Mjölnir


Mjölnir - 25.09.1964, Side 5

Mjölnir - 25.09.1964, Side 5
OngNti í sfcóla- mdluB il NtrðitMi festra 200 sækja, 40 fó innqöngu. Mikill skortur er nú á skólum fyrir unglinga í Norðurlandskjördæmi vestra. Reykjaskóli, sem upphaflega var reistur sem héraðsskóli fyrir Strandasýslu, en er nú að öllu leyti rekinn af rikinu, getur tekið við um það bil 40 nýjum nemendum ó óri, cn inntökubeiðnir munu hafa vcrið um 200 órlega síðustu órin. — Nú er verið að byggja kennaraíbúðir og gera ýmsar endurbætur ó Reykjum, og mun skólinn geta haft allt að 140 nemendur aS þeim loknum. 110—120 börn Ijúka barna- eða fullnaðar- prófi í kjördæminu órlega, utan kaupstaðanna, sem hafa gagnfræðaskóla. Mundi þurfa Reykja- skóla og tvo aðra skóla jafnstóra til þess að leysa þörf dreifbýlisæskunnar í kjördæminu fyrir framhaldsskóla til gagnfræða- eða landsprófs. Heimavistarbarnaskólar. Með þessu er þó ekki nema hólfsögð sagan um skólavandræðin í kjördæminu. Víða í sveit- unum horfir til vandræða með að veita börnum nauðsynlega fræðslu. Telja forustumenn í þess- um mólum nú vænlegast til úrbóta að reisa stóra heimavistarskóla fyrir sveitirnar, jafnvel svo stóra, að nægi heilum sýslum. Vanræksla stjórnvalda. Þvi miður mun svipaða sögu að segja úr dreifbýlinu i öðrum landshlutum. Engin von er til þess, að fólk uni þessu óstandi, enda er þörfin til að veita börnum sínum viðhlitandi menntun ein af algengari orsökum þess, oð sveitafólk bregður búi og flytzt i þéttbýli bæjanna, þar sem menntunarskilyrði eru betri. Stjórnvöld landsins hafa brugðizt herfilega í skólamólum drcifbýlisins ó undanförnum ór- um. Það er löngu sannað, að engin fjórfasting er arðbærari, þcgar til lengdar lætur, en sú, sem varið er til fræðslu og menntunar æskunnar, auk þess sem það er til skammar þjóðinni að hafa vissa landshluta eða stéttir útundan í þessu cfni. Og þegar tekið er tillit til hins góða órferðis og hinnar miklu peningaveltu, sem verið hefur i landinu um langt órabil, er erfitt að koma auga ó nokkrar afsakanir handa stjórnvöldun- um í þessu efni. Reykir og Varmahlíð. Austur-Húnvetningar hafa nú afróðið bygg- ingu heimavistarbarnaskóla að Reykjum við Reykjabraut. Er gert róð fyrir, að hann fullnægi aS mestu þörf sýslunnar, að óbreyttum öðrum aðstæðum. Bygging skólans tekur að likindum nokkur ór, en forustumenn í skólamólum sýsl- unnar munu hafa hug ó því, að þar rísi einnig upp framhaldsskóli. I Skagafirði er cinkum rætt um tvo staði fyrir heimavistarbarnaskóla: Varmahlið og Hóla. Með Hólum mælir einkum forn frægð staðarins og só möguleiki að kennslukraftar nýtist betur, ef þar rísa fleiri skólar við hlið bændaskólans. Hins vegar er Varmahlíð óneitanlega betur í sveit sett, og þar er gnægð af heitu vatni, enda munu þeir fleiri, sem telja hana hentugra skólasetur. Dagana 5.—6. september héldu Samtök hernámsandstæðinga 3. landsfund sinn að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Fundur þessi sýndi greinilega, að Samtök her- námsandstæðinga hafa nú hafið nýja sókn og eru nú samhentari en nokkru sinni fyrr. Fljótt var þó auðséð, að í einu hafði undir- búningi verið nokkuð ábóta- vant, en það var í því, að valið hafði verið húsnæði, sem reynd- ist of þröngt, en þó kom þetta ekki mjög að sök, vegna þess að veður var hið bezta, enda þótt að þrengslin torvelduðu nokkuð fundarstörfin. Bæði var að sam- heldni og samvinna fundar- manna var með ágætum og að móttökur heimamanna voru til mikillar fyrirmyndar. Áberandi var, hve margir sóttu nú fund- inn úr sveitunum einkum norð- anlands og austan. Þarna voru menn á öllum aldri allt frá hár- um öldungum aldamótakynslóð- arinnar, sem muna enn þjóð- frelsisbaráttu þeirra tíma og tóku þátt í henni, til unglinganna, sem fæddir eru eftir hernámið og hafa því aldrei séð land sitt al- frj álst. Það var ánægjulegast að sjá, hve mikið har á ungu fólki, og þegar kosið var í landsnefnd, bættust í hana um það bil 10 ungir menn innan v.ið þrítugt. Kjörnir fulltrúar voru nær 200 og auk þess allmargir áheyrnar- fulltrúar, einkum úr nálægari héruðum. Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi setti landsfundinn með ávarpi, en forsetar voru kjörnir: Ingi Tryggvason kennari Laug- um, Eiríkur Pálsson Hafnarfirði og sr. Skarphéðinn Pétursson Bjarnanesi. Framsöguræður fluttu: Þórarinn Haraldsson bóndi Laufási Kelduhverfi, Magnús Torfi Olafsson blaða- maður og ennfremur skáldin Guðmundur Ingi Kristjánsson Kirkjubóli og Þorsteinn frá Hamri, en Ragnar Arnalds al- þingismaður flutti skýrslu um störf samtakanna. Fundinum var slitið í Reyni- hlíð með sameiginlegu borð- haldi. Þar lásu þau upp skáldin Jóhannes úr Kötlum og Halldóra B. Björnsson, en Þóroddur Guð- mundsson rithöfundur sleit fund- inum með eldheitri hvatningar- ræðu. Ungur Siglfirðingur, Héð- inn Jónsson, er nú á förum til Frakklands, þar sem hann mun dveljast a. m. k. næstu tvö ár. Blaðið hafði snöggv- ast tal af honum áður en hann fór. — Er það rétt, að þá œtlir í dveljast í Frakklandi nœstu ár? — Já, ég geri ráð fyrir að verða þar í ein tvö ár, ef til vill lengur. — Áttu tvö ár eftir til loka- prófs? — Já, ætli það ekki, ef allt fer samkvæmt áætlun, og ekk- ert verður til tafar, þá geri ég mér vonir um að verða bú- inn þá. — HvaS ertu að lœra? — Frönsku og franskar bókmenntir. — Þú ert fjölskyldumaður, Héðinn. Verða kona þín og sonur eftir hér heima, meðan þú ert að Ijúka námi? — Nei, þau fara líka. Kon- an mín er að læra bókasafns- fræði við sama skóla og ég, lýkur sennilega prófi um svip- að leyti, ef til v.ill þó eitthvað seinna. — Er ekki erfitt fyrir efnu- lítil lijón með barn að stunda háskólanám í Frakklandi í tvö ár samfleytt eða lengur? — Jú, þetta væri ekki mögulegt, ef ég væri ekki svo heppinn að hafa fengið at- vinnu í Frakklandi, sem ég Héðinn Jónsson. get stundað með náminu. Ég er ráðinn til að kenna is- lenzku og íslenzk fræði við háskólann í Caen, og geri mér vonir um, að það starf geri okkur kleift að ljúka námi án þess að taka aukafrí. — Hvar er Caen? Hefurðu verið þar áður? — Caen er norður við Erm- arsund, í landnámi Göngu- Hrólfs, og ég hef ekki verið þar áður. — Verða fleiri íslendingar þar í vetur? — Ekki svo að ég viti, og ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að við verðum einu íslendingarnir þar. Flestir ís- lenzkir námsmenn, sem til Frakklands fara, leggja leið sína til Parísar. Og aðalástæð- an til þess, að ég fer þangað nú, er sú, að mér býðst þessi atvinna þar. — Hefurðu unnið hér í sumar? — Ég hef verið á Akureyri í sumar, og hef sáralítið ann- að gert en að lesa, kynna mér það, sem ég á að kenna í vetur. Ég minnist þess, að Héð- inn hefur alltaf verið ágætur velunnari og stuðningsmað- ur blaðsins, síðan hann tíu eða ellefu ára gamall aðstoð- aði við afgreiðslu þess og út- burð, og fer þess á leit við hann, að hann sendi því lín- ur um frönsk málefni, ef tími og aðstæður leyfa. — Ég skal hugsa málið, segir Héðinn. Ég geri ráð fyrir að hafa rýmri tíma og þægilegri aðstöðu í vetur heldur en undanfarna vetur, svo það er ekki óhugsandi að ég geti gefið mér tíma til þess. Héð.inn er yngsti sonur hjónanna Elínar Flóvents- dóttur og Jóns heitins Jó- hannssonar skipstjóra. Guðný kona hans er elzta barn Þor- bjargar Gísladóttur Hagalín og Sigurðar Helgasonar, full- trúa bæjarfógeta á Akureyri. Þau eiga eitt barn, dreng á öðru ári. Caen er háskóla- og hafnar- borg í Normandí, við ósa fljótsins Orne. Hún er á stærð við Reykjavík, var lögð í rústir að mestu leyti í stríð- inu. Tala stúdenta við há- skólann, sem var stofnaður árið 1432, skiptir þúsundum. í borginni er margt minja frá tímum Normannahöfðingj- anna, m. a. tvær frægar kirkj- ur frá 11. öld. Geymir önnur þeirra jarðneskar leifar Vil- hjálms sigursæla og drottn- ingar hans, en Vilhjálmur er talinn stofnandi borgarinnar. Eru kirkjur þessar einhver frægustu sýnishom, sem til eru, af byggingarlist Nor- manna. Greinorjerí frd skólastjóra Bornaskóla Siglnfjaróar Fátt hefur vakið meiri athygli og umtal í Siglufirði undan- farna daga, en málefni barna- skólans og þá fyrst og fremst uppsögn umsjónarmanns af hendi bæjarstjórnar. Ég tel því ekki óeðlilegt að ég dragi fram helztu staðreyndir í málinu og skýri það frá mínu sjónarmiði. Síðast í maí var lagt fyrir fund í Fræðsluráði bréf frá bæj- arstjórn, þar sem þess var farið á leit, að ráðið segði upp öllu starfsfólki skólanna, til þess, eins og komizt var að orði, að auð- velda bæjarstjórn að koma á vinnuhagræðingu í störfum bæj- arins. Látið var í veðri vaka, að þetta væri nánast formsatriði, hvað skólana snerti, en vegna samræmis yrði að segja öllum upp. Það var mín skoðun, að öll þau störf, sem innt voru af hendi við barnaskólann væru nauðsyn- leg og unnin af samvizkusemi, enda að starfskraftar nýttust þar vel og að ýmsu leyti betur en á sumum öðrum vinnustöðum. Aftur á móti hafði mér fundizt lítillar hagsýni gæta að sumu leyti um ráðningarkjör sumra starfsmanna, en þar hafði bcejar- stjóri og hans menn einir samið og alls ekki leitað míns álits eða skólanefndar, og get ég skýrt þetta nánar, ef óskað er. Það upplýstist ennfremur á fundi þessum, að allar tillögur til breyt- inga skyldu komnar fram fyrir 1. júlí. Ég flutti því tillögu um, að fræðsluráð ályktaði að ráða sama fólk aftur án auglýsingar, ef engar tillögur kæmu fram til breytinga. Þessi tillaga mín var samþykkt af fræðsluráði, en sjálfur hef ég ekki atkvæðisrétt í fræðsluráði. Nú gerði ég ráð fyrir að hagræðingarnefnd bæj- arins, en bæjarstjóri mun vera formaður hennar, mundi óska viðræðna við mig og fræðsluráð um hugsanlega vinnuhagræð- ingu einhverntíma í júnímánuði. í byrjun júlí hafði hins vegar ekkert heyrzt frá bæjarstjórn og hagræðingarnefnd. Um það leyti átti ég tal við formann fræðsluráðs og kom okkur þá saman um, að allt mundi verða óbreytt að þessu sinni af fram- angreindum ástæðum. Það varð því að samkomulagi, samkvæmt ósk formanns, að ég talaði við þáverandi umsjónarmann Arnór Sigurðsson og segði honum, að hans starf mundi verða óbreytt, enda mun formaður þá hafa tal- ið ástæðulaust að segja upp um- sjónarmanni gagnfræðaskólans, þar sem engar tillögur til breyt- inga höfðu komið fram á tilsett- um tíma. En þremur dögum áður en haustskóli á að byrja samþykkir svo meirihluti bæjarstjórnar að leggja niður störf umsjónar- manna beggja skólanna og ráða einn mann við báða skólana frá 1. október. Auðvitað var ekki haft samráð við neinn, sem kunnugur var málavöxtum, enda ber samþykkt þessi það með sér. Ráðningartími umsjónarmanns rann út 31. ágúst, en nýjan um- sjónarmann átti ekki að ráða fyrr en 1. október, og jafngilti þetta auðvitað að leggja skóla niður í september, einkum þar sem ákveðið var að bjóða niður hreingerningu og reyna þannig að komast fram hjá taxta verka- kvennafélagsins. Það var því ekki hægt að ráða stúlkur til hreingemingar, þótt ég eða ein- hver annar hefði viljað taka á sig störf umsjónarmanns enda lét einn bæjarstjórnarfulltrúi meirildutans þau orð falla, að kennararnir væru ekki of góðir til að gera hreint, og eflaust gerir hann sjálfur hreint á sín- um vinnustað, einkum þar sem hann vinnur hjá bæjarfyrirtæki. Fræðsluráð hélt nú þegar fund og mótmælti þessu ein- róma, ég gerði svo fræðslumála- stjóra aðvart og vissi ég að hann herti á bæjarstjórn að leysa mál- ið hið allra fyrsta, til þess að kennsla gæti hafizt. Bæjarstjóri mætti á fundi fræðsluráðs og lét lítinn bilbug á sér finna, en mun þó hafa séð, að hann var kominn út á hálan ís, því að nú kallar hann Amór fyrir sig og býður honum ekki aðeins sömu kjör og áður, held- ur og ný fríðindi. Þá hafði það hins vegar gerzt í millitíð, að Arnóri hafði boðizt staða sem umsjónarmaður bamaskólan* í Borgarnesi við allmikið betri kjör en hann hafði hér. Nú var ekki um annað að gera en að reyna að finna nýjan um- sjónarmann og vissi ég til að bæjarstjóri gerði einhverjar mis- heppnaðar tilraunir í þá átt. Ekki hafði hann þó neitt sam- ráð við mig eða fræðsluráð. Mánudaginn 7. september gekk ég svo á fund bæjarstjóra til að freista þess, hvort hægt væri að leysa málið. Varð þá að sam- komulagi okkar, að ég skyldi reyna að tala við Einar Her- mannsson bílstjóra og ráða hann, ef hann væri fáanlegur. Einar lofaði, að gefa mér svar næsta dag og var það jákvætt. Hafð.i ég gert ráð fyrir, að Ein- ari byðust sömu kjör og bæjar- stjórn hafði samið um við starfs- mannafélag bæjarins á síðast- liðnu ári. En nú krefst bæjar- stjóri þess að fá að tala við Einar, og setur nú fram ýms skilyrði, sem Einar vildi alls ekki ganga að, svo að nú var sá draumur búinn. Ég hafði orðið þess var, að bæjarstjóri og varabæjarstjóri höfðu í millitíð rætt við Odd Jónsson um að taka að sér starf- ið. Og nú hafði bæjarstjóra far- ið það fram í umgengnisvenjum, að hann spurði mig hvort ég gæti samþykkt manninn. Ég svaraði honum því, að ég hefði úr því sem komið var enga ástæðu til að leggjast gegn ráðn- ingu Odds, þar sem ég hefði einungis góð kynni af honum, að svo miklu leyti, sem ég þekkti hann. Hinn 9. sept. leggja svo bæjarstjórnimar fram tillögu um að ráða Odd samkvæmt er- indisbréfi, sem þeir höfðu alls ekki sýnt mér, og raunar ekki Oddi heldur, enda kom í ljós, þegar á átti að herða, að Oddur vildi ekki ráða sig samkvæmt því bréfi, og er því enn allt óljóst um það, með hvaða kjörum hann verður ráðinn. Að lokum vildi ég segja það, að hugmyndin um sama umsjón- armann fyrir báða skólana finnst mér fráleit, fyrst og fremst af því að starf slíks manns mundi alls ekki notast. Umsjónarmaður er allan daginn vinnandi við að halda skólanum þrifalegum, en allir bæjarbúar vita, hve mikill aur berst inn á fótum 300 barna, sem ganga fjórum sinnum út og inn daglega. í starfi umsjónar- manns er einnig falin hreingern- ing á hluta af skólanum, sem kosta mundi, ef hún væri keypt út með taxta allt að kr. fjögur þúsund á mánuði. Annars væri langt mál að telja upp öll störf umsjónarmanns og væri vel, ef allir starfsmenn bæjarins ynnu n Sauðárkrókur er sjáleg borg“ Þeir, sem í vor óttuðust stór- framkvæmdir af hálfu bæjarins í ár geta nú hvað úr hverju and- að léttar. Sumri er tekið að halla og veður gerast oft váleg með haustinu og ekki árennilegt að byrja á nýjum framkvæmdum. Þó hefur einni framkvæmd verið hrint af stað nú nýverið ein- göngu fyrir harðfylgi framsókn- arfulltrúans sem er okkar Don Quijote. Er það viðbótarbygging við sundlaugina, sem var mjög aðkallandi. Var verkið boðið út fyrir skömmu og eina tilboðinu sem barst tekið, en það var upp á tæpar 1,3 millj. króna. Verður þetta áhorfendasvæði fyrir um 400 manns og bætir úr brýnni þörf þar sem áhorfendur hafa oftast verið fjölmennari en kepp- endur og kemur alveg í veg fyrir þau óþægindi, sem sundfólkið hefur af því að hafa áhorfendur ofan í lauginni. Er þess að vænta að aðsókn aukist til muna þegar tryggt verður að áhorfendur geti horft á þessa göfugu íþrótt þurr- um fótum. Menn taka hér almennt undir með dagblaðinu Vísi og telja skattana smáræði og borga þá „með gleðibros á vör“. Þó eru alltaf nokkrir óánægðir eins og gengur og telja þá, sem búa við norðurhluta Aðalgötunnar greiða óeðlilega lítil gjöld, en því er til að svara að rykið er þeirra vinur í óþægindum sín- um. Það myndar þykka ábreiðu á spjöld og blöð verzlunarbóka og hylur eða máir út margar töl- ur, sem vafalaust hefðu áhrif á skattaframtalið. íbúar Aðalgöt- unnar myndu því mótmæla harð- lega, ef bæjaryfirvöldin létu mal- bika götuna eða hefta rykið á nokkurn hátt. Mikil vinna hefur verið í frystihúsunum í sumar, en aðal- uppistaðan í vinnuaflinu eru húsmæður, sem þurfa að vinna og vilja vinna, en margar hverj- ar eiga illa heimangengt vegna barna. Það væri því vænlegt til árangurs að kvennasamtökin í bænum beittu sér fyrir stofnun dagheimilis því bæjarstjóranum jafnvel fyrir kaupi sínu, bæjar- stjóri ekki undanskilinn. Það er ljótur blettur á bæjar- félaginu okkar, að það skuli hafa komið svo illa fram við jafn- ágætan starfsmann og Arnór var. Nú verður fróðlegt að sjá, hvort haldið verður áfram á þessari braut, en tíminn á eftir að leiða það í Ijós, hvort mikill spamað- ur verður að þessu brölti. Hlöðver Sigurðsson. ætlar sýnilega ekki að endast kjörtímabilið til þess að kynna sér stofnun og rekstur dagheim- ilis, sem honum var falið af bæj- arstjórn fyrir einu og hálfu ári síðan, en allir kaupstaðir og mörg þorp hafa komið sér upp fyrir löngu. Rétt og skylt er að geta þess, að hafin var borun eftir köldu vatni í bæjarlandinu í sumar, en henni hætt aftur alveg á réttum tíma, það er að segja áður en árangur varð nokkur. Sérfræð- ingar töldu vatn vera á um 30 metra dýpi en borun var hætt á þrettán metrum. Það verður því bæjarbúum mikið gleðiefni að fá áfram að hafa sitt jökulvatn brúnt, þykkt og næringarríkt. H. S. Skagfirzk býli fá raf- magn Nú í sumar fengu 42 sveita- bæir í Viðvíkursveit, Hjaltadal og Óslandshlíð rafmagn. Tekið hefur tvö ár að leggja rafmagns- línuna. Þessi 42 býli fá rafmagn frá Gönguskarðsárvirkjun fyrir ofan Sauðárkrók og virkjunum í Húnavatnssýslu, sem eru sam- tengdar henni. Hólar og Hofsós fengu raf- magn í fyrra frá sömu virkjun- um, sem eru eign Rafmagns- veitna ríkisins. AUGLÝSEN DU R ó SAUÐÁRKRÓKI og SIGLUFIRÐI Mjölnir kemur ó mair en annaff hvert heimili i kjördæminu. Bezta auglýsingin er í Mjfflni. Sildrdðj vii BoWðn! Norski fiskfræðingurinn Finn Devold hefur nýlega sett fram þá skoðun, að síldveiðar við vesturströnd Svíþjóðar (Bohus- lán) muni stóraukast á næstu árum, sökum breyttra gangna hafsíldarstofnsins, sem færir sig til árlega um hafið milli íslands og Skandinavíu. Samkvæmt sögulegum heimildum hefur jafnan verið lítil eða engin síld við Vestur-Noreg þegar síldin hefur gengið upp að Bohuslán, og öfugt. Undanfarna áratugi hefur verið mjög lítið um síld við Bohuslán en aftur mikil veiði við Noreg. Síðustu árin hefur allt gerzt í senn: veiði hefur hraðminnkað við Noreg og Norður-ísland, og göngurnar færzt sunnar og austar. Sé kenning Devolds rétt, má gera ráð fyrir vaxandi síldar- gengd við Færeyjar, og að síldin við ísland haldi áfram að færast lengra austur, ennfremur, að síldargengd við Færeyjar fari vaxandi. „Norsku tímabili er að ljúka og „bohuslánskt“ tímabil að byrja, segir Devold. Þess skal getið, að ekki eru allir fiski- fræðingar sammála kenningu Devolds um þetta. TILKYNNING Nr. 34/1964 Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu og er söluskattur innifalinn í verðinu: Nýr þorskur, slægður: Með haus, pr. kg........... kr. 4.50 Hausaður, pr. kg........... — 5.60 Ný ýsa, slægð: Með haus, pr. kg........... — 6.00 Hausuð, pr. kg............... — 7.50 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur, flakaður ón þunnilda: Þorskur, pr. kg........... kr. 11.80 Ýsa, pr. kg.................. _ 14.30 Fiskfars, pr. kg............. — 16.00 Reykjavík, 4. september 1964. Verðlagsstjórinn.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.