Mjölnir


Mjölnir - 05.01.1948, Side 4

Mjölnir - 05.01.1948, Side 4
Mániidagiim 5. janúar 1948 1. töIubJað. 11. árgangur. TILKYNNING frá Verkamannafélaginu Þrótti ■ jV: ■ Tillögur uppstillingarnefndar Þróttar um menn í trúnaðar- stöður félagsins fyrir árið 1948. Stjórn: form: Gunnar Jóhannsson. v.form.: Jóhannes Sigurðsson ritari: Hreiðar Guðnason gjaldk.: Þóroddur Guðmunds. Gísli H. Elíasson. Vamstjórn: ritari: Jóhann Möller gjaldk.: Öskar Garibaldason. Páll Ásgrímsson. Trúnaðarmannaráð • auk stjórnar Guðjón Þórarinsson Óskar Garibaldason. Þórailur Björnsson. Jóhann G. Möller. Jón JóhannssQn, Norðurg. Jónas Björnsson. Steingrímur Magnússon Jóhann Malmquist Maron Björnsson Páll Ásgrímsson. Guðmundur Konráðsson. Kristinn Guðmundsson. Hallur Garibaldason. Kristján Sigurðsson. Jónas Stefánsson. Varamenn í trúnaðarmannaráð: Gunnar Guðbrandsson Þorvaldur Þorleifsson Njáll Sigurðsson Konráð Konráðsson Erlendur Jónsson Anton Ingimarsson Guðiaugur Sigurðsson Jörgen Hólm Heiðdal Jónsson Arnór Sigurðsson Mikael Þórarinsson Kristinn Jóakimsson Endurskoðendur: Karl Dúason. Kristmar Ólafsson. Vamendursk.: Óskar Guðlaugsson. Bjarki Árnason 1 húsnefnd Alþýðuhússins: Þóroddur Guðmundsson. Jóhann G. Möller Þórhallur Björnsson Kristján Sigurðsson Jóhann Guðjónsson Vammenn í húsnefnd: Páll Ásgrímsson Steinn Skarphéðinsson Fræðslunefnd: Benedikt Sigurðsson. Jón Jóhannsson Einar M. Albertsson. Hlöðver Sigurðsson Gísli Sigurðsson. Varamenn í fræðslunefnd: Jóhannes Hjálmarsson Júlíus Júlíusson. Stjórn Hjálparsjóðs Þróttar: Þóroddur Guðmundsson. Guðjón Þórarinsson. Kristján Sigurðsson. Vammenn-' Gunnar Jóhannsson. Jón Sigurðsson. Siglufirðd, 31. des. 1947. 1 uppstillingarnefnd: Páll Ásgrímss., Jón Sigurðsson, Kristinn Guðmundsson Samkvœmt 17. gr. félagslaga er hverjum fullgildum félagsmanni heimillt að koma fram með breytingar við tillögur uppstillingarnefndar, en komnar skulu þœr breytingartillögur til félagsstjórnar fyrir 15. jan. n. k., annars ekki teknar til greina. Siglufirði, 31. desember 1947. Stjórn Verkamannafélagsins Þróttar. TILKYNNING Þar sem Alþýðusamband íslands hefur ákveöið, að fá úr því skorið með dómi eftir hvaða vísitölu tíma- kaup verkamanna skuli reiknað í janúar, frestar Verkamannafélagið Þróttur fyrst um sinn að birta kauptaxta í janúar. — Verkamenn eru aðvaraðir um, að gefa ekki fullnaðar kvittun fyrir vinnulaunum, sem unnið er fyrir í janúar, þar til úr þessum ágrein- ingi hefur verið skorið. í.- • Siglufirði, 2. jan. 1948 STJÓRN ÞRÓTTAR >♦♦♦♦♦♦♦« K L U K K A N Eftlr A. E. W. Mason (Sá kafli framhaldssögunnar, sem fer hér á eftir, féll framan af þeim hluta hennar, sem birtist í síðasta blaði. — Eru lesendur beðnir að afsaka þessi leiðinlegu mistök). „Gleymið ekki að hitta mig þegar þér komið heim aftur,“ sagði Twiss að skilnaði, og Bray- ton svaraði glaðlega: „Ég kem.“ En hann kom aldrei. Fáinn dögum síðar fluttu blöðin fregnina um hinn kynlega og voveiflega dauðdaga hans. Twiss fékk fyrstu boðin um þennan hræði- lega atburð kvöld eilt er hann kom heim til sín. Þar beið hans símslceyti frá Archie Can- field, svohljóðandi: Komið samstundis. Er í hræðilegum vanda staddur. Cranfield.“ Síðustu kvöldlestirnar voru farnar, svo að Twiss gat ekki lagt af slað til skjólstæðings síns fyrr en næsta morgun. Ilann fór með fyrstu lest, sem gekk frá Liverpool Street. Blöðin voru komin út, en elckert þeirra minnt- ist einu orði á Archie Cranfield ná bústað hans. Twiss dró andann léttara. Hann lcom svo snemma á stöðina, sem næst var heimili Cran- fields, að ekki var með sanngirni liægt að ætlast til þess að vagn biði hans þar. Twiss ákvað því að ganga þessar sex milur. Þetta var heiður og bjartur nóvembermorgunn, og hefðu trén ekki verið blaðlaus og hvergi verið fugl, hefði Twiss sennilega haldið, að ekki væri komið nema fram í júní. Honum létti í skapi við gönguna, blóð hans komst á hreyfingu, og er hann loks kom á áfangastaðinn, þótti hon um neyðarkall Cranfields hafa verið smá- munir einir. (Hér hefst framhald þess, sem birtist í síðasta blaði). Það virtist því augljóst, að á meðan þeir Cranfield, Chalmers og Linfield ræddust við niðri í billiard-stofunni, hafði Brayton farið inn í herbergi Cranfields, tekið skammbyssuna hans og ráðið sér bana með henni. En rannsólcn leiddi ekkert í ljós, sem gæti verið ástæðan til sjálfsmorðs. Hagur hans var með blóma; hann var vel fjáður og útlit fyrir að hann mundi brátt hækka í metorðastig- anum. Ekkert virtist benda til þess, að hann ætti við neina óhamingju að stríða í einkalífi sínu. Hinu voveiflega láti hans var því skipað á skrá þeirra ráðgátna, sem taldar eru óleysan legar. „Eg mætti ef til vill bæta við nýju dæmi, til styrktar þeirri skoðun, sem ég var að leitast við að rökstyðja þegar Humpreys truflaði okkur í billiard-stofunni,“ mælti Chamers. „Það er tiltæki Braytons heitins.“ „Þér megið ekki fara,“ mælti Cranfield í bænarrómi og beindi orðum sinum til Twiss. „Linfield og Chalmers fara í dag, og ef þér farið líka, verð ég hér aleinn.“ „Hversvegna skylduð þér vei-ða hér eftir,“ anzaði málafærslumaðurinn. „Þér ætlið þó lík- leg'a ekki að vera hérna í allan vetur.“ „Nei, en ég verð að dvelja hérna í fáeina daga enn; ég þarf ýmsar ráðstafanir að gera áður en ég flyt héðan,“ svaraði Cranfield, og lagði enn fastar en;áður að Twiss að fara ekki. Loks tókst honiuii að telja hann á að vera kyrran. Twiss bjó um sig eftir föngum, og eyddi tímanum í að skoða sig um, og kornst fljótt að því, að dauði Braytons hafði orðið til þess að breyta viðhorfi nágrannanna til Cranfields. Það li'efði þó verið of mikið sagt að segja að hann væri orðinn vinsæll — til þess var hann of daufur og þungbúinn — en menn sýndu honum samúð á ýmsan hátt, bæði í orði og verki. Éppgjafa flotaforingi, sem lét stjórnmál all- mikið til sín taka, og einna minnst hafði verið um Cranfield gefið, heimsótti hann meira að segja til þess að votta honum samúð sína. Cranfield hafði hann þó ekki hitt, en Twiss fylgdi honum út að garðshliðinu. „Þetta var mjög þungbært fyrir Cranfield,“ mælti flotaforinginn. „Enginn hér um slóðir neitar því. Það var mjög ónærgætnislegt af Brayton að taka skammbyssu gestgjafa síns. Hefði ekki viljað svo til, að Cranfield varfstadd ur í billiardherberginu ásamt þeim Linfield og Chalmers þegar hinn sorglegi viðburður gerð- ist, hefði þetta mál verið heldur en ekki ó- skemmtilegt fyrir liann. Við nágrannar hans skiljum þetta mjög glöggt, og okkur langar til þess að Cranfield viti, að sarnúð okkar er hans megin. Viljir þér gera svo vel að segja honum það, lierra Twiss?“ „Þetta er mjög vingjarnlega hugsað af ykk- ur,“ gengdi Twiss. „En annars geri ég ekki ráð fyrir því, að Cranfield dvelji hér framvegis. Dauði Braytons hefur fengið mjög mikið á hann.“ Twiss kvaddi flotaforingjann við hliðið og snéri síðan heimleiðis. Honum var ekki rótt innanbrjósts. Hann gekk nokkra hxáð um- hverfis grasflötina í skugga hinna stórvöxnu trjáa og hugsaði málið. „Það var sannarlega heppilegt fyrir Cran- field að hann skyldi vera staddur niðri í billiard-skálanum hjá Linfield og Chalmers þegar Brayton skaut sig; guð einn veit hvers jafnvel ég kynni annars að hafa trúað honum til." Brayton og Cranfield höfðu átt í illskiptum; Brayton hafði sjálfur trúað Twiss fyrir þvi. Þá var hin einkennilega hreyting, sem orðið hafði á skapferli Ci'anfield, sem hafði oi’sakað það, að ókunnugir urðu honum fjandsamlegir, Framliald. 1 Ósvífni Sveins Ben. (Framliald af 1. síðu) ummælin hafi fallið. Einn talar um fund í stjórnarráðinu, ann- ar um fund í ríkisverksmiðju- st jórn og nú segir Sveinn að þau hafi verið sögð utan fundar í umræðum milli stjórnarmeð- lima. Einn sögmnanna segir um- mælin bókuð í fundargerðabók SR og nú segdr Sveinn að þau séu bókuð í „vasabók" eftir minni, að vísu þó sanidægurs. — Ekki ætla ég að heimska mig á því að ráðleggja þessum vin- um mínum drengskap í stjórn- málabaráttunni, en eftir á hljóta þeir sjálfir að sjá, að þegar þeir leggja margir saman til þess að rægja og svívirða pólitískan andstæðing, segja allir sömu sög una en engum ber saman við hinn, eru mikið meiri líkur til að almenningur skilji þorpara- skap þeirra. Sveinn Benediktsson ætti að láta sér skiljast það að hags- munir ríkisverksmiðjanna eru líka alþjóðarhagsmunir og það er hlálegt að ætla sér að afsaka fyrirhyggjuleysi sitt um hags- muni ríkisverksmiðjanna, með umhyggju fyrir þjóðarhags- munum. Siglufirði, 23. des. 1947 Þ. Guðmundsson.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.