Mjölnir


Mjölnir - 23.06.1948, Side 3

Mjölnir - 23.06.1948, Side 3
3 M J 0 L N I R Erindreki Claessens enn kominn á stúfana Mönnura er það í fersku rainni, að í kaupdeilunum í fyrrasumar fékk eitt af elztu o.g mest virtu verkalýðsfélögum landsins, Vmf. Baldur á ísafirði á sig ljótasta stimpil, sem nokkurt verkalýðsfélag getur fengið: verkf allsbrjótsstimpil- inn. , Engum, sem þekkir til ís- firzkra verkamanna, kemur til hugar, að þeir taki það upp hjá sjálfum sér að vega aftan að stéttarsystkinum sínum þegar verst stf :dur á. Enda mun sannleikr.rinn vera sá, að for- maður félagsins og nokkrir of- stækisfullir pólifcískir samherj- ar hans hafi átt meginsökina á þessu hneyksli. ^ Þá er norðlenzkum verka- mönnum og í minni, að einmitt um sama leyti kom maður nokkur af ísafirði til ýmissa staða hér norðanlands, þar sem vinnudeilur stóðu yfir, og skor- aði á verkamenn að semja við atvinnurekendur upp á þau kjör, sem þeim stæðu til boða, hvað sem Alþýðusambandi Norður- lands og Alþýðusambandi ls- I lands liði. Kvaðst hann tala í umboði ríkisstjórnarinnar. — Reyndi hann að nota Félagsdóm sem einskonar Grýlu á verka- menn, sagði, að sér væri kunn- ugt um, hvernig dóm hann mundi fella í máli, sem þá stóð yfir milli Þróttar á Siglufirði og atvinnurekenda. Verkamönnum þóttu þetta kynlegar fréttir, og vildu Iítið í við mann þennan tala. Vildu þeir fá að vita nánar, hvers- konar erindrekstur hann feng- ist við. Vildi hann sem fæst um það tala, en fullyrti, að ríkisstjórnin stæði á bak við sig Formaður Baldurs og erind- rekinn, sem reyndi að telja verkamenn á að gerast eigin böðlar og hagsmunasamtaka sinna ,eru sami maðurinn, Helgi Hannesson á Isafirði. Árangurinn af sundrungar- herfecrð Helga um Norðurland í fyrra varð sáralítiU, annar en sá, að hann kom á félag sitt hinum ljóta stimpil verkfalls- brjótsins. Líkaði húsbændum hans, atvinnurekendiun, illa klaufaskapur hans og spörkuðu í hann í einu blaði sínu með því að segja söguna hreinskilnis- lega eins og hún hafði gengið. Birti eitt af blöðum Sjálfstæðis- flokksins grein um hann og er- indrekstur hans. Segir þar m.a.: Eitthvað févænlegra var í boði. Jú, Helgi Hannesson, for- maður verkalýðsfél. Baldur var ráðinn sérstakur sendimaður Eggerts Claessens vegna vinnu- deilna á Norðurlandi, Hinn stóri og vambmikli krati I fór með miklu bægslagangi af stað. Reyndi hann að splundra samtökum verkamanna m.a. með aðstoð falsskeyta, sem sögð yoru frá Aiþýðusambandi Is- lands. En allt kom fyrir ekki. Það var hljólátur maður, sem kom suður aftur.“ Rétt er að geta þess, að Helga hefur sviðið sárt að fá þetta vottorð að launum fyrir erind- rekstur sinn, og jafnvel reynt að bera af sér það ámæli, að hann hafi verið að vinna í þágu atvinnurekenda. Hefur það að vonum gengið ilJa, og Helgi enn ekki fengizt til að segja hver hafi borið kostnaðinn við ferða- lag hans, og ráðið ferðum hans. HELGI FÆR NÝJA ATVINNU Nú hefur sú fregn borizt úr höfuðstaðnum, að Helgi muni innan skamms eiga að leggja upp í nýja yfirreið, ekki aðeins um Norðurland eins og í fyrra, heldur um allt landið eins og biskupar áður. Hefur Stefán Jóh. Stefánsson í orði kveðnu ráðið hann til að safna skýrsl- um um kauptaxta í landinu. — Fyrir þetta á Helgi að fá 2700 krónur á mánuði, og mun hon- um vera ætlað að starfa að þessu fram undir Alþýðusam- bandsþinglð í haust. Launin eru greidd úr ríkissjóði. Eins og kunnugt er, birtast allir kauptaxtar verkalýðsfé- laga, sem eru innan A.S.Í. mán- aðarlega í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins. Liggur í augum uppi, að eitthvað á Helgi að gera annað en að afrita þá. Launalögin eru til á prenti og yfirleitt munu vera til aðgengi- legar heimildir um alla opinbera kauptaxta og launagreiðslur 1 landinu, nema ef vera kynni hin nýju störf og embætti, sem núv. ríkisstjórn hefur sífellt verið að unga út. Er vitað, að þau eru bæði mörg og vellaunuð, t.d. í kringum skömmtunina, Fjár- hagsráð, Viðskiptanefnd o.fl. nýjar stofnanir, auk allra þeinra mörgu bitlinga, sem búnir hafa verið til handa flokksmönnum og öðrum gæðingum ráðherr- anna. Hafa firóðir menn fyrir satt, að Alþýðuflokkurinn muni hafa notið þar jafnréttis á við hina flokkana, og jafnvel betur, þótt hann sé minni, enda hafi verið fast eftir sótt. En ótrú- legt er, að það sé margra mán- aða verb, og svo erfitt og um- fangsmikið, að ekki sé bjóðandi fyrir það lægra kaup en sem svari launum háttlaunaðra em- bættismanna og trúnaðarmanna hins opinbera. HVAB SKYLDI HELGI EIGA AÐ GEBA ? Helgi Hannesson á áreiðan- lega eitthvað annað að starfa en að afrita kauptaxta í Vinn- unni og launalögin, og semja skrá yfir bitlingagreiðslur rík- isstjórnarinnar. Hann mun nú eins og í fyrra vera í þjónustu atvinnurekenda og leppa þeirna, og eiga að ferðast um landið eins og þá til að reyna að fleka verkamenn til að bregðast hags- munasamtökum sínum — bregð- ast einingarstefnu Alþýðusam- bandsins og koma þvi undir yf- irráð atvinnurekenda. Núverandi rikisstjórn og hús- bændum hennar, auðmannastétt inni á Islandi, er einingin innan Alþýðusambandsins og hin ör- ugga forusta þess fyrir hags- munasamtökum alþýðunnar, mikill þyrnir í augum. Nú legg- uí' afturhaldið allt kapp á að spilla einingunni og vill helzt sundra samtökunum. Sjálfstæðisflokkurinn er bú- inn að setja upp í Reykjavík skrifstofu með tilheyrandi starfsliði til þess að undirbúa valdatöku afturhaldsins i Al- þýðusambandinu í haust. Enn- fremur hefur hann sent erind- reka um landið til þess að stofna „málfundafélög", þ. e. sórstakar deilid íhaldsmanna innan verkalýðsfélaganna. Hef- ur þegar verið stofnuð ein slík deild hér norðanlends, á Akur- eyri. Ekki hefur árangurinn þó orðið merkilegri en svo, að ein- ungis 1 — einn — starfandi verkamaður er í henni. Hitt eru gerfimeðlimir 'i verkamannafé- laginu. Alþýðuflokkurinn vill auðsjá- anlega ekki vera minni en Sjálf- stæðisflokkurinn í baráttunni gegn samtökum verkafólks og hefur nú valið Helga Hannesson til að gegna einskonar böðuls- starfi á þeim. Má segja, eftir athæfi Helga í sambandi við vinnudeilurnar í fyrira, að hvort sami öðru, starfið og maðurinn. Afturhaldinu er það ljóst, að það getur ekki unnið virki verkalýðsins með opinberri bar- áttu. Þessvegna reynir það nú að vinna það með brögðum og beitir eins og oftar í slíkri bar- áttu. Alþýðuflokknum fyrir sig. Atvinnurekendur vita, að það þýðiir ekki að beita fimmtu her- deildarmönnum, sem hafa orðið uppvísir, til atlögu á sama stað aftur. Þessvegna vilja þeir ekki borga Helga Hannessyni kaup fyrr en sýnt þykir, að einhver árangur hljótist af starfi hans. Þessvegna er Stefán gamli lát- inn borga honum úr ríkissjóði. Öllum launþegum má nú vera það ljóst, hverskonar samsæri afturhaldsöflin, með Sjálfstæð- isflokkinn og hjálendu hans, Al- þýðuflokkinn að forustu, eru að brugga þeim. Er ekki að efa, að hraustlega verði tekið á móti árásinni. Það sem um er að tefla eru hagsmunasamtök verkalýðsins, og versta óhapp, sem verkafólk á íslandi gæti hent, væri það, að samtök þess féllu í böðulshendur manna eins og þeirra, sem nú eru leigðir af andstæðingunum til að vinna á þeim skemmdarværk. Isafjörður Siglufjörður Bæjakeppni í frjálsum íþrótíum Nýtt íslenzkt drengjamet I þrístökki, sett af Guðmundi Árnasyni S.L laugardag og sumiudag fór fram bæjakeppni milli ísa- fjarðar og Sigluíjarðar í frjálsum íþróttum. Mesta athygli í þessari keppni vöktu Guðmimdur Árnason og Bragi Friðriksson. Guðmundur fyrir að sigra alla keppinauta sína og setja nýtt Sigluf jarðarmet í þrístöldd, sem jafnframt er nýtt íslenzkt drengja met — og Sigluf jarðarmet í langstökki. — Hæsta stigatölu gaf afrek Braga í kúluvarpi. Veður var hagstætt þó nokkuð kait væri, og undirbúningur mótsins góður. SJl. föstudagskvöld kom hingað tflugleiðis 'isfirzkur íþróttaflokkur til keppni í firjálsum íþróttum, en áformað er að slík keppni fari árlega fram milli bæjanna. Einnig kom knattspyrnuflokkur í boði K.S, Keppni í frjálsum íþróttum hófst á íþróttavellinum kl. 5 e.h. á laugardag og urðu úrslit í einstökum greinum sem hér segir: 100 m. hlaup: Guðm. Árnason S. 11,9 sek. Guðm. Hermanns. í. 12,0 — Gunnl. Jónasson I. 12,2 — Stefán Friðbj. S. 12,3 — Isfirðingar hlutu 1153 stig en Siglfirðingar 1154. 1500 m. lilaup: Haukur Sigurðsson 1.4,51,2 mín Ólafur Þórðarson 1.5,13,0 — Har. Pálsson S. 5.35,6 — Páll Samúelsson S. 5.39,4 — ísfirðingar hlutu 812 stig en Siglfirðingar 446. Langstöbk: Guðm. Árnason S. 6,37 m. (Nýtt Sigluf jarðarmet) Ragnar Björnsson S. 6,28 — Gunnl. Jónasson 1. 6,06 — Guðm. Guðmundsson 1. 5,71 — ísfirðingar hlutu 1061 stig. en Siglfirðingar 1266. (Björn Jónsson átti eldra metið, sem var 6,32 m.) Þrístökk: Guðm. Árnason S. 13,94 m. (Nýtt Siglufj.met. — ísl. drengjamet) Loftur Magnússon 1. 12,53 — Haraldur Sveinsson S. 12,50 — Gunnar Sumarl.son I. 12,22 — ísfirðingar hlutu 1140 stig, en Sigifirðingar 1361. — Gamla Siglufj.metið átti G. Á. sjiálfur 13,25 m., en ísl. drengjametið var 13,78 m., sett hér á Siglu- firði af Óla Páli Kristinssyni. Kringlukast: Bragi Friðriksson S. 38,82 m. Guðm. Hermannss. í. 37,44 — Helgi Sveinsson S. 34,30 — Loftur Magnússon I. 33,56 — ísfirðingar hlutu 1168 stig en Siglfirðingar 1227. — Á æf- ingu í fyrradag kastaði Bragi kringlunni 41,90 m. Lauk þannig keppni fyrri dagsins, að Isfirðingar höfðlu hlotið 5334 stig, en Siglfirðingar 5474, mismunurinn 140 stig. Á sunnudaginn hófst keppnin kl. 2 e. h. Var fyrst keppt í 4 x 100 m. boðhlaupi. Sveitirnar voru jafn- ar með tíma, 49,2 sek., og hlutu biáðar 536 stig. Spjótkast: Ingvi. Br. Jakobss. S. 46,80 m. Þórólfur Egilsson I. 41,65 — Jónas Ásgeirsson S. 41,09 — Albert Ingibjartss. I. 40,22 — Isfirðingar hlutu 860 stig en Siglfirðingar 959. Hástökk: Tómas Jóhannsson S. 1,64 m. Guðm. Guðmundsson í. 1,59 — Albert K. Sanders I. 1,54 m. Haraldur Sveinsson S. 1,54 m. ísfirðingar hlutu 1055 stig, en Siglfirðingar 1107. Kúluvarp: Bragi Friðriksson S. 14,12 m. Guðm. Hermannss. I. 12,26 — Alfreð Jónsson S. 11,40 — Albert Ingibjartsson I. 10,19 — ísfirðingar hlutu 1107 stig en Siglfirðingar 1394. Afrek B. F. er bezti árangur, sem náðist i keppninni, enda er hann eflaust með betri kúluvörpurum lands- ins. 400 m. hlaup: Gurnil. Jónasson í. 58,4 sek. Loftur Magnússon I. 58,4 — Ragnar Björnsson S. 59,4 — Har. Pálsson S. 62,1 — ísfirðingar hlutu 994 stig en Siglfirðingar 849. Lauk þar með bæjakeppninni 'i frjálsum íþróttum. Isfirðingar hlutu 9886 stig, en Siglfirðingar 10319 stig. Mismunurinn er því 433 stig Siglfirðingum í hag. — Um kvöldið var ísfirzku íþrótta- mönnunum haldið samsæti að Hótel Hvanneyri að viðstödd- um íþróttamönnum og bæjar- stjórn Siglufjarðar. Úrslit knattspyrnukappleikj- anna, en þeir voru tveir á milli ísfirzka flokksins og K.S., urðu þau, að Isfirðingar unnu fyrri leikinn með 5:4 og seinni leik- inn með 3:0. Fyrri leikurinn var harður og nokkuð spennandi en seinni leikurinn heldur daufur. Yfirburðir Isfirðinganna voru auðsæir, samleikur þeirra meiri og áreiðanlega hafa þeir haft lengri þjálfun að baki en K.S.- ingar. Þessi keppni var ágæt og er (Framhald á 4. síðu)

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.