Mjölnir


Mjölnir - 13.07.1949, Blaðsíða 1

Mjölnir - 13.07.1949, Blaðsíða 1
Til kaupenda Mjölnis Þ.ar sem gjalddagi blaðsins var 1. júlí verður næstu daga hafin innheimta áskriftargjalda hjá öllum þeim áskrifendum, sem ekki hafa greitt gjald sitt. Eru það vinsamleg tilmæli til kaupenda, að þeir láti ekki inn- heimtumann fara erindisleysu. Miðvikudagur 13. júlí 1949. 27. tölublað. 12. árgangur. Nýtt stórlán Ríkisstjórnin tekur 33 milljón króna lán í Bretlandi. — Lánveitandinn er Hambros Bank Ltd. í London, hinn gamli viðskiptavinur íslendinga frá fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar. Lántökur ríkisstjórnarinnar er- lendis, undanfarna 12 mánuði, að meðtöldu gjafafé frá Bandaríkjunum, komnar upp í 100 milljónir króna. Fyrir nokkrum dögum var til- kynnt í útvarpi og blöðum,, að r'íkisstjórnin hefði tekið erlent ián, að upphæð 1 millj. 250 þús. sterlingspund, hjá Hambros Bank Ldt. í London. Er lán þetta tekið samkvæmt heimild AJþingis, og á að ganga til greiðslu á þeim 10 togurum, er ríkisstjórnin hefur samið um smíði á í Bretlandi. Vextir af láninu eru reiknaðir 4i/2%, en séu stimpilgjöld og ýmis annár kostnaður reiknaður með vöxtunum, verða þeir rétt um 5% á ári.*Lánið er tekið til 21 árs. Er það afborgunarlaust fyrstu fjögur árin, en á síðan að greiðast upp með hækkandi afborgunum á 17 árum. Er þetta fyrsta lánið, sem Bretar veita öðrum þjóðiun í 9 ár, eða síðan í stríðsbyrjun. Hefur brezka stjórnin lagt bann við lánveitingum til útlendinga síðan, þar til nú, er hún féllzt á þessa lánveitingu til íslend- inga. Álíka mikið og tapaðist vegna togarastöðvunarinnar Eins og kunnugt er íá allur íslenzki togaraflotinn bundinn við hafnarbakka svo vikum skipti í vetur vegna verkbanns togaraeigenda, sem ríkisstjórn- in studdi. Sú stöðvun kostaði þjóðina gjaldeyristap, sem nam litlu lægri upphæð en ríkisstjórn in tekur nú að láni í Bretlandi vegna kaupanna á nýju togur- unum. Slík er stjórn hrunstjórnarinn ar á fjármálum þjóðarinnar, að aðra stundina lætur hún sama sem kasta 'í sjóinn tugmilljónum í erlendum gjaldeyri, en hina gengur hún betlandi um lánsfé fyrir erlenda valdamenn. .,ViðreisnarIánin“ Eins og kunnugt er hefur Úikiss^jórnin undanfarna tólf mánuði tekið við 65 millj. kr. í doilurum af Bandaríkjastjórn, sem lánsfé og gjafafé. Þegar fyrst var rætt um aðild íslands að Marshall-samningnum, hafði ríkisstjórnin mörg orð 0g hát'íð- leg um það, að hinar fyrirhug- Ellidi Seldi b. 1. máuudag í Cux- haven. Reyndist aflinn vera 297 smálestir, þar af voru 2 smál. skemmdar, en að öðru leyti var aflinn sérstaklega góður. Togar- inn fer til Reykjavíkur, en þar verða sett í hann radartæki. Þorsteinn Hannesson syngur hér á föstud. Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari hefur dvahð hér í bæn- um rúmlega hálfa aðra viku að undanförnu. Er hann í fríi hér heima á Íslandi, kom hingað heim laust fyrir miðjan júní og fer aftur til London um næstu mánaðamót, en hann er ráðinn hjá .Covent Garden óper- unni næsta vetur. Þorsteinn hefur ekki komið hingað til Siglufjarðar síðan 1945. Hélt hann'hljómleika hér þá. En næstkomandi föstudag kl. 9 heldur hann hljómieika hér í Nýja Bíó, með aðstoð dr, Urbantsschitsch, hins kunna undirleikara. Á söngskránni verða ýmis erlend og innlend lög, m.a. tvær óperuaríur. — Verður þetta að líkindum eina tækifærið, sem Siglfirðingar fá til að heyra þennan vinsæia söjjgvara syngja að sinni, en vonandi á hann eftir að koma oft hingað og halda hér hljóm- leika. Þorsteinn er nú á förum héð- an, fer til Akureyrar um helg- ina, heldur þar hljómleika, og fer s'íðan -til Reykjavíkur. Er óráðið, hvort hann heldur hljómleika þar, en hann mim syngja þar á grammófónplötur. Þorsteinn Hannesson hefur getið sér ágætan orðstír í Bret- landi sem hetjutenór, og hafa íslenzkir söngvarar sjaldan hlotið jafn skjótan frama og hann. . Þorsteinn hefur stundað nám hjá Joseph Hislop, sem var heimskunnur söngvari á sínum tíma, en er nú kominn á sjö- tugsaidur, og hættur að syngja. Er ekki að efa, að Siglfirð- ingar fjölmenna á hljómleika Þorsteins á föstudagskvöldið. uðu lántökur væru ráðnar ein- göngu- „til að tryggja áfram- haldandi nýsköpun og viðreisn atvinnulífsins.“ • Efndirnar á þessum fyrirheitum hafa orðið þær, að nærri 50 miUj. af þessu fé hefur verið eytt fyrir rekstr- arvörur og neyzluvörur, og hitt bundið þannig, að ekkert er eft- ir, sem verja mætti til kaupa á atvinnutækjum, t. d. til kaupa á þessum 10 togurum. Gamall kunningi Eysteins Nafnið Hambros Bank Ldt. (Framliald á 4. síðu) Opinberir starísmenn íá launauppbætur Ríkisstjórnin hefur tilkynnt, að hún hafi ákveðið að nota heimild síðasta Alþingis, um að verja 4 millj. króna til uppbóta á laun opinberra starfs- manna. Símamenn hafa fengið 20 % kauphækkun í útvárpsfréttum í gærkveldi var frétt frá ríkisstjórninni, þar sem skýrt var frá því, að hún hefði ákveðið að nota heimild síðasta Alþingis um að verja 4 milljónum króna til launaupp- bóta handa opinberum starfs- mönnum. Hefur fjiármálaráðu- neytið ritað Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja bréf, þar sem það er beðið að gera tillög- ur um skiptingu þessa f jár milli manna 'i hinum ýmsu launa- flokkum og starfsgreinum. Áður höfðu símamenn náð samningum um 20% kauphækk- un frá 1. þ.m. Tókust þeir samn- ingar s.I. sunnudag. Er saga þess máls í stuttu máli á þá leið, að félagið boðaði fyrir all- löngu verkfall hjá símanum frá og með 1. þ.m., ef ekki hefðu náðst samningar þá. Vegna ein- dreginna tilmæla ríkisstjórnar- innar var því frestað til 10 þ.m., og kom það aldrei til fram- kvæmda, þar sem samningar tókust á s’íðusitu stundu. Þótt s'imamannafélagið sé í B.S.R.B., átti Bandalagið engan þátt í samningum þess, heldur hafði félagið sjálft og stjórn þess þá algerlega með höndum. Vaxandi velmegun í Sovétríkjunum Framleiðslan á fyrsta ársf jórðungi 1949 varð 23% meiri en á sama tíma í fyrra. Yfirstandi fimm ára áætlun verður sennilega framkv. á 4 árum. Samtímis því, að stöðugt ber- ast fregnir um kreppumerki hvaðanæfa að úr auðvaldsheim- inum, fréttist um ný framleiðslu met, aukinn kaupmátt launa og vaxandi velmegun í hinum sósíalistiska hluta heimsins. At- vinnuleysi og offramleiðsla, — þessir leiðu fylgifiskar auðvalds skipulagsins, tilheyra nú fortíð- inni 'i ríkjum sósíalismans. Á tímabilinu frá 1928 til 1940 þegar kreppan geysaði um allan auðvaldsheiminn, jókst fram- leiðslan í Sovétríkjunum að meðaltali -um 17% árlega. Á stríðsárunum dró nokkuð úr framleiðslunni, vegna hinna stór kostlegu eyðilegginga, sem her- ir nazista frömdu í landinu, en nú, aðejns fjórum árum eftir styrjaldarlok, er framleiðslan í mörgum greinum komin langt fram úr því sem var fyrir stríð. Árið 1946 fjölgaði fólki í at- vinnu í Sovétríkjunum um 3 milljónir, árið 1947 um 1,2 millj- ónir og 1948 um 900 þúsund. Fyrsta ársfjórðung 1949 jókst framleiðslan um 23%, miðað við fyrsta ársfjórðung 1948. Eru taldir hér á eftir nokkrir vöruflokkar og fram- leiðsluauikning í hverjum fyrir sig á þessu tímabili: Stál 27%, kol 12%, olía 10%, rafmagnsmótorar 39%, vélar og tæki til járn- og stáliðnaðar 59%, vörubifreiðar 48%, fólks- bifreiðir 120%, eimvagnar 20%, járnbrautarvagnar til vöruflutn inga 50%, baðmullarefni 22%, ullarefni 33%, skófatnaðu-r 34% sokkar 48%, kjöt 17%, smjör 24%. Sala á matvælum jókst um 22% og sala á neyzluvarningi almennt um 38% á sama tíma- bili. Mikill áhugi fyrir framleiðslu- aukningu ríkir nú í Sovétríkj- umun, og eru taldar góðar horf- ur á, að yfirstandandi fimm ára Skarðsvegurinn „Dettiifoss“ mun nú vera væntanlegur hingað á hverri stundu með jarðýtu þá, sem vegamálastjórnin sendi með hon um frá Reykjavík til að moka Skarðsveginn með. Að sögn manna, sem farið hafa um Skarðsveginn síðustu dagana, er ennþá allmikill snjór inni í botninum fyrir neðan Skarðsbrekkuna, en þar fyrir neðan eru aðeins fremur Mtil snjóhöft til fyrirstöðu, Fljóta- megin Skarðs eru einnig snjó- höft og skaflar allvíða á vegin- um, ennfremur hefur runnið á hann aur á nokkrum stöðum. Talið er að ekki geti verið meira en svo sem vikuverk að ryðja og gera svo við hann að hann verði fær, ef sæmilega gengur að ýta og nokkrir menn verða settir í að gera við veginn og hreinsa af honum aur, sem sumsstaðar hefur runnið á hann í vor. framleiðsluáætlun verði fram- "kvæmd á f jórum árum, eða jafn vel skemmri tíma. Mest hefur framleiðsluaukningin orðið í Moskvu. Stálframleiðslan þar komst í apríl í vor 18,7% upp fyrir það magn, sem áætlað var, að framleitt yrði að meðaltali á mánuði 1950, rafmagnsfram- leiðslan 29,6% og gúmmívöru- framleiðslan 52,5% upp fyrir sama mark. Trésmiðaverkfall hjá S.R.? Verkfall trésmiða hjá S.R. hefst á miðnætti n.k. fimmtu- dagskvöld, ef ekki hefur þá náðst samkomulag, milli verk- smiðjanna og Trésmiðafélags Siglufjarðar. Trésmiðafélagið auglýsti fyrir nokkru nýjan kauptaxta. Þegar það kom í ljós, við næstu út- borgun á eftir, að síldarverk-, smiðjurnar viðurkenndu ekki taxtann, boðaði Trésmiðafélag- ið verkfall hjá.þeim frá og með 12. þ.m., og var það auglýst í útvarpinu í fyrrakvöld. Kom þó ekki til þess þá, því Sig. Jóns- son, frkstj. SR, sem nú er staddur í Reykjavík, bað um, að því yrði frestað þar til hann kæmi heim. Samlþykkti félagið á fundi í fyrrakvöld að fresta verkfallinu þar til á fimmtu- dagskvöld, ef þá hafa ekki náðst samningar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.