Mjölnir - 23.11.1962, Page 1
XXV. árgangur Föstudagur 23. nóvember 1962 19. tbl.
Nokkur atriði rarðandi
Öldukrjotinn
1958:
25. marz vekur Vigfús Friðjónsson máls á því að brjóturinn
verði athugaður og gert við „án tajar“ það sem rannsókn sýni að
lagfœra þurfi.
22. des. er lögð fram á hajnarnefndarfundi köfunarskýrsla frá
Age Johansen, sem „athugaði skemmdir“ á mannvirkinu.
1959:
Ihald og kratar bera
ábyrgðina sameiginlega
Taka á sig fulla ábyrgð á yanraekslusyndum Sigurjóns Sæmundssonar bæjarsfj.
25. sept er lagt fyrir hafnarnefnd bréf frá Þórarni Dúasyni hafnar-
verði, dags. 18. sept., þar sem hann telur ástand Oldubrjótsins mjög
varhugavert og leggur til að „bryggjan verði athuguð af sérfróðum
mönnum hið allra fyrsta, svo yfirsýn fáist um það, hvað hœgt sé
að gera, áður en vetur gengur í garð“. — Á fundinum er samþykkt
að fela hafnarverði, bœjarverkstjóra og Þorláki Helgasyni verk-
frœðingi að athuga öldubrjótinn og skila álitsgerð til liafnarnefndar.
22. nóv. samþykkir hafnarnefnd „að fela bœjarstjóra að hefja á
nœstunni viðrœður við stjórn S.R. um, hvort S.R. séu fáanlegar til
þess að taka þátt í kostnaði, sem leiðir af AÐKALLANDI VIÐGERÐ
Á ÖLDUBRJÓTNUM“. (Lbr. Mjölnis).
1960:
Vantrauststíllaga bæjarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins, sem borin var frarn, er uppskátt varð, að vanrækt
hafði verið að framkvæma viðgerð þá á öldubrjótn-
um, sem bæjarstjórn samþykkti í fyrrahaust, var felld
með 5 atkvæðum íhalds og krata á bæjarstjórnar-
fundinum í fyrradag.
— Fulltrúar Framsóknar sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna, en létu bóka, að þeir styddu bæjarstjór-
ann ekki, teldu hins vegar ótímabært að víkja honum
úr starfi meðan ekki hefði farið fram opinber rann-
sókn á slysinu á öldubrjótnum 9. þ. m.
— Meirihlutinn felldi hins vegar tillögu um opin-
bera rannsókn áður en vantrauststillagan kom til
atkvæða.
Hinn 9. þ. mán. gerðist sá fá-
heyrði atburður, að dekkið á ann-
arri uppskipunarbryggju bæjar-
ins, Oldubrjótnum, hrundi niður
á stóru svæði er út á það var ekið
uppskipunarkrana. Valt kraninn á
hliðina niður í ca. 1% m. djúpt
holrúm. Kranastjórinn, Jón Kr.
Jónsson, festist í brakinu og slas-
aðist illa á fæti, tví-ristarbrotnaði
og öklabrotnaði. Þykir hin mesta
mildi, að þarna skyldi ekki verða
enn verra slys, því hús kranans
gereyðilagðist, auk annarra
skemmda, og bóma hans hefði get-
að valdið stórslysi á mönnum, sem
voru við vinnu á bryggjunni, er
hún féll niður.
Fyrir ári síðan fól bæjarstjórn
bæjarstjóra að láta fara fram við-
gerð á Öldubrjótnum, en hann
hefur, svo sem kunnugt er, verið
að skemmast mörg undanfarin ár.
Er bæjarfulltrúar tóku að grennsl-
ast um, eftir bilun bryggjunnar
hinn 9. þ. mán., hverju það mætti
sæta, að bryggjan hryndi niður
Líður vel eftir atvikum
Jón Kr. Jónsson, kranastjóri, er
ristarbrotnaði og öklabrotnaði er
Oldubrjóturinn hrundi undan upp-
skipunarkrana S.R. hinn 9. þ.
món., liggur enn ó sjúkrahúsinu,
og er líðan hans eftir atvikum
sæmilcg. Ekkert brotanna mun
hafa verið opið, og því horfur ó
að hann slcppi við varanleg ör-
kuml, en hins vegar munu líða
margar vikur og jafnvel mónuðir
óður en hann verður vinnfær
aftur.
svo skömmu eftir viðgerð, kom í
ljós, að bæjarstjóri hafði vanrækt
að framkvæma fyrirmæli bæjar-
stjórnar, aðeins látið klastra smá-
vegis í brjótinn til málamynda.
Nam kostnaðurinn við þessa „við-
gerð“ aðeins 55 þúsund krónum,
en fyrir 2% ári var áætlað, að
viðgerð á mannvirkinu mundi
kosta 1,5 millj. kr. Segir það sína
sögu um það, hversu gagnger
þessi „viðgerð11 hefur verið.
Tveim dögum síðar var haldinn
fundur í hafnarnefnd um málið.
Þar lagði Benedikt Sigurðsson,
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
nefndinni, fram eftirfarandi til-
lögur:
„Hafnarnefnd samþykkir að
láta þegar hefja viðgerð á Óldu-
brjótnum í samræmi við álitsgerð
Þorláks Helgasonar verkfræðings
o. fl., er lögð var fyrir hafnar-
nefnd 1. apríl 1960.“
„Hafnarnefnd telur, að bilun
Öldubrjótsins hinn 9. þ. mán. hafi
leitt í Ijós, að bæjarstjóri hafi
vanrækt að láta fara fram nauð-
synlega bráðabirgðaviðgerð á
mannvirkinu, sem bæjarstjórn fól
honum með samþykkt 14. sept.
1961 að láta framkvæma. Telur
hafnarnefnd, að hér sé um svo
alvarlega vanrækslu að ræða, að
bæjarstjórn beri hið fyrsta að
taka afstöðu til þess, hvort honum
sé treystandi til að fara áfram með
yfirstjórn hafnarframkvæmda og
hafnarmannvirkja í bænum.“
Fulltrúar meirihlutans í nefnd-
inni vísuðu báðum tillögum Bene-
dikts frá með dagskrártillögu.
í framhaldi af þessu óskuðu
bæjarfulltrúar Alþýðubandalags-
ins eftir fundi í bæjarstjórn hinn
14. þ. mán., þar sem afgreidd yrði
tillaga um að víkja bæjarstjóra úr
starfi. Er bréf þeirra, tillagan og
greinargerð með tillögunni birt
hér á eftir.
Bæjarfulltrúar Framsóknar voru
tregir til að taka afstöðu til máls-
ins og höfnuðu boði um að vera
meðflutningsmenn að vantrausts-
tillögunni. Gat því meirihlutinn
notað sér ákvæði í samþykktum
bæjarstjórnar um að minnst 3
bæjarfulltrúa þurfi til að krefjast
aukafundar, til að draga fundinn
á langinn, og er drátturinn afsak-
aður með ýmsu, en hin raunveru-
lega ástæða mun þó vera annríki
við að koma út jólabókum Siglu-
fjarðarprentsmiðju, en þar hefur
bæjarstjóri dvalizt í fríi að undan-
förnu.
Hér fer á eftir bréf og greinar-
gerð bæjarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins:
Siglufirði, 12. nóv. 1962.
Bæjarstjórinn,
Siglufirði.
Við undirritaðir bæj arfulltrúar
óskum hér með eftir því, að hald-
inn verði n.k. miðvikudag auka-
fundur í bæjarstjórn Siglufjarðar
og þar tekin afstaða til eftirfar-
andi tillögu okkar:
Þar sem bilun sjóvarnar-
garðsins (Öldubrjótsins) hinn
(Framhald á 2. síðu)
1. apríl er lögð fyrir hajnarnefnd skýrsla bœjarverkstjóra, hafnar-
varðar og Þori. Iielgas. verkfr. um athugun þeirra á Óldubrjótnum,
sem þeim var falin 25. sept. árið áður. — I álitsgerð þessari, sem
er birt í heild á öðrum stað í blaðinu, segir, að a. m. k. 1000 fer-
melrar af þekju garðsins séu ónýtir, bríkin á spúnsþilinu ónýt,
stórar skvompur í uppfyllingunni vegna sandlekans, og loks, að
„óverjandi sé annað en hefja nú þegar aðgerð á honum og leggja
aðaláherzlu á að hefta frekari sandleka“.
Á sama fundi er lögð fram áœtlun um viðgerðarkostnað. Er gert
ráð fyrir, að fullnaðarviðgerð muni kosta um 1,5 millj. kr., og lýst
nauðsyn þess, að „á komandi sumri verði garðbryggjan gerð sand-
held og jafnjramt steypt í verstu geilarnar undir krónufláanum“.
Á þessu ári er varið kr. 10.859,96 til viðhalds garðinum.
1961:
12. sept. er samþykkt í hafnarnejnd að láta þá um haustið hefja
viðgerð á Öldubrjótnum. Samþykktin var staðfest í bœjarstjórn
tveim dögum síðar og bœjarstjóra þar með falin framkvœmd verks-
ins.
Til þessarar „viðgerðar“ var varið kr. 55.000,95, eða ca. 1/30
af þeim kostnaði, sem áœtlaður var hálfu öðru ári áður.
1962:
10 fyrstu mánuði ársins var varið kr. 2.339,17 til viðhalds brjótn-
um.
9. nóv. hrynur stór hluíi úr bryggjuþekjunni undan uppskipunar-
krana. Lenti kraninn á hliðina niður hálfs annars meters djúpt hol-
rúm. Kranastjórinn, Jón Kr. Jónsson, slasaðist á fœti, og er talin
stórheppni, að ekki varð banaslys þarna. Kraninn stórskemmdist,
m. a. gereyðilagðist stýrishúsið og stjórntœki.
Og þá er loksins svo komið, að því er virðist, að bœjarstjóri telji
þörf á að hefja viðgerð á Öldubrjótnum. Hlýtur hún að verða mun
umfangsmeiri en ef hafizt hefði verið handa í tœka tíð, og miklu
dýrari, vegna hœkkaðs verðlags og óhentugs tíma til verksins, auk
þess sem búast má við því að bœrinn verði dœmdur til að greiða
háar fjárfúlgur í skaðabœtur.
Brakið af stýrishúsi uppskipunarkrana S.R., er hann lenti ofan um Öldubrjótinn hinn 9. þ. món.