Mjölnir


Mjölnir - 23.11.1962, Qupperneq 4

Mjölnir - 23.11.1962, Qupperneq 4
i i 8 1 I | 1 | 1 Pí I 1 ( i i 1 y 1 I l I I ( I ( I ( I § I I 1 P ( I I 1 BÚIÐ YÐUR UNDIR iólabakstnrinn y p ( I 1 I I I I 1 1 Hveiti, 2—5—10—50 Ibs. Híðishveiti Rúgmjöl Kartöflumjöl Strausykur Melis Púðursykur Flórsykur Skrautsykur Vanillusykur Púðursykur, Ijós og dökkur Royalger Perluger Ölger Jarðarberjasulta Blönduð sulta, 5 stærðir Rifsberjasulta Ananassulta Appclsinusulta Hindberjasulta Orange, dökk sulta Aprikosusulta Syrop, Ijóst og dökkt Hesilhnetur Hnetukjarnar Jarðhnctur og kjarnar Italskar hnetur Hnetur í pk„ blandaðar Möndlur Succat Kokosmjöl Koko Súkkulaði Hjúpsúkkulaði Kardimommur Negull Kanill Kökukrydd Hjartorsalt Natron Engifer Aniskorn Kumen Vanillikrem Sítron-, vanilli-, kardimommu- og möndludropar Smjör Smjörlíki Jurtafeiti Tólg Bökunarfeiti í ds. Ný egg — Ný egg — Ný egg TILBÚIÐ DEIG í OFNINN: Pönnukökumix Vöflumix Appelsinu frosting Karomellu frosting Súkkulaði icing Blandað icing Jarðarberja icing Appelsínuköku mix Devil's cake mix Ananasköku mix Hrísmjöl í sodak. Maizena orginol Rúsinur Sveskjur Döðlur Epli Perur Ferskjur Blandaðir óvextir i Alls konar kökumót og mynda Dormeier hrærivélor úr ryðfríu stóli. Tvær stólskólar, hakkavél og dósa- upptaki fylgja. Pönnukökupönnur Ég hef safnað ódýrum vörum í baksturinn. T. d. lækkuðu sveskjur um kr. 14,00 pr. kg„ strausykur um 2,00 og melis um allt að 2,30 og 50 Ibs. hveitið um 20,00 og svo framvegis. Símið í 62. — Sendum heim. — PANTIÐ TÍMANLEGA — | GESTUR FANNDAL I * Munið eftir matnum og ólegginu á jólaborðið. « SKYHDIHAPPDRÆTII ÞJÓDVILJANS 1962 Vinningar í skyndihappdræfti Þjóðviljans eru stórglæsilegir. Aðalvinningurinn er fólksbifreið, sem hinn heppni getur valið sér úr miklum fjölda glæsi- legra bifreiða, að verðgildi allt að 160 þúsund krónur. Þó er glæsilegur reiðhestur með reiðtygjum anne.r aðalvinningurinn, og síðan eru margir ógætir og mjög eigulegir munir. Dregið verður í happdrættinu 23. desember n.k., það er ó Þorlóksmessukvöldi. Verð miðans er kr. 25.00. Miðarnir eru til sölu og afhend- ingar hjó útsölumönnum Þjóðviljans. Kaupið miða. Seljið miða. Miði gefur mögu- leika til vinnings. Astand Oldubrjótsins í september 1959 Lýsing Þorláks Helgasonar verkíræðings, Eiríks Guð- mundssonar bæjarverkstjóra og Þórarins Dúasonar hafnarvarðar, er lögð var fyrir hafnarnefnd 1. apríl 1960 „HAFNARGARÐURINN Á SIGLUFIRÐI. Lýsing á ástandi garðsins í sept- ember 1959, sbr. uppdr. B. 467 og B. 468. Við undirritaðir höfum haft aðstöðu til þess að fylgjast með hrörnun hafnargarðsins mörg undanfarin ár og höfum þegar fyrir löngu gert okkur nokkra grein fyrir ástandi garðsins og orsökum þess, að hann er svo illa farinn. Þar sem okkur er falið að gefa skjallega lýsingu á ástandi garðsins töldum vér nauðsynlegt að rjúfa garðþekjuna á nokkrum stöðum við garðkrónuna til þess að geta litast um í skvompum, sem þar höfðu myndast og enn fremur að bora niður úr þekjunni allvíða með loftbor til þess að gera okkur frekari grein fyrir sandleka. Þetta var gert í sept- embermánuði. Ástandið er þetta: Mikið af sandi þeim, sem mynd- ar uppfyllinguna á milli spúns- veggs og grjótgarðs hefur tekið út, aðallega til norðurs í gegnum grjótgarðinn, en einnig til suðurs þar sem akkeri eru fest við spúns- vegginn. Afleiðingin er sú að hin steypta þekja hefur komizt á loft, sigið og sprungið. Stærstar skvompur hafa myndast undir þekjunni við steyptu krónuna og hafa sumar þeirra verið fylltar möl. Að minnsta kosti 1000 fer- metrar steyptu þekjunnar eru ónýtir. Steypta bríkin (kanturinn) ofan á spúnsþilinu er ónýt. Stór- grýtið, sem er til hlífðar garðinum á ytra borði hefur sigið og losnað frá steyptu hettunni á köflum með þeim afleiðingum að smágrjótið undir hettunni hefur sogazt út, sumsstaðar alveg að plankaveggn- um. Það er löngu vitað, að þessi plankaveggur er fjarri því að vera sandlieldur og má nærri geta að sandlekinn í gegnum hann hafi aukizt þar sem sjórinn náði ó- hindrað að honum að utan. Þrátt fyrir það að steypta krónan sé þannig á lofti á köflum hefur hún ekkert haggast, enda hefði það haft illar afleiðingar meðal annars þar sem akkerin, sem halda spúns- þilinu eru fest við hana. Sjálft spúnsþilið er óskemmt að því er við getum séð og er það einnig skoðun tveggja kafara sem nýlega hafa athugað þilin neðansjávar. Annar þeirra, Aage Johansen (Hinn var Einar Eggertsson frá Vitamálaskrifstofunni) fann sprungu (eða gliðnun) í þilinu fyrir neðan sjávarmál en einmitt á þeim stað varð mikill sandleki, við vegginn, sem næstum hafði valdið stórslysi. Fylgir lýsing Johansens á þessu hér með. Þar sem verkfræðingur hafnar- innar mun hafa í undirbúningi til- lögur að viðgerð á garðinum lát- um við nægja að lýsa því sem skoðun okkar, að garðurinn sé í því ástandi að óverjandi sé annað en hefja nú þegar aðgerð á honum og leggja aðaláherzlu á að hefta frekari sandleka. Þórarinn Dúason. Eiríkur Guðmundsson. Þorlákur Helgason. Til bæjarstjórans, Siglufirði.“ Myndin sýnir uppskipunarkrana S.R. ó hliðinni niðri i Öidubrjótnum. Hvor vtrtar (tjingmði gglfirihro svigmonuo I Svo sem kunnugt er hefur aðal- æfingasvæði siglfirzkra svig- manna verið um nokkurt árabil í blíðinni neðan við Gimbrakletta. Þar komið upp rafmagnslýsingu og var því brautin oft notuð tals- vert á kvöldin. Fyrir þrem árum byggði svo Skíðafélagið aflmikla og góða dráttarbraut rétt sunnan við svigbrautina. Allt stefndi því í þá átt að koma þarna upp full- komnu æfingasvæði fyrir svig- menn. Nú er málum þannig komið, að líklegast verða þau mannvirki, sem þarna höfðu verið reist, til einskis nýt og svigbrautin ónot- hæf. Hvanneyrarskálarvegurinn sker þetta svæði sundur á tveim stöðum og eyðileggur notagildi dráttarbrautarinnar og svigbraut- in milli veganna er alltof lítið og ótryggt svæði til æfinga í. Ekki hefur heyrzt, að hvorki ráðamenn skíðamálanna né bæj- arins hafi um þetta vandamál fjall- að, né heldur að athugað hafi ver- ið um heppilegt æfingasvæði í stað þessa. Ýmis svæði munu geta kom- ið til greina, t. d. virðist Langalaut sæmilegur staður, frá leikmanns sjónarmiði séð. Svo er það spurningin um, hvort skíðamennirnir og Skíða- félagið eiga ekki rétt til bótakröfu vegna ónýtingar svigbrautarinnar og mannvirkjanna, sem þar voru komin upp. Frammistaða siglfirzku skíða- mannanna á síðasta landsmóti var með slíkum ágætum að einsdæmi mátti telja og sýndi svo ekki varð um villzt, að þessir ungu garpar eru að hefja Siglufjörð í hinn gamla heiðurssess að vera mesti og bezti skíðabær landsins. Þessir menn eiga því allt annað skilið en að æfingasvæði þeirra séu gerð ónothæf, eða að þeir séu studdir með ráðum og dáð til að koma upp öðrum æfingasvæðum í stað hinna ónýttu. Er vonandi að hið bráðasta verði hafizt handa um athugun á æfingasvæði og þegar það er fundið verði það gert sem bezt úr garði. ATHUGASEMD. Síðan grein þessi var skrifuð hefur verið um þessi mál fjallað á aðalfundi Skíðafélags Siglu- fjarðar, Skíðaborgar, sem hald- inn var í vikunni sem leið. Eru þessi mál því nú til athugunar og yfirvegunar hjá forystumönnum skíðamálanna og er vonandi að þeir finni ákjósanlega lausn þeirra. Sökum rúmleysis í blaSinu verða nónari fregnir af síðasta bæjarstjórnarfundi að bíða næsta blaðs.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.