitt í framtíðinni, eða týna því litla trausti og áhrifum, sem þeir enn kunna að hafa meðal siglfirzkrar alþýðu. Verð á síldarmjöli innanlands Eftir því sem blaðið hefur frétt, mun stjórn SR nýlega hafa ákveðið að selja síldar- mjöl um 10 kr. lægra á sekk en fæst fyrir það erlendis. Er það að sumu leyti ágætt ef hægt er að selja landsmönnum innl. af- urðir á lægra verði en fæst fyrir þær á erl. markaði. Hinsvegar skýtur þetta nokkuð skökku við verðlagningu á öðrum innl. af- urðum eins og kjöti, smjöri o.fl. Éru sumar landbúnaðarvörur seldar með margföldu því verði, sem fæst fyrir þær erlendis. Föstudaginn 18. júlí lést hér á sjúkrahúsinu Stefán Guð- mundsson múrari, Eyrargötu 27 hér í bæ. Stefán var starfsmaður mik- ill; féll helzt aldrei verk úr hendi enda vandist hann ungur við að vinna. Var það sjómennskan, sem hann fyrst lagði fyrir sig þó ungur væri, eða rétt um fermingu, en þörfin kallaði til að veita hinum öldruðu foreldrum hans stuðning, enda var fullur vilji fyrir hendi til þess, og þó oft drægi upp skuggaleg ský á sjómannsárum hans, var ætíð að finna hjá Stefáni hinn stóra kost, sem var hin létta og hressandi framkoma. Þegar árin færðust yfir, fór með hann eins og svo marga úr hans byggarlagi, að hann leitaði gæfunnar út fyrir sína heima- sveit, og var þá Siglufjörður valinn sem dvalarstaður. — Er öllum hér kunnur hinn dag- farsgóði og drenglundaði sam- ferðamaður okkar, sem eftir all- margra ára vanheilsu hefur nú verið hrifinn hinni sterku hendi dauðans. Er hér kveðinn all þungur harmur að ættingjum og vinum Stefáns, en þó sérstaklega eftir- lifandi konu hans og börnum, því heimilið sitt lék hann við og lifði fyrir. Skagfirðingur í 10. tbl. „Siglfirðings" 17. f.m. er spurt: „Hver er munurinn á Áka Jakobssyni og Snorra Sturlu- syni? Já, mörgum kann að finn- ast kjánalega spurt, og það er það vissulega. (leturbr. Mjölnis) Þó verkfallið næði til Snorra Sturlusonar, náði það ekki til Áka Jakobssonar, sá er m. a. munurinn.“ Vafalaust munu allir sam- mála blaðriturum „Siglfirðings“ að spurning þeirra sé kjánaleg og yfirleitt öll þeirra skrif. En að þeir skuli benda á þetta að fyrra bragði, sýnir þó, að þeim er ekki alls varnað. Kristján Sturlaugsson ritar greinarstúf í síðasta „Neista“ og segir þar m.a. um ritsmíðar blaðsins: „Hinar skeleggu og rökföstu greinar um verkalýðsmál, sem TUNNUR ' Til sölu eru ca. 200 tunnur frá síðastliðnu ári, ónotaðar. TTJNNU VERKSMIÐ J A SIGLUFJARÐAR Sportbuxur f. dömur Stígvélaleistar Sportjakkar Nærfatablúnda Plastik-belti Buxur — Peysur Vesti Peysur o. fl. o. fl. Verzl. Túngötu 1 Herpinætur Til sölu er djúpnót og grunn- nót, báðar í góðu standi MÁR EINARSSON Síldarþró springur Nýlega sprakk veggur í síld- arþró SRP og flæddi síldin út á síldarplan Pólstjörnunnar. Er nú búið að gera við skemmd- irnar. þeim svíður svo mjög undan þeim Mjölnismönnum, eru ekki mitt ritsmíði.“ Það veitir sannarlega ekki af að benda lesendunum á, að rit- smíðar Neista séu skeleggar og rökfastar. Það myndi áreiðan- lega annars fara fram hjá þeim. I sama tbl. er alllöng grein á for- síðu um verkalýðsmál og er að vísu framtekið í henni, að hún sé rökföst, en allir aðrir en ,,Neista“-menn munu álíta greinina einhverja mestu end- emis rakaleysu, sem í þv’i blaði hefir birzt, og er þá mikið sagt. Líklega væri ráð fyrir aðstand- endur ,,Neista“ að reyna að vekja enn meiri athygli á rök- festu sinni í verkalýðsmálum, t.d. með því að láta allar greinar um það efni heita: „Skelegg og rökföst grein um verkalýðsmál“ Nýjar vörur: Telpnakápur á 2—6 ára --- 8—10 ára Drengjakápur á 8—12 ára ---- 12—16 ára Brjóstalialdarar Herravesti Dömubelti (Plastik) Gúmmíhanskar o. fl. o. fl. AÐALBUÐIN h. f. VIL SELJA Viðtæki og Pianóharmoníku Afgr. vísar á NÍJI-BIO sýnir miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 9: DULARFULLA HÓTELIÐ Afar spennandi mynd. Fimmtugsafmæli Frú Pálína Færseth, Norður- götu 12B, er 50 ára í dag. Matsvein og nokkra háseta vantar á b.v. ELLIÐA umsóknir sendist Togaranefnd Siglufjarðar

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.