Mjölnir


Mjölnir - 26.08.1954, Blaðsíða 2

Mjölnir - 26.08.1954, Blaðsíða 2
• 3 MJÖLNIE _r j- j- r~ r~ _m~ — — — — . BÆJARPÚSTURINN MJÖLNIR Útgefandi: SÓSlALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Rits|jóri og dbyrgðarmaður: ! BÉKÉDIKT siCurðsson I Aslcriftargjald kr. 38.00 árg. I Afgreiðsla Suðurgötu 10. , Simar: 194 og 130. Siglufjarðarprentsmiðja h. f. . , Nú gildir það, að stað- ið sé við storu orðin. / Góðir Siglfirðingar! Það þykir nú útséð um, að sumarið sé á enda :hvað síldaratvinnu snertir, og eru allir sammála um, að aldrei hafi verið svo þröngt fyrir dyrum að . sumri loknu hjá þessu bæjarfé- lagi sem nú. Mjölni finnst því ástæða til að minna ykkur á, hverjir það eru, sem hafa kosið að veita forsjá þessu bæjarfélagi, einir og óstuddir, með minnihlutá kjósenda á bak við sig, en af- þökkuðu alla hlutdeild hinna, sem höfðu meirihluta kjósenda á bak við sig. Mennirnir eru þessir: Ölafur Ragnars, Baldur Eirlks- Son, Georg Pálsson, Ragnar Jó- hannesson og Bjarni Jóhannsson. Þrír eru fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og tveir eru fulltrúar Framsóknarflokksins. Undanfariri kjörtímabil hefur það verið viðkvæði þessara flókka að þeir yrðu að fá meiri „áhrif“ iniian bæjarstjórnar til þess að þeir gætu látið þar að sér kveða svo sem þyrfti. Sjálfstæðisflokk- urinn Iiamraði á því, að hann þyrfti að fá „áhrifamann“ á Al- þing, mann, sem nyti trausts og álits og hefði stærsta þingflokk- inn á bak við sig. — Kjósendur hér í bænum urðu við þessari kr’öfu á s.l. ári. Og nú á víst Siglufjörður raunverul. „áhrifa- mann“ á Alþingi skv. skrifum Siglfírðings. Þegar þingmaðurinn var fenginn upphófst krafan um aukin „áhrif“ í bæjarstjórn, og var öllu fögru heitið ef sú krafa yrði uppfyllt. Blaðið Siglfirðingur sagði svo: „— Þeir lofa því einu að taka á hverju máli af ábyrgð og festu, og keppa að því marki að hér verði blómleg byggð, þar sem fólkið hefur verk að vinna og getur unað glatt við sitt.“ Og Einherji sagði: „Enginn, sem gefur B-listanum atkvæði sitt, þarf að iðrast þess. Fulltrúar listans munu hér eftir sem hingað til hugsa fyrst og síðast umvelferð bæjarins“. Kjósendur í bænum urðu einnig við þessari kröfu og meira til. Þeir yeittu hvorum stjórnarflokki aukin áhrif í bæjarstjórn, sem nam einum fulltrúa og veittu þeim sameiginlega hreinan meiri- ★ Hvaö á kjötiS uö kosta? Húsmæð- ur liafa komið að máli við Bæjar- póstinn og beðið liann að hafa upp á réttu verði á dilkakjöti. Segja þær, að hér í kjöthúðinni sé t.d. tvenns- konar verð á súpukjöti án þess að þar sé um flokkamun að ræða. — Framleiðsíuráð landbúnaðarins hefur liirt auglýsingu um verð á kinda- kjöti af nýslátruðu sumarið 1954, og er liún birt í Lögbirtingablaöi nr. 54 þann 18. ágúst is.l. Þar segir svo: „Frá 24. ágúst til 30. ágúst: A .Heild- söluverð: I. veröflokkur kr. 22,90 pr. kg. II. verðfl. kr. 10,00 pr. kg. B. Smásöluverð: I. verðflokkur: Súpukjöt ........... kr. 27,00 pr. kg. Heil læri .......... — 29,50 -------- Sneidd læri ........ — 31,20--------- Ilryggir .1......... — 30,00 -------- Kótelettur ......... — 30,80 — — II. verðflokkur: Súpukjöt ........... — 18,90 pr. kg. Þetta er sem sagt bið rétta verð, því engin klásúla er um það í þess- ari auglýsingu, að það skuli vera mismunandi eftir landshlutum eða þótt flytja 'þurfi kjötið frá slátrunar- stað til sölustaðar. Og nú geta liinar ágætu lnismæður gert sinn saman- burð á verði Kjötbúðarinnar og þess, ,sem auglýsingin kveður á um. Og svo eru það tilmæli, sem marg- oft er búið að biðja Bæjarpóstinn að koma á framfæri við Kjötbúðina. En þau eru, að tekið verði upp betra afgreiðslufyrirkomulag, sem útiloki að fólk þurfi að bíða svo og svo lengi eftir afgreiðslu, vegna þess, að það notar ekki frekju til að troða sér fram að afgreiðsluborðinu. Engin von er til, að afgreiðslufólkið geti fylgzt ineð í hverri röð fólk kemur inn í búðina og veit því ekkert um hluta. Og þar með var uppfyllt óskin um það, að þessir tveir flokkar gætu einir og óstuddir stjórnað bænum á „farsælan“ hátt, án „spillandi“ samstarfs við komma eða krata, og svo vitan- lega með náðarsól ríkisstjórnar- innar skínandi yfir sér. En hvenær hefur Siglfirðingum riðið meir á, að á málefnum bæj- arfél. sé tekið með festu og á- byrgð ef ekki einmitt nú? Og hve- nær hefur þeim meira riðið á að eiga áhrifamann á þingi, sem getur og vill koma einhverju máli fram til hagsbóta fyrir þetta bæj- arfélag, en einmitt nú? Og er ekki einmitt NÚ kominn tími til þess að hugsa „fyrst og síðast um velferð bæjarins“? Það skal viðurkennt að uppbygging at- vinnulífs í Siglufirði tekur pinn tima. EN EINHVERNTlMA ER ALLT FYRST, og því ríður á, að liafizt sé handa, en ekki flotið sofandi að feigðarósi. Siglfir.ðingar! Þið hafið verið lofsamlega greiðviknir við menn þessa og flokka, veitt þeim þá aðstöðu til áhrifa og stjórnsemi, sem þeir þóttust öllu fremur verða að fá. Nú gildir að þeir standi við orð sín og sýni, að þeir eéu þeir karlar, sem af tali þó einliver bíði lengur en hann ætti að gera. Því er það tillaga, að tekiö verði upp númerafyrirkomulag, sem víða er farið að tíðkast í búðum, sem mikið verzla og hætta er á ös á vissum tímum. En fyrirkomulagið er þannig, að viðskiptavinurinn tek- ur sér númeraspjald, sem hangir við dyrnar, þegar liann kemur inn, og svo er afgreitt eftir númeraröðinni. Á árum vöruskortsins var þetta fyrir- konnilag notað hér í K.F.S. og reynd- ist vel. Er því vonandi, að forstjóri Kjötbúðarinnar taki þetta fyrirkomu- lag upp áður en afgreiðslutími stytt- ist aftur á laugardaga. ★ Andlát. Þann 6. ág. s.l. a’ndaðist frú Sigrún Guðlaugsdóttir Henriksen að heimili sínu Aðalgötu 2 hér í bæ. Banameinið mun hafa verið heila- blóðfall. Hún var kona Olav Hen- riksen síldarsaltanda. Sigrún sál. var mikil sæmdarkona og hugljúf öllum, sem kynntust henni. Jarðarför henn- ar fór fram að viðstöddu fjölmenni þann 20. ágúst s.l. ★ Dauöaslys. Þann 16. ágúst s.l. vildi það slys til á Keflavíkurflugvelli, að verkamaður liéðan úr bænum, Hilm- ar Jónsson (Jónssonar frá Tungu) féll úr mikilli bæð til jarðar, þar sem hann var að vinna. Lézt hann nokkru síðar. Hilmar sál. var um fertugt, er hann lézt, og lætur hann eftir sig konu og börn. Jarðarför hans fór fram þann 21. ág. s.l. að viðstöddu fjölmenni. Hann var vel látinn maður af öllum, sem þekktu ★ Andlát. Þann 15. ágúst s.l. lézt Sigríður Stefánsdóttir, Lindargotu 6 B, kona Friðleifs Jóhannssonar. — Hún var rúml. áttræð að aldri. — Jarðarförin fór fram s.l. þriðjudag ★ Andlát. Þann 22. óg. s.l. lézt á sjúkrahúsi Sauðárkróks Pétur Björns- þeirra mátti ráða að þeir væru. Nú eru hér erfiðari ástæður en nokkru sinni fyrr og því reynir nú á karlmennskuna og mann- dóminn. Nú gildir ekki gum og gaspur, lýðskrum og blekkingar, heldur dirfska og áræði, kjarkur og þrautseigja, festa og harð- fylgi, hyggindi og ráðsnilld. — Vegna bæjarins okkar og allra íbúa hans, vill Mjölnir óska, að þeir fimm menn, sem með stjórn hans fara að eigin ósk, reynist nú þeir menn, sem þeir gáfu í skyn, að þeir væru, þegar þeir biðluðu til fylgis kjósenda, og ennfremur, að þeir góðu eigin- leikar, sem áðan voru taldir, fyrirfinnist í ríkum mæli hjá þeim öllum. Verði svo má treysta því, að góð ráð og velmeintar til- lögur frá minnihlutanum verði ekki huslaðar sem hræ í rusla- kistu bæjarráðs athugunarlaust. Það er vel hálfnað fyrsta ár þessa kjörtímabils og nú þegar er tendrað bál þess hreinsunar- elds, sem bæjarstjórnarmeirihlut- inn verður að ganga í gegn um. Stenzt hann eldskírnina eða ekki? Um það spyrja siglfirzkir kjós- endur nú, bæði minnihlutinn á bak við meirihlutann og meiri- hlutinn á bak við minníhlutann. son, fósturfaðir Péturs Laxdals, tré- smíðameistara hér í bæ. Pétur sál. var rúmlega níræður að aldri, þegar hann lézt. Sjötugsafmæli átti Símon Sveins- son, verkamaður, Hafnargötu 2, hér í bæ 12. ágúst s.l. Símoh er mikill elju og dugnaðarmaður og vel kynntur. Hann skipaði sér á yngri árum í rað- ir hins róttæka verkalýðs, og hefur jafnan verið góður liðsmaður í verka mannasamtökunum hér og Sósíalista- fiokknum. Mjölnir færir Símoni lieilla óskir í tilefni afmæiisins og þakkar veitta liðsemd á liðnum árum. Vísnaþátturinn Framh. af síðasta þætti. Elzta sléttubandavísa, sem varð veizt hefur, er í hinum frægu Rollandsrímum Þórðar á Strjúgi, lokaerindi 15. rímu. Bragarháttur Fléttubönd minni, síðasta vísa sléttubönd ort fyrir 1590. B.K.Þ. Rímur fyrir 1600. VI. Sléttubönd aldýr. Mettur rómur meyrnar mér, máttur Glettu góma; dettur tómur lieyrnar hér háttu sléttu óma. Hér ríma öll vísuorð saman á víxl og hvert orð rímskorðað. Skáldið byrjar vísuna sýnilega með Fléttubönd í huga (bragar- hátt rímunnar) en lendir út af og á ljóðstöfun Sléttubanda og það virðist ráða úrslitum. Á 17. öld er vísan ort upp og hátturinn nefndur Sléttubönd. Léttur vandi meyrnar mér, máttur Glettu anda; réttur standi heyrnar hér háttur Sléttubanda. (B.K.Þ. rímur fyrir 1600 bls. 72) Sléttubönd, frumsneydd og tá- sneydd. Máttur réttur snjalla snill snara færa kinni; háttur sléttur valla vill vara tæra minni. Síðasta erd. 17 r. af Flóres og Leó eftir séra Hallgrím Péturs- son. — Þessari vísu breytir séra Helgi Sigurðsson á 48 vegi. (Brag fræði ísl. rímna bls. 125—128). Sléttubönd, frum- og tálykla sneydd. Nettubanda máttinn minn meiri gallar kliður. Sléttubanda háttinn hinn heyri falla niður. Úr Ðragða-iMágusarrímum eftir Jón Laug. Jónsson. Bragða-Mág- usarrímur eru lengstu rímur, sem til eru, 70 að tölu. Sléttubönd, þráhend, hringhend, frumtáskeytt. Kvíða Góa færir fjær, fríðu glóa kvöldin; þýða skóga bærir blær blíðu frjóa völdin. (Benedikt Guðm.son frá H'úsavík. VII. Sléttubanda afdráttur. Sléttum, hróður, teflum taíl, teygjum þráinn snúna. Léttum róður, eflum afl, eygjum ráðin núna. (Sveinn Hannesson) (Framhald á 4, síðu)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.