Mjölnir


Mjölnir - 07.06.1963, Side 2

Mjölnir - 07.06.1963, Side 2
GYLFI. Umnueli Gyljo JTJÓRNARFLOKKARNIR þykjasF verða stór- lega móðgaðir, ef imprað er á þvi, að þeir búi yfir óformum um að innlima ísland í Efnahags- bandalag Evrópu. Enginn hefur gort skýrari grein fyrir hugmyndum stjórn- arflokkanna um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar en Gylfi Þ. Gislason í ræðu þeirri sem hann flutti ó aldarafmæli Þjóð- minjasafnsins. Kjarninn í um- mælum róðherrans var þessi: „Einn mestur stjórnmóla- skörungur ó fyrri hluta þessar- ar aldar sagði ekki alls fyrir löngu, að svo virtist nú komið, að helzta róðið til að efla sjólfstæði þjóðar væri að fórna sjólf- stæði hennar." „Fær það dulizt mönnum að sérhver samn- ingur milli þjóða, sérhver samtök rikja, sérhvert bandalag, bindur alla þó sem aðild eiga, tak- markar sjólfsforræði þeirra, skerðir sjólfstæði þeirra?" „Kemur ekki hlutdcild i auknu sjólfsforræði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnkandi sjólfsforræðis hvers einstaks?" „Ef menn ó annað borð óska bættra lifskjara, ef menn keppa að auknu öryggi, þó virðist þetta leiðin í þó ótt. Það, sem er að gerast í kringum okkur, er, að stórveldi eflost, bandalög mynd- ast, olnbogarúm hinna smóu minnkar, skilyrði þeirra til að tilcinka sér hlutdeild í framförum skerðast, kæna smórikis dregst aftur úr hafskipi stórvcldis eða bandalags." I ræðu um viðhorf í efnahagsmólum Vestur- Evrópu og aðstöðu Islands, sem Gylfi flutti á fundi Verzlunarróðs Islands 11. júlí 1961, komst hann m. a. svo að orði ■ sambandi við aðild Islands að Efnahagsbandalagi Evrópu: „Það skiptir sérstöku móli fyrir Islendinga, að gert er róð fyrir því, að öll aðildarriki efna- hagsbandalagsins hafi jafnan rétt til að koma ó fót fyrirtækjum ó öllu bandalagssvæðinu og að öllu leyti jafna aðstöðu til atvinnurekstrar. Ef til einhvers konar aðildar okkar að þessu bandalagi kæmi, hlytum við að ætlast til, að þessi almenna regla gilti ekki um fiskveiðar. Hagnýtingu fiskimiða innan islenzkrar fiskveiði- lögsögu getum við ekki deilt með öðrum, enda hofa fiskistofnar olgera sérstöðu samanborið við aðrar auðlindir. Hins vegar kæmumst við ekki hjó að athuga stefnu okkar varðandi réttindi útlendinga til löndunar ó fiski og reksturs fisk- iðjuvera, ef til aðildar okkar ætti að koma . . ." I sambandi við þessa yfirlýsingu róðherrans, mó geta þess, að uppi er orðrómur um, að Brctar hafi hug ó að fó fiskverkunarstöðvar hér ó landi, ef þeir komast í Efnahagsbandalag Evrópu, og hafi helzt augastað ó Dýrafirði. Heimildir fyrir þessu hefur Vestfirðingur að vísu ekki, en orð- rómurnn er síður en svo ósennilegur, þegar litið er ó tilvitnuð ummæli róðherrans. Hvað er eðli- legra en að útlendingar notfæri sér slík kosta boð. Landhelgin ATOKIN um landhelgina sanna bezt að inn- limunarmenn geta ekki haldið ó neinu hags- munamóli islenzku þjóðarinnar. Það var þrýst- ingur fró Atlantshafsbandalaginu sem gerði það að verkum, að valdhafarnir gerðu nauðungar- samninginn við Breta, hleyptu togurum þeirra inn í landhclgina og gerðu landgrunnið utan 12 mílna að „alþjóðavettvangi". Það er athyglis- vert fyrir þó sem treystu róðamönnum Fram- sóknar í þessu móli að sjó Tímann nú lýsa yfir þvi dag eftir dag að Framsóknarflokkurinn muni standa við nauðungarsamninginn við Breta í einu og öllu — ekki siður en stjórnarflokkarnir. Magnús H. Gíslason skrifar í síðasta tbl. Einherja langa skammarunu um Ragnar Arn- alds og Alþýðubandalagið. Höf- uðefni greinar hans er það, að Ragnar Arnalds og Alþýðu- bandalagið sigli undir fölsku flaggi, og að með því að stefna að því að koma Ragnari á þing sem 5. þingmanni kjördæmisins sé Alþýðubandalagið að hjálpa íhaldinu til að halda völdum. Ef Björn Pálsson nái ek'ki kjöri, verði einum stjórnarandstæðingi færra á þingi, því Ragnar sé nokkurn veginn öruggur um að komast að sem landskjörinn þingmaður. Flokkur eða fótbolta- félag Magnús H. Gíslason hefur verið talinn vinstri maður, og hefur sýnt í verki að hann er það, í sumum greinum a. m. k. Hitt vita allir, að Björn Pálsson er mj ög hægrisinnaður og mundi fegnastur'þeim degi þegar hann sem þingmaður fengi tækifæri til að greiða atkvæði með þátttöku Framsóknar í íhaldsstjórn. En hvers vegna styður þá Magnús Björn af öllum mætti? Er Magn- ús falskur í vinstrimennsku sinni? Nei, sennilega ekki. Sennilegra er, að hann sé bara einn af þessum gallhörðu flokks- ofstækismönnum, sem alltaf fylgja flokki sínum í blindni, hvað sem málefnunum líður, líkt og kappsamir unglingar fylgja fótboltafélagi sínu; einn af þeim nytsömu sakleysingj um, sem Framsókn beitir með fyrir sig í því skyni að afla vinstra kj örfylgis til stuðnings við hægri stefnu. Magnús segir, a3 Framsókn sé og hafi lengi verið helzti andstöðu- flokkur ihaldsins. Samt er það stað- reynd, að siðan lýðveldi var stofnað ó Islandi, hefur Framsókn lcngur og oftar en nokkur annar flokkur setið i stjórn með ihaldinu. Slik hefur barótta hennar gegn íhaldinu verið sl. 19 ór! Og innan flokksins er fullt af mönnum í óhrifastöðum, sem hafa sömu afstöðu til þýðingar- mikilla móla og íhaldið sjólft. Liklega er Björn Pólsson, sem Magnús styður nú með oddi og egg, íhaldssamastur allra þingmanna flokksins og allra þeirra frambjóð- enda hans, sem nokkra möguleika hafa til að nó kjöri. Hann er t. d. eini þingmaður núverandi stjórnar- andstöðuflokka, sem lýsti sig fylgj- andi gengislækkunum ríkisstjórnar- innar. Enda er það ekki tilviljun að Morgunblaðið og Alþýðublaðið eru alltaf öðru hverju að gera gælur við Björn. Það er því öfugmæli að segja, að það væri ávinningur fyrir stjórnarflokkana, ef Björn félli. — Það væri hnekkir fyrir íhald- ið, ef Björn félli, þá væri einum færra til að draga lokur frá hurð- um hægra megin í skála Fram- sóknar. Einkum væri þó fall lians tilfinnanlegt fyrir ihaldið, ef það yrði jafnframt til þess, að einhver af frj álslyndari mönnum Framsóknar kæmist á þing sem uppbótarmaður, en mjög líklegt má telja, að það yrði afleiðingin. Þar að auki kæmi inn á þingið í hans stað öruggur íhaldsandstæðingur, Ragnar Arnalds, sem varla er sjáanlegt að komist á þing með öðru móti en að ná kjöri. Það er varla hugsanlegt, að Alþýðu- bandalagið fái fjögur uppbótar- kosningar notuð til stuðnings við hægri stefnu. Að kosningum lokn- um myndaði fulltrúinn, sem Fram- sókn fékk kjörinn, ekki meirihluta með vinstri mönnum, heldur MEÐ ÍHALDINU, og lyfti þannig til valda í verkalýðsbænum Hafnarfirði þeirri ihaldsklíku, sem í 36 ór hafði ór- angurslaust beitt öllum róðum til oð nó völdunum í Hafnarfirði. Þannig notaði Framsókn stuðning vinstri manna við kosingaloforð sitt um að klippa klærnar af ihaldinu! Hún sveik bæinn í klærnar ó ihald- inu! Gils Guðmundsson. Einar Olgeirsson. Honnibal Valdimarsson. HYERJIR ERII VIIVSTRIMEM? Athngasemdír við grein Magnúsar H. Gíslasonar í Einherja 31. maí sæti nú eins og síðast, vegna þess, að það fær vafalítið 1—3 mönnum fleira kjörna. í kosn- ingunum 1959 hlaut Gunnar Jóhannsson síðasta uppbótar- sætið, sem kom í hlut Alþýðu- bandalagsins, sem jafnframt var síðasta uppbótarsætið, sem til úthlutunar kom. Kjör Ragnars getur þannig orðið til þess, að ó næsta Alþingi verði tveimur frjólslyndum þingmönnum fleira en ella. Nói Björn kjöri verður hins vegar að likindum tveim vinstri þingmönnum færra ó þinginu en ella. Sú staðhæfing Magnúsar, að fall Bj örns væri ávinningur fyrir íhaldið, er því nokkurn veginn alger andstæða sannleikans í málinu. Þeir eru vinstri menn Magnús ásakar Alþýðubanda- lagið fyrir að sigla undir fölsku flaggi, fyrir að ginna andstæð- inga kommúnismans til stuðn- ings við kommúnista með því að hafa á framboðslistum sínum jafnaðarmenn, þjóðvarnarmenn og aðra, sem ekki séu kommún- istar. Athugum þetta nónar: Það er staðreynd, að menn eins og Alfreð Gíslason, Hannibal Valdemarsson, Ragnar Arnalds, Gils Guðmunds- son, Bergur Sigurbjörnsson og Arnór Sigurjónsson, eru EKKI ó listunum til þess eins, að hæna fylgi að „kommúnistum". Þeir eru ýmist í öruggum sætum eða baróttusætum ó listunum. Það er staðreynd, að í stað Finnboga R. Valdemarssonar, sem er fylgismaður sósíalisma, þótt hann hafi aldrei verið í sósí- alistaflokknum, kemur þjóðvarn- armaðurinn Gils Guðmundsson. Og honum er látið eftir efsta sæti listans í Reykjaneskjör- dæmi, en sósíalistinn Geir Gunn- arsson hafður í baráttusætinu. Og það er staðreynd, að í stað Gunnars Jóhannssonar, sem er einn af stofnendum Sósíalista- flokksins og Kommúnistaflokks- ins, og sem um áratuga skeið hefur verið einn helzti merkis- beri sósíalista á Norðurlandi, býður Alþýðubandalagið fram mann, sem er ekki í neinum þeirra pólitísku flokka eða sam- taka, sem eru innan Alþýðu- bandalagsins, hvorki í Sósíalista- flokknum, Málfundafélagi jafn- aðarmanna né Þjóðvarnar- flokknum, aðeins bundinn af ■stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Meðan vinstri stjórnin sat, átti Alþýðubandalagið kost á að koma einum manni í sæti aðal- bankastjóra Útvegsbankans. Var nú ekki einhverjum voðalegum flugumanni hins skuggalega heimskommúnisma troðið í þetta sæti? Nei, maðurinn heitir Finn- bogi R. Valdemarsson. „Kommúnistar hafa lengi ver- ið valdamiklir í Alþýðusam- bandi Islands. Hafa þeir ekki sett einhvern Moskvukommún- ista í sæti forseta Alþýðusam- bandsins? Nei, forseti þess er sósíaldemókratinn Hannibal Valdemarsson. Þessi dæmi, sem hér hofa veriS nefnd, sýna, að staShæfing M.H.G. um að Alþýðubandalagið sé eitt- hvert leyndardómsfullt dulargervi, sem „kommúnistar" hjúpi sig i um kosningar, er ósönn. Meðlimir þess hafa allir sama rétt og sömu að- stöðu til óhrifa, eins og dæmin sýna, sem nefnd voru hér að framan. Al- þýðubandalagið kemur til dyranna eins og það er klætt, sem kosninga- samtök vinstri manna, sem eru sam- móla um öll höfuðatriði þeirra móla, sem nú eru efst ó baugi með þjóð- inni. Hitt er rétt, að suma þcirra greinir ó um fjarlægari markmið. en það er ekkert leyndarmól, og það vita ollir, Það er beinlínis óheiðarlegt að rangtúlka hina frjálslyndu stefnu Alþýðubandalagsins eins og M.H.G. gerir í grein sinni. Sveik Hdfnarfjörð í íhaldsklær Hér hefur verið staðhæft, að Framsókn ræki róttækan vinstri áróður til að ginna vinstri kjós- endur til stuðnings við hægri stefnu, og í því sambandi bent á samstarf hennar við íhaldið um stjórn landsins. Það er skylt að rökstyðja þetta með nýlegra dæmi: Eitt af því, sem Magnús H. Gíslason grobbar af í grein sinni, eru sigrar Framsóknar í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Athug- um nú einn af þessum sigrum, sigurinn í Hafnarfirði. Þar tvö- faldaði Framsókn fylgi sitt með því að fleka vinstri sinnaða Al- þýðuflokksmenn, sem voru óánægðir með hina algjöru sam- stöðu flokksins með íhaldinu um stjórn landsins, til að kjósa sig. Við þessa menn sagði Frain- sókn: Kjósið gegn íhaldssam- vinnu Alþýðuflokksins! Kjósið gegn kommúnisma og íhaldi! Kjósið vinstri mann í bæjar- stjórn! Kjósið okkur! Aðalslag- orð flokksins var: Klippum klærnar af íhaldinu! Vinstri Alþýðumenn létu blekkj- ast og kusu Framsókn. En atkvæði þessara vinstri manna voru eftir Þá skal aðeins minnt á sam- stöðu valdamikilla flokksmanna Framsóknar með íhaldinu um hernámsmálin, NATO-mennsk- una, leynisamstarfið um EBE- málið, áróðurinn fyrir erlendri fj árfestingu og kauplækkunar- frekjuna, sem sprengdi vinstri stjórnina. Að lokum skal svo bent á nærtækasta dæmið um það, hvernig Framsókn hagar framboðum sínum í því skyni að efla hægri stefnu með tilstyrk vinstra fylgis: Dæmið, sem valið er, er listinn í Norðurlands- kjördæmi vestra: Efsta sæti listans skipar Skúli Guðmundsson, gamall, gróinn, virðulegur, fremur hægfara og hægrisinnaður Framsóknarþing- maður, persónulega vinsæll og vel látinn. Annað sæti skipar Ólafur Jó- hannesson, eitt af eftirlætisgoð- um íhaldsins, maðurinn, sem Morgunblaðið nefnir æfinlega fyrst, þegar það telur upp „menn með heilbrigðar skoðanir“ í F ramsóknarflokknum. Þriðja sætið skipar Björn Pálsson. Á hann hefur verið minnzt hér að framan, og skal það ekki endurtekið. Fjórða sætið á þessum „vinstrimannalista“ skipar Jón Kjartansson. Hann hefur stund- um setið á þingi sem varamaður síðustu árin., og mun gera það næsta kjörtímabil, ef Björn Páls- son nær kjöri. Jón þykist nú vera mikill vinstrimaður og al- veg sérstakur fjandmaður „við- reisnarinnar“. í því sambandi minnast Siglfirðingar þess, að síðasta verk Jóns áður en hann fór úr bæjarstjórasætinu á Siglu- firði til þess að setjast í for- stjórahægindið í Reykjavík, var að koma á „viðreisnarstj órn“ í bænum, þ. e. bæjarmálasamstarfi íhalds og krata, með íhaldskrat- ann Sigurjón Sæmundsson sem bæjarstjóra, og tróð Ragnari flokksbróður sínum Jóhannes- syni í þennan meirihluta sem eins konar varadekki. Þessi „við- reisnarstjórn“ var mynduð á valdatímabili vinstri stj órnar- innar, og þótti firn mikil, að stjórnarandstæðingur skyldi þannig leiða íhaldið til öndvegis. Tilgangurinn var sá, að koma í veg fyrir vinstra samstarf í bæj- arstjórninni og að vinstri mað- urinn Ármann Jakobsson yrði bæj arstjóri. Jón var líka einu sinni mikill bindindisfrömuður. Hugsjón hans var að gera brennivínspúk- ann útlægan úr landinu. Endir- inn varð þó sá, að púkinn sigr- aði Jón og tók hann í þjónustu sína, og hefur ekki sýnt neinn lit á að skila honum aftur til bindindishreyfingarinnar. Þetta varð til þess, að Siglfirðingar misstu trúna á Jóni sem baráttu- manni stórra hugsjóna og hlusta nú daufum eyrum á vinstra hjal hans. Þú komum við að fimmta sæti listans. Það sæti skipar loks vinstri maður, Magnús H. Gíslason, maður- inn, sem einna harðast og skelegg- ast gengur fram í því að afla fylgis vinstri manna til stuðnings við NATO-dindla eins og Olaf Jóhann- esson, einn af stofnendum Varð- bergs, marg-yfirlýstan ihaldssam- vinnumann eins og Björn Pólsson og hinn makróða og hugsjónasnauða ófengisforstjóra Jón Kjartansson. Sætið, sem vinstri maðurinn Magnús skipar, er svo neðarlega, að óhugsandi- er, að hann komi nokkurn tíma á þing sem vara- maður. — Um sætin fyrir neðan hann er óþarft að ræða. Magnús er sjúlfur „kommúnisti" Það er þá ekki mikið eftir af málflutningi Magnúsar H. Gísla- sonar, annað en kappgirnin og ofstækið. Enda ber grein hans því vitni, að hann á erfitt um röksemdir í viðleitni sinni til að afla hægri mönnunum á lista flokks síns atkvæða frá vinstri mönnum, því í greinarlok á hann engin önnur rök eftir en þau að hrópa „kommúnisti“, „kommún- isti“ að Ragnari Arnalds. Þetta er gamalt og margnotað úrræði íhaldsins, þegar það er orðið rökþrota og magnlaust af bræði og getur ekkert annað en öskrað. Jafnvel Magnús Gíslason hefur margsinnis verið kallaður kommún- isti. — Þa8 er ekki lcngra siðan en ó Hofsósfundinum ó dögunum. Þar hellti Björn Pólsson sér yfir SamtÖk hernómsandstæðinga, sem Magnús tilheyrir, og kallaði þau kommún- istasamtök, að Magnúsi sjólfum óheyrandi. Sjólfsagt efast enginn um, hvað Olafur Jóhannesson kallar þau ó NATO-róðstefnum og Varð- bergsfundum. Og allir vita, hvað Morgunblaðið og Alþýðublaðið kalla þau daglega. Fuglinn á flekanum Kunn er sú veiðiaðferð, að binda lifandi fugla á snörufleka til þess að ginna að lionum grandalausa fugla, sem þá festu sig líka í snörunum. Magnús H. Gíslason, og fleiri honum líkir flokksofstækismenn, sem þó hafa sýnt í verki, að þeir eru vinstri menn í sumum greinum a. m. k. leika í þessum kosningum hlut- verk bandingjanna á flekunum. Þeim er ætlað að ginna vinstri sinnaða kjósendur til að tylla sér á kj ördagmn á atkvæðaveiði- fleka Framsóknar. Framsókn gamla ætlar þessum mönnum þó ekki að ráða miklu eftir kosn- ingar, enda hefur hún þá flesta í vonlitlum eða vonlausum sæt- um. Yeiðimennirnir ætla fleka- bandingjunum heldur enga veg- semd að veiði lokinni; þeir eru snúnir miskunnarlaust úr háls- liðnum eins og hinir sakleysingj- arnir í snörunum. Og engan skyldi undra, þótt Magnús H. Gíslason og aðrir, sem nú gegna sama hlutverki og hann, yrðu að kosningum loknum að horfa á vonir sínar um endalok hersetu og vinstra stjórnarfar snúnar miskunnarlaust úr hálsliðnum af þeim mönnum, sem þeir studdu fastast í kosningahríðinni, — ef seta þeirra á flekanum ber til- ætlaðan árangur. — bs YFIRLÍIIIG ÓLAFUR PRÓFESSOR... Framhald af 1. síðu. seinni tíð beitt jafn augljósri ósvífinni blekkingu í örvænting- arfullri tilraun til að sverta and- stæðing sinn. Ragnar Arnalds fékk ekki tækifæri til að afhjúpa falsanir prófessorsins frammi fyrir skag- firzkum útvarpshlustendum, en sá hluti þeirra, sem var á Hofs- ósfundinum daginn eftir, varð þó reynslunni ríkari um sann- leiksást prófessorsins. Ragnar gerði þar ljósa grein fyrir, hvernig Olafur hefði snúið merkingu málsgreinarinnar við, með því að sleppa úr henni 15 orðum og einni kommu. Þótti mönnum furðulegt, að prófessor í lögum við Háskóla íslands- gæti lagzt svo lágt að falsa stór- lega skjalfest orð. En þá fyrst blöskraði fundarmönnum ger- samlega, þegar Ólafur, sem tal- aði í seinustu umferð á eftir Ragnari, gerði enga tilraun til að verja falsanir sínar, en sagði aðeins: „Þetta minnir mig á það, sem sagt var í gamla daga: Punktur, punktur, komma, strik, þetta gerir hann Palli prik!“ Þessi viðleitni prófessorsins til að snúa rökþrotum sínum og fölsunum upp í grín var þó gerð af slíkum vanefnum og húmor- leysi, að enginn í salnum fékkst tilað brosa. Þá þreif Ólafur upp bæklinginn og sagðist ætla að lesa upp nýja tilvitnun, og enda þótt Ragnar fengi ekki tækifæri til að svara henni á þessum fundi, gæti hann gert það á Siglufjarðarfundinum. Las hann síðan upp stuttan kafla, en Ragn- ar kallaði fram í og spurði Ólaf, hvað hann hefði sleppt mörgum orðum í þetta sinn. Ólafur svar- aði engu, lagði bæklinginn frá sér, rauður í framan af reiði, og fór út í aðra sálma. Það vakti mikla athygli á Hofsósi, að framsóknarmenn treystu sér ekki til að sýna Bj örn Pálsson þar og fékk hann ekki að koma með. Ólafur tók í stað- inn við hlutverki því, sem Björn hafði áður gengt, og fór að þylja þar gróusögur og lyga- þvælu um Ragnar Arnalds, sem Björn hafði fram að þessu haft einkarétt á. Þótti það bæði fátæklegur og siðlaus málflutningur hjá laga- prófessornum, og voru fram- sóknarmenn heldur framlágir, þegar þeir kvöddu meistara sinn. xG Hvomevrarinit Úrslit Hvanneyrarmótsins í skák urðu þau, að efstur og tap- laus varð Freysteinn Þorbergs- son með 6 vinninga. Nr. 2 varð Jónas Þorvaldsson með 4 vinn- inga, nr. 3—4 Þráinn Sigurðs- son og Halldór Jónsson með 3Y2 vinning, og nr 5 varð Benóný Benediktsson með 3 vinninga. Freysteinn Þorbergsson varð einnig sigurvegari í aukakeppn- inni um fjórða landsliðssætið, hlaut 3 vinninga. Óhætt er að segja, að Hvann- eyrarmótið hefur glætt mjög skákáhuga í Siglufirði, og er nú þegar ráðgerð hér stofnun Tafl- félags. Skákkeppnin var allvel sótt, og vakti það athygli, að áhorfendur voru undantekninga- lítið ungt fólk. i Að gefnu tilefni vottum við undirrituð, að við buðum Sigur- jóni Sæmundssyni bæjarstjóra s.l. haust að leggja til, án greiðslu, rafmagn til þess að lýsa upp flugvöllinn austan fjarðarins, til hag- ræðis fyrir flugvélar, sem kynnu að lenda á þeim tíma, sem dags- birtu nýtur ekki — ef bærinn kostaði leiðslu frá húsí okkar niður að flugvellinum. Við lýsum þessu yfir í tilefni af því, að okkur er tjáð, að Sigur- jón Sæmundsson bæjarstjóri hafi látið svo ummælt á síðasta bæjarstjórnarfundi, að hann myndi ekki til þess, að neitt slíkt tilboð hefði komið fram frá okkur. Siglufirði, 30. maí 1963. Petra Landmark. Guðbjartur Þórarinsson. Ráeyri. Alþingishosningar Kjör til Alþingis í Norðurlandskjördæmi vestra, Siglufjarðarkjördeild, fer fram í Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar (gengið inn um aðal- dyr) sunnudaginn 9. júní 1963 og hefst kjör- fundur kl. 9 órdegis. Kjörstjórnin.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.