Mjölnir


Mjölnir - 14.01.1948, Blaðsíða 4

Mjölnir - 14.01.1948, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 14. janúar 1948 2. tölublað. 11. árgangur. TILKYNNING Frá og með 8. janúar 1948 hœtti ég starfrœkslu á Hertervigsbakaríi, og er reksturinn og skuldbindingar í nafni hans mér óviðkomandi frá sama tíma. Um leið og ég liœtti, vil ég þakka samstarfsfólki mínu fgrir samvinnuna og Siglfirðingum fyrir viðskipt- in liðnum árum og óska þeim öllum farsœldar á nýja árinu. ÞÓRlIt IÍONRÁÐSSON Við undirritaðir höfum tekið við rekstri Herter- vigsbakarí frá og með 8. janúar 1948. Um leið viljum við tilkynna tilvonandi viðskipta- vinum, að áherzla verður lögð á fyllsta hreinlœti og vöruvöndun. Virðingarfyllst KAJ RASMUSSEN JÓHANN MAREL JÓNASSON TILKYNNING Samkv. tilkynningu fré Félagsmálaráðuneytinu ber að lækka alla húsaleigu um 10%, sem samningar hafa verið gerðir um munnlegir eða skriflegir, eftir árslok 1941. Þeir, sem kynnu að þurfa aðstoðar til að fá lækkaða húsaleigu samkv. ofanskráðu, geta snúið sér til húsa- leigunefndar. HUSALEIGUNEFNDIN t7ÍTyTnTnT™~~~ frá ALMANNATRYGGINGUM SIGLUFIRÐI Gjalddagi á fyrri hluta iðgjalds til almannatrygg- inga 1948 var 2. janúar s.l. Eru menn því áminntir um að greiða nú þegar áfallið iðgjald, — 200 kr. fyrir hjón og einhleypa karlmenn, en fyrir ógiftar konur 150 kr. Lögtak fer fram fyrir gjaldinu að 8 dögum liðnum frá þessari auglýsingu. Atvinnurekendum er skylt að halda eftir af kaupi launþega sinna á föllnum iðgjöld- um, ella verða þeir ábyrgir fyrir greiðslu gjaldsins. Skrifstofu Siglufjarðar, 7. janúar 1948. BÆJ ARFÓGETINN T I L K Y N N I N G frá SlLDAR VERKSMIÐJUM RlKISINS ■ -i,‘ •.»->*;*'Vv,. i-' Ötborgun reikninga fer fram á föstudög- um kl. 4—6 eftir hádegi. SILDARVERKSMIÐJUR RlKISINS Tryggingar Tryggingar önnumst eftirfarandi brunatryggingar með beztu fáanlegum tryggingarkjörum. Innbústryggingar — vörutryggingar — skepnu- tryggingar — heytryggingar — tryggingar á innan- stokksmunum fyrir skemmdum af vatni. Sigluf jarðarumboð Samvimnutrygginga JÓN KJARTANSSON Skrifstofa Norðurgötu 4 — Sími 81 K L U K K A N Eftir A. E. W. Mason kunningjar hans honum ókunnugir — hið kyn- lcga og lcynduglega viðmót hans, hneigð hans til einveru, áhugaleysi hans á því sem gerðist í umheiminum, hið annarlega glott hans, eins og' hann réði yfir einhverjum dularöflum, hin ólýsanlega slægð og balcferli, sem framkoma hans virtist mótuð af, en þó var ómögulegt að henda neinar reiður á — Twiss staðnæmdist og reyndi að skipa hugsunum sínum í sam- ræmda heild. „Ég hefði enga ástæðu haft til grunsemda, en ég þori ekki að fullyrða að ég hefði ekki grunað liann,“ ályktaði Twiss. Síðan gekk hann hægt heim að húsinu. Hann gekk inn í billiard-stofuna, og varð því hálf óviljandi vitni að atviki, sem olli hon- um mikilli óró og heilabrotum. Herbergið var mannlaust. Twiss kveikti í pípunni sinni, tók bók ofan úr einni hillunni. Bjartur eldur brann á arinum. Twiss dró því stólinn sinn að aringrindinni, settist og fór að lesa. Sorti var í lofti og arinninn var í dimmari endanum á stofunni. Twiss fór því fljótlega með bók sína út að glugganum, sem var framskots- gluggi, og settist á breiðan bekk, sem var undir honum. Þannig liagaði til, að gluggatjöldin voru liengd fyrir framan allt gluggaskotið svo að þau skildu það frá meginstofunni þegar þau voru dregin fyrir, og þótt þau væru dregin frá, eins og þau voru nú, var nokkurt skot fyrir innan þau, út við veggina. Twiss settist í annað hornið og las í makindufn í nokkrar míniitur. Allt í einu heyrði hann, að fitlað var við handfangið á hurðinni, og er hann leit fram fyrir, sá hann, að henni var lokið hægt upp og Archie Cranfield kom inn. Hann lauk dyrun um hægt aftur, nam síðan staðar á gólfinu rétt fyrir innan þær og Twiss heyrði að hann dró þungt andann. Twiss ætlaði að standa upp og gefa nærveru sína til kynna, en eitthvað kynlegt og leyndar- dómsfullt í hátterni Cranfields hindraði hann frá því. Hann sat því kyrr, þótt honum fynd- ist það í aðra röndina hálf óviðkunnanlegt. Og hann gerði meira. Hann tók gluggatjaldið ofurlítið frá veggnum og gægðist inn i stofuna gegnum rifuna. Hann sá Cranfield snarast inn gólfið að arinum, grípa litla, gamaldags klukku í satínviðarkassa af arinhillunni, Iyfta henni upp yfir öxl sér og grýta henni að því er virtist af óstjórnlegri bræði í arinninn, sem var úr steini. Er hann hafði lokið þessari óskiljanlegu athöfn, fleygði hann sér ofan á stólinn, sem Twiss hafði dregið að eldinum. Hann huldi andlit sitt í höndum sér og brast allt í einu í æðislegan grát, kjökraði hátt og nötraði af ekka frá hvirfli til ilja. Twiss vissi varla sitt rjúkandi ráð, né hvernig hann ætti að snúast við þessu. Hann vissi, að það eitt, að koma að karlmanni grátandi var nægt tilefni til ævar- andi óvildar hans. Hinsvegar fékk grjáthljóðið og ekkaskjálftinn honum svo megnrar óþæg- indakenndar og hugarangurs, að hann fékk vart haldizt við í felustað sínum. En brátt rénaði kastið, þvi nær eins snögglega og óvænl og það liafði byrjað, og Cranfield stökk á fætur og studdi á bjölluhnappinn. Humpreys kom inn. „Ég felldi óvart klukkuna ofan af arinhyll- unni með olnboganum, Humphreys,“ sagði hann. „Eg er hræddur um að hún hafi brotnað. Glerbrotin gætu meitt einhvern. Viljið þér gera svo vel að sópa brotunum burtu?“ Síðan gekk hann út úr stofunni og Hump- hreys fór fram til þess að sækja sófl og Twiss tókst að sleppa óséður út úr stofunni. En lang- ur tími leið áður en hann losnaði til fulls við þau óþægindi og óróleika sem þetta atvik olli honum. Fjórum dögum síðar Iiéldu háðir á larott. Þjónustufólkinu hafði verið goldið kaup ])ess, og Humphreys fór á undan þeim til London með farangurinn. Twiss og Cranfield fóru síðastir. Cranfield snéri lyklinum í skránni á framdyrahurðinni. Twiss stóð á tröppunum hjá honum. „Ég skal aldrei framar líta inn í þetta hús,“ mælti hann allt í einu, og kenndi æsingar og liryllings í rödd hans. „Viljið þér þá ekki lofa mér að losa yður við það?“ spurði Twiss. Cranfield horfði hvasst á hann nokkur augnablik. „Nei,“ sagði hann loks, hljóp út á árbakk- ann bak við húsið oð þeytti lyklinum út í ána. „Nei,“ endurtók hann með áherzlu. „l>að er bezt að það grotni niður tómt, að rotturnár fái að naga það niður í lriði. Því fyrr, því betra.“ Hann gekk hratt á undan Twiss út að hlið- inu, og aðeins örfá orð fóru á milli þeirra mqðan þeir gengu til járnbrautarstöðvarinnar, sex mílna leið. Tíminn leið. Twiss var jafnan önnum kaf- inn. Gamla húsið við Stour hvarf brátt lir huga hans, leið inn í þoku gleymskunnar. Einnig tók að fyrnast yfir hið sviplega átalcan- lega fráfall Braytons höfuðsmanns. En allt í einu rifjaðist það upp fyrir honum að nýju, á óvæntan og hryllilegan hátt. Verkamanni einum, sem hafði tekið sér hlé frá verki sínu snemma morguns, hafði orðið reikað inn á landareign Cranfields og heim að luisinu ,sem var harðlokað og læst. Hann gekk bak við það, og er þangað kom, sá hann mann liggja sofandi á árbakkanum. Maðurinn snéri baki að honum, og lá nærri því á grúfu. Verkamaðurinn gekk fyrir foivitnis sakir ofan á hakkann, og hið fyrsta sem hann rak augun i er þangað kom, var skammbyssa, sem lá í grasinu. Gljáandi skefti hennar og svart hlaupið glitruðu í morgunsólinni. Verkamað- urinn snéri hinum sofandi manni á bakið. Vinstra megin á vesti hans var dálítill blóð- blettur. Hann var dauður, og af því, hve stirðnað líkið var, mátti ráða, að allmargar klukkustundir væru liðnar frá láti hans. Verka maðurinn hljóp síðan til þorpsins og sagði þar þá voveiflegu frétt, að hann hefði fundið Archie Cranfield helskotinn bak við mann- laust og ilokað hús hans sjálfs.. I fyrstu var hald manna, að hér væri morð á döfinni. Hinir gætnari hrisstu þó höfuðin efunarfullir gagnvart þeirri tilgátu. Hlerar voru fyrir ölliun gluggum og allar hurðir læstar. Er dyr höfðu verið brotnar upp kom í ljós, að þykkt ryklag var á öllum gólfum og hvergi far eftir hönd né fót. Úti fyrir húsinu, í hinu hávaxna grasi umhverfis það, sáust aðeins tvenn fótspor, önnur lágu umhverfis húsið — spor verkamannsins, sem liafði fundið lík Cranfields, — hin lágu rakleitt að blett- inum, sem það lá ó. Ymiskonar kviksögur, óljósar og fullar af mótsögnum, bárust frá húsi til húss, menn flykktust að lögreglustöð- inni og í smáþyrpingar á götunni og biðu liinn- ar næstu í ofvæni. En eftir einn eða tvo klukkutíma var gátan þegar ráðin. Það kvis- aðist, að á lilci Cranfields hefði fundist miði, sem á hefði verið skróð, með rithönd Cran- fields og undirritað nafn hans, þessi orð: I

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.