Mjölnir


Mjölnir - 05.07.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 05.07.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIB * 8 KORE A . AUÐUGT OG FRJÓSAMT LAND KÓREA er um það bil 240 þús. ferikílómetrar að flatar- máli. Að norðan og austan er iandið hálent og fjöllótt, en suður- og vesturhlutinn er öld- ótt láglendi með stökum há- fjöllum og fjallgörðum. Vestan við skagann er Gula hafið, en Japanshaf að austan. Austur- landamærin liggja að Kína, og að norðan iiggur mjó land- ræma að Ráðstjómarríkjunum. Rúmlega 200 km. breitt sund skilur landið frá Japan. Kórea liggur um sömu ibreiddargráður og ítalía, en nær þó iengra suður. 1 norðurhluta landsins eru allmiklar námur, kol, járn, silf- ur, gull, Ikopar, blý, zink, grafít, nikkei, alunit, molyibdenum, magnesium o. fl. Jarðvegurinn er djúpur og frjósamur um allan skagann; loftslagið heil- næmt. Miklir skógar em í land inu. Norðan úr hálendinu falla ár og fljót, sem auðvelt er að virkja. Mikið er ræktað í iand- inu :af hrísgrjónum og fleiri Ikomtegundum, ennfremur ýmis konar grænmeti, ávextir o. fl. GÖMUL MENNINGARÞJÓÐ íbúar Kóreu eru um 24 millj. Þeir em mongólskir að ætterni, skyldir Kánverjum og Japön- um. Menning þeirra er runnin frá Kínverjum. Kórea var menningarr'iki 2000 árum áður en Japanir lærðu ritlistina. — Leturgerð lærðu Kóreumenn af Kínverjum, en hið flókna Kín- verska letur var iþeim ekki að sikapi. Það var of torlært. — Var menntamönnum landsins falið að finna upp einfaldara og auðlærðara leturkerfi, — Fundu þeir þá upp stafróf, hlið stætt stafrófi Vesturlandabúa. Þessi uppfinning olli því, að lestrarkunnátta varð almenn- ari í Kóreu en nokkru öðru iandi í Austur-Asíu. PrentHstina lærðu Kóreum. líka af Kínverjum, en endur- bættu aðferð þeirra. Fyrsta málmletursteypa heimsins var sett upp í Kóreu hálfri öld áður en Gutenberg gerði upp- götvun sína. Kóreumenn fóru einnig fram úr nágrönnum sán um á sviði verklegrar tækni. Talið er að iþeir hafi byggt fyrstu hengibrú heimsins. 1500 ára gömul stjömuathugunar- stöð er enn við líði í Kóreu, pg mun vera sú elzta á heimi. Kóreanskir trúboðar, Búddha trúarmenn ,fluttu Japönum menningu Kinverja og Ind- verja fyrir 1400 árum. Fyrir 1945 höfðu Japanir aðeins einu sinni verið sigraðir í hernaði. Það var árið 1598, þegar Kóreumenn sigruðu þá hinum fyrstu á heimi, búnum eldspúandi drekahöfðum, gegn flota Japana, og eyðilögðu virki Iþeirra með „fljúgandi þrumu- hnöttum," en það voru sprengj ur, fyHtar púðri. ÁSÆLNI JAPANA En sigurihn varð Kóreu- mönnum dýr. Borgir þeirra höfðu margar verið jafnaðar við jörðu, klaustrin og bóka- söfnin brennd til ösku, akrarn- ir sviðnir, búpeningurinn drep- inn og margir fremstu menn iþeirra á sviði iðnaðar ög vís- inda drepnir eða fluttir nauð- ugir til Japan, þaðan sem þeir áttu aldrei afturkvæmt. Árang ur margra á'lda friðsamlegrar uppbyggingar var því nær þurrkaður út í þessari styrjöld. Guilöld Kóreu var lokið. Þótt hún héldj áfram að vera sjálf- stætt ríki á fjögur hundmð ár eftir þetta, bar hún aldrei barr sitt jafnvel og áður. Japanir gerðu árásir á landið öðm hverju, og lauk viðskiptum þeirra og Kóreumanna þannig, að þeir innlimuðu landið í Jap- an árið 1910. Nú ihófst nýtt tímabH. Vegir og járnibrautir vom lagðar. — Námuvinnslan var margfölduð. Hafnir voru dýpkaðar og stækk aðar, fiskifiotinn'aukinn. Nýtt land var tekið til ræktunar, en skógur gróðursettur á svæðum, sem vom iHa failiii tH ræktun- ar. (Rafmagnsstöðvar vom byggðar við ár og fljót og verk smiðjur risu upp á hentugum stöðum. Myntkerfi landsins var kornið á traustan grundvöH. Vel þjáifúð lögregla hélt uppi strangari reglu en áður hafði þekkzt í landinu. Verzlun og viðskipti margfölduðust. JAPÖNSK KtGUN Þetta var uppgangstimabil fyrir Kóreu, —- en ekki fyrlr Kóreubúa. 650 þús. Japanir, er fluttust til Kóreu frá Japans- eyjum, sáu um það. Japanir sátu í öllum þýðingarmiklum embættum, áttu öll heiztu iðju- ver landsins, bankana, verzlan- irnar og samgöngutækin. Þeim tókst fneira að segja á rúmlega 40 ámm að sölsa undir sig jarðir bændanna í svo ríkum mæli, að í stríðsbyrjun vom 50% allra bænda landsins al- gerir leiguliðar japanskra stór- jarðeigenda og 30% háðir þeim að nokkru leyti. Allar tiiraunir Kóreubúa tíl að „komast áfram“ vory kyeðú ar niður með kerfisbundnum aðgerðum. Ef t. d. kóranskur fcaupmaður tók að auðgast nokkuð að ráði, brást það ekki að japanskur kaupmaður setti upp verzlun við hliðina á hon- um eða hinum megin við göt- una með stuðningi rá-kisins, og tók að bjóða sömu vörur, en við syo lágu yerði, að ómögu- legt var að keppa við hann. Vörusendingar tH verdunar ast á einhvem dularfullan hátt, án þess að dómstóiarhir sæu sér fœrt að dæma honum bæt- ur fyrir. Loks kom að því, að einhver Japani heimsótti hann og keypti af honum verzlunina við „sanngjörnu“ verði, sem kaupandinn eða opinberir mats menn ákváðu. Árstekjur leiguiiðanna í sveit unum námu oft ekki meira en Ys af afrakstri jarðanna. Hehn ingur uppskerunnar fór upp í landsskuldina, en auk þess varð leiguUðinn að borgia háa skatta til ríkisins. Mikill hluti upp- skerunnar var fluttur til Japan en leiguliðarnir sultu oft heilu hungri. , „ÓÆÐRI KYNÞÁTTUR“ Þótt Kóreumenn séu náslkyld ir Japönum, leit „herraþjóðin" á þá sem „óæðri kyniþátt.“ — Japanskir verkamenn voru sjaldan látnir Vinna með Kóreu búum, og fehgu tvisvar tH þrisvar sinnuni hærra kaup. Hvaða Japani sem var gat skipað Kóreumanni að vinna fyrir sig, og réfsað honum ef hánn þrjóskaðist á móti. Skólaganga Var takmörkuð fyrir Kóreubúa. Aðeins voru til skólar fyrir þriðjung allra bama á skólaaldri. Kennsla fór fram á japönsku. Aðgangur Kóreubúa að eina háskólanum í landinu var takmarkaður við vissar greinar. T. d. máttu þeir læra læknisfræði, því japanskir læknar töldu yfirleitt fyrir neð- an virðingu sána að stunda Kóreumenn. Kóreönsk bóka- söfn vom brennd og þjóðleg menningarverðmæti eyðHögð, en rithöfundar og fræðimenn, er héldu tryggð við hina fomu menningu landsins, hnepptir í fangelsi eða rekhir í útlegð. ÖU andstaða gegn hinu jap- anska oki var barih niður með fangelsumun og aftökum. Verk föli og uppreisnartHraunir vom misfcunarlaust kæfðar í blóði. Fangelsanir án dóms og laga voru algengar. Málírelsi, funda frelsi og ritfrelsi voru óþekkt hugtök. Þrátt fyrir kúgunina hélt mikiH meirihluti þjóðarinnar tryggð við menningu lands sáns og tungu, en lagði hatur á Japani og þráði að losna und- an yfirráðum þeirra. I styrjöld inni neyddust Japanir tíl að kveðja alimarga KóreUbúa í her inn. Reyndust þeir Japönuip ó- tryggir, og spgðú Bandarikja- menn, ef hermenn úr jap- ansfca hemum gæfust upp mót- spymulítið, mætti 'ganga að þvá vísu, að þeir væru Kóreubúar. HERNÁM KÓREU Þegar heimsstyrjöldinni sáð- ari lauk, hemámu Bandaríkja- menn og Rússar Kóreu. 38. breiddarbaugur var landamæra lána hérnámssvæðanna. Her- námssvæði Rússa, norðurhlut- inn, var nokkru stærra en her- námssvæði Bandaríkjanna og er auðugra af námum, orku- verum og verksmiðjum. 1 Suður-Kóreu eru beztu land- búnaðarsvæðin, en einnig tais- verður iðnaður og þar búa um % hlutar þjóðarinnar. Að styrjöldinni lokinni voru flestir Japanir refcnir frá Kó- reu heim tíl Japan. Hemárns- veldin fóm með stjóm iandsins fyrst á stað. I desember 1945 varð þó samkomulag um að endurreist skyldi sjálfstætt ríki í Kóreu og hemámsliðin flutt á brott. ALÞÝÐUSTJÓRN I NORÐUR KÓREU 1 'Norður-Kóreu vom alþýð- unni þegar eftir hernámið fengnar frjálsar hendur til að koma lagi á innanlandsmálin. Stórjörðunum var skipt mHIi ibændanna, sem erjuðu þær, þungaiðnaðurinn, bankarnir og samgöngutækin, sem Japanir höfðú sölsað undir sig, var þjóðnýtt. jRóttæikar stjórnar- farsbreytingar vom gerðar, frjálsleg vinnumálalöggjöf sett og heilbrigðismál og menning- arstarfsemi efld. Árið 1948 var framleiðsla stóriðjunnar í N- Kóreu þrefallt meiri en 1946, og það ár (1948) stækkuðu ræktuð lönd í landinu um 15 þús. hektara. „ , | SÓTSVÖRT AFTURHALDS- STJÓRN I 8-KÓREU 1 Suður-Kóreu var, aUt ann- að uppi á teningnum. Banda- ríkjamenn efldu afturhaldssöm ustu öfl landsins til valda. Her og lögregla voru látin ofsækja verkalýðshreyfinguna og alþýð an pínd með drepþungum skattaálögum. Ameiúslkir „ibuss inessmenn“ hafa allt fiá stríðs lokum verið önnum kafnir við að troða sér inn í þau fyrir- tæki, sem tekin voru af Japön- um. Ógurleg dýrtíð og verð- bólga þjaka alþýðuna. Gengi yensins og kaupmáttur hefur dvínað í sifellu, án þess að tH- svarandi launahækkanir kæmu á mótí. 1 marz 1947 var gengi yensins t. d. feHt með tilskipun frá CMac Árthur hershöfðingja úr 15 yenum móti einum doll- ar niður d 50 yen. 1 árslok sama ár var raunverulegt verðgHdi þess talið 100 yen móti éinum dollar. „TÆKNILEG ADSTOГ OG „EFNAHAGSSAMVINNA* ‘ Hinsvegar hafa Bandaríkin veitt S-Kóreu „efnahagshj'álp“ og „tæknHega aðstoð.“ Þeir hafa t. d. hjálpað þeim tíl að stækka helztu flugvélli lands- ins og látíð þeim i té miklar birgðir af nýtízku vopnum. — iLoks hafa þeir lánað þeim- nokkur hundruð hernaðarráðu- nauta til að þjálfa her lepp- stjórnar þeirrar, sem þeir komu á fót í landinu eftír eftír „kosn ingamar'4 10. maí 1948. „Kosn- ingar“ þessar fóru fram undir eftírliti hinnar svonefndu Kóreunefndar S. Þ. En sú nefnd var upphaflega kosin af „litla iailsherjarþinginu,“ sem Banda ríkin settu á laggimar fyrir rúmum tveim ámm með til- styrk nokkurra leppríkja sinna, og sem lýst hefur verið ólög- legt af Ráðstjómarríkjunum og fleiri ibandalagsríkjum, enda ekfci verið annað en verkfæri bandaiúska utanríkisráðimeytis ins og gegnt því hlutverki að falsa stimpH Sameinuðu þj. á lögleysur og yfirtroðslur Banda ríkjastjómar á alþjóðamálum. — Eftir þessar „kosningar", sem vom reginhneyksli frá upphafi tíl enda, hrófuðu Bandaríkjamenn leppstjórn á laggimar í S-Kóreu. Syngman Rhee varð forseti, en hers- höfðingi nokkur forsætisráð- herra. Bandaríkin og Shang- Kai-Shek veittu stjórninni þeg- ar viðurkenningu, og Bandar. hófu þegar að veita henni efna- hagsaðstoð „til þess að Suður- Kórea yrði ekiki kommúnistum að bráð“! LEPPSTJ ÖIiNIN VEIK í SESSI Þannig hafa afskipti Banda- ríkjanna af málefnum Suður- Kóreu miðað að því að gera Qandið að bandarískri herstöð og hálfnýlendu. Enda hefur þa-kklæti þjóðarinnar til Banda ríkjanna fyrir frelsun landsins undan öki Japana smám saman breytzt i andúð og hatur á Iþeim og leppum þeirra. Banda- ríska kúgunin er að verða litlu léttbærari en sú japanska var,, og fordæmi alþýðunnar í N- Kóreu kyndir undir óánægj- unni. Ulppreisnir gegn stjórn- iúni í S-Kóreu hafa hvað eftir annað blossað upp undanfarin áf. 20. okt. 1948 tilkynmti stjóra Syngmans Rhee uppreisn í S- Kóreu-hemum. Náðu uppreisn- armenn á sitt vald tveim borg- um, en uppreisnin var kæfð niður eftir harða darbaga. — MánUði seinna saníþykkti þing- ið í Seoul beiðni til Banda- rfkjanna um að her þeirra yrði áfram í landimu! 1 fyrrasumar skoraði Tru- man forseti á Bandaríkjaþing að veita minnst 150 mHlj. doll- ara efnahagsaðstoð tH S-Kóreu. Var Paul Hoffman, Webb, vara utanríkisráðhérra og sjálfúm Acheson teflt fram tíl að sann fœra þingið um nauðsyn shkrar aðstoðar. Lét Webb svo um mælt, að íbúarnir ýrðú komm- únistum auðveld bráð, ef „hjálp in“ yrði ekki veitt, og Acheson* sagði hreinskilnislega, að ún aðstoðar Bandaríkjanna hlytí S-Kóreustjómin að hrynja inn- an tveggja tíl þriggja mánaða! SkHdu þingmenn þá, hver nauð syíi var á að „hjálpa“ hinní glæsilegu iýðræðisstjórn Syng- rúaps Rhees og samþykktu „hjálpina.“ ALÞÝÐAN VILL EININGU ALLS LANDSINS 1948 fór fram í N-Kóreu stjórmnálaráðstefna með full- trúum frá öUum landshlutum og öllum flokkum. Þar var mynduð isamfylking tíl að vinna að frelsi og sjálfstæði iandsins. Náði samfylking þessi frá kommúnistum tíl íhaldssamra sjálfstæðismanna. Boðaði sam fylkingin tH kosninga um aHt landið 25. ágúst 1948, og voru þær framkvæmdar í •S-Kóreu af leynihreyfingu sjálfstæðis- manna þar. Taldi hún sig hafa náð tíl þriggja af hverjum fjór um kjósendum. Kosnir voru 527 þingmenn, þar af 360 frá S-Kóreu. Lýsti þingið yfir, að það teldi sig eina löglega lög- gjafa landsins og skoraði á her námsveldin að flytja lið sitt k (Framhald á 4. síðu). efir sex! ara styrjöld. Sigurinn áttu Kóreumenn að þakka tæknilegum yfirburðum, m. a. ibeittu þeir járnvörðum skipum, 'Kóreubúans tóku að skemmast í flutningum og jafnvel að týn-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.