Mjölnir


Mjölnir - 02.02.1949, Blaðsíða 4

Mjölnir - 02.02.1949, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 2. febrúar 1949. 5. tölublað. 12. árgangur. Grobb og hræsni einkenna krata Siglfirzkir blaðalesendur hafa oftsinnis iveitt því athygli hvernig kratablaðið „Neisti“ grobbar og gortar, l'íkt og smá- str'ákur, sem heldur að hann sé bæði stór og sterkur og geti allt. Þegar athugað er hverjir standa mest að blaðinu, eins og t.d. Jóh. G. MöIIer, þá er þetta ekki svo undarlegt. Slíkir menn, sem oft og iðulega tala mikið um þörf róttækni í verkalýðs- samtökunum, deila fast á for- ystu þeirra og saka hana um soífandahátt og svik, — þeir eru einmitt mennirnir, sem fyrstir bila þegar til átakanna kemur, eins og sannaðist með þá „Neista“-menn í verkfallinu 1947. Á s.l. hausti gengu kratarnir um land allt berserksgang, sumir launaðir, aðrir ólaunaðir af íhaldinu, til þess að brjóta hina róttæku forystu A.S.Í. á bak aftur. Þá vantaði ekki grobbið, skrumið og hræsnina í blöð Alþýðuflokksins og hinna aftur- haldsflokkanna. „Neisti“ litli lét heldur ekki á sér standa að vegsama hina væntanlegu stjórn „lýðræðis- sinna“ og lofa hin óunnu afrek hennar í þágu verkalýðsins. — Þessi grobbni smá-blaðsnepill taldi sig þess umkominn að gefa loforð um efndir ákveðinna full- yrðinga sinna í sambandi við dýrtáðarmálin og launþeganna# Hann taldi sig þess umkominn að gagnrýna harðlega ófremdar ástand það, sem núverandi ríkisstjórn, sú fyrsta, sem Alþýðuflokkurinn myndar, — heífur skapað í landinu. 1 „Neista“ 20. tbl. 16. árg. er grein þar sem harðlega er ráðist á þetta ástand. 1 þeirri grein segir svo um afstöðu alþýðu til þessa ástands: „Alþýða manna sættir sig ekki við vísitöluföls- un í þokkabót, auk vöruskorts.“ (Leturbr. Mjölnis). Þessi grein var skrifuð eftir að kosningum til 21. þings ASÍ ) var að mestu lokið, og séð orðið að „lýðræðissinnar" myndu í einhverjum meirihluta. Þá sagði „Neisti“: „hingað og ekki lengra", og sagði, að almenn- ingur segði þetta líka við ríkis- stjórnina. Og „Neisti" sagði meira, og talaði til þeirra, sem hann taldi að stjórna myndu A.S.I. næstu tvö ár: „]£n eins verða þeir að minn- ast, sem koma til með að stjórna Alþýðusambandi íslands, að ekki verður frekara leyft að ganga á kjör íslenzkrar alþýðu en orðið er.“ (Leturbr. Mjölnis). Þannig skrifaði þetta grobbna hræsnisfulla skrumblað krat- anna þá, gefur loforð um, að stöðvuð verði ágengni krata- stjórnarinnar á kjör alþýðu, — en hverjar eru efndirnar? — Samskonar og aðrar efndir á loforðum kratanna. 40 milljóna tolla og skatta- byrði lagði afturhaldsstjóm kratanna á herðar alþýðunnar um áramótin, — vörurnar hækka — tala atvinnulausra hækkar, — „visitölufölsun og síhækkandi verðlag í þokkabót, auk vöruskorts,“, — það eru efndir á loforðum „Neista“. En alveg óvart hefur hann sagt það satt, að almenningur myndi ekki sætta sig við þetta. Það er nú að koma í ljós við stjómarkjör í verkalýðsfélög- unum. Svik kratanna verða fleiri og fleiri — fylgjendur þeirra færri og færri, — rökrétt þróun málanna. Mótmæli (!!) Alþýðusambandsstjórnar í dýrtíðarmálunum (FRAMHALD AF 1. SÍÐU) hækkun þessi er 100% frá því, sem áður var, komi öll á kaupendur og sé því sýnt, að ennþá breikki bilið milli kaup- lags og verðlags. Niðurlag þessa bréfs mið- stjórnar sambandsins til ríkis- stjórnarinnar var svohljóðandi: „Miðstjórn Alþýðusambands- ins vill vekja athygli ríkisstjórn arinnar á þessum staðreyndum og jafnframt enn einu sinni minna á þá samþykkt Alþýðu- sambandsþings, þar sem m.a. segir svo: „Haldi dýrtíðin hinsvegar áfram að vaxa, felur þingið væntaniegri sambandsstjóm að vernda hagsmuni verkalýðsins með þvá að beita sér fyrir al- mennum grunnkaupshækkunum þannig, að raunvemlegur kaup- máttur vinnulaunanna rýrni ekki frá því sem nú er.“ Á gmndvelli þess, er hér hef- ur verið sagt að framan, og með tilvísun til framangreindra samþykkta síðasta Alþýðusam- bandsþings, þá skorar mið- stjómin á ríkisstjómina að beita sér fyrir því, að lögum um festingu vásitölunnar verði breytt þannig frá 1. jan. n.k. aJð á hverjum tíma nemi mis- munur útreiknaðrar og greiddr- ar vísitölu aldrei meir en 19 stigum. Nái þessi breyting laganna ekki fram að ganga, sér Alþýðu- sambandið sig til knúið að beita sér fyrir almennri grunnkaups- hækkun, sem bæti a.m.k. upp mismun vísitölunnar úr 319 stigum í það, sem hún kann að verða á hverjum tíma, jafnhliða kaupgjaldssamræmingu þeirra félaga í sambandinu, sem dregizt hafa óhæfilega aftur úr um kaupgjadilð. Miðstjórnin telur, að lög þau, sem nú hafa veríð samþykkt á Alþingi um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna feli ekki í sér endanlega lausn dýrtíðar- málanna, þótt með þeim sé í bili leitazt við að tryggja það, að grundvöllur framhaldandi starfsemi atvinnuveganna rask- ist ekki, og telur því enn vera fyrir hendi nauðsyn þess, að leita raunhæfra úrræða' fyrir framtíðina snertandi þessi mál, og vill þvi taka fram, að [ stjórn Alþýðusambandsins er fús til viðræðna um leiðir-til úrlausnar þessa mikla þjóðfé- lagslega vandamáls á grundvelli þess að tryggja atvinnuöryggi og lífsáfkomu almennings.“ Miðstjómin taldi ekki rétt að birta bréf þetta fyrr en sýnt væri, hvernig lyki viðureign út- vegsmanna og ríkisstjómarinn- ar út af hinum óbilgjömu kröf- um útvegsmanna, er haft hefði í för með sér stórfellda kjara- rýmun almennings, ef fram hefði náðst. Miðstjómin vildi að sjálf- sögðu ekkert það aðhafast, er auðveldað gæti útvegsmönnum baráttuna fyrir hinum ósann- gjörnu kröfum. Bréfi miðstjómarinnar mun verða birt í heild í næsta blaði Vinnunnar, tímariti Alþýðusam- bandsins, sem nú er í prentun. Með stéttarkveðju. Jón Sigurðsson“. Þegar dýrtáðarlögin vom sett, rétt' fyrir jólin, kepptust verka- lýðsfélögin víðsvegar um land, við að mótmæl hinum gífurlegu nýju álögum, en aldrei heyrðist neitt frá stjórn heildarsamtak- anna. í lok þessa dæmafáa bréfs er gefin skýring(!) á því, að þessi „mótmæli“ vom ekki birt strax. Það var vegna þess, að stjórn A.S.l. taldi, að það gæti orðið til að styrkja útgerðar- menn í hinum „óbilgjömu“ kröfum þeirra til ríkisstjórnar- innar. Þegar þess er gætt, að aðalkrafa útgerðaramnna var, að ábyrgðarverð fisks yrði hækkað úr 65 í 70 aura kílið, en allir skipverjar á mótorbát- um, á fiskveiðum, eru upp á hlut úr afla, þá er þetta næsta furðulegt. M.ö.o. stjóm A.S.Í. vildi ekki stuðla að bættum kjör- um hlutasjómanna. Þegar ríkisstjórnin er að leggja nýjar tolla- og skatta- drápsklyfjar á almenning þá leyfir stjóm A.S.Í. sér að tala um „góðan vilja“ ríkisstjórnar- innar í dýrtíðarmálunum. Þá virðist það harla einkennilegt, að stjórn A.S.l. skuli nú ekkert hafa að athuga lengur við föls- un vísitöltmnar, en eins og Breiðfylkingin bíður ósigur (Framhald af 1. síðu). ■ m ; Alþýðuflokkurinn hafði áform- að að halda skemmtifund í flokksfélagi sínu kvöldið eftir, átti sá fundur, ef þeim gengi að óskum á aðalfundi „Þróttar" að verða sigurhátíð, þar sem fagn- að væri sigri „lýðræðissinnaðra verkamanna“ yfir „kommún- istum“. En sigurhátíðin féll niður. Kosning þessi milli Þór- odds og Jóhanns var þá annað og meira en kosning milli tveggja manna, hún var um leið atkvæðagreiðsla um tvær steffn- ur í verkalýðsmálum, annars- vegar hina róttæku einingar- stefnu „Þróttar“-stjórnarinnar og hinsvegar undansláttar- stefnu ríkisstjómardindlanna. Um þessar tvær stefnur var einnig kosið í Alþýðusambands- kosningunum s.l. haust, en þá var atkvæðamunurinn aðeins 29, nú er hann kominn upp í 75, þó er fjöldi vinstrimanna fjar- verandi. Þetta talar sínu máli, og sýnir glögglega hvert straúm urinn rennur. I meðstjórnandasæti, stilltu breiðfylkingarmenn Gunnlaugi Hjálmarssyni gegn Gísla H. EMassyni, var Gásli kosinn með 191 atkvæði en Gunnlaugur fékk 152 atkv. Varastjóm var öll sjálfkjörin. Við kosningu á 15 mönnum í trúnaðarmannaráð, stilltu breiðifylkingarmenn upp gegn 5 mönnum. Vom allir kosnir, sem uppstillingamefnd hafði stungið upp á með 202 til 209 atkv., en hinir fengu frá 109—117 atkv. Á sama veg fór um kosningu varamanna í trún- aðarmannaráð. Sjálfkjörið var í húsnefnd, fræðslunefnd og stjórn „Hjálparsjóðs Þróttar". Á öðrum stað i blaðinu er birt skrá yfir alla menn í trúnaðar- stöðum verkam.fél. „Þróttar" Tvö bréf höfðu „Þrótti“ bor- izt frá stjórn A.S.I. og er þeirra getið hér í blaðinu. Bréfin vom lesin upp á aðalfundinum, og lét fundarmenn sér fátt um finnast. I fundarlok bar Óskar Garibaldason fram svohljóðandi kunnugt er hefur sameiginleg nefnd frá A.S.Í. og B.S.R.B. reiknað út og fært rökaðþví.að raunveruleg verðlagsvásitala sé um 400 stig. En stjóm A.S.l. gengur þó ennþá lengra í bréfi sínu en þetta, og fellst á, að launþegar séu rændir 19 Vísi- tolustigum af launum sínum, þannig, að latmþegar fái aðeins launahækkun vegna vaxandi dýrtáðar, sem svarar þvá, er hin „útreiknaða" vísitala fer fram úr 319 stigum. Núverandi stjórn A.S.Í. byrj- aði ekki starf sitt með miklu trausti verkalýðsins, heldur þvert á móti, en þó hefði fáa grunað, að svo lágt hefði hún lagst, á fyrsta ársfjórðungi starfstíma síns, að slíkt plagg eins og þetta bréff, léti hún frá sér fara til verkalýðsfélaganna á landinu. tillögu, sem samþykkt var með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur verkamannafé- lagsins „Þróttar" á Siglufirði, haldinn 27. jan. 1949 skorar á ríkisstjórnina að gera engar þær ráðstafanir er leitt gætu til þess, að erlent herveldi fengi stöðvar fyrir her eða hernaðar- útbúnað á íslenzkri gmnd, — Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjóraina að neita allri þátttöku í hemaðarsamtökum þjóða á milli, í hverri mynd sem er, án þess að leita fyrst um það atkvæðis þjóðarinnar. Þá lýsir fundurinn ánægju sinni yfir þeirri vakningu, sem hafin er með þjóðinni, gegn ‘hugsanlegri þátttöku á hinu svonefnda Norður-Atlanzhafs- bandalagi". Fundurinn fór mjög vel og skipulega fram. Er óhætt að fullyrða, að hann er í alla staði ffélagsmönnum til sóma. „Þrótt- ur“ er sterkari eftlr fxmdinn en áður, þar sem félagsmenn hafa nú skýrt og greinilega markað stefnuna, sem fylgja skal við þau þýðingarmiklu viðfangsefni sem nú bíða úrlausnar hjá fé- laginu. Nýja-Bíó Miðvikudag kl. 9 Baráttan um barnssálina. Pimmtudag kl. 9 Eiginkona á valdi Bakkusar SÍÐASTA SINN Sunnudag kl. 3 Baráttan um barnssálina kl. 5 Allir vildu eiga hana Kl. 9: Engum er alls vamað Sennandi amerísk kvikmynd Nýkomin Kristinn Björnsson gullsmiður f febrúar og marz er verzlunin opin ákl.2-6 Verzlun Jónínu Tómasdóttir

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.