Mjölnir - 03.12.1947, Blaðsíða 2
rræx'
MJÖLNIB
MJÖLNIR
— VmUBLAD — . .
Útgefandi :
Sósíalistafélag Siglufjarðar
Sí/nar 19i og 210
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Helgi Guðlaugsson
Blaðið kemur út
alla miðvikudaga.
Áslcriftargjald kr. 20,00 árg.
Afgreiðsla Suðurgötu 10.
^ SiglufjarSarprentsmiSja h. f.
Hnefahöggið í andit
alþýðunnar er að
skella
Á þriöja mánuð er nú síðan,
að látið var í veðri vaka, að
ríkisstjórnin væri að koma
f'ram með tillögur sínar í dýr-
tíðarmálunum. Ekki eru þessar
tillögur þó komnar fram enn,
og vitað er, að allan tímann
hefur staðið yfir liatrömm
deila í stjórnarherbúðunurn
um tillögurnar. Deila þessi
hefur aðallega staðið yfir milli
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
ftokksins , cn það liefur legið
í loftinu, að það hefur legið
tveir flokkar kæmu sér saman
um, myndi Alþýðuftokkurinn
sætta sig við, hvað svo sem það
væri. Var þetta staðfest af hin-
um nauða ómerkilega lands-
fundi flokksstjórnar Atþýðu-
flokksins, sem haldinn var á
dögunum í Reykjavík, en þar
var Stefáni Jóhanni og Emil
Jónssyni gefið fullt og ótak-
markað umboð til að gera
hvað sem þeim sýndist í nafni
flokksins.
Þrátt fyrir það, að íslenzka
þjóðin framleiðir á þessu ári
meiri gjaldeyri en nokkru
sinni áður í sögu sinni og þrált
fyrir, að þjóðin er betur búin
að framteiðslutækjum en
nokkru sinni fyrr og verð ís-
lenzkr'a afurða hærra og fer
stígandi, glymur sífelt í stjórn-
arherbúðunum sami sultar-
söngurinn og krafan um lælck-
að kaupgjald og rýrð lífskjör
atmennings.
Sósíalistaflokkurinn liefur
nú lagt frarn á Alþingi sínar
dýrtíðartillögur og fært fram
óyggjandi sannanir fijrir því,
að óþarfi er að ráðast á lífs-
kjör atþýðunnar, með ofur-
lítið réttlátara fyrirkomulagi
og rýrðum stórgróða millilið-
anna geta atvinnuvegirnir
borið sig með núverandi kaup-
gjatdi.
Ríkisstjórnin mun nú loks-
ins vera í þann veginn að
leggja fram „bjargráð“ sín,
líklega í þessari viku. Eftir
þeim fregnum, sem btaðinu
hafa borizt, er aðalefni tillagn-
anna, gengislækkun og stór-
felldur beinn niðurskurður á
kaupgjaldi.
Islenzk alþýða á svo eftir
Skammast þeir sín fyrir V.S.V. og Stef án P.?
Alltai' kemur betur og betur
í ljós, að forystumenn Alþýðu-
í'lokksins og Aþýðublaðsklíkan
hafa glatað tiltrú og trausti
lijá hinum vinnandi i'jölda í
landinu og þá ekki sí/.l unga
fólkinu.
Eitt gleggsta dæmið um
þetta er það, að ungir jafn-
aðarmenn skammast sín fyrir
skrif Alþýðublaðsins og reyna
að bera i bætifláka fyrir þau
í tímariti sínu „Árroða“.
Þann 17. okt. gerir V.S.V.
eða Hannes á Horninu að um-
talsefni áróður „kommúnista“
gegn auðvaldi og afturhaldi.
Segir þar'orðrétt: „Kommún
istar kenna það, að auðvaldið
sé sinkt og heilagt að lmgsa
um að kúga alþýðuna. -- Það
sitji ætíð á svikráðum við þjóð
ina, það sé alþjóðlegur glæpa-
félagsskapur, sem ekki þekki
nein landamæri en sameinist í
viðleitninni til að kúga verka-
lýðinn og svelta liann til lilýðni
Þetta er lygi. Skaðleg, tilhæfu-
taus lygi.“ (Leturbr. mín).
Seint í okt. kom út blaðið
„Arroði“, tímarit Samb. ungra
jafnaðarmanna. Þar er grein
eftir Guðjón Á. Sigurðsson frá
Kirkjubóli og bcr yfirskrift-
ina: Er afturhaldið að breyt-
ast? Hann ræðir fyrst lífsaf-
komu almennings og þakkar
Alþýðuflokknum þá ávinninga
sem náðst hafa, en segir, að
S j álfstæðisflokkurinn eða
ihaldið vilji eigna sér þá alla
og gefi sjálfum sér dýrðina.
Scgir síðan orðrétt: „Það
(íhaldið) gefur að vísu fögur
loí'orð fyrir kosningar, en
að gefa sitt svar við slíku
hnefahöggi í andlit sitt. —
Alþýðusambandið eru sterk-
ustu samtök á Islandi, það er
nýlega búið að halda fjöl-
mennt þing, sem svo að segja
einróma mótmælti kauplækk-
unum og öllum árásum á kjör
alþýðunnar. Þetta þing gerði
sér Ijóst, að ef til vill dugar
það ekki að láta sitja við
orðin tóm. IJið stórríka og fé-
gráðuga . .afturhald .landsins
kann sér ekkert hóf í frekju
sinni og skefjalausri ágengni
við alþýðuna. Islenzk alþýða
verður því að búa sig undir
það að svara á viðeigandi hátt
hinum ósvífmi árásum á kjör
hennar, sem nii á að gera undir
forustu ríkisstjórnarinnar. . . .
Standi aljnjðan saman um
kjör sín og hagsmuni, fylki
sér um verkalýðsf élögin og
Alþýðusambandið, eru fullar
líkur til, að afturhaldinu mis-
takizt árás sín og eigi eftir
að yðrast fégræðgi sinnar og
fólsku í garð launþeganna. Á
pólitíska sviðinu á alþýðan mi
aðeins einn másvaia, Sósíal-
istaflokkinn, svar alþýðunnar
við árásunum á ífskjör hennar
ætti að vera það, að hiin fylkti
sér sem fastast um málsvara
sinn.
framkvæmdirnar gleymast. —
Það ■ er ekki undarlegt þótt
mcnn ruglist í köilinum þegar
sjálft al'turhaldið í landinu lof-
ar giilli og grænum skógum,
og þykist eitt vera þess megn-
ugt að skapa og viðhalda mann
sæmandi lífskjörum fólksins í
landinu.
Menn spyrja og hugsa með
sér, er þessi gamli dreki að
breytast? Eða hefir hann
breýzt? Hefur hann kastað
sinni gömlu stefnu að kúga og
fæna þá, sem vinna?
Nei, góðir menn, íhaldið er í
engu breytt. Það er það sama
og fyrir 15—20 árum, þótt ekki
sé l'arið lengra. Hugsunarhátt-
ur þess er sá sami og þegar
það barði niður kröfur vinn-
andi manna 1932. Alþýðan á
að liorga það, sem.borga þarf,
hún á að vinna og framleiða,
liún á að fylla forðabúr hinna
ríku.“
Ef bornar cru saman þessar
tvær greinar, þá cr ekki hægt
að fá annað út úr þeim en
Jjetta:
ÞAKKARÁVARP
Ölluni þeim, er sýrnlu alúð og hjálpsemi í veikindum og við
fráfall móður minnar, Guðrúnar Runólfsdóttur, færi ég mínar
hjartans þakkir.
ÁSTA ÓLAFSDÓTTm
Suðurgötu 47
Ungir jafnaðarmenn skamm-
ast sín íyrir skrif og þjónkun
V.S.V. og Stefáns P. & Co. við
auðvaldið og afturhadið i
landinu. A.m.k. kjósa þeir
fremur að fá á sig „kommún-
ista“-stimpilinn en láta líta svo
út í áugum unga fólksins, að
þeir séu sammála V.S.V. um
það, að það sé ,lygi, skaðleg,
tilhæfulaus lygi“, að afturhald-
ið sé óbreytt í eðli og atböfn-
lim.
í því augnamiði að breiða
yfir skömm V.S.V. er grein
G.Á.S. skrifuð og sett í „Ár-
roða“.
Það undrar heldur engan,
þótt ungir jafnaðarmenn
gjaldi varlmg við þeim sam-
runa, sem orðinn er með for-
ystu Alþýðuí'L, Alþýðublaðsins
og öðru afturhaldi í landinu.
Bara að þcir láti sér vítin
að varnaði verða.
E.M.A.
S.R.
síldveiðin
Þegar Hilmar Kristjónsson
sagði af sér framkvæmda-
stjórastaffinu í haust, var starf
hans auglýst lausl til umsókn-
ar með umsóknarfrcsti til 25.
október. Þann dag böfðu bor-
izt umsóknir um starfið frá
átta mönnum. Stjórn SR mun
ekki hafa ætlað að kasta hönd-
um að' ráðningunni, þvi um-
sóknirnar atbugaði hún og
ræddi í heilan mánuð, þá tóksl
að ráða Vilhjálm Guðmunds-
son verkfræðing, sem tækni-
legan framkvæmdastjóra. Um
leið var ákveðið að stofna nýtt
embætti við verksmiðjurnár
hér, sem á að héita, verk-
smiðjustjóri á Siglufirði, einn
umsækjenda um framkvæmda
stjórastarfið, Guðfinnur Þor-
björnsson vélfræðingur var
ráðinn í bið nýja starf með
12 þúsund króna árslaunum í
grunnkaup og fylgir frítt hús-
næði og ljós. Eins og allir
kunnugir vita, er ])etta starf
óþarft með öllu, má því segja
um meirihluta verksmiðj u-
stjórnar að margur risti breið-
an þveng af annarra lengju.'
Því ])að eru útgerðarmenn og
sjómenn, sem verða að borga
bæði þetta bruðl og annað. —
Fultrúi sósíalista í stjórn SR
greiddi atkvæði á móti stofn-
un þessa nýja emibættis.
Um 130 þúsund mál síldar
hafa nú l)orizt hingað til Siglu-
f jarðar, en veiðin er samtals í
Hvalfirði orðin yfir 300 þúsund
mál og veiðihorfur eru taldar
góðar. Vinnslan á síldinni hér
er að mörgu leyti erfiðari og
mikið dýrari en sumarvinnsla,
en mikil er búbótin að þessari
síld, fyrir útgerðarmcnn og sjó
menn, fyrir verkalýðinn hér
og bæjarfélagið og raunar
fyrir þjóðina alla. Vinnan við
síldina er ákaflega erfið og
óbreinleg, margir vcrkamenn
hafa lagt mikið á sig, unnið
nætur og daga, dæmi eru til
að einn verkamaður hefur í
vinnulaunum komizt í 1(500
til 1700 krónur yfir vikuna, en
þeir, sem býsnast yfir ])essum
launum verkamanna ættu
sjálfir að reyna á eigin skrokk
hvílíkt fcykna erfiði menn
hafa þurft að leggja sig til að
bafa þetta upp, sérstaklega þá
þegar frost er og stórhríð. Hætt
er við, að sumir „fínir“ menn
hér, sem blæðir nú í augum
vinnlaun yrðu heldur „fram-
lágir“ eftir 2ja til 3ja vikna
„törn“.
Flutningarnir á síldinni
norður eru að verða athyglis-
vert stórmál. Fyrst í stað er
reiknað með, að síldarflutning-
arnir norður verði eingöngu
með smáskipum, og flutnings-
gjaldið ákveðið fvrst kr. 18,00
og síðan hækkað í 20 krónur
á mál. Þetta var ekki of liátt
fyrir lítil skip, sem si og æ
mátti reikna mcð, að þyrftu
að teppast vegna veðurs. En
þegar stór skip flytja sídina
fyrir þetta flulningsgjald, verð-
ur óhemju gróði á flutningun-
um. Ef tekið er dæmi af
stærsta skipinu, True Knot, en
það tekur um 36 þúsund mál,
myndi það verða mjög nálægt
þvi sem hér segir: Rýrnun má
rcikna með um 3000 mál, flutn
ingsgjald greiðist því af 33
þúsund málum, eða 660 þúsund
krónur,, allur kostnaður skii^s-
ins við ferðina norður, að með-
talinni hárri leigu fyrir skip
! og kostnaður skipsins af rýrn-
uri er í liæsta lagi um 300
þúsund lcrónur, gróði skipsins
af þessari einu ferð frá
Reykjavík til Siglufjarðar
nemur því hátl á fjórða
hundrað þúsund krónur.
Gróðinn á Fjallfossi og Sel-
fossi er að sjálfsögðu ekki
svona óhóflegur en ])ó er á
þeim skipum feykna gróði.
Engum getur blandast hugur
um, að það er ósanngjarnt og
meira að segja óhæfa að láta
Eimskip taka með þessum
flutningum milljóna gróða af
útgerðarmönnum og sjómönn-
um.
L.Í.U., Landssamband ísl.
útvegsmanna tók að sér að
skipuleggja síldarflutningana
norður og fær fyrir það 1%
af br. andvirði síldarinnar hér
á Siglufirði, en það er kr. 52,00
málið. Skemmst er frá að
segja, að öll afskipti L.LO. af
málinu hafa verið með hinu
mesta ráðleysi og aumingja-
skap og hefur stjórn SR hvað
eftir annað orðið að grípa inn
í til að forða vandræðum og
stöðvun flutninganna.
Þrátt fyrir þetta hefur fram-
kvæmdastjóri L.l.U. Jakob
Havstein, farið til ríkisútvarps-
ins og látið það bafa eftir sér
grobbsögur um sig og L.l.O.
fvrir afskiptin af flutningun-
um. Þá hefur Jakob Havstein
látið útvarpið fara sterkum
viðurkenriingarorðum um
f r am kvæm das t j ór a Eim ski p
Guðmund Vilhjálmsson fyrir
liðlegheit hans í málinu, eða
fyrir að þiggja það, að Eim-
skip eligi skip til flutninganna
fyrir okurlcigu og þiggji millj.
gróða handa féláginu.
TILKYNNING
Verkamenn búsettir í Siglufirði, sem vilja fá
vinnu við losun síldarskipanna eru beðnir að gef a
sig fram nú þegar á skrifstofu Verkamannafé-
laasins Þróttar.
VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR
I
't r