Mjölnir


Mjölnir - 23.11.1962, Page 2

Mjölnir - 23.11.1962, Page 2
MJÖLNIR Útgefandi: Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra. Ábyrgí5arma8ur: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10 — Sími 194. Prentsmiðja Björns Jónssonor h.f. Akureyri. 1-------------------------------------------------------------♦ Kjarhleysi tg smðsdlarshapur, sem bíður þess að slys og óhöpp knýi á um fram- kvæmdir, er hemill framfara á Siglufirði. / 15. tbl. Siglfirðings, sem út kom 5. nóv. s. L, er gerð að um- talsefni grein í Mjölni um framtíð Siglufjarðar. í Mjölnisgreininni var vikið að jrásögn Sigljirðings af erindi Halldórs Kristinssonar, fyrrv. héraðslœknis, og sagt, „að allt það, sem H. K. segir um undirstöður og framtíð Siglufjarðar er hárrétt“. Vegna þessara orða lœtur Siglfirðingur að því liggja, að Mjölnir hafi samþykkt allt rétt, sem H. K. sagði, sbr. jyrirsögn innan gœsalappa: „Allt það, sem hann sagði er liárrétt“. Slíkar tilraunir til falsana eru vissulega í samrœmi við starfsaðjerðir þeirra, sem mestu ráða um efni Sigl- firðings. Allir, sem lásu greinina í Mjölni, skildu, að þar var verið að und- irstrika það, að menn greindi ekki á um þau undirstöðuatriði, sem framtíð bœjarins verður að byggjast á, um þau erum við Alþýðru- bandalagsmenn sammála Halldóri Kristinssyni og hverjum öðrum, sem af alvöru og ábyrgðartilfinningu rœðir þau mál. Fulltrúar sós- íalista og Alþýðubandalags hafa verið óþreytandi við að benda á leiðir og úrlausnir, bera jram tillögur um það, hvernig hagkvœmast vœri að byggja á þeim undirstöðum, sem segja má að allir séu sam- mála um. Þessar tillögur hafa fœstar náð fram að ganga, þar hefur ajturhaldssemi og smásálarskapur íhaldsfulltrúanna látið til sín taka og fellt þœr eða svœft. Og þess vegna er ástandið hér í Siglufirði svo alvarlegt sem það er í dag. Það breyta engar kosningagyllingar þeim staðreyndum, sem við blasa um skammsýni og kjarkleysi þeirra manna, sem á undanförnum árum og áratugum hafa öllu ráðið um málefni bœjarins, þeirra manna, sem hafa verið þeir byggingameistarar, sem byggja áttu á hinum góðu undirstöðum að glœsilegri framtíð, sem Siglufirði hlotnaðist úr náttúrunnar hendi. Siglfirðingur býður oklcur alþýðubandalagsmenn (kommúnista, sem hann kallar) velkomna til samstarfs, ef við teljum leið bœjar- stjórnarmeirihlutans þá réttu leið. Það þarf ekki að bjóða okkur sérstaklega velkomna til samstarfs um hag og heill bœjarins. Við liöfum alltaf verið reiðubúnir til þess samstarfs, buðum upp á slíkt samstarf strax í byrjun þessa árs, áður en undirbúningur að bcejar- stjórnarkosningum hófst. Tilboði okkar var hafnað, án þess að at- hugað vœri, hvort leiðir gœtu legið saman í stefnu bœjarmálanna. I kosningabaráttunni skorti ekki fögur fyrirheit og stór loforð meiri- lilutaflokkanna, en eftir kosningarnar, þegar gera átti ráðstafanir til efnda loforðunum, þá kom annað hljóð í strokkinn. Þá skildu leiðir okkar og þeirra og við höfum œ betur sannfœrst um, að þeirra leið er röng og ekki fœr um að leysa á skjótan hátt þann mikla vanda, sem að Siglujirði steðjar nú. SLYSA- OG ÓHAPPASTJÓRN BÆJARMÁLANNA. Það er mjög athyglisvert, að öll helztu framkvæmdaatriðin, sem meirihlutinn gortar nú af og telur vera efndir á kosningastefnuskrár- loforðum, öll eru þau komin á framkvœmdastig vegna slysa og stór- kostlegra óhappa. Skal nú ögn að þessu vikið. a) Hafnarbryggjan. Endurbygging og stœkkun hafnarbryggjunn- ar var hafin, þegar sýnt var, að gamla bryggjan myndi hrynja þá og þegar. Nú má það kallast lofsverð forsjálni, að ekki skyldi beðið með að hefja framkvœmdir þar til stórslys hafði orðið á mönnum og tækjum. b) Útgerðarmálin. Stefna bœjarstjórnarmeirihlutans í útgerðarmál- um hefur verið neikvœð og er sama, hvort um hefur verið að rœða bátakaup eða fyrirgreiðslu um bœtta aðstöðu í landi. Það er fyrst eftir að hið mikla slys verður, er togarinn Elliði fórst, að tal um bátakaup verður allhávært. Annar meirihlutaflokkur- inn reyndi að gera bátakaupamálið að kosninganúmeri fyrir sig og lofaði góðu skipi fyrir síðustu síldarvertíð. Enn hefur ekki frétzt neitt af því síldarskipi. Sé um þróun að rœða í útgerðar- málum, þá er það Elliðaslysið, sem er aflvaki þeirrar þróunar. c) Flóðvarnargarðurinn. Þrátt fyrir liggjandi fjárfúlgu á banka til viðgerðar Flóðvarnargarð'sins, er sú viðgerð ekki framkvœmd fyrr en stórjelld óhöpp og tjón hafa hlotizt af flóðum yfir eyrina. d) Fjallskurðurinn. Þrátt fyrir árlegt tjón af völdum flóða úr 2) — Mjölnir Ibflld oo hrator bern dbvrgðind sdneiginlegd (Framhald af 1. síSu). 9. þ. mán., hefur leitt í ljós að bæjarstjóri, Sigurjón Sæ- mundsson, hefur vanrækt að láta framkvæma viðgerð þá á þessu mannvirki, sem honum var með samþykkt bæjarstjórn- ar 14. sept. 1961 falið að láta framkvæma þá um haustið, og þar sem bæjarstjórn telur, að reynsla sanni, að bæjarstjóra skorti nægilega yfirsýn yfir þau verkefni, sem vinna þarf að á vegum bæjarins á hverj- um tíma, samþykkir bæjar- stjórnin að víkja honum úr starfi nú þegar og ráða annan bæjarstjóra. Greinargerð með tillögunni fylgir hér með. Virðingarfyllst, Benedikt Sigurðsson. Hannes Baldvinsson. GREINARGERÐ með tillögu um brottvikningu bœjarstjóra, Sigurjóns Sœmunds- sonar, úr starfi. Á fundi í hafnarnefnd Siglu- fjarðar 25/3 1958, er vakin at- hygli á háskalegu ástandi Oldu- brjótsins og Vigfús Friðjónsson, þáverandi fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, flutti þar tillögu um að framkvæma rannsókn á ástandi bryggjunnar og hvað gera þurfi til að fyrirbyggja frekari skemmd- ir. Tillaga Vigfúsar var að vísu ekki samþykkt af þáverandi meiri- hluta, en engu að síður vakin at- hygli ráðamanna á að þarna væri framkvæmda þörf. Sama ár í desember er lögð fram skýrsla frá Áge Johansen, sem þá hafði kafað við Öldubrjót- inn og athugað skemmdir þar, en engin ákvörðun tekin um viðgerð á skemmdunum. 18. sept. 1959 skrifaði hafnar- vörður, Þórarinn Dúason, bréf til hafnarnefndar, þar sem hann bendir á, að ástand Öldubrj ótsins sé orðið mjög varhugavert og leggur eindregið til að skemmd- irnar verði athugaðar af sérfróð- um manni og hafizt handa um úr- bætur. Á fundi hafnarnefndar 25/9 ’59, sem um bréfið fjallar, var samþ. að fela Þorláki Helga- syni verkfr. ásamt hafnarverði og bæjarverkstjóra, að athuga ástand Öldubrjótsins og skila álitsgerð til hafnarnefndar. 1. apríl 1960 skila þeir þre- menningar áliti og tillögum til úr- bóta, bæði um heildarviðgerð og bráðabirgðaviðgerð og á fundi í hafnarnefnd, sem um bréf þeirra fjallar, er bókað inn álit Þorláks Ilelgasonar, þar sem hann telur nauðsynlegt, að bráðabirgðavið- gerð fari fram á bryggjunni þegar á næsta sumri. Bæði á undan og eftir hefur oft- lega verið minnt á hættulegt ástand Öldubrjótsins, á fundum hafnarnefndar og eins í blaða- skrifum um mannvirkið. Þann 12. sept. 1961 er svo sam- þykkt í hafnarnefnd skrá yfir fyr- irhugaðar framkvæmdar á hafnar- mannvirkjum þá um haustið, og er VIÐGERÐ Á ÖLDUBRJÓTN- UM talin efst á þeirri skrá. Sam- þykkt þessi er síðan staðfest í bæj- arstjórn 14. sama mán. og bœjar- stjóra þar með falin framkvœmd verksins. Af ofangreindu má sjá, að bæj- arstjóra, Sigurjóni Sæmundssyni, hlýtur um langt árabil að hafa verið Ijóst hættulegt ástand Öldu- brjótsins, enda höfðu á þessu tímabili skeð óhöpp á bryggjunni, svo sem að bílar duttu niður úr dekkinu, þó að ekki hafi orðið slys á mönnum fyrr en nú. Þá van- rækir bæjarstjóri að framkvæma skýlausa samþykkt hafnarnefndar og bæjarstjórnar um viðgerð á bryggjunni, jafnvel þó hann hafi í höndum álit verkfræðings o. fl. um það, hvernig verkinu skuli hagað. Ekki er unnt að afsaka fram- taksleysi bæjarstjóra með því að fé hafi skort til framkvæmdanna, því að samkvæmt aðalbók hafn- arsjóðs og uppgjöri bæjargjald- kera, nam sjóðseign hafnarsjóðs Siglufjarðar um áramótin 1961— 1962 kr. 1.120.250,71, svo að nægilegt fé til framkvæmdanna hlýtur að liafa verið fyrir hendi þegar verkið skyldi vinnast. Sökina á vanrækslu þessari á því bæjarstjóri, Sigurjón Sæ- mundsson einn, og er eitt út af fyrir sig nægileg ástæða til að víkja honum úr starfi. í síðari hluta tillögunnar er látin í ljós sú skoðun, að bæjar- stjóra, Sigurjón Sæmundsson, skorti nægilega yfirsýn yfir þau verkefni, sem vinna þurfi á veg- um bæjarins á hverjum tíma. I þessu sambandi minnum við á tvö mál frá síðustu mánuðum, en hægt væri að tilfæra mörg fleiri. Flóðvarnargarðurinn. Það hef- ur verið öllum sýnilegt mörg und- anfarin misseri, að skemmdir á flóðvarnargarðinum norðan á Þormóðseyri gætu leitt til stór- tjóns á eyrinni, ef ekki væri að gert. Árið 1959 var veitt fé á fjár- lögum til verksins, auk þess, sem heimilt var að ráðstafa fé úr hafn- arsjóði til verksins. Þrátt fyrir það að ekki skorti fé til framkvæmd- anna og þrátt fyrir samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar um að hefja verkið, lét hann það drag- ast þar til eftir að flóð hafði gengið yfir eyrina og valdið mikl- um spj öllum. F jallalœkurinn. Lækur þessi hefur valdið spjöllum undanfarin ár, og hafa íbúar þessa bæjar- hverfis, sem hann hefur leikið verst, og bæjarráð, bæjarfulltrúar og blöð bæjarins hvað eftir annað vakið athygli á því, að þörf væri aðgerða til að hindra stórfellt tjón af völdum hans. Þrátt fyrir þetta lét bæjarstjóri verkið dragast unz lækurinn hafði valdið stórtjóni. Vanrækslan á að gera við Öldu- brjótinn er nýjasta dæmið um það, hve litla yfirsýn bæjarstjóri virðist hafa yfir þau verkefni, sem vinna þarf á vegum bæjarins á hverjum tíma. Það virðist sem sé ekki duga minna en stórfellt tjón eða slys til þess að hann veiti at- hygli þeim verkefnum, sem kalla að um úrlausn á hverjum tíma. Teljum við af ofangreindum ástæðum, að Sigurjón Sæmunds- son sé óhæfur til að vera bæjar- stjóri í Siglufirði, og leggjum til, að tillagan um brottvikningu hans verði samþykkt. Siglufirði, 12. nóv. 1962. Benedikt Sigurðsson. Hannes Baldvinsson.“ Orðsending fró Eyrarbúðinni Væntanlegt mikið úrval af ýmsum jólavörum með næstu ferðum. EYRARBÚÐIN Þvottaefnið m tg BETT Lækkað verð. LITLABÚÐIN fjallskurðinum er það ekki fyrr en af afstöðnu stórflóði með miklum skemmdum, að hajizt er handa um aðgerðir til að fyr- irbyggja flóð og skemmdir. Hraði þessara framkvæmda vœri sérstaks umtals verður, en þœr hafa staðið yfir í um það bil þrjá mánuði, og er enn langt frá því að vera lokið. e) Oldubrjóturinn. Þetta mannvirki, sem hefur algerlega gleymst í afreksverkaupptalningu meirihlutans, minnti lieldur óþyrmilega á sig hér á dögunum, þegar krani féll niður um dekk þess og stjórnandi kranans slasaðist mikið. Þetta slys mun sennilega ráða því að hafin verður sú endurbygging mannvirkisins, sem óhjákvœmileg var talin í sept 1959. f ) Innri-höfnin. Það slys, að meirihluti íhalds og krata með Sigur- jón Sœmundsson í broddi jylkingar skyldi 1958 fella fram- kvœmdatillögur alþýðubandalagsmanna, hefur valdið Siglufirði óútreiknanlegu tjóni. Það eru áhrif frá þessu tjóni, sem nú rek- ur meirihlutann til smávœgilegra framkvœmda við Innra-liafn- arsvœðið. A f þessari upptalningu má sjá, að það eru slysin og óhöppin, sem rekið hafa ráðamennina til einhverra athafna. Það er svo eftir skap- ferli hvers og eins, hvort liann hœlir þeim fyrir athafnasemina eða ekki. Föstudagur 23. nóvember 1962

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.