Mjölnir


Mjölnir - 01.11.1963, Qupperneq 2

Mjölnir - 01.11.1963, Qupperneq 2
Tortjmingarhctta Á fyrstu dögum Alþingis þess, sem sett var 10. þ. m. komu til umtals óform þau, sem rikis- stjórnin hefur uppi um að leyfa NATO aukna aðstöðu i Hvalfirði, stækkun birgðastöðvar þar og gerð lcgufæra fyrir herskip, væntanlego bæði kafbóta og ofansjóvarskip. Fjórir þingmenn Alþýðubandalagsins fluttu þingsólyktunartillögu þó, sem hér fer á eftir: „Alþingi ólyktar að gefnu tilefni að lýsa yfir því, að óhcimilt er að gera nokkra samninga við Atlanzhafsbandalagið um framkvæmdir í Hvalfirði, nema samþykki Alþingis komi til." Flutningsmenn eru þeir Ragnar Arnalds, Gils Guð- mundsson, Alfreð Gislason og Einar Olgcirsson. I greinargerð, sem tillög- unni fylgdi leggja flutnings- menn fram rök fyrir því, hverja hættu slík flota- og kafbótastöð leiðir yfir landið ef stríð skellur ó, og vitna þar til hinna merku skýrslu dr. Ágústs Valfells, þar sem m. a. er skýrt fró hugsanlegum óhrifum kjarn- orkuórósar ó landið og Hvalfjörður sérstaklega ncfndur sem hættusvæði. Þó rekja þeir ósælnis- feril Bandaríkjamanna eftir Hvalfirði og þau hcrnaðarlegu og landfræðilegu sjónrmið, sem gera hann að eftirsóttum stað fyrir kjarnorku- kafbótastöð. I niðurlagi greinargerðarinnar minna þeir ó, að skv. stjórnarskrónni hefur rikisstjónin enga heimild til að gera slíkan samning við NATO, ncma samþykki Alþingis komi til. í 21. gr. stjórnarskrórinnar segir svo: „For- seti lýðveldisins gerir samninga við önnur riki. Þó getur hann enga slíka samninga gert ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir ó landi eða landhelgi, eða ef þeir horfa til breytinga ó stjórnarhögum rikisins, nema samþykki Alþingis komi til." Ragnar Arnalds 1. flm. tili. TrjMmjðiir landbúra&arins Þrir þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Björn Jónsson, Ragnar Arnalds og Gils Guð- mundsson hafa flutt í sameinuðu þingi svo- hljóðandi tillögu til þingsólyktunar: „Alþingi ólyktor að skora ó ríkisstjórnina að undirbúa í samróði við Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda, löggjöf um trygg- ingarsjóð landbúnaðarins, er ætlað sé það hlut- verk að bæta bændum tjón, er þeir verða fyrir, þegar uppskerubrest eða annoð afurðatjón ber að höndum, svo sem vegna sérstaklega óhag- stæðs tíðarfars, kalskemmda í túnum eða nótt- úruhamfara. Við undirbúning þcssarar löggjafar skal höfð hliðsjón af kjörum, sem sjóvorútvegurinn nýtur samkvæmt lögum um aflatryggingasjóð sjóvar- útvegsins." í greinargerð, sem till. fylgdi er lögð óherzla ó, að með aðstoð ríkisins sé rekin eins konar tryggingastarfsemi, sem jafni afkomumöguleika þcirra, sem sjóvarútveg stunda, og fleyti þeim yfir ófyrirséða erfiðleika, sem að höndum ber, þegar atli bregzt eða rýrnar mjög ó einstökum veiðisvæðum. Að búrekstri landsmanna steðja alltaf öðru hvoru erfiðleikar sem telja verður alveg hlið- stæða aflabresti útvegsins og eðlilegt er, að tryggðir séu ó hliðstæðan hótt. s i I : : : • : : : • o i o o e o : i o e o © o o o e : Tuttugu og fimm ór í sókn og vörn i. Hinn 24. október síðastliðinn voru 25 ór liðin fró stofnun Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins. Tuttugu og fimm ór í stjórnmólasögu einnar þjóðar er að visu ekki langur tími, en þó hafa oft gerzt örlagarikir atburðir ó skemmri tíma og mó þoð sannar- lega heimfæra um timabil það sem hér um ræðir i sögu íslenzku þjóðar- innar. Og óhrif Sósíalistaflokksins ó hagþróun og stjórnólaþróun þessara óra hafa verið býsna mikil og raun- ar meiri en liggur i augum uppi, því að þvi er eins varið um Sósialista- flokkinn og aðra róttæka vinstri sinnaða flokka, að hann hcfur haft og hefur ennþó mikil óhrif bæði bein og óbein ó starfsemi andstöðu- flokka sinna. Það mun vera skoðun flestra róttækra vinstri manna og sósíal- ista, að stigið hafi verið heilla- ríkt spor fyrir alþýðu þessa lands, þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður, en aðalefniviður- inn var sem kunnugt er vinstri armur Alþýðuflokksins og Komúnistaflokkurinn, sem þá var lagður niður sem slíkur. Þá tóku höndum saman allir þeir, sem í einlægni trúðu á sósíal- ismann sem framtíðarskipulag, en töldu þó mest aðkallandi að vera málsvari alþýðunnar í bar- áttu hennar fyrir bættum kjör- um og aukinni menningu, án þess að missa þó nokkurn tíma sjónar á lokatakmarkinu, skipu- lagi sósíalismans, þó fjarlægt virtist. Það sýndi sig líka fljótt, að afturhaldið skildi livað hér var á ferðinni. Ekkert var til sparað, að hnekkja áhrifum Sameining- arflokks alþýðu. Svo gegndar- laus var áróðurinn, að svo mátti segja að reynt væri að gera ís- lenzka sósíalista ábyrga fyrir til- tektum erlendra stórvelda, og gekk jafnvel svo langt að and- stæðingar beittu fyrir sig er- lendu herliði til að lama starf- semi flokksins og banna mál- gagn hans, en sjálfir höfðu þeir aldrei kjark til að banna hann með lögum, og leyndi sér þó ekki, að það var þeirra heitasta ósk. Enginn annar íslenzkur stjórnmálaflokur hefur orðið að þola slíkar ofsóknir andstæðinga sinna eins og Sósíalistaflokkur- inn, og ætti það eitt að nægja sem sönnun þess, hve hættulegur hann er afturhaldinu. II. Hver er þá hinn sýnilegi ár- angur af starfi Sósíalistaflokks- ins? Hér er ekki rúm til að rekja það til nokkurrar hlítar, enda verður aðeins stiklað á stóru. Sósíalistaflokkurinn hafði for- ustu um að brjóta niður hin iii- ræmdu gerðardómslög með skæruhernaðinum 1942. Þá höfðu borgaraflokkarnir í skjóli þess, að þeim hafði tekizt að lama áhrif fiokksins í Finna- galdursofsóknunum og með því að fá málgagn hans bannað af erlendu hervaldi, tekizt að halda niðri öllu kaupi verkamanna þrátt fyrir mikla peningaveltu og stórgróða auðstéttarinnar, og notað til þess löggjafarvaldið. Tvisvar sinnum hefur Sósíal- istaflokknum og samherjum hans tekizt að snúa við efnahagsþró- un þjóðarinnar, þegar aftur- haldsöfiin stefndu til minnkandi framleiðslu og atvinnuleysis. Árið 1944 var nýsköpunar- stjórnin mynduð fyrir atbeina flokksins, en þá voru jafnvel uppi raddir um það að frysta innstæður íslendinga erlendis í stað þess að nota þær til upp- byggingar atvinnulífsins í land- inu eins og varð ofan á fyrir at- beina flokksins. Aftur tókst flokknum í samstarfi við sam- herja sína í Alþýðubandalaginu, að hefja nýtt tímabil uppbygg- ingar í atvinnulífi þjóðarinnar 1956 með myndun vinstri stjórn- arinnar. Þá hafði afturhaldið ríkt óslitið í 10 ár, enda var svo komið að atvinnutæki þj óðar- innar voru orðin úrelt og at- vinnuleysi hafði aftur haldið innreið sína. Mögru kýrnar aft- urhaldsins höfðu gleypt í sig feitu kýrnar nýsköpunarinnar og voru nú komnar að horfalli. Þá var það sem ennþá var snúið við til nýrrar atvinnuuppbygg- ingar undir forustu sósíalista, og þá var einnig stigið eitt heilla- ríkasta skref til þróunar íslenzk- um sjávarútvegi með útfærslu landhelginnar. III. En þó er ef til vill ótalið það sem mestu máli skiptir af verk- um Sameiningarflokks alþýðu. Árið 1946 kom hann í veg fyrir að Bandaríki Norður-Ameríku fengju hér herstöðvar til 99 ára, og þótt þróun þjóðfrelsismála hafi sannarlega ekki verið sem skyldi síðastliðin 17 ár, þá vita það allir og Bandaríkin og lepp- ar þeirra bezt, að viðnám Sósíal- ista hefur bjargað því sem bjargað varð. Án hans hefðu tök Bandaríkj anna verið fullkomin á þjóðinni eins og þau eru full- komin á leppum þeirra. Eins og fyrr er sagt í þessari grein, þá eru það ekki síður óbein áhrif flokka eins og Sósíalistaflokks- ins, sem úrslitum geta valdið. Meðan alþýðan kann að meta flokkinn og flokkurinn er stefnu sinni trúr mun hann liafa heilla- vænleg áhrif á störf jafnvel sinna svörnustu andstæðinga, og skipt- ir þá ekki alltaf miklu máli, hvort flokkurinn er í valdaað- stöðu eða ekki. Otti afturhalds- ins við fylgistap mun bæði þvinga það til að gera margt, sem er eðli þess andstætt, og varna því frá að gera mörg óþurftarverk, sem það annars mundi framkvæma. Það er því undir því komið hve miklu fylgi flokkurinn á að fagna, hversu vel alþýðu þessa lands mun vegna í framtíðinni og hversu vel tekst um að vernda menningu og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar á komandi tímum. Ilngieiðiiig' uin aíviiiiiiiinsil I Niglufirði Framhald af 4. síðu. að virðist verksmiðjurekstur þessi helzt muni hindra að ráð- ist verði í frekari framkvæmdir á þessu sviði hér í Siglufirði. Virðist þó, að í sambandi við fullnaðarvinnslu síldarinnar til neytenda erlendis, sé að finna eðlilegustu og þjóðhagslega hag- kvæmustu lausnina á atvinnu- vandamálum Siglufjarðar. ÞAÐ SEM FYRST OG FREMST ÞARF AÐ GERA Það virðist því liggja í aug- um uppi að fyrst og fremst beri að krefjast fullnaðar nýtingar á þeim atvinnutækjum, sem þegar eru til á staðnum, áður en born- ar eru fram kröfur um önnur ný. Bæjaryfirvöldin verða að láta sér skiljast að hér þarf að byggja upp aðstöðu fyrir aukinn báta- útveg, sem er grundvöllur fyrir- aukinni hráefnisöflun fyrir frystihúsin. Bátum af heppilegri stærð þarf að fjölga, en enn er ekki hæjrt að tala um neina aukn- ingu á skipastóli Siglufjarðar, þó að hingað hafi verið keyptir tveir bátar í stað togarans Ell- iða. Útgerð þeirra er að vísu heppilegri, með tilliti til atvinnu- aukningar í landi en útgerð tog- ara, sem aflar fyrir erlendan markað, en betur má ef duga skal. Því hefur verið haldið fram, sem rökum gegn aukningu báta- útvegs, að ekki myndi fást mann- skapur til að stunda sjómennsku á bátunum, en reynslan sannar hið gagnstæða. Bátar þeir sem héðan róa eru mannaðir harð- duglegum sjó- og landmönnum og engar líkur á að ekki sé unnt að manna enn fleiri báta. Tunnuverksmiðjuna þarf að reka með fullum afköstum og auknum framleiðslugæðum. Og síðast en ekki sízt þarf að ljúka byggingu niðurlagningar- verksmiðjunnar og koma fram- leiðslu- og afurðasölumálum hennar í eðlilegt horf. Ábyrgð og rekstur þeirra at- vinnutækja, sem hér hefur verið minnzt á, er í höndum örfárra ráðamanna og ef skilningur og vilji væri fyrir hendi hjá þeim, til að ráða bót á atvinnuástand- inu, mætti mikið gera á tiltölu- lega skömmum tíma. Á meðan það er ekki gert, er í raun og veru ekki tímabært að setja fram kröfur um ný atvinnu- tæki, en með eðlilegri þróun þessara mála ætti að skapast grundvöllur fyrir aukinn og fjöl- breyttari atvinnurekstur í fram- tíðinni og algera útrýmingu at- vinnuleysis í framtíðinni. Prentum BÆKUR BLÖÐ TÍMARIT Hvers konar SMÁPRENT LITPRENTUN Prentsmiðja Björns Jónssonar h.t. Sími 1024. Ilólaskóli fullskipaðnr Bændaskólinn á Hólum er nú fullskipaður, og verða um 30 nemendur í honum í vetur. Skólastjóri er Haukur Jörunds- son. Þrír nýir kennarar starfa við skólann í vetur, Steifán Jóns- son, sem áð.ur var kennari á Hvannpyri, Stefán Þorláksson iðnverkfræðingur frá Svalbarði í Þistilfirði og Kárni Árnason íþóttakennari frá Akureyri. Af störfum við skólann létu í haust kennararnir Vigfús Helgason og Páll Sigurðsson. Gert er ráð fyrir, að kennsla í meðferð véla verði í vetur aukin mjög frá því, sem verið hefur, bæði bókleg og verkleg. Fjárlagfaf runivarpið; Upphiei fjdrlaga hefur þrefald ust i »viireisninni« Síðasta árið, sem vinstri stjórnin sat við völd, var niður- stöðutala fjárlaganna 807 millj. króna. Auk þessa var bætt við á árinu um 75 millj. kr. vegna aukinna niðurgreiðslna á vöru- verði innanlands. Að þessari upphæð viðbættri varð niður- staðan um 882 millj. kr. Þetta var árið 1958. Nú skrif- um við 1963. Fyrir hálfum márt- uði lagði Gunnar Thoroddsen fram fjárlagafrumvarp sitt á Al- þingi. Nú er niðurstöðutalan um 2540 milljónir, og enginn efi er á, að hún á eftir að hækka í meðförum þingsins, en slíkt hef- ur alltaf tíðkast. Ef hún hækkar um 107 milljónir, sem má telja væga hækkun hlutfallslega, yerð- ur niðurstaðan þrisvar sinnum hærri en árið 1958! Þetta er nú „viðreisn“, sem segir sex, á 5—6 ára tímabili! Gítarar teknir upp í dag. Verð: kr. 400.00 og kr. 465.00. Gestur Fanndal Sttlka óskast til aðstoðar á lítið heim- ili í Kópavogi hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í síma 437, Siglufirði. A nú oð tolu Gylfi Þ. Gíslason ráðherra talaði fyrir hönd Alþýðuflokks- ins í útvarpsumræðunum um f j árlagafrumvarpið. Verulegur hluti af ræðu hans fjallaði um það, hvílík fásinna það væri að tengja kaup bóndans við íekjur verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanná. Var á honum að skilja, að sökum góðra afla- bragða hjá sjómannastéttinni bæru bændur nú meira úr být- um en sanngjarnt væri. Auðséð er á síðasta Siglfirð- ingi, að varabæjarstjórinn hefur mein mikið á heilanum: fólks- fækkunina í bænum. Hann held- ur því fram að „kommúnistar“ fagni yfir hverjum einum sem flytur og hvetji til burtflutn- ings og séu ávallt með stóran „óskalista“ yfir þá sem fluttir eru eða að flytja burtu. Það einkennilega er að þeir, sem mest tala um flóttann úr bænum eru einmitt íhaldskrat- arnir, sem bænum stjórna, og hafa ekki aðrir orðið frægari af skrifum sínum um það mál í blöð landsins. Og þó að þetta heilamein þeirra á bæjarskrif- stofunum æri þá til sþretthlaupa um allan bæinn og þeir „eygi á hlaupum“ eitt og annað, sem ein- hvern lífsvott ber (ryksugu eða grj ó Lm u 1 n.i n gsvél). þá stöðvar það ekki burtflutningana, ekki heldur grobbgreinar þeirra hæj- arstjóranna, Sigurjóns og Stef- áns, um allar framkvæmdirnar, unnar og óunnar. Eða hvers vegna flytur fólk héðan burt? Er það vegna of- mikillar velsældar, — er of mik- ið fyrir það gert, — fær það ekki að borga nóg í útsvar og annað slíkt — sér það fram á Alþýðublaðið hefur imprað á svipuðum málflutningi undan- farið. Mun skýringin á þessu vera sú, að ríkisstjórnin hefur nú til athugunar lagasetningu um lækkun á kaupi bænda. Mun þeim, ásamt launastéttunum, vera ætlað að gefa blóð í æðar stórgróðalýðsins í Reykjavík, sem gerir viðreisnarflokkana út og segir stj órninni fyrir verkum, eftir því sem hagsmunum hans hentar hverju sinni. of mikla fjölgun bæjarhúa og finnst því bæjarmálunum alilof vel stjórnað? Eða fer það ein- göngu vegna þess að „kornmún- istar“ skamma íhaldskrata stjórnina á bæjarmálunum? Eftir þessu ættu þeir að skyggnast skriffinnar Siglfirð- ings á hlaupum sínum, og er vonandi að hlaupastingur kvelji þá ekki um of. ORÐABÓKlN Nýja, íslenzka orðabókin er komin út. Félagsmenn Bóka- útgáfu Menningarsjóðs fá bók- ina á félagsverði, og bið ég hér með þá, sem ætla sér að kaupa bókina að láta mig strax vita. EINAR M. ALBERTSSON Til sölu Til sölu er trilla í góðu standi 2,5 tonn að stærð. Vél: Uni- versal. Upplýsingar gefur. NJÁLL SIGURÐSSON Norðurg. 12b Sigluf. AUGLÝSEN DU R á SAUÐÁRKRÓKI 09 SIGLUFIRÐI Mjölnir kemur á meir en annað hvert heimili i kjördæminu. Bezta auglýsingin er í Mjölni. TILKYNNING Nr. 25/1963. Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum unn- um kjötvörum svo sem hér segir: Heildsöluv. Smásöluv. Vínarpylsur og kindabjúgu, pr. kg. Kr. 40.00 Kr. 50.00 Kjötfars, pr. kg...................... — 24.50 — 31.00 Kindakæfa, pr. kg..................... — 62.00 — 82.00 Tilgreint smásöluverð á vínarpylsum gildir jafnt, hvort sem þær eru pakkaðar af framleiðanda eða ekki. Heildsöluverðið er hins vegar miðað við ópakkaðar pylsur. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 19. október 1963. Verðlagsstjórinn. Mcú fshhHnina il heilnnum Samkvæmt lögum og reglugerðum um atvinnuleysistryggingar og vinnumiðlun fer fram almenn atvinnuleysisskráning í Siglufirði dagana 4., 5, og 6. nóvember n.k. Viðkomendur láti skrá sig á bæjarskrifstofunum á venjuleg- um skrifstofutíma frá kl. 9—12 árdegis og 1—5 síðdegis téða daga. Siglufirði 28/10 1963. Bæjarstjóri. LÖGTÖK Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Siglufirði, og að undan- gengnum úrskurði, uppkveðnum í fógetarétti Siglufjarðar í dag, verða lögtök látin fram fara, án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarðar, að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftir- töldum gjöldum, ógreiddum en gjaldföllnum 1963: 1. Útsvörum 2. Fasteignasköttum 3. Vatnssköttum 4. Lóðagjöldum 5. Holræsagjöldum 6. Aðstöðugjöldum Bæjarfógetinn í Siglufirði, 16. okt. 1963. Pétur Gautur Kristjónsson — settur — _______________________________________ AUGLÝSING Frá og með 1. nóv. n.k. verður bílastöð Siglufjarðar opin frá kl. 9 f. h. til kl. 18 e. h. Þeir sem þurfa á bílum að halda kl. 7 að morgni eftir þann tíma eru vinsamlega beðnir að gera viðvart deginum áður í síma 171 eða 271. Stöðvarstjóri. TILKYNNING Nr. 26/1963. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gasolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: Gasolía, hver lítri ....... Kr. 1,55 Heimilt er að reikna 5 aura á líter af gasolíu fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 28 aura á líter af gasolíu í afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum, má verðið vera 2eyri hærra hver olíulítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 21. október 1963. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 19. október 1963. Verðlagsstjórinn.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.