Mjölnir


Mjölnir - 24.03.1948, Qupperneq 2

Mjölnir - 24.03.1948, Qupperneq 2
J VJJÍÍ..... " M J ö L N I B 2 — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjaröar Símar 194 og 210 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guölaugsson Blaöiö kemur út alla miövikudaga. Áskriftargjald ltr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10 Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Hlustað á eldhúsumræður Forseti sameinaðs þings, hinn virðulegi bóndi Jón Pálmason, tilkynnti, að fundurinn væri settur og útvarpsumræður færu fram, framhald 3. umr. um fjárlög ársins 1948, eldhúsumræður. Stjórnar- andstaðan hafði fyrstu ræðuna, í útvarpinu hvað við hin við- feldna, ,,kultiveraða“ rödd ræðusnillingsins Einars Olgeirssonar. Að vanda notaði hann tíma sinn vel. Ákærði ríkisstjórnina fyrir undirlægjuhátt við amerískt auðvald og hervald og færði rök að, hve hættulega ísland er á vegi statt, ef til styrjaldar kemur, þar sem landið hlýtur þá að verða ’i fremstu eldlínu, sem herstöðvar Bandaríkjanna. Þá ákærði hann dómsmálaráðherra fyrir að leyfa bandaríska setuliðinu á Keflavíkurflugvellinum að flytja inn vín og tóbak í stórum stíl og ýmsar tollskyldar vörur, án þess að greiða af þeim toll, en selja síðan vör.ur og dollara á svörtum markaði. Auk þess þverbrjóta íslenzk lög á ýmsum sviðum. Lýsti ræðu- maður hvernig þessi þýlynda stjórn ynni að þvi öllum árum að innlima ísland í Marshall-kerfið, sem óhjákvæmilega eyðileggði fjárhag þjóðarinnar á skömmum tíma, samtímis væri markvíst unnið að því að útiloka íslendinga frá hinum álitlegu mörkuðum Austur-ÆIvrópu, en stöðva verklegar framkvæmdir í landinu og skapa þar með atvinnuleysi og fátækt. Ráðast á kaup launþeganna en hindra iðnað og smáatvinnurekstur með niðurskurði innflutn- ingsleyfa og peningalána. Rökfastari ræða héfur sjaldan verið flutt á Alþingi. Aðra ræðuna hafði Sjálfstæðisflokkurinn, í út- varpinu heyrðist geðvonzkuleg, nefmælt rödd, dragandi seiminn, mun mörgum hafa dottið í hug tarfur í moldarflagi. Röddin var Bjarna Benediktssonar utanríkis- og dómsmálaráðherra og ræðan eins og herstjórn Bandaríkjanna hefði látið semja hana. Lygar og rógur um kommúnista og hin sósíalistisku ríki. Bjarni sagði allai- ásakanir Einars vera rangar, en um rökin fór eins og efni stóðu til. Eina ásökun Einars minntist Bjarni ekki á, en það voru laga- brot setuliðsins á Keflavíkurflugvellinum. Má vera, þrátt fyrir allt að Bjarni skammist sín fyrir þetta og vilji ekki um það tala. Þriðju ræðuna hafði Framsóknarflokkurinn og talaði af hans hendi Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra. Hvað hann ástandið í framleiðslu- og verzlunarmálum þjóðarinnar aldrei hafa verið svartara en nú, en þetta hefur Eysteinn staðhæft í' nálega hverri ræðu, sem hann hefur haldið í síðastl. 14 ár. Eysteinn boðaði al- gera stöðvun verklegra framkvæmda og kvatti klökkum rómi til hins ýtrasta sparnaðar, áttu hlustendur von á, að næst kæmi „étið þið bræðing“. Öll var ræðan smásálarlegt þvaður, krydduð lygum og þvættingi um kommúnista. Síðastur talaði Stefán J. Stefánsson, forsætisráðherra, var sagt, að hann talaði fyrir Alþýðuflokkinn, en ræðan var haldin fyrir ís- lenzkt og amerískt afturhald. Móðursjúkur lygaþvættingur um kommúnista og sósíalistisk ríki, en smjaður fyrir auðvaldi og aftur- haldi. Stefán hvatti menn til að sameinast gegn kommúnisma, engin hvatning til alþýðunnar um að sameinast til baráttu fyrir bættum kjöriun og sigri „jafnaðarstefnunnar“. Þau kjörorð Al- þýðuflokksins frá eldri tímum heyrast sjaldan nú. Eftir þessar umræður, stendur ríkisstjórn landsins rökþrota og afhjúpuð, sem óhugnanleg afturhaldsstjórn, sem er að leiða yfir þjóðina efnahagslegt hrun og fátækt, er ber að undirlægjuhætti við hálf-nazistiskt herveldi, sem gengur svo langt, að henni finnst ekkert til um þá gífurlegu hættu, sem þjóðin er sett í með her- stöðvum Bandaríkjanna hér. Sú spurning hlýtur að verða hverjum manni í huga, hvort þessir brotlegu stjórnmálamenn virkilega trúi því, að þeim takist að breiða yfir ávirðingar sínar með aðferðum Hitlers og bandaríska auðvaldsins, móðursýkiskendu öskri urn hættuna áf kommúnistum. Það sega þessir menn vita, að íslenzk alþýða, er hvorki þýzk né bandarísk, hún krefst raka en ekki öskrandi slagorða; hún dæmir af verkum en ekki fagurgala. Það munu þessir herrar sanna áþreifanlega á næstu tímum. Framhald eldhúsumræðnanna fór fram í gærkveldi. Sósíalistar hertu að hrunstjórnarliðinu með rökstuddum ákærum, en stjórnar- liðið var jafnvel ennþá aumara en fyrra kvöldið. Pétur Magnússon fyrrverandi f jármálaráðherra flutti eina ræðu og var hún ein óslit- in ákæra á hendur ríkisstjórninni, sannað hve miklar blekkingar ríkisstjórnin fer með um fjármálaástandið í dag og ýmsar upplýs- ingar gefnar um meðferð gjaldeyris í tíð fyrrverandi stjómar. Munu ráðherrarnir, og þó sérstaklega Eysteinn Jónsson, vera Pétri Magnússyni mjög gramir fyrir að trufla þannig halleluja sultar- söngskór ríkisstjórnarlnnar. sjarpostunnn ★ Fegrum og prýðum bæiim okkar. — Nokkuð er ábóta- vant hjá okkur Siglfirðingum um umgengni utanhúss og útlit bæjarins. Úr þessum ágöllum má mikið bæta með litlum og jafnvel engum tilkostnaði. Væri nú ekki ráð, að hin mörgu félög, sem starfa hér 'i bænum, kysu einn mann hvert í nefnd, sem hefði það verkéfni að vinna að fegra bæinn ? Nefndin hefði síð- an samvinnu við bæjarstjórn um þetta og leitaði stuðnings hjá þeim blöðum, sem út eru gefin í bænum. Ef góðir menn veldust í slíka nefnd myndi hún tví- mælalaust fá miklu áorkað. ★ Hvenær kemur danska smjörið? — Visitala fram- færslukostnaðar á lögum sam- kvæmt að reiknast út eftir verð- lagi á nauðsynjavörum. Ein af þessum vörum er að sjálfsögðu smjör. Nú er vísitalan reiknuð út, hvað smjör snertir, eftir verði á dönsku smjöri, en það kostaði um einn þriðja af verði 'íslenzks smjörs. Langa lengi hefur ekkert danskt smjör feng- ist, en það'þýðir að almenning- ur verður að kaupa smjör, sem er þrisvar sinnum dýrara en danska smjörið. Ef ríkisstjómin héldi landslög, á hún að láta reikna út vísitöluna, með verði, eins og það er á íslenzku smjöri, þegar annað smjör ekki fæst. En „fyrsta stjórnin, sem Alþýðu flokkurinn myndar á íslandi'* dregur í þessu tilfelli, eins og öðrum, taum þeirra, sem hún þjónar, en það er ekki alþýða landsins. — Það hefur verið lát- ið í veðri vaka, að bráðlega kæmi þetta iangþráða danska smjör en mánuður líður eftir mánuð og ekkert kemur smjör- ið. ★ Góði bæjarpóstur! — Enn langar mig að biðja þig fyrir línur, og er ennþá útvarpstrufl- anamál á dagskrá hjá mér. Eg varð harla glaður er ég sá-að Anton Kristjánsson, raf- veitustj. tók að sér að svara kvörtunarbréfi mínu. Eg er hon- um einnig þakkl. fyrir „upplýs- ingarnar“ um innflutningserfið- leika o. þ. u. 1. Skil ég mætavel að slíkt getur komið illa við, t. d. þegar um biluð raftæki er að ræða. Eg hef enga þekkingu á rafmagnsmálum, útvarpsvirkj un eða þ. h„ en þó finnst mér það mjög skrítið að rafveitan skuli eyða „53 dagsverkum í leit að útvarpstruflunum“ án þess að um verulegan árangur sé að INNRI HÖfNIN Ráðgert er nú að byrja strax upp úr páskum að ramma niður járnþilið frá Hafnarbökkum og austur að „Anleggi“. Járnið er til hér á staðnum; búið að vera hér frá því í fyrrasumar, en ,,rammbúkka“ lánar vitamála- stjórnin. Verkstjóri er þegar ráðinn til verksins og kemur hann hingað næstu daga. Nú þegar er byrjað á undirbúningi undir verkið, hefur vélskó'fla unnið að því undanfarna daga að grafa úr bakkanum og ryðja fram I f jör- una. Er nauðsynlegt að gera ræða. Þá finnst mér það ótrúleg fullyrðing lijá A. K., að 10% truflananna stafi frá truflvök- um utan húss. Það vita allir og sjá, hvernig rafmagnskerfi bæj- arins er;' lausir og skröltandi Ijósastaurar víða slakir þræðir, o.s.frv. Eg fæ ekki skilið annað en að slíkt og þvílíkt trufli og spilli hlustunarskilyrð- um fjær og nær sér. Það er vel skiljanlegt, að efn- isskortur, vöntun á ýmsum nauð synlegum hlutum, geti hamlað því, að útvarpstru'flanir verði upprættar með öllu. Eg skil það vel, sé um slíkt vandræðaástand í stórum stíl að ræða hjá raf- veitunni. En A. K. og aðrir þeir, sem þetta heyrir undir, mega bara ekki bregðast þannig við kvörtunum útvarpshlustenda að setjast í dómarastól og fella úr- skurð um það, að svona mörg % truflana stafi af þessu og svona mörg af hinu; þetta sé okkur að kenna o. s. frv. Þeirra er að eyöa fáfræði okkar í meðferð hinna ýmsu rafmagnstækja og hafa eftirlit með því, að þau séu óskaðleg og truflanalaus. I fullri vinsemd við A. K. óska ég þess, að honum megi takast að Eins og kunnugt er, var hér byrjað á byggingu gagnfræða- skóla. Eftir mikið þras var hon- um ákveðinn lóð, húsið téiknað og byrjað að grafa fyrir grunni þess. Hurðir og gluggar voru smíðaðir í allt húsið. Fé var veitt til skólans á fjárlögunum og fjárhagsáætlmi bæjarins. En ekki dugir þetta allt sam- an, leyfi þarf að fást hjá hin- um alvöldu einræðisherrum yfh atvinnulífi íslendinga „Fjárhags ráði“. Svar þess er nú komið og er synjun. Sumir menn kunna nú að vera svo fávísir að undrast yfir þess- ari neitun, því allir vita hve brýna nauðsyn ber til að fá skól- ann, en menn þarf ekkert að undra yfir þessu. Það er ekkert undarlegt eða óvenjulegt við það að fulltrúar hins svartasta afturhalds vilji hindra mennt- un og fræðslu. Menntað og vel upplýst fólk er ekki eins l'iklegt til að verða smnulausir þrælar afturhaldsins eins og það sem litlar upplýs- ingar fær. Og það er ekki gagn- fræðaskóli Siglufjarðar einn þar nokkra trausta uppfyllingu sem athafnasvæði. Þó ekki tjái um að sakast, er það mikill skaði hve seint er byrjað á þessu verki. Hér á Siglufirði hefur mjög tilfinnan- lega vantað söltunarstöðvar og aukið bryggjupláss, en með hin- um fyrirhuguðu framkvæmdum við innri höfnina, sem nú eru hafnar, verður úr þessu bætt. eyða óvinu mokkar hlustenda, en láta ekki fullyrðingar sínar um 10% valda því að hin 90% séu lítt rannsökuð, og látin í friði um skemmdarverkin. Að síðustu þakka ég Kristni Guðmundssyni, útvarpsvirkja fyrir innlegg hans í þetta mál. Veit ég að hann talar af reynslu og þekkingu, þar sem þetta er svo náið hans fagi. Hlustendum öllum mun það kærkomið, ef einhver skriður kemur á það, að uppræta trufi- valdana, hvar og hvernig, sem þeir finnast, og finnst mér að í því stríði megi hvorki meting- ur né Pilatusar-þvottur verða til þess að spilla, að góður ár- angur náist. Ú tvarpslilustandi. ELLIÐI Síðastliðin laugardag kom Elliði af veiðum, til Reykjavík- ur. Hafði hann verið úti um hálfan mánuð, en fengið aðeins um 1000 kitt. Lagði hann aflann á land i Reykjavík og fór aftur út á veiðar í fyrradag. Togararnir hafa nú undan- farið aðallega verið á veiðum við Suðurland, en stöðugar ó- gæftir hamla sífellt veiðum. — Tíðarfar á suðurlandi hefur undanfarnar vikur verið svo stormasamt og óstillt, að elstu menn muna varla annað eins. I gær og í dag er þó veður skárra og hafa borizt fréttir af Elliða, að hann hafi aflað vel. sem stöðvuð er bygging á nú, það eru einnig margir aðrir skólar. Sitji Bjarni Ben. og Stefán Jóhann lengi í stjórn, munp þeir áreiðanlega lítið kæra sig um að auka alþýðumenntun í landinu. Málstaður þeirra og málflutn- ingur er allur þannig, að heppi- legast er fyrir þá, að fólkið viti ekki of mikið. Söltunarbryggjur bœjar• og hafnarsjóös Margar bryggjur hér á Siglu- firði eru í heldur slæmu ástandi. Enda má segja, að viðhald á þeim mörgum hverjum hafi verið gjörsamlega vanrækt und- anfarin ár. Engar bryggjur eru þó eins niður grotnaðar og illa við haldið og bryggjur bæjar- og hafnarsjóðs. Hin svokallaða Ingvarsbryggja undir Hafnar- bökkum er í mjög lélegu ástandi Antonsbryggja er þannig, að mannhætta er um hana að ganga. Svokallaða Jakobsens- bryggju keypti bærinn á s.l. sumri, þá að mestu niðurfallna. Engin sjást þess merki, að neitt eigi við þessar bryggjur að gera fyrir vorið. Fyrir utan það fjárhagstjón sem er að því að láta þessar dýrmætu eignir fúna og grotna þannig niður og standa arðlausar, er leitt til þess að vita, að bærinn og höfnin skuli þannig hafa forgöngu um trassaskap og hirðuleysi í bæn- um, Fjárhagsráð neitar Siglfirðingum um ’ fjárfestingarfeyfi fyrir gagnfræðaskóla

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.