Mjölnir


Mjölnir - 31.03.1948, Blaðsíða 3

Mjölnir - 31.03.1948, Blaðsíða 3
f MJÖLNIR 8 Fermingarbörnin F GULLNA HLIÐIÐ eftir DAVÍÐ STDFÁNSSON I var sýnt hér á annan í pásk- um af Leikfélagi Sauðárkróks við húsfyllir og ágætar undir- tektir áheyrenda. Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Sauðárkróks sýnt Gullna hliðið . Alls mun félagið hafa ha!ft 13 sýningar og alltaf við húsfyllir. Sóttu sýningar þessar fólk viðsvegar að úr hér- | aðinu og sveitum vestan Skaga- fjarðar. Nú um hátíðina kom svo leikflokkurinn hingað til Siglufjarðar og hafði fyrstu sýningu á annan í páskum í Sjómannaheimilinu. Það virðist í allmikið ráðist hjá Leikfélagi Sauðárkróks að taka til sýning- ar Gullna hliðið bæði vegna þess að leikurinn - útheimtir stórt ^ leiksvið, og ennfremur vegna þess, að sum hlutverkin eru mjög vandasöm og erfið. Um fyrra atriðið er það að segja, að leiksviðið í Sjómannaheimil- inu er alltof þröngt fyrir jafn- f jölmennan leikendahóp og er í Gullna hliðinu, og af þeim or- sökum njóta leikendurnii- sín ekki ens vel og ef um stærra leiksvið væri að ræða. Sama er að segja um senumar, sérstak- | lega í síðasta þætti. Sjálft hið gullna hlið er svo að segja fram á brún leiksviðsins. Þrátt fyrir þessa annmarka og aðra örðug- leika, sem lítil leiksvið skapa, tókst leikendunum alveg furð- anlega vel að leysa hlutverk sín af hendi, og sumum með ágæt- um. Helztu hlutverk: Jón kotbónda leikur Guðjón K Sigurðsson. Hann leikur þennan harðsvíraða syndasel og laga- brjót ágætlega; er mátulega óforskammaður og hressilegur allan leikinn út og fatast aldrei í málsvörninni fyrir sjálfan sig, ekki einu sinni fyrir framan sjálfan dyravörð himnaríkis: Lykla-Pétur. Kerlinguna, konu Jóns, leikur frú Guðrún Pálsdóttir. Hlutveric f þetta er mjög erfitt og veltur leikurinn að miklu leyti á þvi, hvernig með það hlutverk er farið. Frú Guðrún leysir það hlutverk ágætlega af hendi. — Röddin er skýr, tilbrigði og hreyfingar allar í góðu samræmi við efni og anda hlutverksins. Övininn leikur Eyþór Stefáns- son, sem jafnframt er leikstjóri ásamt Valgarð Blöndal. Það dylst engum, sem sér leik Ey- þórs, að þar er á ferðinni ágætur leikari, sem hvert leikfé- lag, hvar sem væri, gæti verið stolt af að hafa innan sinna vé- banda. Leikur hans í gervi Óvin- arins er að mínum dómi með aJfbrigðum góður; ekki of frekur eftir því, sem til er ætl- ast af hendi höfundarins, alltaf tilbúinn að hremma það, sem ekki fær inngöngu í salarkynni í himnaríkis. Vonbrigðin eðlileg, þegar bráðin tapast. 1 upphafi leiksins las Eyþór upp For- spjallið að leiknum. Er það meistaralega samið af hendi höf I undarins, ljóslifandi sett fram í ; stuttu en skýru máli ástandið eins og það var á mestu niður- iægingartímabili íslenzku þjóðar innar. Eyþór Stéfánsson túlkaði anda og efni Forspjallsins það vel, að trauðla verður betra kosið, Um önnur hlutverk er það að segja, að flest þeirra eru sæmi- lega af hendi leyst, sérstaklega þegar þess er gætt, að margt af leikendunum eru viðvaningar á leiksviði. Til dæmis eru gerfi og meðferð á hlutverkum Lykla- Péturs og Páls postula góð. Hefðu þó mátt vera dálítið ákveðnari í viðræðunum við syndaselinn Jón. Frú Jórunn Halldórsdóttir er ágæt í gervi Vilborgar grasa- konu, forneskjuleg og vel trúuð á drauga og púka; er samt ekki nógu grimm við hina illu anda, sem sækja að Jóni á dauða- stundinni, Söngurinn í fyrsta þætti er full yfirdrifinn, sérstak- lega eru áherzlur Vilborgar grasakerlingar ekki nógu eðli- legar. Söngur Friðlaugs (Svavar Þorvaldsson) í þriðja þætti er góður. Sama er að segja um sönginn í síðasta þætti. Hér hefur nú verið drepið á nokkra af leikendunum og með- Sjaldan hafa bæjarbúar orðið eins átakanlega varir við það, hve gjörsamlega ófært það ástand er, sem ríkir hér í bæ með dreifingu mjólkur, og nú um hátíðisdagana. Mjólkurbúö KEA, sem hefur á sinni hendi alla mjólk, sem kemur frá Akur eyri og Sauðárkróki hafði mjólk urbúð sína lokaða yfir föstu- daginn langa og páskadaginn. Bæjarbúar höfðu því ekki urn amiað að velja en að reyna að fá mjólk í mjólkurbúð bæjarins. Á föstudaginn langa safnaðist þangað hinn mesti fjöldi og höfðu starfsstúlkurnar ekki undan að afgreiða og myndað- ist fyrir framan búðina mikill fjöldi fólks, sem ekki komst inn. I búð bæjarins er ekki selt skyr eða rjómi en hvomtveggja var til í KEA. Mjólk sú, sem KEA hafði sent upp eftir varð brátt upp selt og leit út fyrir, að fólk yrði að fara heim án þess að ta mjólk. Var nú það ráð tekið, að fá forstjórann fyrir mjólkurbúð KEA til að opna búðina niður frá. Mun lögreglan ásamt fleir- um hafa haft rnn það forgöngu. Eftir allmikið þóf var búðin opnuð og fólk afgreitt, en að- eins með mjólk. Skyr eða rjómi var e’kki afgreitt. Á páskadag- inn endurtók sig sama sagan. Ekkert afgreitt í búð KEA, aðeins í mjólkurbúð bæjarins. Þrengslin voru þá ekki eins ferð þeirra á hlutverkum sínum. Það væri vitanlega hægt að skrifa mikið lengra mál um leik- inn almennt og meðferð hinna ýmsu leikenda á hlutverkum sínum, en það verður ekki gjört nú að þessu sinni. Eins og áður hefur verið tekið fram er leik- urinn í heild mjög sæmilegur og betri en hægt er að búast við, þegar tekið er tillit til allra að- stæðna. Það er sannarlega ekki - lítið verk fyrir fámennt leikfé- lag að koma upp stórum og vandasömum leik, en það dylst engum, sem séð hafa, að Leik- félag Sauðárkróks á ágætum leikkröftum á að skipa og góða stjórnendur. Á Sauðárkróki var sýning Gullna hliðsins hátíðasýning í tilefni 60 ára afmælis leikstarf- seminnar þar á staðnum. Hafa Sauðárkróksbúar á myndarleg- an hátt minnzt þessa merka af- mælis með því að taka til sýn- ingar þetta alþýðlega leikrit Davíðs Stefánssonar. Siglfhðingar mega vera þakk- látir Leikfélagi Sauðárkróks fyrir komuna; fyrir vel sýndan leik og góða skemmtun. Er ekki að efa, að Siglfirðingar munu fylla Sjómannaheimilið þau kvöld, sem leikurinn verður sýlndur hér. Áhorfandi. mikil, því fólk hafði reynt að byrgja sig upp með mjólk á laugardaginn. Á annan voru báðar búðirnar opnar, en sam- lagsmjólkin varð brátt uppseld í mjólkurbúð bæjarins, svo aðal þröngin var nú niður við KEA, enda var nú afgreitt skyr og rjómi. Af því sem hér hefur nú verið bent á, er það ljóst, að slíkt ástand og hér er með sölu mjólkur er í alla staði ófært. Fyrst KEA er búið að ná undir sig einkasölu á aðfluttri mjólk til bæjarins, verður að gjöra þá kröfu til forráðamanna þess fyrirtækis, að komið verði upp fleiri útsölum, til dæmis einni suður á bökkum og annari fyrir útbæinn. Þá verður að kref jast þess, að samsalan sjái búð bæj- arins fyrir nógri samlagsmjólk. Þá verður að krefjast þess af sömu aðiljum, að mjólkin sé seld alla daga, en ekki eins og nú er, loka vissa hátíðisdaga,. Annars er það mála sannast, að mjólkurmál Siglfirðinga eru í hinu mesta ófremdarástandi. Mjólkurbúð bæjarins getur á engan hátt fullnægt eftirspum eftir barnamjólk og marga daga er enga mjólk að fá í bænum, mest vegna skipulagsleysis á flutningi mjólkur frá Akureyri og Sauðárkróki. Þó er það, sem út yfir tekur, og það er, að sú mjólk, sem til bæjarins kemur, er léleg vara, oft margra daga Næstkomandi sumiudag fer fram ferming í Siglufjarðar- kirkju og verða þá fermd eftir- talin börn: Stúlkur: Aðalbjörg Jónsdóttir, Hvamieyrarbraut 20. Bera Kristjánsdóttir, Ráðhústorgi 1 Edda Jónasdóttir, Eyrarg. 28 Edda Thorlacíus, Suðurg. 52 Elísabet Björg Jónsdóttir, Grundargötu 19 Erla Halldóra Árnadóttir, Hvanneyrarbraut 52 Guðný Soffia Þorvaldsdóttir Hvanneyrarbraut 57 Guðrún Anna Ingvadóttir, Hólaveg 10 Hanna J. H. Hannesdóttir, RánargÖtu 16 Halla Haraldsdóttir, Hvanneyrarbraut 49 Hólmfríður Erla Arnkelsdóttir, Hólaveg 23 Hulda Sigurjónsdóttir, Aðalgötu 16 Ingibj. Ragnhildur Eiríksdóttir, Túngötu 3 Ingibjörg Þorleifsdóttir, Suðmgötu 42. Jóhanna Vernharðsdóttir, Laugaveg 5 Kristín Jóhanna Hólm, Hafnargötu 20 Kristín Hólmfríður Pétursdóttir Aðalgötu 25 Magdalena Björk Jóhannes- dóttir, Hvanneyrarbraut 23 Margrét Helga Jónsdóttir, Suðurgötu 3 Margrét Sólveig Júlíana Ein- arsdóttir, Grundarg. 9 Minnie Gunnlaug Leósdóttir, Hverfisgötu 11 Ólafia Sveinína Ölafsdóttir, Eyrargötu 3 Ragna Lisa Eyvindsdóttir, Snorragötu 3 Rósa Eðvaldsdóttir, Hvannej'rarbraut Sigríður Bjamey Bjarnadóttir, Suðurgötu Sigurlaug Guðmundsdóttir, Eyrargötu 28 Stefania Árný Friðgeirsdóttir, Hlíðarvegi 34 Stella Clausen, Vetrarbr. 17 Steinunn Sveinsdóttir, Túng. 40 Svanhildur Kjartansdóttir, Hlíðarvegi Þóra Sigríður Jónsdóttir, Háveg 8 Drengir: Ásbjörn Skarphéðinsson, Hafnargötu 2 Björn Grétar Ólafsson, Aðalgötu 22 gömul, og flutt á dekki óvarin fyrir frosti eða hita. Við Sigl- firðingar emm mörgu vanir í viðskiptum okkar við mjólkur- samsölu KEA, en takmörk hljóta að vera fyrir því, hvað hægt er að þola í slíkum málum sem þessum, og fyrr eða síðar hljóta Siglfirðingar að taka þessi mál upp til viðræðna og úrbóta við aðilja, sem skilja betur hvað á við í mjólkurmál- um Siglfirðinga, en forráða- menn KEA virðast fram að þessu hafa gert. Brandur Franklin Karlsson, Túngötu 25 Friðrik Eiríksson, Þorm.g. 23 Guðbjörn Hallgrimsson, Bakka Guðfinnur Grétar Aðalsteinsson Eyrargötu 5 Gimnar Jón Finsson, Suðurgötu 40 Gústaf Friðþjófur Nílsson, Hólaveg 6 Héðinn Skarphéðinsson, Hverfisgötu 5 Halldór Stefán Pétursson, Hólav. 19 Hilmir Guðmundsson, Hólav. 12 Hjálmar Stefánsson, Eyrarg. 20 Ingimar Vorm Antonsson, Eyrargötu 8 Jóhann Sverrir Jónsson, Norðurgötu 13 Hreinn Steinsson, Hverfisg. 9 Jón Friðrik Hallgrímsson, Hólav. 14 Jón Þórir Hartmann Gestsson, Laugarvegi 42 Jón Viðar Gunnlaugsson, Hverfisgötu 5 Jón Vídalín Halldórsson, Hvanneyrarbraut 6 Kristinn Björgvin Árdal, Eyrargötu 6 Kjartan Kjartansson, Lækjargötu 4 Ivristmann Einar Guðmundur Hermannsson, Gránugötu Steingrímur Kristinsson, Mjóstræti 1 Valbjörn Þorláksson, Bakka Þórir Bjömsson, Hafnarg. 6 Austurbreidd — Nýtt tilbrigði í gamallí grein. 1 síðasta Einherja birtist grein undir fyrirsögninni: Að loknum eldhúsdegi. Er með þess ari fyrirsögn átt við eldhúsum- ræðurnar, sem fi'am fóru á dög- unum, og fjallar greinin að venju mest um vonzku komm- únista, hérlendis og erlendis. Verður henni ekki svarað hér, þar sem það hefur oft áður verið gert hér í blaðinu, því þetta er i rauninni bara gamla greinin, sem birzt hefur í nærri því hverju einasta Einherja-, Neista- og Siglfirðingsblaði, er út hefur komið, með svo lítið bréyttu orðalagi, að maður tek- ur ekki dftir neinum mismun nema með nákvæmum sarnan- burði. Þó er í henni nýtt til- brigði, sem hvorki Neisti né Siglfirðingur hafa fundið upp áður, en það er þar sem talað er um „austurbreidd" —„hugarfar landsmanna sé ekki réttri gráðu austurbreiddar. “ Nú langar mig til að fá að vita. Hver er þessi nýja breidd, sem blaðið talar um? Er það einhver spánný Framsóknar- breidd? Eða er svo komið, að allt umturnist svo í kollinum á blaðamönnum Einherja, að þeir rugli algengum hugtökum þegar þeim kemur orðið austur í hug ? Eða eru þeir farnir að skrifa gömlu greinina umhugsunar- laust, eins og skriffinnar Mogg- ans, sem stöðugt eru að rugla löndum, borgum og mönnum í Austur-Evrópu ? Forvitiinn. Ofær afgreiðsla

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.