Mjölnir


Mjölnir - 11.05.1962, Blaðsíða 1

Mjölnir - 11.05.1962, Blaðsíða 1
Þróttur og Brynja segja upp samningum Verkalýðsfélögin Þróttur og Brynja hafa fyrir stuttu sagt upp gildandi kjarasamningum við vinnuveitendur í Siglufirði og eru samningar félaganna lausir frá næstu mánaðamótum. Verka- lýðshreyfingin um land allt býst nú til baráttu fyrir bættum kjör- um og nú þegar hafa 2 stéttarfélög hafið verkföll. Togaraverkfallið hefur staðið í röska 2 mánuði og járniðnaðarmenn í Reykjavík hófu verkfall 4. maí sl. Ríkisstjórnin heldur að sér höndum og hefur tjáð sig ráð- lausa í sambandi við kjarabætur. Þó hefur hún látið í ljós hug sinn í garð launþega og mun vart unnt að líta á setningu bráðabirgða- laganna um taxta Verkfr'æðinga- félagsins, öðruvísi en ódulbúna hótun við verkalýðshreyfinguna í komandi deilum. Kemur þar og glöggt í ljós einræðistilhneiging ríkisstjórnarinnar, þar sem Al- þingi situr í allan vetur án þess að til afskipta þess komi í sam- bandi við verkfræðingadeiluna, en strax og þing hefur verið sent heim grípur ríkisstj órnin til bráðabirgðalaganna, sem koma ekki til staðfestingar Alþingis fyrr en næsta vetur. Tíminn sem valinn er undir- strikar einnig hótunina, sem í bráðabirgðalögunum felst. Þann 1. maí setja verkalýðsfélögin um allt land fram kröfur sínar um hærra kaup og mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnu. 2. maí gefur ríkisstjórnin út bráða- birgðalög. Hótunin hefði vart verið skýrari, þó að aftan við hefði verið bætt: „Svona ætlum við að bregðast við öllum kjara- bótum, sem verkalýðshreyfingin knýr fram.“ En viðbrögð stéttarfélaganna gefa eindregið til kynna að þau ætli sér ekki að sætta sig við kjaraskerðinguna. Það er nú op- inberlega viðurkennt í útreikn- ingum Hagstofunnar að tímakaup þarf að hækka um 9 krónur á tím- ann, ef unnt á að vera að fram- fleyta meðalfjölskyldu af launum 8 stunda vinnudags. Er þó fullvíst að í útreikningum Hagstofunnar er neyzlan örugglega ekki ofreikn- uð, nema síður sé. Verkalýðshreyfingin hefur ein- sett sér að ná því marki á nýjan leik að unnt sé að lifa af launum 8 stunda vinnudags, hún hefur á- kveðið að hrista af sér þrældóms- fjötra 12—14 tíma strits fyrir nauðþurftum dag hvern. Að vísu mun sá mismunur, sem þarna er á orðinn, vart verða jafnaður í einum áfanga, en að því skal þó stefnt að eyða honum. Verkalýðshreyfingin veit að búast má við allhörðum átökum, ríkisstjórnin hefur ótvírætt mark- að afstöðu sína með gróðasjónar- miðum atvinnurekenda, þrátt fyr- ir gefin loforð um að blanda sér ekki í vinnudeilur, en verkalýður- inn veit einnig að sameinaður er hann það afl, sem ekkert aftur- hald fær sigrað. Verkalýðshreyf- ingin mun í deilunum í vor beita bæði gömlum og nýjum baráttu- aðferðum, sigurviss í baráttunni fyrir aukinni hlutdeild í arðsköp- un eigin handa. Hvað grera þeir nú? Tillögur Alþýðubandalagsins um bætta aðstöðu til þorskútgerð- ar hér í Siglufirði, og greinar Mjölnis þar um, hafa hlotið svo almennt fylgi meðal kjósenda, að nú fyrir kosningar þykjast allir flokkar vilja vinna að þessum brýnu hagsmunamálum bæjarbúa. Það er reyndar ekkert nýtt, að flokkar afturhaldsins þykist vera frjálslyndir og róttækir fyrir kosningar, meira að segja Tím- inn er alltaf prentaður meira og minna í rauðum lit fyrir allar kosningar. Það er heldur ekki ný saga, að kjósendur þessara ílokka láti blekkjast af fagurgala þeirra og trúi því, að þeir gangi í endur- nýjun lífdaganna, því að yfirleitt vilja menn gjarnan trúa því bezta um flokkinn sinn. Það skal heldur ekki fortekið, að stundum fái jafnvel afturhaldssálirnar smá- vegis iðrunarköst fyrir kosningar og vilji nú ef til vill reynast betur næst, því að venjulega er það ekki af illvilja, heldur af sljóleika, þröngsýni og leti, sem þessir menn berjast, eða að minnsta kosti þybbast gegn sérhverju framfara- máli. Nú vill svo vel til, að flokkarnir þrír, sem hér liafa myndað meiri- hluta undanfarin ár og hindrað allar nauðsynlegar ðramfarir í atvinnumálum hér, verða nú að ganga undir smávegis próf fyrir kosningarnar. Nú býðst sérstakt tækifæri til að bæta nokkuð aðstöðu bátaút- gerðar hér í höfninni, og það þykjast þeir allir vilja. Hlutafé- lagið Sunna mun nú vera að selja hluta af söltunarstöð sinni, og einmitt þann hlutann, sem liggur næst bátastöðinni. Það virðist nú alveg sjálfsagt mál, að bærinn noti nú forkaupsrétt sinn og kaupi þessa stöð. Sennilega mætti leigja hana til síldarsöltunar í sumar, jafnframt því,sem hafinn væri strax undirbúningur að því að notfæra stöðina til bættrar að- stöðu fyrir bátaútveginn. Þarna mundi bætast töluvert bryggju- pláss og mikið landrými fyrir byggingar, en nú er það einna mest aðkallandi að byggja hér fiskmóttökuhús. Benda má á það, að hafnarsjóður hefur liaft það góðar tekjur undanfarin ár, að væntanlega er nægilegt fé fyrir hendi, eða er það máski ekki liand- bært? Kjósendur ættu að athuga Vel hvernig meirihlutaflokkarnir standast þetta próf fyrir kosn- ingar. Að vísu má segja, að þetta sé aðeins smápróf fyrir þá, sem l.moí bátíiflhiliii Samkvæmt venju hófust 1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna Þróttar og Brynju að kvöldi hins 30. apríl með skemmtifundi að Hótel Höfn. Fór þar fram skipti- vist (parakeppni), Jjá þjóðdansa- sýning undir stjórn frú Regínu Guðlaugsdóttur og lýst var úr- slitum í innbyrðiskeppni félag- anna í skíðalandsgöngunni. Að síðustu var dansað. Parakeppnin gekk samkvæmt áætlun og urðu sigursælust Björn Björnsson og frú, Hverfisgötu 18. Þjóðdansasýningin var eitt af skemmtilegustu sýningaratriðum, sem hér hafa sést. Það eru nem- endur Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar, sem mynda þennan þjóðdansa- flokk, en stjórn hans og þjálfun hefur frú Regína Guðlaugsdóttir, fimleikakennari, annast. Það er lofsverð viðleitni, sem frú Regína sýnir, bæði nú og áður, til að vekja áhuga og athygli á þessari skemmtilegu íþrótt og list, því alltaf verða þjóðdansar taldir til þeirra greina þjóðlegra lista, sem á sér hafa þokkafyllstan og menningar- legastan blæ. Væri óskandi, að sá hópur, sem þarna sýndi, héldi saman eitthvað framvegis og gæfi fleiri bæjarbúum kost á að sjá hina fallegu og skemmtilegu dansa. Úrslit göngukeppninnar urðu þau, að Þróttur vann með sáralitl- um mun. Hlaut félagið að verð- launum mjög fallega mynd af konum við síldarsöltun, en mynd- ina gerði frú Halla Haraldsdóttir. Myndin verður staðsett í skrif- allt þykjast ætla að gera eftir kosningar, nokkurs konar „gamni- próf“. En það gæti þó gefið dá- litla bendingu um það, hvernig þessir flokkar muni taka á stærri verkefnum að kosningum lokn- um. stofu verkalýðsfélaganna í Gránu- götu 14. 1. maí rann upp bjartur og fagur. Fólk safnaðist saman upp úr hádegi við hús verkalýðsfélag- anna, Gránugötu 14. Kl. 2 lagði kröfugangan af stað með Lúðra- sveit Siglufjarðar í broddi fylk- ingar og var gengið um helztu götur bæjarins og staðnæmst við Barnaskólann og þar settur úti- fundur. Ræðumenn fundarins voru frú Valgerður Jóhannesdóttir og Hannes Baldvinsson. Lúðrasveit Siglufjarðar lék á undan ræðun- um og milli þeirra og að síðustu Alþj óðasöng verkalýðsins. Þau Valgerður og Hannes lögðu bæði áherzlu á Jrað í ræðum sín- um hvílík kjaraskerðing hefði átt sér stað á undanförnum árum, og hvernig ráðstafanir ríkisvaldsins beindust sérstaklega að því að þrengja kost launafólksins í land- inu. Þau fordæmdu óhemjulega langan vinnudag íslenzks verka- lýðs, sem varnar honum þátttöku í menningarlegu og félagslegu starfi. Þau lögðu áherzlu á nauð- syn samstöðu alls verkalýðs í átökum þeim fyrir bættum kjör- um, sem nú væru framundan, og í lok ræðu sinnar hvatti Hannes verkamenn til sérstakrar árvekni í sambandi við ráðagerðir um inngöngu Islands í Efnahags- bandalag Evrópu. • I 1. maí ávarpi nefndarinnar eru settar fram kröfur dagsins og mótmæli: Mótmælt er hinni stórkostlegu kjaraskerðingu og krafist lífvænlegri launa fyrir 8 stunda vinnudag. Mótmælt er vinnuþrælkun verkamanna, hús- mæðra, barna og unglinga. Kraf- izt er samninga við verkalýðinn sem heildar, án tillits íil kynferð- is, og sömu launa fyrir sömu störf. -—- Krafizt er aukins at- Framhald á 2. síSu. Kosninpslirifstolfl Alftýðabaiidolagsins hcfur verið opnuð að Suðurgötu 10. Fyrst um sinn er hún opin fró 3—7 og 8—10 daglega. Simi skrifstofunnor er 194. Kjósendur. Athugið hvort þið eruð á kjörskró og gerið það strax. Kjörskróin liggur frommi ó skrifstofunni. Skrifstofan veitir allar upplýsingar um kosningornar þ. ó. m. um ollt, er lýtur að kosningum utan kjörstaðar. Nauðsynlegt er, að skrifstofan fói NU ÞEGAR upplýsingar um kjósndur, sem lögheimiii eiga utanbæjar, en dvcljast hér um stund- arsakir. Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins. Hafið samband við kosn- ingaskrifstofuna. Lcitið upplýsinga og gefið upplýsingar. Góð sam- vinna skrifstofunnar og stuðningsmanna G-listans er skilyrði fyrir sigri listans í kosningunum.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.