Mjölnir - 03.10.1952, Qupperneq 4
16. tölublað. 15. árgangur.
Mörg undanfarin ár hafa
slysavarnardeildirnar hér á
Norðurlandi safnað fé til bygg-
ingar björgunarskips fyrir
Norðurland og eiga nú í sjóði
milli 6 og 7 hundruð þúsund
krónur.
Björgunarskútumálið er í
höndum 9 manna nefndar, sem
kallast Björgunarskúturáð, og
hefur umboð frá öllum slysa-
varnardeildunum á Norður-
landi. Hefur ráðið nú látið
gera teikningu og lýsingu af
skipinu. Birtist hér útlitsmynd
af því.
Stærð skipsins hefur verið
ákveðin 200 smál., ganghraði
þess verður a.m.k. 13—14 míl-
ur. Ætlunin er að skipið verði
byggt hérlendis. Verður það úr
eik, og öllu tilhagað þannig, að
það geti bæði annazt björgim-
arstarfsemi og strandgæzlu.
Með tilliti til stækkunar land
helginnar, aukinnar nauðsynj-
ar á fisk- og hafrannsóknum
og vaxandi áhuga á þorskút-
gerð frá Norðurlandi, hefur
Björgunarskúturáð farið þess
á leit við ríikisstjórnina, að hún
taki upp á fjárlög fyrir næsta
ár eina milljón kr. til bygg-
ingar skipsins, með það fyrir
augum að bygging skipsins
verði hafin á árinu, og heitir
einnar milljón króna framlagi
frá slysavarnardeildunum á
móti.
Talið er, að smíði skipsins
muni kosta allt að þrjár millj.
króna og taka 2—3 ár.
Hér er mikið nauðsynjamál
á ferðinni, og er vonandi að
r'ikisvaldið sýni því fullan skiln
ing og velvild, svo að hægt
verði að byrja á framkvæmd-
um við smíði skipsins hið allra
fyrsta. Þá er og nauðsynlegt,
að almenningur gefi þessu máli
gaum og veiti slysavarnadeild-
unum sem beztan stuðning.
★
I hvaða tilgangi
• •
Framhald af 1. síðu
verkamanna, er það að skara
eld að sinni eigin köku.
Nú kunna einhverjir að
segja, að hér sé rangt með
farið. í Sjálfstæðisflokknum
svonefnda, og Hka í Fkamsókn-
arflokknum, séu margir stétt-
vísir verkamenn, einlægir
verkalýðsisinnar, sem ekki vilji
stétt sinni annað en allt það
bezta. Þetta er rétt. En það
eru bara ekki þessir stéttvísu
og heiðarlegu menn, sem íhald-
ið tilnefnir, þegar það útvelur
sér fulltrúa t. d. I stjórn AI-
þýðusambandsins. Þegar 'ihald-
ið tilnefnir menn í stjórn Al-
þýðusambandsins, tilnefnir það
menn, sem það getur treyst,
menn, sem auðmanna- og at-
vinnurekendastéttin getur
treyst, menn, sem láta flokks-
viljanna ráða, þegar hagsmuni
verkalýðsins og hagsmuni
flokksklíkunnar greinir á.
Hermann Guðmundsson, fyr-
verandi forseti A.S.Í. átti um
þessa tvo kosti að velja eftir
að hann var kjörinn í stjórn
sambandsins. Hermann mat
hagsmuni stéttar sinnar meira
en vUja ráðamannanna í Sjálf-
stæðisflokknum — og gat því
ekki verið í flokknum.
Fyrir nokkrum áratugum
voru atvinnurekendur einráðir
um kaup og kjör verkalýðsins.
Þeirra heitasta ósk er sú, að
þeir dýrðardagar megi renna
upp á ný. Og hvað er þá eðli-
legra en það, að þeir reyni að
komast til valda í verkalýðs-
samtökunum og hafa á þann
hátt áhrif á kjörin, þegar þeir
geta ekki lengur ákveðið þau
með valdboði eins og þeir gátu
fyrir daga verkalýðssamtak-
anna?
★
Hér á landi eru þrjú öflug
og voldug stéttarsambönd. Það
er fróðlegt að athuga hvernig
þau eru byggð upp og hvernig
starfsemi þeirra er háttað.
Vinnuveitendasamband ís-
lands er skipað eintómum at-
vinnurekendum. Ekki mun
vera innan vébanda þess einn
einasti verkamaður, hvað þá
að nokkur verkamaður eða
verkalýðssinni eigi sæti í stjórn
þess. Pólitískar deilur innan
þess munu vera óþekktar. —
Aldrei mun hafa komið fyrir,
að sósíalistar eða alþýðuflokks-
menn gætu haft nein áhrif á
úrslit mála þar. Hugtök eins
og ,,einingarmaður“ og „lýðræð-
issinni" hafa aldrei valdið
neinni sundrungu þar. Aldrei
mun heldur hafa ikomið þar
fram tillaga um að taka upp
pólitískar hlutfallskosningar.
Stéttarsamband bænda er
einvörðungu skipað bændum og
trúnaðarmönnum bændastéttar
innar. Það er hreint stéttar-
samband, eins og atvinnurek-
endasambandið. Munu bændur
ekki kæra sig um nein afskipti
annarra af sambandi sínu. —
Þannig er t.d. óhugsandi, að
þeir hleypi inn í það ótakmörk-
uðum fjölda borgarbúa, sem
síðan gætu ráðið úrslitum mála,
t.d. ákvörðun verðs á landbún-
aðarafurðum.
Lítmn svo á Alþýðusam-
bandið, sem er langfjölmenn-
ast þessara stéttarsambanda
og gæti verið þeirra lang-
áhrifamest. Þar er kröftunum
sóað '1 pólitískar illdeilur, sem
engum erú til góðs nema and-
stæðingum verkalýðsins. Rætt
hefur verið um, í fullri alvöru,
að taka þar upp pólitískar hlut
fallskosningar. í stjórn margra
sambandsfélaga eiga sæti em-
bættismenn og jafnvel atvinnu-
rekendur. í sambandinu er
fjöldi bændafélaga, sem eru
stofnuð í þeim eina tilgangi að
senda fulltrúa á þing sam-
bandsins og veita þar lið þeim
stjórnmálaflokkum, er bænda-
stéttin fylgir yfirleitt í lands-
málum.
★
Það virðist vera óþarfi að
nefna fleiri dæmi til að minna
á það hryggilega ástand, sem
nú ríkir, og hefur í mörg ár
r'ikt innan verkalýðssamtak-
anna.
Verkalýðurinn á nú við verri
kjör að búa en mörg undan-
farin ár, og kjör hans fara
enn versnandi. Dýrtíðin vex,
skattar og tollar hækka svo
að segja daglega, atvinnuleysið
fer vaxandi, kaupmáttur launa
rýrnar jafnt og þétt. Þetta er
engin tilviljun, heldur afleið-
ing af skipulögðum aðgerðum
auðmanna- og atvinnurekenda-
stéttarinnar og flokka hennar.
Öllu þessu hefði mátt afstýra.
Ef heildarsamtök verkalýðsins
hefðu verið einhuga og sterk,
hefði afturhaldið aldrei vogað
sér út í slíkar aðgerðir, og þá
byggi verkalýðurinn enn við
mannsæmandi ikjör.
En alþýðusamtökin voru
ekki sterk og einhuga, heldur
veik og sundruð í andstæðar
fylkingar, sem jafnvel hafa
leitað sér liðs hjá stéttarand-
stæðingimum til hjaðningavíg-
anna, og á þann hátt gerst
hækjur fyrir íhaldið.
„Sameinaðir stöndum vér,
en súndraðir föllum vér,“ er
gamalt kjörorð. Sjaldan hefur
verkalýðsstéttinni á íslandi
verið nauðsynlegra að skilja
þann sannleik, sem 1 því er
fólginn, en einmitt nú.
Takið eftir!
Óteknar pantanir af þurrk-
uðum ávöxtum hjá Náttúru-
lækningafélaginu, verða af-
greiddar 3 og 4 október í Norð-
urgötu 5, frá kl. 4—7 e. li.
Stjórnin
Þriggja herbergja
íbúð
í nýju steinhúsi, til leigu.
Afgr. vísar á.
Lögtök eru hafin vegna ógreiddra útsvara og annarra opin-
berra gjalda til Bæjarsjóðs. Gjaldendur eru því alvarlega áminnt-
ir um að greiða gjöld sín nú þegar.
Siglufirði, 1. icktóber 1952.
BÆJARGJALDKERINN, Siglufirði
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Vélritunarnámskelð
Eg mun, ef nægileg þátttaka fæst, halda námskeið í vél-
ritun (blindskrift), er hefst 15. október næstkomandi.
Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa ritvél til afnota.
Nánari upplýsingar læt ég í té.
BJÖRN DÚASON
Barnaskólinn
verður settur laugardaginn 4. október kl. 2 síðdegis.
SKÓLASTJÓRI
Símaskráin
Þar sem verið er að undirb.úa prentun nýrrar s maskrár,
eru þeir símanotendur, sem óska að koma að leiðréttingum eða
breytingum í skiána, beðnir að tilkynna mér það sliriflega
fyrir 10. október næstkomandi.
SlMASTJÓRINN
Hrossaslátrun
Slátrun hrossa byrjar hér mánudaginn 6. þ. m. Þeir, sem
óska að kaupa lirossakjöt í heilum pörtum, eru vinsamlegast
beðnir að panta það í Kjötbúð Siglufjarðar.
F. h. Hrossasölusambands
Skagfirðinga og Austur-Húnvetninga:
RAGNAR JÓHANNESSON
K E N N S L A
í vetur tek ég 6 ára börn til lestrarkennslu á heimili mínu,
Vetrarbraut 10- Kennslan kostar kr. 48,00 á mánuði, eða kr. 2,00
í hvert skipti fyrir barnið, ásamt 15 kr. inntökugjaldi fyrir
læknisskoðun og fleiru.
Sömuleiðis tek ég í vetur unghnga til náms í almennum
framhaldsnámsgreinum, einkum tungumálum og íslenzku; fleiri
saman, eða í einkatímum. Greiðsluskilmálar mjög hagkvæmir.
Fullorðnu fólki er og gefinn kostur á tímum í framan>-
greindum námsgreinum.
Nánari uppl. veiti ég í barnaskólanum, eða Vetrarbraut 10.
KJARTAN HJÁLMARSSON, kennari.