Mjölnir


Mjölnir - 27.04.1962, Blaðsíða 3

Mjölnir - 27.04.1962, Blaðsíða 3
Hnsíbkabarett Togarinn Hafliði, sem hefur stöðvast vegna sjómanna- verkfallsins, héfur nú verið fluttur su3- ur til Reykjavíkur og verður tekinn þar upp í slipp. Við skipstjórn á hon- um hefur tekið Kristján Rögnvaldsson, sem áður var skipstjóri á Elliða. — Hafliði fór héðan án samþykkis verka- lýðsféiaganna og er óútkljáð, hvernig með það mál verður farið. * Hringur og Hrefna hafa nú aftur skipt yfir á línu eftir aflatregðuna á netunum. Hafa þeir síð- an aflað sæmilega, eða 4—5 tonn í róðri. * Trillubótar hafa margir aflað ágætlega, t. d. fékk einn maður yfir 2000 pund á færið yfir daginn í fyrri viku. Algengt er, að menn dragi 1000 pund á færið yfir dag- inn. Fiskur er þó nokkuð mishittinn. * Landsgöngunni er nú lokið og gengu alls 1528 Sigl- firðingar eða tæp 58% bæjarbúa, eftir því sem bæjarpósturinn hefur bezt frétt. Líklegt má telja, að það nægi til sigurs og er ánægjulegt ef það bætist nú ofan á hina glæsilegu frammistöðu siglfirzku skíðamannanna á Landsmót- inu. * Veður var hið fegursta á sumardaginn fyrsta og lék Lúðrasveit Siglufjarðar á torg- inu. Á páskadag, eða fyrsta sunnudag í sumri var einnig mjög gott veður. Telur gamalt fólk það boða gott sumar. * Sigriður GísladótHr, Norðurgötu 11 hér í bæ, átti 65 ára afmæli hinn 12. apríl sl. * Bræðurnir Arnór og Jón Sigurðssynir áttu fer- tugs- og fimmtugsafmæli hinn 10. apríl sl. Varð Arnór fertugur, en Jón fimmt- ugur. * Andrés Hafliðason, sem öllum Siglfirðingum er að góðu kunnur, var sæmdur Fálkaorðunni fyrir skömmu. Bæjarpósturinn óskar Andrési til hamingju með þennan verð- skuldaða heiður. * Starfsfræðsludagurinn, hinn fyrsti í Siglufirði, var haldinn sunnudaginn 8. apríl sl. í Gagnfræða- skólanum. Rotaryklúbburinn hafði forgöngu um málið og fékk hingað Olaf Gunnarrsson, sálfræðing. Annað- ist hann undirbúning dagsins, enda hefur hann skipulagt alla aðra starfs- fræðsludaga á Islandi. Um 130 unglingar fengu upplýsing- ar í milli 60 og 70 starfsgreinum, en veður var mjög óhagstætt, sólskin og blíða og spennandi skíðamót fram í firði. Samt má telja, að mikill ávinningur hafi verið að degi þessum og munu aðrir á eftir fylgja á næstu árum. Auk þess að annast undirbúning starfsfræðsludagsins flutti Ólafur er- indi fyrir almenning, fyrirlestur fyrir alla . skólakennara hér á staðnum og veitti nemendum úr Gagnfræðaskólan- um viðtal. Rotaryklúbbur og Ólafur eiga þakkir skildar fyrir þeirra hlut að þessu máli. A þriðjudagskvöldið var slökkviliðið kvatt út að húsinu Norðurgata 5 (Gamla-Bíó), en þar var eldur laus á efri hæð. Efri hæð hússins skemmdist mikið af eldi, og talsverðar skemmdir munu einnig hafa orðið á neðri hæð, en þar var vörugeymsla í eigu Birgis Runólfssonar. Engir íbúar voru í húsinu en viðgerð stóð yfir á efri hæðinni. Kemendatóoleihar ti honsert Nemendatónleikar Tónskóla Siglufjarðar eru nú orðnir fastur árlegur viðburður. Að þessu sinni voru þeir haldnir í Nýja Bíó laugardaginn fyrir páska. A dagskránni voru 19 atriði, einleikur og samleikur nemenda úr framhaldsdeild, og gaf það góða mynd af hinni fjölþættu starfsemi skólans. Var ánægjulegt að heyra hverjum framförum nemendurnir hafa tekið. í stuttu ávarpi, sem skólastjóri, Sigursveinn D. Kristinsson, flutti, gat hann þess að þetta væri fjórða starfsár skólans og hefðu nemend- ur nú verið 54 í framhaldsdeild á 13 tegundir hljóðfæra. Kennarar voru 3 í vetur, Sigursveinn D. Kristinsson, Gerhard Schmidt og Asdís Ríkharðsdóttir. Daginn eftir, á páskadag, voru haldir tónleikar á vegum skólans. Léku þeir dr. Hallgrímur Helga- son á píanó og Gerhard Schmidt á trompet verk eftir Sibelius, Vor- lowa, Arutjúnjan og dr. Hallgrím. Þar flutti einnig dr. Hallgrímur Föstudaginn 6. apríl efndi Lúðrasveit Siglufjarðar til hljóm- leika í Nýja Bíó. Húsið var þétt- setið og undirtektir áhorfenda frábærar. Skemmtun þessi var síðan endurtekin á laugardag og á sunnudag hélt Lúðrasveitin til Olafsfjarðar og hafði eina hljóm- leika þar. Hljómlmkar þessir voru tví- skiptir. Fyrri hluti voru létt, klass- isk verk, flutt af Lúðrasveitinni, hlásarakvartettum og einleikur- um. Flutningurinn var yfirleitt með ágætum, nokkurs tauga- óstyrks gætti þó á stöku stað, en greinilegt er að Lúðrasveitin er í stöðugri framför. Seinni þáttur var með nokkuð nýstárlegu sniði. Var það sam- felldur músíkkabarett, sem hét „Með trompet umhverfis jörðina“. Músikin var mest létt tónlist, leik- is af Combo-sveit Tónskólans og Lúðrasveitinni, en frásögnum af ferðalaginu ásamt bröndurum skotið inn í milli. Var það hin bezta skemmtun, enda dundi sal- urinn af lófataki eftir hvert at- riði. Þjálfun og undirbúning þess- arar skemmtunar hefur Gerhard Schmidt, blásturskennari Tón- skólans, annast, en hann er jafn- framt leiðbeinandi Lúðrasveitar- innar, og á hann miklar þakkir erindi, er hann nefndi: „Hlutverk tónlistar í uppeldi þjóðar“. Erindi dr. Hallgríms var hið fróðlegasta og flutningur þeirra félaga á tónverkunum með ágæt- um. skilið fyrir framlag sitt, en hann virðist jafnvígur á dansmúsík og klassíska tónlist, og lék þarna á fjölda hljóðfæra. Sérstaklega var ánægjulegt að hlýða á trompetsóló hans í fyrri hluta efnisskrárinnar. Stjórnandi tónleikanna var Sigursveinn D. Kristinsson, skólastjóri og lék hann einnig með á píanó í seinni hluta efnis- skrárinnar. Farkost Trompetsins smíðaði Kristján Sigtryggsson, (Framhald á 2. síðu) SKÍÐALANDSMÓTIÐ (Framhald aj 1. síðu) I karlagreinum fengu Siglfirð- ingar 5 íslandsmeistara en ísfirð- ingar 3. I kvennagreinum fengu Siglfirðingar 1 íslandsmeistara og Reykvíkingar 2 og í unglinga- greinum fengu Siglfirðingar 8 Islandsmeistara og Akureyring- ar 1. Mikill og vaxandi áhugi er nú fyrir skíða-íþróttinni hér í Siglu- firði og bendir árangurinn í ungl- ingaflokknum til að svo muni verða áfram og er ánægjulegt til þess að vita. Fyrir nokkrum árum virtist draga mikið niður í áhuga ungra manna fyrir skíðaíþróttinni og hlutur Siglfirðinga fór síminnk- andi. Þó áttum við alltaf mjög góða einstaklinga, sem létu nokk- uð að sér kveða á landsmótum, en áhuginn heima fyrir fór sí- minnkandi. En þá skýtur Jóhann Vilbergsson upp kollinum og vek- ur á sér athygli fyrir mjög góðan Gerhard Schmidt leikur á trompet í stafni víkingaskipsins. árangur í Alpagreinum og þá var eins og áhuginn vaknaði á nýjan leik, enda hefur Jóhann verið ó- latur við að leiðbeina byrjendum. Margir fleiri af hinum eldri og reyndari skíðamönnum okkar hafa einnig lagt af mörkum mik- íslandsmeistari í stórsvigi. ið starf og árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Siglufjörður skipar á ný sinn gamla sess, sem fremsti skíðabær landsins. Þeir Siglfirðingar, sem hrepptu meistaratitlana að þessu sinni voru: í karlgreinum: Skarphéðinn Guðmundsson, er varð íslandsmeistari í stökki. Sveinn Sveinsson, sem varð ís- landsmeistari í norrænni tví- keppni. Birgir Guðlaugsson, sem varð íslandsmeistari í 30 km. göngu. Jóhann Vilbergsson, sem varð Boðgöngusveit í 4 x 10 km. boðgöngu. Sveitina skipuðu: Sveinn Sveinsson Gunnar Guðmundsson Þórhallur $veinsson Birgir Guðlaugsson. Sveitina, sem sigraði í flokka- sviginu skipuðu: Hjálmar Stefánsson Kristinn Þorkelsson Gunnlaugur Sigurðsson Jóhann Vilbergsson. í kvennagreinum varð Kristín Þorgeirsdóttir Islandsmeistari í stórsvigi. í unglingagreinum sigruðu þessir Siglfirðingar: í 15. km. göngu, 17—19 ára, Gunnar Guðmundsson. í 10 km. göngu, 15—16 ára, Björn Olsen. í stökki, 17—19 ára, Haukur Freysteinsson. í stökki, 15—16 ára, Örn Snorrason. í norrænni tvíkeppni, Þórhall- ur Sveinsson. í norrænni tvíkeppni, 15—16 ára, Björn Ólsen. í stórsviði unglingaflokks, Ás- grímur Ingólfsson. í Alpa-tvíkeppni, Ásgrímur Ingólfsson. Skíðamennirnir komu flestir með vélbátnum Hring hingað til Siglufjarðar að morgni 2. í pásk- um. Var allstór hópur manna samankominn á bryggjunni að fagna þeim. Lúðrasveit Siglu- fjarðar lék nokkur lög meðan bát- urinn renndi upp að bryggjunni og bæjarstjóri flutti ávarp, þakk- aði skíðamönnunum frammistöð- una og afhenti Skíðafélaginu 10 þús. króna gjöf frá bæjarfélaginu. Föstudagur 27. apríl 1962 Mjölnir— (S

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.