Mjölnir


Mjölnir - 27.04.1962, Blaðsíða 4

Mjölnir - 27.04.1962, Blaðsíða 4
1. HAFNARMÁL. a) Uppbygging Innri-hafnarinnar verði hafin hið allra fyrsta og til þeirra fram- kvæmda tekið 10—15 millj. kr. lán. Verkinu verði hagað á þann veg, að hluti mannvirkisins komist í notkun þegar á næsta ári. Verði þar aðstaða fyrir 2—3 báta, verbúðir og fisk- vinnsluhús. Þannig verði haldið áfram í áföngum unz verkið er fullunnið. b) Flóðvarnargarðurinn verði endur- byggður eins og með þarf til að hindra flóðahættu á Eyrinni. Framkvæmd þess verks hefjist þegar í sumar. c) Lokið verði sem fyrst endurbyggingu Hafnarbryggjunnar, og framkvæmd athugun og viðgerð á Öldubrjótnum. d) Dráttarbrautinni norðan við Hafnar- bryggjuna verði komið í það horf, að hún geti veitt síldveiðiflotanum og ver- tíðarbátum nauðsynlega viðgerðar- þjónustu, og að þar verði hægt að vinna jafnframt að smíði smærri báta til að tryggja stöðug verkefni. Jafn- framt þessu verði hafinn nauðsynleg- ur undirbúningur að byggingu stærri og fullkomnari slipps á athafnasvæði Innri-hafnarinnar, er gæti annazt við- gerðir og nýsmíði stærri skipa. 2. ÚTGERÐARMÁL. e) Bundinn verði endir á núverandi rekstr- arform bæjarútgerðar Siglufjarðar. — Keyptir verði 2—3 bátar af heppilegri stærð í stað togarans Elliða og þeir gerðir út héðan allt árið á vegum Bæj- arútgerðar Siglufjarðar. Lögð verði á- herzla á, að rekstur skipa Bæjarút- gerðarinnar verði sameinaður rekstri hraðfrystihúss S. R., eða komið upp sérstöku frystihúsi og annarri nauð- synlegri aðstöð.u fyrir þessi skip. Auk þess beiti bæjarfélagið sér fyrir því og stuðli að því eftir fremsta megni, að héðan verði gerðir út sem flestir bátar, og leggi allt kapp á að koma upp aðstöðu í landi fyrir bátaútgerð. Aðstaða til smábátaútgerðar verði bætt stórlega hið fyrsta, þannig að smábátarnir eigi öruggt athafnasvæði í höfninni. 3. SÍLDARIÐNAÐUR. Bæjarfélagið beiti sér fyrir því, að nið- urlagningar- og niðursuðuiðnaður eflist í Siglufirði með því að stuðla að stækkun núverandi fyrirtækja og stofnun nýrra í þessari grein. 4. RAFMAGNS- OG HITAVEITUMÁL. Framkvæmdar verði fullnaðarrann- sóknir á jarðhitasvæðinu í Skútudal og gengið úr skugga um, hvort þar sé heitt vatn til hitaveitu fyrir bæinn. Jafnframt verði athugaðir möguleikar til hitaveitu- framkvæmda með vatni frá gufukatli Rauðku eða S. R. Athugaðir verði möguleikar til raf- magnsframleiðslu á hagkvæman hátt. 5. SAMGÖNGUMÁL. Athugaðir verði möguleikar á að hraða lagningu Strákavegar, m. a. hugmyndin um lántöku til lagningar jarðganganna í einum áfanga. Bæjarstjórn hafi forgöngu um, að kannaðir verði til hlítar möguleikar til ör- uggra flugsamgangna við bæinn. 6. ÝMIS MÁL. Reynt verði að fá breytt lögum um út- svarsgreiðslur ríkisrekinna atvinnufyrir- tækja, þannig að bæjarfélaginu verði heimilað að leggja útsvör á slík fyrirtæki, þannig að tekjur bæjarsjós af þeim verði sambærilegar við tekjur annarra bæjarfé- laga af svipuðum rekstri í félags- eða einstaklingseign. Skipulag bæjarins verði tekið til ræki- legrar endurskoðunar og gert nýtt skipu- lag. Tryggt verði, að ávallt séu tiltækar heppilegar byggingarlóðir, bæði fyrir at- vinnufyrirtæki og íbúðarhús. Kapp verði lagt á að Ijúka byggingu nýja sjúkrahússins. Varanlegri gatnagerð verði haldið á- fram eftir því, sem aðstæður leyfa og fjár- magn er til hverju sinni. Bætt verði aðstaða til íþróttaiðkana í bænum í samráði við íþróttafélögin. Komið verði upp leiksvæðum fyrir börn á nokkrum stöðum í bænum. Hlynnt verði oð menningar- og tómstundastarfsemi æskulýðs bæjarins. GREINARGERÐ I langan tíma, eða a. m. k. frá stríðsbyrjun og fram yfir 1950, höfðu ráðamenn Siglufjarðar, bæði bæjar- stjórnarmenn, þingmenn og aðrir áhrifamenn, for- göngu um að afla þeirra tækja til bæjarins, sem til atvinnuaukningar gætu orðið og eru öll stórvirkustu atvinnutækin í bænum tilkomin fyrir atbeina þessára aðila, bæði síldarverksmiðjur, togarar, hraðfrystihús SR, tunnuverksmiðjan o. fl. Þessi viðleitni hefur gert Siglufjörð að því sem hann er í dag og bjargað honum frá algeru hruni, frá því að verða aðeins sumarsíldarverstöð, þar sem aðeins örfátt fólk ætti sér fasta búsetu. Með byggingu hraðfrystihúss SR og kaupum togar- ans Hafliða lýkur þessum þætti um forgöngu ráða- manna í Siglufirði í atvinnumálum bæjarins, og síð- ustu tvö kjört/mabil hefur bókstaflega ekkert verið gert af þingmanni eða bæjarstjórnarmeirihluta í þess- um málum. Afleiðingin er stöðnun og jafnvel sam- í Siglufiröi MVti dráttur í avtinnumálunum, minnkandi trú á framtíð bæjarins og fólksflótti héðan. Nú er svo komið, að síðustu forvöð eru að spyrna við fótum og breyta þessari óheillastefnu síðari ára. Hér verður að tryggja næga og vaxandi atvinnu árið um kring. * Alþýðubandalagið álítur, að framtíð Siglufjarðar verði að byggjast á þorskveiðum, auk síldveiðanna. Alþýðubandalagið er þeirrar skoðunar, að svo góð at- vinna, sem síldin skapar þann tíma sem hún er, þá sé ekki hægt að byggja eingöngu á síldarsöltun og síldar- bræðslu til stöðugrar ársatvinnu bæjarbúa. Hér verður að gera stórt átak til aukinnar þorskútgerðar og fisk- iðju. Það er aðalstefnumál Alþýðubandalagsins í þess- um kosningum og verður að vera höfuðverkefni bæjar- stjórnar næsta kjörtímabil, ef samdráttur og fólksfækk- un á ekki að halda áfram og stóraukast. Siglufjörður hefur betri höfn frá náttúrunnar hendi og styttri leið á miðin, bæði til síld- og þorskveiða en nokkur annar staður á Norðurlandi. Aftur á móti hefur Siglufjörður verri aðstöðu í landi fyrir þorskútgerð en aðrir norðlenzkir útgerðarstaðir og er engu öðru um að kenna en að þessum málum hefur ekkert verið sinnt. Til að nýta þau hagstæðu náttúruskilyrði, sem Siglu- firði eru búin, og gera útgerð héðan mögulega, þarf að skapa henni nauðsynlega aðstöðu í landi. Nú er sem- sagt öll strandlengja Eyrarinnar setin af söltunarstöðv- um og síldarverksmiðjum, þannig að eini möguleikinn til sköpunar þorskútgerðar er Innri-Höfnin. Þess vegna leggur Alþýðubandalagið á það höfuð- áherzlu í stefnuskrá sinni, að ráðist verði af stórhug í framkvæmdir þar og að á sem stytztum tíma verði gerð þar aðstaða fyrir viðlegu og aflavinnslu í þágu þorsk- útgerðar. Þessar framkvæmdir eru“það stórar í sniðum, að ekki verður í þær ráðizt af neinu viti nema aflað sé allmikils fjármagns strax í upphafi. Því leggur Alþýðubanda- lagið til að tekið verði stórt lán í þessu skyni, en hafnar þeirri framkominni tillögu núverandi bæjarstjórnar- meirihluta, að í þessar stórframkvæmdir verði aðeins varið afgangsfé bæjarins á hverjum tíma og engu öðru. Ef þetta verður ekki framkvæmt, mun fólksflóttinn halda áfram úr bænum og ekki þarf nema eitt eða tvö síldarleysisár til að algert hrun blasi við. * Síldarniðurlagning og niðursuða er annar möguleiki til aukningar atvinnu og verðmætasköpunar í landi. Alþýðubandalagið lýslr yfir ánægju sinni yfir þeim framkvæmdum, sem þegar eru hafnar í þessum grein- um og telur þær marka spor í rétta átt. I framhaldi af þeim vill Alþýðubandalagið, að bær- inn beiti sér fyrir byggingu niðurlagningarverksmiðju og leiti eftir samvinnu við síldarsaltendur í bænum um stofnun hlutafélags í þeim tilgangi. * Höfnin er lífæð Siglufjarðar og því verður að halda mannvirkjum hennar sómasamlega við. í því sambandi verður að bæta úr vanrækslu síðari ára á viðhaldi flóð- varnargarðs, öldubrjóts, dráttarbrautar og annarra nauðsynlegra mannvirkja. ' * Samgöngumál hljóta að verða mikill þáttur í starf- semi næstu bæjarstjórnar. Ber að ráðast í þau mál af atorku og stórhug, því Strákavegurinn kemst ekki í notkun næstu áratugina með árlegum smáframlögum ríkissjóðs. Aftur á móti má nota þau framlög til af- borgana á láni, sem hugsanlega yrði tekið til að Ijúka vegarlagningunni á skömmum tíma. Framhald á 2. síðu.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.