Mjölnir - 06.08.1947, Page 3
Valentín Sérnepanov:
Ég var reistur upp frá dauðum
„Eg gleymi aldrei deginum
þeim, þegar ég var drepinn",
sagði Valentin. Við sátum niður
við ána Oka hjá Dérsinsk og
spjölluðum saman.
Eg hefði vafalaust tekið þetta
sem lélega fyndni, hefði ég ekki
verið búinn að heyra lítilsháttar
um atburðinn áður. Og ég var
ekki sá eini, sem hafði heyrt
það. Allstaðar í Sovétríkjunum
hafði fólk heyrt söguna af þvi,
hvernig þessi hávaxni og
hrausti hermaður þafði verið
reistur upp frá dauðum af
prófessor Vladimír A. Negovskí.
Negovskl hafði gefið skýrslu um
þennan undraverða atburð. En
þetta var í fyrsta skipti, sem
hinn tuttugu og þriggja ára
gamli Valentín sagði sjálfur
frá því, hvernig það væri að
vera dauður.
„Nei, ég gleymi aldrei deg-
inum þeim, endurtók Valentín.
Þetta var 3. marz 1944. Eg vann
við útvarpsstöð herdeildarinnar.
Herdeild okkar var í útjaðri
Vítébsk og útvarpsstöðin var
falin í djúpum skurði úti á
snæviþaktri sléttunni. Þýzka
stórskotaliðið hafði haldið uppi
skothríð á okkur allan morgun-
inn. Um tvöleytið jókst eld-
hr'iðin ennþá meir, og nú hófst
þolkeppni milli stórskotaliðs
okkar og óvinanna. Eg steig út
úr útvarpsbílnum til að athuga
hvað væri að gerast, og rétt í
þvi heyri ég ógurlega spreng-
ingu skammt frá.
Eg leit í kringum mig. Á að
gizka í 100 metra fjarlægð reis
upp þétt reykský og í sömu and-
ránni h .yri ég sprengingu fyrir
aftan mig. Mér gafst tæpast
tími til að sjá hvað þar væri að
gerast, áður en ég varð að
fleygja mér niður. Síðan missti
ég meðvitund.
Þegar ég vissi af mér aftur,
var ég á sama stað. Það var
eins og lamið væri með hamri
inni 'í hausnum á mér. Gegnum
móðu sá ég, að snæviþaktir
runnarnir í kring höfðu verið
rifnir upp af sprengjubrotum.
Þá skyldist mér að þriðja
sprengjan hefði sprungið í
skurðinum rétt hjá mér. — Eg
reyndi að standa á fætur og
hlaupa en gat ekki hreyft mig.
Særður, — hugsaði ég, en fann
þó ekki til verulegs sársauka.
Eg man, að liðþjálfinn kom til
mín; að ég var borinn burt og
settur upp á vörubíl, og að mér
leið hræðilega á meðan bíllinn
skókst með mig á frosnum her-
flutningavegunum tímum sam-
an, þangað til við komum að
herstöðvaspítalanum.
Inn í græna spítalatjaldinu
var hlýtt og notalegt. Birkibút-
arnir snörkuðu í ofninum. Eg
fókk bolla af vatni og renndi
niður nokkrum dropum. Það var
mjög gott.
Mig langaði að sofa, því mig
verkjaði í líkamann af þreytu,
eins og eftir langan erfiðisdag.
Eg fékk mér aftur sopa og fann,
að svefninn, blessaður svefninn
var að aíga á mig.“.
% Rétt fyrir stríðslok særðist
Valentín Sérnepanov, óbreyttur
hermaður í Rauða hemum, ál-
varlega og dó á herspítala við
Vítébsk í Hvíta-Rússlandi. —
Dauða hans bar upp á sama
tíma og uppgötvað var, að liægt
er undir vissum kringmnstæðum
að vekja dauða menn til lífsins
aftur.
í þessari grein segir Valentin
sjálfur norskum fréttamanni
hina furðulegu sögu um dauða
sinn og afturhvarf til lífsins.
Þetta var endirinn á fyrra
lífi Valentíns, hvað meðvitund
snerti. Eg hætti hér frásögn
hans, til þess að skýra frá at-
vikum, sem hann fékk ekki vitn-
eskju um fyrr en s'iðar. Hann
var skorinn upp við hættulegu
sári í vinstri mjöðm eftir
sprengjubrot. Hann dó meðan
á uppskurðinum stóð, að
minnsta kosti álitu læknarnir á
herstöðvaspítalanum svo. Púls-
inn var hættur að slá, enginn
andardráttur, enginn hjartslátt-
ur, sjáöldrin þanin út, engin
merki um líf.
En það vildi svo til, að þetta
var á herstöðvaspítalanum, í
hinu eyðilagða þorpi, Kosékino,
þar sem prófessor Vladimír
Negovskí starfaði að tilraunum
við að vekja dána menn til lífs.
„Þrem og hálfri mínútu eftir
að púls og andardráttur höfðu
hætt, byrjuðu tilraunimár við
endurlífgunina," segir Negovskí
í skýrslu, sem hann sendi mér.
Aðferðin, sem við notuðum er
þessi: Við gáfum honum blóð,
blandað adrenalín og glucose, og
á meðan á því stóð var fram-
kallaður andardráttur með sér-
stöku áhaldi, sem dælir lofti inn
í lungun.
Hjartað fór að slá einni mín-
útu síðar og andardráttur byrj-
aði eftir 3 mínútur. Það var þó
tæpast hægt að verða þess var
fyrst í stað. Að einrii klukku-
stund liðinni komu fyrstu ein-
kenni meðvitundar í ljós.“
Nú látum við Valentin halda
áfram sögu sinrii, eins og hann
sagði mér hana röskum tveim
árum eftir dauða sinn og „upp-
risu“.
„Eg man ekki hversu lengi ég
svaf, hélt hann áfram og varð
snöggvast hugsi. Það var eins
og hann væri að reyna að rifja
upp það, sem skeð hefði. Eg man
alls ekkert frá þessari nótt
þarna. Hið fyrsta sem ég minn-
ist var, að einhver laut yfir mig.
Eg heyrði þýðlega rödd, gem
sagði: „Valentín". Eg reyndi að
rísa upp en fann einhversstaðar
til sársauka. — „Hvernig líður
þér?“ spurði . röddin. „Vel,“
svaraði ég.
Eg fór að velta því fyrir mér,
hvar ég myndi vera, minntist
þess, að ég hafði særzt og tók
nú eftir þvi, að ég sá alls ekkert.
„Hafa augun í mér eyðilagst?“
spurði ég skelfdur.
Sama kvenmannsröddin svar-
aði hughreystandi: „Nei, alls
ekki. Vertu ekki hræddur, aug-
un þin eru óskemmd.“
Eg trúði henni ekki. Eg hugs-
aði: Eg er orðinn blindur, hún
er að blekkja mig. Það dunaði í
eyrum mér, en heyrnin var í
lagi. Eg heyrði aðra hljóða, —
heyrði umgang og raddir. Lækn-
ir talaði við mig og reyndi að
sannfæra mig um, að sjónin
væri í lagi Svo kom einhver,
sem þau kölluðu prófessorinn og
ég fann, að kaldir, grannir fing-
ur hans opnuðu augnalok mín.
„Gefið honum blóð,“ sagði
rödd í myrkrinu. Svo sneri
röddin sér að mér: „Þú munt fá
sjónina aftur,“ sagði hún.
Nokkrar mínútur liðu. Eg
heyrði umgang fólks, sem kom
og fór. „Krepptu hnefana”,
sagði einhver. Eg hlýddi. Vöðv-
arnir í handleggnum kipptust
við af sársauka og eitthvað kalt
smaug út um líkamann. Það fór
kuldahrollur um mig og ég
sagði, að mér væri kalt. Þau
dúðuðu mig og bundu um hand-
legginn,
Ég gleymdi óttanum við að
verða blindur. Það var aðeins
eitt, sem ég gat hugsað um og
óskað eftir og það var hiti.
Tíminn silaðist áfram, hver
m'inúta var eins og helköld ei-
lífð. En smám saman fór mér
að hlýna.
Hræðslan kom aftur. „Segðu
mér, hvort ég muni fá sjónina
aftur,“ sagði ég við hjúkrunar-
konuna. „Segðu mér alveg satt.“
„Þú munt fá sjónina aftur,“
sagði hún hughreystandi. „Próf-
essorinn segir það“.
EÍagurinn var mjög lengi að
líða. Eg þreifaði eftir mjöðm-
inni, en fann ekki annað en
málmumbúðir. Hugsunin um að
verða blindur kvaldi mig. „Þú
verður að reyna að sofna,“
sögðu þau í sífellu.
Eg sofnaði að lokum og vakn-
aði við rödd hjúkrunarkonunn-
ar, sem spurði, hvort ég sæi
nokkuð. Nei, alveg sama þó ég
finndi hitann af rafmagns-
lampa fast við andlitið. Mér var
þvegið og fékk aftur blóðgjöf.
Sami jökulkuldinn heltók mig
aftur. Það leið mjög langur
tími þar til mér varð aftur heitt.
„Hvaða dagur er 1 dag“,
spurði ég.
„Fjórði marz.“
Hjúkrunarkonan sat við rúm-
ið mitt, þegar ég varð þess allt
í einu var, að ég sá móta fyrir
matskeið í gegnum einhverja
gráa þoku. Þetta var venjuleg
alúmskeið. Smátt og smátt fór
ég að greina fallegt andlit. Það
var kvenmannsandlit.
Þegar ég var orðinn þess vís,
að ég myndi fá sjónina aftur,
gat ég farið að hugsa um, hvað
fyrir mig hefði komið. Eg mundi
hvernig ég hafði særzt, að ég
var fluttur á spitala og hafði
sofnað. Þegar ég vaknaði
aftur var kominn annar
dagur, fjórði marz. Eg
hafði sofið alveg draumlaust
alla nóttina og vissi hvorki í
þennan heim né annan, þegar ég
vaknaði. Mér var sagt, að ég
hefði særzt af sprengjubroti í
mjöðminni — ekkert annað.
Sjónin batnaði stöðugt. 6.
marz var mér enn gefið blóð, og
eftir það fékk ég fulla sjón. En
þá um kvöldið hækkaði hitinn
skyndilega og prófessorinn
sagði, að ég hefði fengið lungna-
bólgu. Þeir fóru að gefa mér
sulfalyf.
Prófessor Negovskí hefir
gefið skýringu á hinni tíma-
bundnu blindu. Valentíns. Trufl-
unina á sjóninni teiur hann af-
leiðingu af því, að heilafrum-
urnar hafi ekki fengið næringu
þennan stutta t'ima, sem blóð-
rás og öndunarfæri störfuðu ekki
en hafi svo fljótlega farið að
starfa eðlilega á ný. Hið endur-
lífgaða líffærakerfi kemst ekki
i eðlilegt horf undir eins. Það
tekur nokkurn tíma áður en öll
líffæri eru farin að starfa eðli-
lega. Meðan á því stendur verð-
ur að berjast harðri baráttu
fyrir lífi sjúklingsns. Valentín
fékk margskonar sjúkdóma
meðan á þessu stóð, og það gerði
baráttuna fyrir l'ifi hans svo
miklu margþættari en ella.
Starfsfólkið vakti dag og nótt
við sjúkrabeð Valentíns meðan
á þessu stóð. Sprengjurnar lýstu
upp himininn rétt hjá, en við
hugsuðum minna um það,
heldur en hvernig Valentín
reiddi af.
Látum nú Valentín halda
áfram: „Eg hafði slæma matar-
lyst, Mér var aftur gefið blóð.
Hið eina sem ég hafði lyst á
var saltmeti. Saltsíld var dá-
samleg. I marga daga var ég
ákaflega máttfarinn. Eg bæði
sá, heyrði og gat talað, en ég
var tilfinningalaus fyrir neðan
hné.
Þann 20 .marz var ég fluttur
í venjulegt sjúkrahús. Hjúkr-
unarkonan Valja Búkmjakova,
sú, sem hafði vakið mig 4. marz,
heimsótti mig þar. Hún sagði
mér, að ég hefði verið dauður,
að 'nafn mitt hefði méira að
segja verið komið á skrá yfir
dána, en að prófessorinn hefði
vakið mig aftur til lífs.
Þegar ég heyrði þetta, fór ég
að hugsa alvarlega um það og
reyna að athuga, hvort ég væri
nokkuð öðruvísi en áður. Eg
komst að þeirri niðurstöðu, að
ég væri varla nokkuð breyttur.
Þann 21. apríl var ég fluttur
með flugvél til sjúkrahúss 'i
Moskva og síðar til taugasjúk-
dómadeildar við hina læknis-
fræðilegu rannsóknarstofnun
Ráðstjórnarríkjanna. Þar var
ég frá 4. maí til 9. sept. og lærði
þar að nota aftur fætuma, fyrst
með hækjum og síðan án þeirra.
Eg varð þess var, að „dauð-
inn“ hafði áhrif á minnið. Þegar
ég gat farið að lesa, tók ég eftir
því, að þegar ég var búinn að
lesa eina blaðsíðu, mundi ég
ekki lengur hvað stóð efst á
henni.
En eftir að hafa verið undir
umsjá prófessors I. N. Grasch-
enkóvs og aðstoðarmanna hans,
færðist minnið smám saman í
eðlilegt horf.
í september var ég orðinn al-
bata og kvaddi með þökkum
prófessor Graschenkov og pró-
fessor Negovskí, sem þá var
einnig kominn á þessa stofmm.
Síðan fór ég heim til fjölskyldu
minnar í Dzersinsk.
Eftir tveggja og hálfsmán-
aðar hvíld ákvað ég að reyna
að láta mér eitthvað verða úr
öðru lífi mínu og hóf nám við
Gorkí-verzlunarskólann.
Það höfðu þar allir mjög
mikinn áhuga fyrir mér, því þeir
höfðu heyrt um „dauða“ minn
og „upprisu". En mér fannst
•ég ekki vera neitt frábrugðinn
öðru fólki. Eg var ekkert að
hugsa um það, að ég hefði verið
„dauður“. Eg hafði trú á lífinu,
þess vegna stundaði ég námið
af kappi og iðkaði íþróttir jafn-
framt. Eg var kosinn formaður
í íþróttafélagi skólans og tók
þátt í skíðakappgöngu um vet-
urinn. Mér finnst gaman að
dansa, spila á götar og mandólín
og í einu orði sagt, finnst mér
dásamlegt að lifa.
Læknar og aðrir, sem ég
þekki, spyrja mig oft hvernig
riaér hafi fundizt það að vera
,,dauður“. Þeir búast venjulega
við merkilegu svari. Þegar ég
svara þeim á þann hátt, sem ég
er vanur, setja þeir upp furðu-
svip og yppta öxlum. Hvernig
ég svara þeim? Svona: „Eg
særðist, sofnaði og vakn-
aði. Og fyrst ég er nú orðinn
heilbrigður ^ftur, þá kæri ég
mig ekkert um að reyna að
muna það, sem gerðist".
Valentín tók málhvíld. Síðan
brosti hann og sagði: „En ég
get sagt þér fréttir. Eg ætla
bráðum að gifta mig“.
Prófessor Negovskí, sem
skrifað hefir 2 bækur um
reynslu s'ina af endurlífgun við
vígstöðvarnar, segir: „I raun og
veru er ,,ripprisa“ Valentíns ekki
sérlega merkilegur læknisfræði-
legur atburður. Það er aðeins
þetta, að flestir deyja aftur eftir
stuttan tíma.
Fyrstu 6 mínúturnar eftir að
meðvitund er farin og andar-
dráttur og hjarta hætt, eru
ákaflega þýðingarmikill tími. Á
þessum tíma hefir líffærakerfið
ekki tekið neinum þeim breyt-
ingum, sem ekki er hægt að
lækna. Hjartað getur jafnvel
tekið aftur til starfa eftir lengri
tíma, en heilinn þolir ekki, að
blóðrásin stöðvizt lengur en 'I
6 mínútur. Endurlífgun er ekki
hægt að framkvæma ef eitt-
hvert dauðastríð hefir átt sér
stað, hættulegur sjúkdómur eða
mjög stór sár.
Við gerðum tilraun með að
endurlífga 10 menn. Við 6 þeirra
heppnaðist það, en 4 dóu aftur.“
Prófessor Negovskí álítur.að
f jölda manns, sem deyr á skurð-
arborðinu, mætti endurlífga ef
aðferð hans væri notuð. Hann
álitur einnig, að sá t'imi muni
koma, að hægt muni að endur-
lífga menn, sem verið hafi
,,dauðir“ meir en 6 mínútur.
Sem stendur er hann hreykinn
yfir hinum ágæta árangri með
Valentín og sýnir manni gjarna
bréf, sem Valentín hefir undir-
ritað þannig: „Þinn kæri fóstur-
sonur Valentín“.
★