Mjölnir - 13.07.1949, Page 2
3
MJÖtNIR
-r
— VIKUBLAÐ —
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAK
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson
Blaöið kemur út alla miðvikudaga
Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10.
Símar 194 og 210
Siglufjarðarprentsmiðja h/f.
SKRlPALEIKUR STJORNARFLOKKANNA
Enginn Islendingur efast um, að sú ríkisstjórn, sem nú situr,
„fyrsta ríkisstjórn Alþýðuflokksins á íslandi“, sé sú lang vesæl-
asta og versta ríkisstjórn, sem nokkum tíma hefur setið að völd-
um í landinu. Það er nærri því sama við hvern er talað, eða í hvaða
blað er litið. Allir hafa eitthvað út á hana'að setja, en flestir meira
en lítið. Dagblaðið Tíminn og vikublaðið Dagur á Akureyri eiga
varla nógu sterk orð til að lýsa ófremdarástandinu á stjórnar-
heimilinu og fordæma stjómarstefnuna með. Fylgismenn hins
frjálsa frarptaks einstaklingsins, sem skrifa Morgunblaðið og
Vísi, halda tæplega vatni fyrir vandlætingu yfir því eindæma
skriffinnsku- og haftafeni, sem ríkisstjórnin sé búin að keyra allt
framtak og alla sjálfsbjargarviðleitni niður í. Alþýðuflokkurinn
logar í innbyrðis sundrung og illindum, og fylgism. hans vilja yfir-
leitt ekki kannast við, að stefna ríkisstjómar Alþýðuflo'kksins
eigi nokkuð skylt við stefnu Alþýðuflokksins.
R)íkisstjómin verður því áreiðanlega fáum harmdauði, þegar
hún loksins logriast út af, hvort sem það verður nú fyrr eða síðar.
Þar með er þó ekki sagt, að þeir óánægðu hafi allir gert sér ljóst,
að ábyrgðin af óhappaverkum og vesaldómi ríkisstjórnarinnar
hvílir á herðum allra stjómarflokkanna, en ekki eins eða tveggja.
Foringjáklíkur flokkanna og málgögn þeirra, hvers um sig, gera
sér nú einmitt mikið far um að telja mönnum trú um, að allar
ófarirnar og mistökin séu hinum að kenna. Enginn neitar því, að
illa hafi verið stjórnað, en hver um sig reynir að skjóta skuldinni
á hina.
Margt þykir nú benda til þess, að kosningar verði látnar fara
fram í haust. R'íkisstjórnin er orðin svo hrædd við sín eigin verk,
að hún er farin að hugsa alvarlega til þess að rjúfa þing og efna til
nýrra kosninga, ekki þó vegna þess, að hún skammist sín fyrir
verk sín og ætli að afsala sér völdin í hendur annarra, sem til þess
séu færari, eins og heiðarlegir menn gera, þegar þeir finna sig
vanmáttuga til þess, sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, -r-
heldur vegna þess, að hún er orðin dauðhrædd um álit sitt og
flokka sinna meðal háttvirtra kjósenda, hrædd um, að fólkið í
landinu sé alveg að missa trúna á, að nokkur vandlæting felist
að baki brigzlmælginnar og klögumálanna í garð samstarfs-
flokkanna, sem hver um sig reynir að nota til að þvo sig hreina
með í augum kjósendanna og afsaka með þau afglöp og óhöpp,
sem eru eini ávöxtur stjómarsamvinnunnar.
Kosningar í haust þyrftu því eklki að þýða það, að ætlunin
væri að knýja fram úrslit, sem myndu leiða til nýrrar og farsælli
stjórnarstefnu næstu árin. Þvert á móti bendir flest til þess, að
stjórnarflokkamir séu nú að setja á svið loddaraleik, sem eigi að
tryggja þeim aðstöðu til að halda áfram samskonar stefnu og
þeir hafa fýlgt undanfarin ár, og fjögurra ára næði til að fram-
kvæma þær aðgerðir, sem þeir em staðráðnir í að gera eftir kosn-
ingar, — ef þeir sjá sér það fært — en þora ekiki að gera rétt
fyrir kosningar af ótta við almenning.
Þessi skrípaleikur verður í því fólginn, að flokkarnir halda
áfram því málamyndarifrildi og klögumálum hver í annars garð,
sem þeir hafa ástundað að undanfömu. Hver um sig setur fram
kröfur, sem hinir þykjast ekki geta gengið að. Þannig verður
reynt. að láta líta svo út sem málefnaágreiningur leiði til sam-
vinnuslita flokkanna. Jafnframt yrði svo gerður leynisamningur
milli þeirra um að taka þráðinn upp að nýju eftir kosningar, þar
sem honum var sleppt fyrir kosningar. Til dæmis mim ALþýðu-
flokkurinn vera þvi mjög fylgjandi, að samstarfið verði látið
rofna á ágreiningi um, hvort framkvæma skuli gengislækkun, og
að hann fái að hressa upp á orðst'ír sinn með andstöðu gegn henni.
Almenningur verður að gera sér ljóst, að við næstu kosningar
verður raunverulega aðeins kosið um tvær stefnur, sameiginlega
stefnu stjómarflokkanna annarsvegar og stefnu Sósíalistaflokks-
ins, sem bezt hefux komið fram í stefnu nýsköpunarstjórnarinnar,
hinsvegar. Hver sá, sem kýs einhvem stjómarflokkanna, greiðir
stefnu hmnstjórnarinnar atkvæði. Að flýja úr einum stjómar-
flokkanna í annan, er að hlaupa úr öskunni 1 eldinn. Hið eina,
sem tryggt getur stefnubreytingu í stjóm landsins, er stóraukið
kjósendafylgi og þingfylgi Sósíalistaflokksins. Þessvegna ber
þeim, sem em á móti hmnstefnu núverandi stjórnar, og vilja
knýja fram nýja stjórnarstefnu, að fylkja sér um Sósíalista-
flokkinn í næstu kosningum, hvort sem þær nú verða í haust eða
ekki fyrr en að sumri.
★ Áttræðisafmæli áttisjl. sunnu
dag 10 þ.m. Sigurður Sigurðs-
son til heimilis að Hv.braut 7
hér í bæ.
Sigurður hefur um f jölda ára
verið í þjónustu Síldarverksm.
ríkisins, og minnast allir hans
iþaðan með hlýlhug. Glaðværð
hans og kímni ávann honum
hylli og vinsældir.
Hann liggur nú rúmfastur og
hefur átt við vanheilsu að stríða
upp á síðkastið.
Mjölnir árnar honum''heilla í
tilefni afmælisins, og óskar hon-
um bata og góðra lífdaga lengi
enn.
★ Uppmokstursskipið Grettir
er nú að dýpka hér við bryggj-
urnar. Það vekur mikla furðu
allra, sem athuga hans vinnu-
brögð, að hann s'kuli ekki hafa
nema einn pramma til að flytja
uppmoksturinn frá sér. Þykir
mönnum það harla skrítið eftir-
lit af hendi þeirra, sem hann er
að vinna hjá, þ.e. hafnarsjóði
og þá senniléga bæjarstjóra, að
verkfæri, sem kostar líklega 10
til 12 þús. kr. á sólarhring skuli
vera aðgerðarlaust í hvert skipti
sem pramminn er losaður, en
það mun taka hátt í klukku-
tíma að jafnaði hvert skipti.
Væri ekki reynandi að láta
Gretti sjá sér fyrir öðrum
pramma ?
★ Verðlag á hrefnukjöti. Út af
fyrirspum xun verðlag á hrefnu-
kjöti, sem birtist hér í Bæjar-
póstinum fyrir skömmu, hefur
fulltrúi verðlagsstjóra hér gefið
blaðinu þær upplýsingar ,að há-
marksverð á frystu hvalkjöti sé
kr. 6,75, en að ekkert lögboðið
hámarksverð sé á ófrystu hval-
kjöti.
★ „Að imdaufömu hefur verið
fremur lítið að gera hér í bæn-
um og fólk almennt haft rýmri
frístundir en oft áður. Hafa
margir notað tímann til að
dytta að húsum sínum og laga í
kring um þau.
Það hefur vakið atJhygli
margra, sem gengið hafa um
Suðurgötuna undanfarið, að hús
eigendurnir milli Hafnargötu og
Laugavegs, neðan við götuna,
hafa verið önnum kafnir við að
breyta lóðum sínum og setja
upp girðingar við götuna. Lítur
út fyrir, að innan fárra daga
verði komin þarna snotrasta
girðinig, bein og öll af sömu-
gerð, næstumalla leið milli gatna
mótanna. Mér er ekki kunnugt
um, hver á frumkvæðið að þess-
ari framkvæmdasemi. Það skipt
ir heldur ekki svo miklu máli.
Hitt er aðalatriðið, að þeir, sem
þarna eru að verki hafa auga
fyrir því, hvað vel fer, skilja
að ’samræmi verður að vera í
hlutunum.
Það er alltof víða héma í bæn
um, sem húsin ,girðingamar og
lóðirnar em í hrópandi ósam-
ræmi hvað við annað. Er mér
nær að halda, að þetta a.irí.k.
það er til húsanna tekur, sé að
kenna slælegu eftirliti og um-
burðarlyndi með smekkleysinu
af bæjarins hálfu. Bæjaryfir-
völdin, með bæjarverkfræðing
og bæjarverkstjóra í broddi
fylkingar, þyrftu að líta betur
eftir því en gert hefur verið
undanfarin ár, að samræmi sé
í skipulagnmgu lóða og gerð
mannvirkja við hverja götu út
af fyrir sig.“
SILDIN
Nokkur s’íldaraugu sáust út
af Skaga í morgun. Tvær norsk-
ar skipshafnir fóm í bátar en
ekki er vitað, hvort þær náðu
nokkm. Heyrzt hefur, að Særún
og Tryggvi gamli hafi fengið
nok-krar tunnur á sömu slóðum.
Sjómenn á Halamiðum segja
mikið af síld í fiski. Mikið af
hreistri kom nýlega í vörpu hjá
togara þar, og álíta skipverjar,
-að torfa hafi farið í gegn um
hana. Síldarleitarflugvél flaug
um austursvæðið í gær og vestur-
svæðið í morgun, en sá hvergi
síld.
STOFA TIL LEIGU
Stofa með húsgögnum og að-
gang að síma til leigu fyrir
reglusaman mann.
Upplýsingar í síma 260
Látið ykkur ekki leiðast.
Kaupið skemmtilegar og
spennandi
bækur
svo sem:
Lífs eða liðinn
Milljónaævintýrið
Bófarnir frá Texas
Strandvörðurinp,
Ævintýrið í Þanghafinu
I sævarklóm
Blámaður um borð,
að ógleymdum tímaritunum og
blöðunum.
BÓKAVERZLUN
LÁRUSAR Þ. J. BLÖNDAL
KAUPUM TÓMAR
bjór- og ölflöskur
háu verði.
Afgr. vísar á
Þjónusta
Vil taka nokkra menn
í þjónustu.
ANNEY JÓNSDÓTTIR
Hvamneyrarbraut 25
Nýja bíó
Miðvikudaginn kl. 9:
Fallijtt fyrirmynd
Fimmtudaginn kl, 0:
Gleðikonan
Laugardaginn kl. 9:
Georg sigrar
Hvít perlufesti
tapaðist s.l. föstudag á Tún-
götunni. Finnandi vinsamlega
geri aðvart í Túngötu 38.
Fundarlaun.
MARGRÉT JÖHANNSDÓTTIR
; Túngötu 38 \
Sindri.
HUSEIGENDUR I SIGLUFIRÐI
Aðalyfirferð á sóthreinsim á þessu ári er nú lokið. Ef ein-
hver hús kynnu að hafa orðið útundan í þessu efni, eða ef ein-
hverjir húseigendur teldu þörf á að láta hreinsa hjá sér aftur
fyrir veturinn, eru þeir vinsamlegast heðnir að tilkynna það
Gústaf Guðnasyni, Túngötu 18.
iév- 1 <V'. - t-:* <
Siglufirði, 11. júlí 1949
BÆJARSTJÓRINN
;vV-:TywJfiÞV'
HOS TIL SÖLU
Húsið Hvanneyrarbraut 66B er til sölu. Er
laust til íbúðar nú þegar. Þeir sem áhuga hafa
fyrir þessu tali við mig sem allra fvrst.
r'‘.V.7V': ’'’í '.-{T'''■'t.
MÁR EINARSSON
SÍLDARSTOlKUR
Get bætt við nokkrum stúlkum í síldarvinnu.
Talið við mig sem fyrst.
KRISTINN HALLDÓRSSON
— Sími 5 —