Mjölnir - 24.03.1948, Side 3
MJ Ö L NIR ~
3
M. H. Robinson, höfuðsmaður:
J sameignarnýlendu í Palestinu
Þegar ég var sendur til Pal-
estínu sem brezkur hermaður,
var styrjöldin við Þýzkaland
þegar á enda kljáð. Eg hafði þv'i
nægan tíma til að virða fyrir
mér lifnaðarhætti manna þar.
Eg ætla ekki í grein þessari
að ræða stjórnmáladeilur Gyð-
inga og Araba, heldur aðeins að
segja frá því, sem fyrir augun
-j bar og þeim ’áhrifum, sem ég
varð fyrir er ég heimsótti sam-
yrkjubú Gyðinga. Bú þessi líkj-
ast nokkuð fyrstu samyrkjubú-
um Rússa, en eru þó með meira
nýtízkusniói.
Palestína er svo lánsön, að
hafa þegar eignazt margt hæfi-
ieikamanna, sem tekizt hefur
að sleppa þangað frá Evrópu og
lifa nú frjálsu lífi við sameignar
skipulag.
Dag einn fór ég í heimsókn
til sameignarnýlendunnar ,,Gi-
vat Haslosa“, sem er nálega tíu
mílur frá Tel Aviv.
Mér var sagt að fólkið skipt-
ist í þrjá flokka: gamalmenni,
börn og verkafólk, karla og
konur. Verkafólkið myndar auð
vitað kjarnann í sameignarný-
lendunni; á þeim veltur öll vel-
i gengni samfélagsins. Sumir
þeirra eiga því láni að fagna, að
eiga ennþ'á á lífi föður eða móð-
ur, sem tekizt hafði að sleppa
frá hinum skelfilegu atburðum
Evrópu. Þessi gamalmenni búa
í sérstökum hverfum, borða í
sameiginlegum borðsal og hafa
sitt sérstaka bænahús, þar sem
þau geta haft guðrækniiðkanir
sínar um hönd í næði, því gamla
I fólkið er trúrækið.
Eg hafði samt meiri áhuga á
bömunum. Þau eru einnig höfð
alveg sér ,búa, borða og sofa
í sínum sérstöku barnahúsum,
jafnvel allt að þvi frá því fáum
óögum eftir fæðingu.
Gæzlukonur og kennarar, sem
'þjálfuð hafa verið í kennara-
skola nýlendunnar, annast um
börnin og ala þau upp. Svo
^ virðist sem þessi uppeldisaðferð,
að láta börnin búa sér, þar sem
þeirra er gætt af vandalausum,
verði engan veginn til þess að
söta kærleiksböndin milli þeirra
°g foreldranna. Þarna er ekki
að ræða neitt ósamkomulag,
eins og oft vill verða þegar
þreyttir foreldrar verða sjálf að
annast börn sín algerlega.
Þegar ég s'á börnin við nám og
leiki, sannfærðist ég um, að
þessi uppeldisaðferð er að ýmsu
' leyti fremri en þær sem tíðkast
hafa, svo ánægð og glöð virbust
bæði drengir og stúlkur una sér
allan daginn. Að dagsverki
loknu eru foreldrarnir hjá þeim.
Meðan þeir eru við vinnu sína,
vita þeir, að börnin eru í góðri
umsjá.
Nýlendur þessar virðast eiga
við húsnæðisvandræði að stríða,
£ *eins og mörg önnur lönd, en
öarnahúsin eru látin sitja fyrir.
Dúið var að smíða nokkur slík
hús. Eru þau ein hæð með tveim
Ur eða þremur svefnherbergjum
öorðstofu og bað- og leikher-
^ergjum. Þó er ekki borðstofa
nema í þeim húsum, sem ætiuð
eru yngstu börnunum, hin borða
í sameiginlegri barnaborðstofu,
þar sem maturinn hefur verið
búinn til í sameiginlegu eldhúsi.
Óviðkomandi athugandi sér
strax, að allt er gert til þess að
fá börnin til að læra að hjálpa
hvert öðru og „elska náungan
eins og sj'álfan sig.“
Þá ætla ég að snúa mér að því
að lýsa foreldrunum, sem vinna
peningalausir að sameiginlegu
markmiði. Einstakir meðlimir
nýlendunnar hafa nefnilega ekki
peninga handa á milli, heldur fá
úthlutað ókeypis því, sem þá
vanhagar um. En þurfi einstak-
lingur að fara til borgarinnar,
getur hann auðvitað fengið pen-
inga ,og eins eru peningar not-
aðir, þegar eitthvað þarf að
kaupa að. Að þessu undanskildu
hafa peningar enga þýðingu.
Á daginn vinnur hver sitt
starf, eftir því sem honum er
ætlað. Stjórn, sem er kosin ár-
lega, stjórnar samfélaginu, og
ætlar hverjum það starf, sem
honum hentar bezt og hann hef-
ur mestan áhuga fyrir. Auk
landbúnaðarframleiðslu virðist
'hvert bú einbeita sér að ein-
hverri annarri framleiðslu. í
þessari nýlendu var framleiddur
skófatnaður, sem s’iðan er seld-
ur til borganna. Andvirði þess-
arar framleiðslu er síðan varið
til stækkunar og eflingar ný-
lendunni.
Skóverksmiðjan var vel búin
tækjum, og skósýnishorn, sem
ég sá, virtust vera vel unnin.
Á matmálstímum kemur
verkafólkið til hinnar sameigin-
legu matstofu, þar sem fram er
reiddur góður matur á sex til
sjö manna borðum, eins og á
veitingahúsi.
Mér var sýnt eldhúsið, sem
var mjög hreinlegt og stjórnað
með mestu prýði. Því miður gat
ég ekki beðið eftir kvöldverði,
en ég snæddi síðdegisverð, sem
samanstóð af ágætu brúnu
brauði, sem auðvitað var fram-
leitt í nýlendunni, var það smurt
með ágætu ávaxtamauki. Einn-
ig var framreiddur mjög góður
hvítur rjómaostur. Þessu fylgdu
margir bollar af tei. Meðan ég
var að borða, virti ég fyrir mér
verkafólkið, sem alltaf var að
koma og fara. Eg veitti því at-
hygli, áð það var allt klætt mjög
fábrotnum fötum. Voru þau
sauntUð af klæðskera nýlend-
unnar.
Óhreinn fatnaður er þveginn
í sameiginlegu þvottahúsi, búnu
vélum. 1 annarri nýlendu, sem
ég heimsótti, var fataþvottur
aðaliðngrein, og var þar þvegið
fyrir aðrar nýlendur. En þarna
var aðeins þvegið af nýlendu-
búum sjálfum. Störf húsfreyj-
unnar eru þarna miklu léttari en
víða annarstaðar, þar sem hún
þarf hvorki að annast matseld
né þvotta.
Borðstofan er einnig notuð
fyrir söngleikasal. Er hún mjög
reisuleg, björt og vel loftræst.
Á veggjum hanga málverk, mál-
uð af einum meðlimi nýíendunn-
ar. Eru þau í steinrömmum,
einnig gerðum þar á staðnum.
Flestar myndirnar voru úr sögu
nýlendunnar, eða af sérkenni-
legu landslagi í nágrenninu. Ein
myndin var af félaga, sem fallið
hafði í róstumviðAraba.Enþótt
slíkir atburðir gerist, ala Gyð-
ingarnir ekki hatur til Arabanna
sjálfra, enda hafa þeir viðbjóð
á slíkum blóðhefndum. Þeir
skilja, að Arabarnir hafa aðeins
glapist af óvinveittum áróðri.
Vandamál Araba og Gyðinga
verða aðeins leyst með fræðslu
og gagnkvæmum skilningi.
Enginn skyldi halda, að í ný-
lendum þessum sé aðeins hugsað
um vinnu. Menningarmál eru
þar ofarlega á baugi. Kvöldun-
um má verja til þess að hlusta
á góða tónlist, horfa á sjónleiki
og annarrar menningarstarf-
semi. Hver nýlenda á sitt bóka-
safn. Margar bækur eru gefnar
út af miðstjórn nýlendnanna.
Margar af nýlendunum gefa út
sitt eigið dagblað eða vikublað,
og sumar þeirra eiga leikhús.
Eru þau auðvitað byggö af ný-
lendubúum sjálfum, stundum
með gjafavinnu. I flestum ný-
lendunum er starfandi hljóm-
sveit, og ferðast þær oft til ann-
arra nýlendna og halda þar
hljómleika. I stórum nýlendum
eru auk þess áhugasamtök, sem
fást við hljómlistariðkanir.
Nýlendubúar eru mjög áhuga-
samir um menningarmál, enda
stendur menning þeirra á háu
stigi.
Að kvöldi ganga svo nýlendu-
búar til svefns í svefnherbergj-
um sínum, sem komið er fyrir
'i tveggja til þriggja hæða hús-
um, útbúnum samkvæmt nýj-
Hinn góðkunni og duglegi há-
karlaskipstjóri, Jón Jóhannes-
sonn lézt að kvöldi þess 16. þ. m.
að heimili sínu, Eyrargötu 21
hér í bæ.
Jón var fæddur og uppalinn
hér í Siglufirði og dvaldi hér alla
tíð. Snemma byrjaði Jón að
stunda sjóinn, eða innan við
fermingu, og kom strax í ljós
að þar var afburða sjómanns-
efni, enda fór saman hjá honum
dugnaður, hagsýni og trú-
mennska. Um tv'itugsaldur tók
Jón við skipsstjórn á hákarla-
skipi og stundaði þá atvinnu
milli 30 og 40 ár. Aflasæli varð
Jón svo orð fór af, jafnan með
aflahæstu skipstjóirum og
stundum hæstur. Þó djarfur
væri og kappsamur, var hann í
lund og framkomu þannig, að
allir menn sem honum kyntust
elskuðu hann og virtu. Jón hefði
á þessu ári orðið áttatíu og
þriggja ára. Þótt hann á sínum
uppvaxtar- og manndómsárum
stundaði hákarlaveiðar, með
mikla hita, með sóltjöldum,
flötum þökum og svölum.
Eftirtektarverð er sú sam-
hyggja, sem virðist ríkja í ný-
! lendum þessum. Einn af með-
| limum þessarar nýlendu veikt-
ist af berklum. Handa honum
var byggt sérstakt hús, svo að
hann gæti einnig haldið áfram
að búa 1 nýlendunni. Þeir að-
hyllast að þessu leyti kenningu
kommúnista: Menn vinni eftir
getu, og hljóti laun í samræmi
við þarfir sínar.
Er ég hafði matast hélt ég
áfram að skoða nýlenduna. Eg
skoðaði f jósið, þar sem voru um
fimmtíu kýr, sem gáfu af sér
mjólk handa nýlendunni, en
nokkuð af mjólk var selt til nær-
liggjandi bæja. Bak við fjósið
var naut, stórt og illúðlegt, en
sem betur fer örugglega inni-
lokað. Var nú komið að því, að
ég yrði að fara, en ég leit þó !
lauslega á hænsnabúið og á-
vaxtareitina; virtist allt þar l'ita
prýðilega út.
Eg hélt nú aftur til Tel-Tviv.
E'g hafði fengið að kynna mér
eitt af athyglisverðustu dæm-
unum um samstarf manna. Við
að heimsækja þessa nýlendubúa,
verður manni ljóst hversu miklu
þeir hafa áorkað, án þess að
sækjast eftir persónulegum
auði. Þeir óttast ekki skort, og
þótt þeir vinni mikið, geta allir
li'fað hamingjusömu lífi.
Hugsandi mönnum verður nú
æ ljósara ,að það verður að
skapa ný skilyrði, sem veita smá
bændum og verkamönnum auk-
ið öryggi um hag sinn og af-
komu. í endurbyggingu þeirri,
sem nú fer fram að unnum sigri
yfir fasismanum, verða auðæf-
in að þjóna mönnunum, en ekki f
að stjórna þeim. Sameignarný-
lendurnar í Palestínu eru þess
verðar, að þeim sé gaumur gef-
in, vegna þess að þar miða menn
ekki allt við eigin hagsmuni,
heldur vinna þar allir fyrir alla,
og allir njóta ávaxta vinnunnar
í sameiningu.
þrældómi og vosbúð er þeim
voru samfara, var þrek hans
svo óbilandi, að hann stundaði
ýmiskonar vinnu fram á hin síð-
ustu ár. Oft lék lífið Jón heldur
grátt; hann misti öll börn sín
og þ. á. m, tvo syni uppkomna
þá Jóhannes og Jens, myndar- ;
og efnismenn. Konu sína, hina
vinsælu ljósmóðir, Jakobínu,
hafði bann einnig mist. Hin
s'íðari ár dvaldist Jón hjá
Ágústu Guðmundsdóttur, fóstur
dóttur sinni og manni hennar,
Þorgeir Bjarnasyni.
Siglfirðingar munu með þakk-
látu mog klökkum hug fylgja
þessum sæmdarmanni til grafar.
NÝKOMIÐ
Kartöflumél
Verzlunin Ægir
„VINNAN"
3. tbl. þ. árs er nýkomin út.
Helzta efni þessa blaðs er þetta:
Af verkunum skulum vér þekkja
þá, eftir Jón Rafnsson; Danska
Alþýðusabandið 50 ára, eftir
Guðgeir Jónsson; Farþegar
auðu sætanna, saga eftir Martin
Andersen Nexö; Vísnabálkur;
Verkalýðsfélag Borgarness,
eftir Þórð Halldórsson; Á ör-
lagastund, eftir Astrid Vik-
Skaftfells, Auður-jarðar, eftir
Juri Semjonoff, kvæði eftir
Katri-Vala; Af aiþjóðavettvangi
Esperanto-námskeið, mynda-
opna, sambandstíðindi, kaup-
gjaldstíðindi o.fl.
Forsíðumynd er frá Látra-
bjargi.
Brauðbúðir vorar
verða opnar yfir páskahátíðina,
sem hér segir:
Sldrdag ......... kl. 9— 5
Föstudagiim langa .. — 10—12
Fáskadag .......... — 10—12
Aiman páskadag.... — 9— 5
Félagsbakaríið h. f.
Hertervigsbakarí
Margar tegundir
Hænsnafóður
Verzlunin Æair
Mjólkurbúð
bæjarins
verður optn jdir páskahátíð-
ina, sem hér segir:
Skírdag ...... kl. 9,30 —12
Föstud. Ianga. — 10 — 12
Páskadag ..... — 10 —12
Annan Páskad. .... — 10 — 12
MjólkurbúÖ bœjarins
„VIKINGUR"
Sjómannablaðið 2.—3. tbl. er
nýkomið úr.
„Helzta efni: Sjóminjasafnið í
Stokkhólmi eftir ritstj. Gils
Guðmundsson; Rækjuveiðar við
ísland, eftir O.G. Syre; Hug-
leiðingar á „pallinum", eftir Jón
Eiríksson; Stórkipahöfn í Þor-
lákshöfn, eftir Grím Þorkelsson;
Náttúrulækningafélag íslands.
eftir Júlíus Ólafsson; siglinga-
þáttur Jens Munkssonar, —
skemmtilegar sjóferðasögur, —
smásaga, — kvæði, frívaktin
o.fl. o.fl.
Á forsíðu er mynd af líkani
togarans Bjarna riddara.
ustu tízku, með tilliti til hins
JÖN JÓHANNESSON, skipstjóri
Minningarorö