Mjölnir


Mjölnir - 03.10.1952, Síða 3

Mjölnir - 03.10.1952, Síða 3
HJOLNIB s Fiá 11. þingi Æ. F, T I L B 0 B óskast í húsið nr. 28 við Túngötu liér í bæ, eign dánarbús llagnars Hallgr'mssonar, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og hænsnaskúr, sem á Ióðinni stendur og fylgir húsinu, Tilhoðinu, sem greini, auk nafns og heimilisfangs tilboðs- gjafa, greiðslumöguleika hans, sendist undirrituðum fyrir 15. nóvember uæstk. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem eer, eða hafna öilum. Skiptaráðandinn í Siglufjarðarkaupstað, 30. sept. 1952 EINAR INGIMUNDARSON Augiýsing um innsigiun útvarpstækja Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. greina reglugerðar Ríkis- útvarpsins, lief ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtumenn, að þeim sé, að 8dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, heimilt og skylí að taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða af- notagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á þ\i, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu aulí innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Þet/a tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Skrifstofu Ríkisútvarpsins, 10. septem-ber 1952. UTVARPSSTJÓRINN M A N N T A L Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 58/1952 fer fram alls- íierjarmanntal hinn 16. OKTÓBER n.k. og kemur það í stað hins venjulega árlega manntals, sem framkvæmt hefur verið af sóknarprestum og bæjarstjóftium. Teljarar verða sendir um bæinn I þessu skyni nefndan dag og er húsráðendum skylt að veita þeim allar upplýsingar um isitt heimilisfólk. Séu upplýs- ingar ekki réttilega gefnar á tilsettum tíma, varðar það hús- ráðendur sektum, sem nánar eru tilteknar í lögum þessum. Siglufirði, 1. október 1952. BÆJARSTJÓRI Dagana 12.—14. sept. var háð á Akureyri 11. þing Æsku- lýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista. Þingið var eitt fjölmennasta þingið í sögu samb. og sóttu það fulltrúar frá flestum deildum þess. Flestir voru fulltr. frá Reykjavík eða rösklega 30. Þá komu 13 félagar frá Neskaup- stað, fulltrúar og gestir. Héðan frá Siglufirði fóru 5 fulltrúar á þingið. Þingið var sett kl. hálf tvö á föstudag að Hótel KEA, gildaskálanum, og þar fóru þingfundir fram. Yfir anddyri hússins blakti islenzki fáninn og fáni Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðrar æsku. Forseti samb. Guðmundur J. Guðmundsson setti þingið með ræðu og í upphafi hennar minntist hann hins látna leið- toga íslenzkra sósíalista, Sig- fúsar Sigurhjartarsonar, og vottuðu þingfulltrúarnir minn- ingu hans virðingu sína með því að rísa úr sætum. Einar Olgeirsson ávarpaði þingið og flutti þvi kveðjur Sósíalistaflokksins. Ræddi hann síðan um ástandið í innanlands- málum og hlutverk þeirrar kynslóðar, sem nú er að alast upp. Brýndi hann fyrir þing- fulltrúum það mikla hlutverk, sem hvíldi á herðum hennar og sýndi fram á, að við, sem nú erum ung, eigum fyrst allra Islendinga möguleika á að sjá vonirnar rætast um hamingju- ríkara og farsælla líf i betri og friðsælli heimi. Þess vegna erum við rík mitt í fátækt okkar, ef við aðeins trúum á sigur sósíalismans og leggjum fram okkar skerf til | þess að þeir, sem á eftir koma, | fór fram hér á Siglufirði að þessu sinni, dagana 13.—15. sept. Fjögur félög tóku þátt í mótinu, Akureyrarfélögin Þór og K.A., Völsungur frá Húsa- vík og Knattspyrnufélag Siglu- fjarðar. Fyrsti leikurinn milli K.S. og Þórs hófst kl. 2 á laugar- dag (13. sept.) K.S. sigraði með 4:2. Um leikinn er lítið hægt að segja annað en að K.S. hafi verðskuldað sigurinn, þótt óvæntur væri, en hvorugt liðið lék vel. Kl. 6 sama dag hófst leikur milli K.A. og Völsungs. Sigraði K.A. með 6:2. Knattmeðferð og samleikur K.A. var með ágætum. Sérstaka athygli vakti Haukur Jakobsson fyrir skemmtilegan leik og öruggan. Völsungar voru auðsjáanlega í lítilli þjálfun og óvanir svo hörðum velli, sem hér er. — Heima á Húsavík hafa þeir grasvöll. En þeir eru duglegir og sístarfandi og áhuginn jafn allan leikinn út. Maður hafði aldrei á tilfinningunni, að bar- átta þeirra væri vonlaus, enda kom í ljós síðar, að þeir hörðn- uðu við hverja raun. Á sunnudag kl. 2 hófst leik* þurfi ekki að sjá á bak vona sinna, eins og allir hinir, sem á undan eru gegnir. Að ræðu Einars lokinni voru kosnir starfsmenn þingsins. — Þingforseti var kosinn Sigurð- ur Guðgeirsson úr Reykjavik, 1. varaforseti Þórir Dan'íelsson, Akureyri og 2. varaforseti Böðvar Pétursson, Reykjavík. Hófust síðan þingstörf af fullum krafti og voru miklar umræður um málefni Æsk- unnar og sérstaklega um störf og skipulag ÆF. Þingfundir stóðu í þrjá daga. Á föstudagskvöldið var kaffisamsaéti að Hótel KEA. Var þar mikill gleðskapur, mikið sungið, kveðnar rímur og lesið upp. Þá flutti Helgi Vil- hjálmsson klæðskeri ferðasögu "frá Austur-Þýzkalandi og sagði frá IV. þingi Æskulýðsfylk- ingarinnar þýzku, en hann sat það sem áheyrnarfulltrúi fyrir Isl. hönd. Á laugardagskvöldið var danselikur, sem Æ.F.A. gekkzt fyrir. Var húsfyllir og komust færri en vildu inn. Þinginu lauk á sunnudag laust fyrir kl. sjö. Hafði þá farið fram kosning sambands- stjórnar og var Guðmundur J. Guðmundsson endurkosinn for- seti sambandsins. Að síðustu sungu allir full- trúarnir Alþjóðasöng lýðræðis- sinnaðrar æsku og Alþjóða- söng verkalýðsins. í næsta blaði verður sagt nánar frá gangi einstakra mála á þinginu og birtar álykt- anir, sem það gerði um menntamál, hernámsmál og úr- dráttur úr ályktun um verka- lýðsmál. ( ur milli Völsungs og K.S., sem lauk með sigri K.S. 5:1. I fyrri hálfleik skoraði K.S. 2 mörk, en Völsungur 1; hefði getað skorað annað, en mistókst vítaspyrna. Kom boltinn nær því beint á Viðar. —. Síðari hálfleik ,,átti“ K.S., og lék nú betur en áður. Þó gerðu Völs- ungar marga harða hr'ið að marki K.S., en Viðar varði allt, m.a. aðra vítaspyrnu. Frammi- stöðu Viðars í þessum leik, og reyndar hinum líka, er ekki hægt að líkja við neitt, sem sézt hefur hér, nema Jón E. Sig., þegar hann var upp á sitt beata. Kl. 5 þennan dag hófst leik- ur Akureyrarfélaganna. Það var skemmtileg viðureign, sem lauk með sigri Þórs 3:2. Þegar hér var komið, hafði K.S. 4 stig, K.A. og Þór 2 hvort og Völsungur 0. Nægði því K.S. jafntefli við K.A. á mánudag, en færi svo, að K.A. yrði hlutskarpara og Þór sigr- aði Völsung, voru K.S., Þór og K.A. jöfn, en það þýddi, að Akureyrarfélögin yrðu að koma aftur um næstu helgi og berjast til þrautar við K.S. Var því leikð K.S. og K.A. beðið með mikilli eftirvæntingu. ■ Kl. 2 á mánudag hófst svo þessi leikur. K.A. lék undan vindi (suðvestan kalda) <[ fyrri hál lejk. Þrátt fyrir það lá boltinn ekki meira á K.S., nema síður væri. Voru K.S.- ingar auðsjáanlega staðráðnir í að vinna meistaratitilinn. — Voru upphlaup þeirra vel byggð upp, en tækifærin við mark K.A. oft herfilega mis- notuð, a.m.k. þrjú dauðafæri. K.A. komst tvisvar í slíkt færi og notaði þau til fulls. Hálf- leiknum lauk því með 2:0 K.A. í vil. I seinni hálfleik voru K.S.- ingar því nær óslitið í sókn. K.A. gerði nokkur upphlaup, en hættulítil. Þessi mikla sókn bar þó ekki árangur fyrr en 20 mínútur voru eftir af leikn- um. Þá fékk K.A. á sig víta- spyrnu, og Gústaf skoraði auð- veldlega. Herti nú K.S. sókn- ina, en K.A. svaraði með varn- arleik, sem einkenndist mjög af útafspyrnum. Þegar 7 mínútur voru eftir, fékk Jóhann Ólafsson, hægri framvörður K.S. knöttinn nokkuð framan við vítateig K.A. og sendi hann með föstu föstu skoti að marki K.A. — Markverðinum, Sveini Krist- jánssyni, sem hafði leikið af snilld alla leikina, tókst ekki að verja. Var nú meistaratitill- inn tryggður K.S. og ætluðu fagnaðarlæti siglfirzku áhorf- endanna nú allt um koll að keyra. Kl. 4 hófst síðasti leikurinn, milli Þórs og Völsunga. Virt- ust Völsungar nú vera betri en í fyrri leikjunum, því mark Þórs var jafn oft í hættu og þeirra. Leikurinn var jafn, en ekki góður. Sigur Þórs, 3:2 var harðsóttur og tæpur, því sigurmarkið kom ekki fyrr en undir leikslok. Dómari í öllum leikjunum var Hannes Sigurðsson knatt- spyrnudómari frá Reykjavík. Er óhætt að fullyrða, að á engu Norðurlandsmóti hefur verið jafn vel dæmt, nema ef vera skyldi á Akureyri 1947, þegar Guðjón Einarssondæmdi. Dómarinn átti sinn mikla þátt í því, hve vel leikirnir fóru fram. Drengskapur og sannur íþróttaandi settu svip sinn á þetta mót, og má full- yrða, að allir aðilar hafi verið ánægðir með dómarann, en það er meira en sagt verður um mörg fyrri Norðurlandsmót. Að loknum síðasta leiknum afhenti Bragi Magnússon form. ÍBS, sigurvegurunum Þórs-bik- arinn og sleit mótinu með því að biðja alla viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir K.S. Var ekki svikizt um að verða við þeirri beiðni. K.S. hlaut 5 stig á mótinu, Þór 4, K.A. 3, Völsungur 0. Eftir gangi leikjanna er K.S. vel að sigrinum komið, þó þjálfun liðsins hafi verið með lakasta móti í sumar. Næsta ár er því óhætt að taka á sparikröftunum, því Akureyrar félögin hafa fullan hug á að sjá um varðveizlu bikarsins. ' Þátttaka Völsungs var mjög ánægjuleg, og vonandi heldur hann þátttöku sinnj áfram. •— Með góðri æfingu geta þeir fljótlega orðið hinum félögun- um þungir í skauti. Ólafsfirðingar og Skagfirð- ingar eiga sæmileg lið, sem vel hefðu getað tekið þátt 'i þessu móti, og það er vissulega kom- inn tími til, að þeir hyggi á þátttöku. Þeir eiga nóg af góð- um efnum, sem fyrirhuguð þátt taka í Nl-móti mundi glæða áhugann hjá, svo þjálfun yrði meiri og reglulegri. „Fár er smiður í fyrsta sinn“ Óttinn við að tapa stendur öll- um framförum fyrir þrifum. Það var ekki fyrr en eftir 13 ára stöðuga þátttöku í Nl- mótum, að K.S. tókst að vinna 1946. Á sunnudag bauð K.S. öllum þátttakendum, starfsliði og nokkrum öðrum gestum til kaffisamsætis og dansleiks að Hótel Hvanneyri. Formaður K.S., Eiríkur J. B. Eiríks'son, stjórnaði hófinu og bauð gesti velkomna. Ragnar Steinbergs- son þakkaði fyrir hönd. aðkomu félaganna móttökur, fram- kvæmd mótsins og dómaranum fyrir góða dóma. Form. iB.S. ávarpaði aðkomumenn f.h. K.S. inga. Ennfremur tóku til máls Hannes Sigurðsson dómari og Jón Kjartansson, bæjarstjóri, sem flutti snjalla hvatningar- ræðu til 'íþróttamannanna. Mótið fór í alla staði vel fram og var Siglfirðingum til sóma. Hafi mótstjórn K.S. þökk fyrir framkvæmd móts- ins, og kapplið K.S. fyrir frammistöðu sína. Talsvert bar á því, að áhorf- endur hliðruðu sér hjá að greiða aðgangseyri að leikjun- um, og er það þeim til minnk- unar. Ætti mönnum ekki að vera þungbærara að greiða 5 kr. í aðgangseyri að skemmti- legum kappleik en að greiða svipaða eða hærri upphæð í að gangseyri á bíó. Einnig er þetta mjög bagalegt fyrir K.S., sem ekki hefur aðrar tekjur en aðgangseyrinn til að standa undir kostnaðinum við mótið. I kappliði K.S. voru þessir menn: Viðar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Skaftason,% Ás- gr'imur Einarsson, Stefán Skaftason, Anton Jóhannsson, Jóhann Ólafsson, Jóhann G. Möller, Guðmundur Árnason, Gústaf Nílsson, Henning Bjarnason, Jónas Ásgeirsson og Friðleifur Stefánsson, Knattspyrnumót Norðuriands 1952

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.